Vísir - 03.01.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 03.01.1972, Blaðsíða 9
V 4 S I R . Mánudagur 3 janúar 1972, 9 Minni afli en búizt var við“ „Vetrarvertíöin gekk verr en von var á. Minna veiddist af Grænlandsfiski og árgangurinn frá 1964 gekk ekki á miðin eins og viö höfðum búizt við“, sagðj Már Elísson fiskimálastj. „Erfitt reyndist að manna bát ana þar sem hærra kaupgjald t landj dró til sín mannafla sem annars hefði fengizt á bát ana. Afli togaranna var svipað- ur miðað við úthald, en verk- fall stytt} úthaldstimann nokk uð. Það er óskýrt mál hvers vegna loðnan gekk ekki vestur fyrir. en loðnuaflinn varð minni en viö bjuggumst við. Aukin síidveiði er Hjaltlandsmiðunum að þakka. Rækjuaflinnn var nokkru meiri vegna miðanna sem fundust við Eldey. Hörpudisksveiðin jókst einn ig nokkuð en hér er um að ræða nýjar veiðar sem litil reynsla er komin á og því er ekki hægt að koma með mikinn samanburð frá fyrri árum. En fleiri og fleiri bátar hafa nú byrjað þessar veiðar. >á jókst humaraflinn einnig nokkuö en skelfiskveiðin er mjög litill hlut; i heildarveiöinni“, sagði Már að lokum „Um 14% aukning ferðamanna í flugi Allveruleg fjölgun varð á er- lendum ferðamönnum sem komu til landsins með flugvélum á nýliðnu ári eða um 14% aukn- ing. Urn 60.000 ferðamenn komu þá flugleiðis til landsins,- en af þeim var tæpur fjórðungur án ingarfarþegar Loftleiða, eða 14.445. Haföj þeim fjöigað um 20% frá árinu áður, þegar þeir urðu 12.024, að því er Sigurð ur Magnússon blaðafulltrúj upp lýstj Vísi. Lltil fjölgun varö hins vegar á ferðamc' mum sem hingað komu með skemmtiferðaskipun um en samkvæmt lauslegri á- ætlun Tómasar Zoega fram- kvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Zoega komu viðlíka marg- ir feröamenn hingað sjóleiðis í fyrrasumar og sum- arið áður eða 10—11.000 feröa menn. Þetta gerir það að verk um að í heild fjölgaðj feröa- mönnum ekki nema um rúm 10% á milli ára. Heildarflutningar íslenzku flugfélaganna tveggja Loftleiöa og Flugfélags íslands jukust nokkuð á árinu. Samkvæmt á- gizkun fluttu Loftleiðir um 300.000 farþega á nýliðnu ári, en fluttu 282.000 farþega árið 1970. Heildarfarþegaflutningar Flug félags islands júkust hins vegar úr 190 þús. 5 um 237 þús. en þar er meðtalið millilandaflug, innanlandsflug og allt leiguflug Aukningin hjá Fugfélaginu hef ur því orðið um 22%. —VJ ,12-15% aukning í iðnaði;í Árið hefur verið iðnaðinum gott að því leyti, að umtalsverð aukning iðnaðarframleiðslu hef ur orðið á árinu eða 12—15% og þá sennilega nær 15%. Hins vegar hefur fjárhagsafkoma iðn fyrirtækja ekk; verið betri en á árinu 1970, en okkur viröist það jafnvel verða heldur lak- ara sagðj Gunnar J. Friðriks- son formaður Félags ísl iðnrek enda í viðtali við Vlsi rétt fyrir áramót. Verðstöðvunin hefur gert það að verkum, að iðnaðurinn hefur ekkj getað hækkað franaleiðslu vörur sínar, þrátt fyrir tölu- veröar verðlagshækkanir t. d. í innfluttu hráefni. sem hefur hækkað í verði vegna verð- lagsbreytinga erlendis og gengis breytinga. Framleiðsluaukningin hefur varla náð að vega upp þessar kostnaðarhækkanir, sem iðnaðurinn hefur orðið að taka á sig, sagði Gunnar. Á þessu stigi er ekkj unnt að fullyrða, hvort hlutdeild iðn aðar 5 heildarþjóðarframleiðsl- unnj hefur aukizt þó að frekar megi reikna með því. Fram- leiðsla iðnaöarins nam á árinu 1971 14—15 milljörðum, en var um 12.2 milljarðar 1970. Þessar tölur eru miðaðar við annan iðnað en byggingariðn að fiskiðnað og álverksmiðjuna f Straumi Ánægjuleg þróun varð á ár- inu í útflutningj iðnvarnings, en hann jókst í um 800 milljón ir króna úr 670 milljónum 1970. Mesta útflutningsaukningin varð I ullar. og skinnavörum aðallega til Bandaríkjanna. 1 þessum tölum í útflutning kem ur alls ekki sala íslenzks mark aðar á Keflavíkurflugvelli. „Hagur bænda íór batnandi á árinu44 „Árið 1971 var bændum til tölulega hagstætt. Spretta frem ur góð bg heyfengur mun betri en árið áður,“ sagði Jónas Jóns son hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. „Sauðfjárslátrun var minni en árið áður og settu bændur meira á í haust vegna meiri heyja. En sauöfé hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Mjólkurframieiðslan hefur aft- ur á mótj aðeins aukizt á ár- inu. Útflutningur á kjöti af haust slátruðu er mun minni en árið áður. Það stafar af minni slátr un og einnig hefur neyzlan inn anlands aukizt Verðið hefur farið batnandj á erlendum mörk uöum og meira flutt tij þeirra landa er greiða gott verð. Enn fremur hefur verðið á mjólkur vörum og ostj hækkað aðeins erlendis. Fólkj í sveitunum heldur á- fram að fækka, en segja má að hagur bænda hafj frekar far ið batnandi á sl. ári Vélakaup voru meiri, byggingaframkvæmd ir einnig og jarðræktarfram- kvæmdir 8—10% meiri. Þó ber að hafa í huga að jarðrækt arframkvæmdir voru í algjöru lágmarki árið áður. En þótt heldur hafi rofað til hjá bændum I fyrra stórbatnar hagur þeirra ekki í einu vet- fangj en þetta virðist þó stefna i rétta átt.“ —SG „Innflutningur jókst um þriðjung44 „Umsvif verzlunarinnar hafa verið mjög mikil á árinu og mun meirj en árið áður,“ sagði Þorvarður Jón Júlíusson fram- kv.stj. Verzlunarráðs. „Innflutningur jókst um tæp an þriðjung en aukningin skipt- ist misjafnlega niður á hiaar ýmsu greinar verzlunarinnar og þar af leiðandi hlýtur af- koman að vera misjöfn. En t d. jókst bifreiöainnflutningur veru lega. Verðlagsákvæði voru ó- breytt en allur tilkostnaður hækkaðj að mun. Verzlunarfyr irtækjum fjölgaði lltið sem ekk ert á árinu en hins vegar fjölg aði starfsfólki nokkuð vegna aukinnar starfsemi. En um leið og viö lítum á aukinn innflutning verðum við að líta á hina hliðina. Út- fiutningur hefur ekkj aukizt að magni til en verðmæti vegna verðhækkana erlendis. £n við skiptahalli verður talsverður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.