Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 13
V í S I R . Miðvikudagur 27. október 1971. 73 Verður opnunartími dagheimila lengdur? „Viijum bæta þjónustuna 44 — Barnavinafélagib Sumargjöf vill lengja opnunartima dagheimila vegna þeirra mæbra, er vinnu sinnar vegna þurfa lengri opnunartima T agt hefur verið til í félags- málaráði, að opnunartími dagheimila verði lengdur. — Nú eru dagheimilin opin frá klukk- an 8—5 á daginn. í tilmælum frá Bamavinafélaginu Sumar- gjöf er farið fram á fjárveitingu til þess að hægt sé að hafa dag- heimilin opin frá klukkan 7.30 á morgnana til klukkan 18.30 síðdegis. Gert er ráð fyrir, að breytingin á opnunartíma verði frá áramótum. Bogi Sigurðsson framkvæmda stjóri Sumargjafar sagði í við- tali við Vísi, að það hefði komið í ljós, að þörf væri á lengdum opnunartíma. „Við gerðum könn un hér meðal mæðra, sem eiga börn á dagheimilunum, og það kom f ljós, að þörf er á lengdum opnunartíma. Þó yrði ekkert barn lengur á dagheimiiinu en 9 klukkustund- ir í senn. Við viljum bæta þjön- ustuna og því lagt til að vakt verði höfð fyrir þær mæður, er könnunin sýndi að þurfa að hafa lengri opnunartíma vinnu sinnar vegna“. Bogi sagði, að það væri mikill minnihlutr mæðra, sem eiga böm á dagheimilum, sem teldu sig þurfa lengri opnunartíma og væru það helzt mæður, sem ynnu í verzlunum. Þegar væru frávik á opnunar- tímanum þannig, að mæður geti komið meö böm sín fyrir átta og sótt þau eftir fimm á daginn _ t . . .. f . leikskólanna væri núna frá kl. 8—12 og frá kl. 13—17. Þó væri höfð vakt á leikskólunum til kl. 12.30 og smáfrestur eftir fimm. „Það er. ein á vakt til að skila börnunum". — Ég hef heyrt mæður kvarta undan því, að starfsfólk liti þær óhýru augá, ef það dregst að ná „ í bornm a slaginu fimm t. d.? — Er fyrirhuguð breyting" á . „Það á ekki að vera Starfs- opnunartíma leikskólanna? „Ef breyting yrði á opnunar- tíma leikskólanna yrði hún fal- in í styttingu opnunartímans á þá lund, að leikskólar yrðu ekkj hafðir opnir á laugardögum. Það skiptir öðru máli með leikskól- ana en dagheimilin. Leikskól- arnir eiga að vera fyrir alla og nú er laugardagurinn alveg að hverfa sem vinnudagur fólks, og ef brevting verður á opnunar- tímanum verður hann i þá átt, að tíminn verður styttur". Bogi sagði, að opnunartími fólkið fær út á aukavakt annað hvort borgun eða frí. Ég vona að það sé ekki alvarlegt. Það hefur verið reynt að útskýra það fyrir starfsfólki aö það geta komið tilfelli, þegar mæðurnar geti ekki komið á réttum tíma. Annars er viðmöt starfsfólks- ins einstaklingsbundið. Einnig. vill verða of mikill misbrestur hjá sumum með áð ná í börn sín og fólkið hjá okkur vill hafa sinn vinnutíma eins og annað fólk“. — SB Nýtt dagheimili — seinna skóladagheimili TVTýtt dagheimili mun taka til starfa í Reykjavík um ára- mót. Er það við Selásblett og er ætlað fyrir Árbæjarhverfið. — Visir talaði við Svein Ragnars- son félagsmálastjóra, sem sagði að um lftið einbýlishús væri að ræða. „Við teljum að hagkvæmt sé að reka þar dagheimili. Þrr er góð lóð og húsið hentugt. Á að reka þar dagheimili frá áramót- um fyrir 15—20 börn og verður þá fyrst og fremst um börn úr Árbæjarhverfj að ræða. Síðar þegar verður byggt dagheimili þar, en við eigum næstu lóð, sem á að vera undir dagheimili, verður hægt að nota þetta hús sem skóladagheimili en þaðan eru ekki nema 100 metrar að skóla". — SB NÝTT! FAIRLINE ELDHÚSIÐ TRÉVERK FYRIR HÚS OG IBÚÐIR Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja, ennfremur fataskápa, inni- og útihurðir. bf Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. jf Gerum teikningar og skipuleggjum eld- hús og fataskápa og gerum fast bindandi verðtilboð. Komum í heimahús ef óskað er. VERZLUNIN ÓÐINSTORG H.F. BANKASTRÆTI9. — SÍMI 14275. Járnsmiðir, vélstjórar og aðstoðarmenn óskast. Vélaverkstæði J. Hinriksson hf. Skúlatúni 6. Sími 23520, heimasími 35994. Skrifstofumaður óskast Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða nú þeg- ar reglusaman mann til bókhaldsstarfa. Umsóknareyðublöð fást á afgreiðslu rafveit- unnar. Rafveita Hafnarf jarðar SÍMASKRÁIN 1972 Simnotendur í Reykjavík, Seltjarnamesi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnot- endur góðfúslega beðnir að senda breytingar skriflega fyrir 1- nóv. n. k. til Bæjarsímans auðkennt símaskráin. Bæjarsíminn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.