Vísir - 22.12.1971, Síða 8

Vísir - 22.12.1971, Síða 8
VISIR . Mfðvikudagur 22. desember 1971, vism UtgefancH 'ramkvæmdastjóri Ritstjórí Prfittastjóri Ritstjómarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgi - -la Ritstjóra iácriftargjald kr. lausasölu kr. 12 ‘rentsmiðja Visis : KeyKjaprem hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir''Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Simar 15610. 11660 : Bröttugötu 3b. S£mi 11660 : Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Mnur) 195 ð mánuði innanlands ,00 eintakið. — Edda hf. Óvissa um ónæmi jslendingar era ýmsu vanir í efnahagsmalum sínum 'rá mörgum síðustu áratugum. Dýrtíð og verðbólga íafa gengið í bylgjum yfir þjóðfélagið og gengislækk- mir orðið á nokkurra ára fresti. Stundum hafa stjóm- /öld magnað vandann með óviturlegum skyndi- og íeyðaraðgerðum, einkum þó með höftum og ofstjóm tf ýmsu tagi. Allt þetta höfum við lifað af og oft búið við ágætan íagvöxt á milli hrinanna. Atvinnulíf okkar virðist imám saman hafa öðlazt dýrmæta reynslu í að þola ívaða óáran og opinberar aðgerðir, sem vera skal. >ótt efnahagslífið virðist hvað eftir annað vera á íverfanda hveli, hefur atvinnulífið alltaf risið aftur ir öskustónni og öðlazt þrótt til að færa þjóðinni >etri lífskjör. Viö ættum því að geta vonað, að svo fari einnig í >etta sinn, þótt vandamálin streymi að með óvenju- ega hröðum og ógnvekjandi hætti. Fjárlög hafa oft íiækkað mjög milli ára, þótt þau hafi raunar ekki áður íækkað um 50% eins óg nú er raunin. Skattar hafa oft hækkað milli ára, þótt ekki hafi verið í jafnmiklum næli og virðist ætla að verða í þetta sinn. Oft hefur jjjóðin staðið andspænis nýrri verðbólguhrinu eins og «iú, þótt sjaldan hafi hún verið eins uggvænleg og nú. Og gengislækkun sú, sem smám saman hefur verið að gerast í haust og nú síðustu dagana, er engin nýjung í þjóðlífinu. Ástandið er með alvarlegasta móti. Menn spyrja því, hvort atvinnulífið sé orðið nægilega ónæmt til ið þola þessa nýjustu og verstu hrinu. Ekki væri frá- eitt að svara þessu játandi, ef ekki kæmi tvennt til, >em varpar skugga á bjartsýnina. I fyrsta lagi virðist hlutdeild ríkisbúsins af þjöðar- búinu Vw/w: kast lir rú-r.!ega fímmtur.gi í um þþ* >il þriðjung. Hinguð 'fur v^.i.„«lgun séð um, ao lækkanir á fjárlögum ríkisins hafa ekki leitt til þess ið ríkið taki til sín stærri sneið af þjóðarkökunni. í öðru lagi er verið að setja á stofn skömmtunar- stofu undir nafninu Framkvæmdastofnun, sem á að verða enn voldugra ríkisbákn en Fjárhagsráð var á línum tíma. Þessari stofnun er ætlað að raða verkefn- um atvinnulífsins í forgangsröð eins og tíðkast í aust- rænu hagskipulagi. Hún er fyrsta stóra skrefið í átt til ríkisrekstrar atvinnulífsins. Þetta tvennt bendir til þess, að ríkisvaldið ætli sér nú stærri hlut en áður hefur verið. Það bendir til þess, að stefnt sé að því að nota ringulreiðina, sem fyrir- sjáanleg er á næsta ári í efnahagsmálunum, til að gera veigamiklar kerfisbreytingar í atvinnulífinu og íOTia því alveg undir hatt ríkisvaldsins. Reynslan um allan heim sýnir, að slfkt mundi deyf a mjög innri kraft atvinnulífsins. Þess vegna eru vanda- málín óveniu hættuleg í þetta sinn. að slaka á böaéumm Titó getur ekki kveðið niður þjóðernis- hreyiinguna i Króatiu Vaxandi þjóöernishreyfing Króata í Júgóslavíu stofnar í hættu einingu rikisins og veldi kommúnistafiokksins. Tító hef- ur beitt hörðu til aö kveöa þjóðemissinna niður. Forystu- menn kommúnista í Króatíu fengu ekki við neitt ráðið. Þeir treystu sér ekki til að ganga miQi bols og höfuðs fi stúdent- um og öðntm þeim, sem vilja auka sjálfsforræði landshlutans. Tító tók það ráð að reka for- ystumenn flokksdeildarinnar í