Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 13
VlSIR. Miðvikudagur 10. nóvember 1971. 73 SILLA & VALDA HÚSINU ÁLFHEIMUM 74 Tannkremið sem pússar, en slípar ekki 1RHl - * Pv WS r í. ■mmm En enginn getur veriö án þess að bursta tennur. TTndanfarið hefur ein tegund sænsks tannkrems verið ó- spart auglýst í dönskum blöð- um. Og það á kostnað annarra tannkremstegunda að nokkru leyti. Þetta tannkrem heitir „Bofors‘‘ og um þáð er sagt að það slípi ekki tennurnar eins og flest önnur tannkrem heidur pússi þær. í þessari auglýsingu er einnig bent á það, að Boforstannkrem ið geri ekk; tennurnar hv’itari I grein um þetta efni i danska blaðinu „Politiken" segir greinarhöfundur, að það, sem veki athyglj hans við aug- Þaö er sagt, aö flestar tann- kremstegundir slípi tennum- ar með þeim afleiðingum, að tennumar geti rispazt og tannhálsinn oröið fyrir skaða. lýsinguna sé aö þar standi ,,þú hefur áreiðanlega skaðazt af slípun“ og það, sem fái hann tij þess að lesa hina vísinda- legu lesningu, sem fylg; auglýs ingunni stafi sennilega af þvi, að hún sé svo „öðruv’isi". Glæsimyndir \ lit af herða- breiðum berserkjum, sem töfra baðstrandakynbombur víki fyr ir ópersónulegri skýrslugerð röntgenmyndanna af eyðilegg- ingu tannburstunarinnar sem allir hafi fylgt svo hlýðnir. „Við erum sannfærð um, að við fáum ekki meiri kynþokka eða njótum meiri velgengni i viðskiptalífinu, ef við förum eftir gæðamerkingu sænskra vísinda, Sem talin er upp í auglýsingunni. Hins vegar er ábyrgzt að við verðum ekki fyrir meiri skaða vegna slVp- unar. Polymetylmetakrylat er nýj- ungin og leyndardómurinn. Litlar plastkúlur, sem leysa siípunarefnið af sem hefur kerfisbundið eyðilágt vesalings tannhálsana, sem tannkjötið hefur með aldrinum dregizt frá og gert neyzlu íss og sæl- gætis að hryllingi.“ í greininni segir einnig, að sænska tannkremið sé ekki nýjung á dönskum markaði, það hafi fengizt í nokkur ár en það hafi ekki verið nógu margir, sem hafi veitt þvf athygli. Nú sé auglýsingastofan í fullum gangi með að auglýsa tannkrem ið með eldmóði sem sé trúar- hreyfingu sæmandi. í viðtali við auglýsingastcyf- una kemur það fram að rann- sóknir sýni áð fólk kaupi tann- krem fyrst og fremst eftir þvV hvemig bragðið sé að þvi og síðan í þeirrj von að fá hvítari tennur. Með sænska tannkrem- inu séu tennumar pússaðar en ekki slípaðar og það sé viður- kennt V auglýsingunni, að tenn urnar I 5% notenda verði smám saman gulari ef ekki sé séð fyrir því að bursta þær með venjulegu tannkremi einu sinni f viku — í hæstá lagi. —SB. UTGARÐS KONDITORI KÖKUR TERTUR SÉRBAKAÐAR FJÖLBREITT SMÁKÖKUÖRVAL BÖKUM EFTIR PÖNTUN HEIT DÖNSK VÍNARBRAUÐ ALLAN DAGINN VÍSIR í VIKULOKIN er orðin 408 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VISIR í VIKULOKIN HANDCÓK HÚSMÆÐRANNA VÍSIR I VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaöarveroi. VISIR I VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrrs áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.