Króatiu. En með þvi hefur hann ekki unnið neinn endanlegan sigur Júgóslavía sundurleit ríkisheild Vandamál Títós eru ekkert einsdæmi í ríkjum kommúnista. Kommúnistaflokkar vilja eðli- lega hafa sem mest vald í hönd- um miðstjórnar, og verulegt sjálfsforræði einstakra fylkja innan ríkisheildarinnar, til dæm- is á borð viö það, sem er í Vestur-Þýzkalandi eða Banda- rtkjunum, vær; næsta óhugsandi í kommúnistaríki. Tij dæmis í SovétrTkjunum sem eiga í orði að vera ríkjasamband_ hefur raunverulegt vald einstakra rik- ishluta aldrei verið teljandi. Sama máli gegnir um Júgó- slavíu. .. Þess vegna eiga kommúnista-.. flokkarnir mjög erfitt með aö leysa vandamál eins og þau, sem skapast vegna krafna þjóð- ernissinna í Króattu. Hafa verð- ur í huga, að ríkiö Júgóslavla er frá upphafi mjög sundurleitt. Tiltölulega skammt er slðan þarna voru mörg ríki Enn lær- iimimiii a® l li ! Umsjón: Haukur Helgason um við í skólum um þau riki og hve mikilvæg þau voru í fyrri heimsstyrjöldinni, þótt iítil væru. Titö varð töluverð ,.bjóð“- hetja vegna baráttu hans við nasista. Hann var foringi skæru liðasveita og i stríðsiok tókst honum að fylkja þeim flesti:m andir sitt merki Þá byrjaði bar- átta hans viö Stalín, cg „tító- isminn“ fæddist. kommúnismi, sem ekki laut boði og banni Moskvumanna, en þá braut hafa fjölmargir kommúnistar geneiö síðan. Júgóslavar að svo mikiu leytj sem það orð hefur merk- ingu, höfðu öðrum hnöppum °ö hneppa en aö kýta hver viö annan, Verkfall stúdenta En i títóismanum fólst meira en óhlýðni viö valdboð frá Moskvu Tító leyföi meira lýð- frelsi en aörir valdhafar komm- únistartkja. Hann jók sjfilfs- stjórn fyrirtækja og landshluta, dreifði valdi miöstjómar. Eins og oft vill verða um einræöis- stjórnir, reyndist þaö hættulegt einveldinu að slaka á böndun- um Almenningur undir einræð- isstjóm krefst meir; lýðræðis- réttinda. þegar hann finnur af þeim bragöiö. Um leiö og harö- ar stúdenta og aðrir þjóðernis- sinnar voru settir bak viö lás. Samtök fasista erlendis Reiðj Títós er því meiri. sem margir Króatar, sem hafa flúið til Vesturlanda, eru félagar í samtökum, sem oft eru kennd við fasisma. Samtökin eru gömul að uppruna og þau hafa undanfama mánuði framið hermdarverk á Vesturlöndum, Aukiö lýðfrelsi títóismans skapar vandamál. Tító beitir þvi bolabrögöum. stjörninni iinnir, koma fram á sjónarsviðið foringjar úr röðum fólksins, sem ella hefðu verið fjarlægöir fljótt eða ekki þorað að bera fram kröfur en tekst nú að koma skoðunum sínum á framfæri og afla þeim fylgis. Tító er nú að komast að því, aö þetta er hættulegt veldi hans. Kommúnistaforingjar í Króatíu leyfðu „blómunum að spretta“ Þjóöernissinnum þar óx fisku.r um hrygg. S.ú barátta náði hámarki með verkfalli •stúdenta í Zagreb höfuöstað Króatíu. Þegar kommúnistafor- ingjar þar reyndust linir gagn- vart, þessarj ógn, rak Tító þá úr stöðunum og skipaöi hollari menn í staðinn. Slðan hófst handtökulota og margir foringj- jafnvel í Sviþjóð, á júgóslav- neskum sendifulltrúum og öðr- um stuðningsmönnum Títós. Þessi samtök hafa gert Tító lífið leitt meö ýmsum öðrum hætti, til dæmis átt mikinn þátt í mót- mælum I Bandaríkjunum, þegar Tító heimsótti Nixon fyrir skömmu Tító bendlar þjóðernissinnana í Króatíu viö þennan félagsskap, en það er vafalaust rangt. Harkan í viðskiptum við þjóö- emissinna mun varla verða til annars en að fresta vandamál- inu um skamma hrið. Þjóðernis- hreyfingin hefur náð að festa rætur, sem eru dýpri en svo, að henni verö; eytt meö hand- tökum og refsidómum yfir ein- stökum foringjum hennar Tító er nú elskulegri við sovétleiðtogana en áSur var. Hérna era þeir Bresnjev að kyssast.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.