Vísir - 15.01.1972, Side 8

Vísir - 15.01.1972, Side 8
8 VÍSIR . Laugardagur 15. janúar 1972. Utgefanoi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir*'Pótursson Pitstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Sími 11660 Ritstjóm: SíðumúJa 14. Simi 11660 (5 Mnur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innaniands i lausasölu kr. 15,00 eintakið. Prentsmiðja Visis ■*— Edda bf. Dýrkeypt reynsla ]\Jeðan núverandi stjómarherrar vom í stjómarand- stöðu reyndu þeir af fremsta megni að kynda undir ófriði og sem illvígustum deilum í kjaramálum. Verk- föil vom þá þeirra líf og yndi, og hvert sinn sem þeir fengu þá ósk sína uppfyllta, að einhverjar stéttir eða starfshópar gerðu verkföll, kenndu þeir þáverandi ríkisstjórn um og kváðu vandalaust að leysa deilum- ar með því einfalda ráði, að beita sér fyrir, að gengið yrði möglunarlaust að öllum kröfum um launahækk- anir. Þeir sem greiddu núverandi stjómarflokkum at- kvæði í síðustu kosningum, hafa eflaust haldið að með stjómarmyndun þeirra myndi renna upp tímabil friðar og sátta á vinnumarkaðnum. Nú þyrfti ekki að óttast verkföll og allra sízt að landsstjómin færi að amast við því, að fólk fengi laun sín hækkuð í sam- ræmi við þær kröfur, sem það teldi réttmætar. En þegar þessir herrar vom setztir í ráðherrastólana, kom brátt annað hljóð í strokkinn. Nú em viðhorf þeirra gerbreytt. Nú, þegar þeir þurfa að fara að súpa seyðið af fyrri orðum sínum og gerðum, vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð og sitja máttvana í stólum sínum. Með fáránlegum afskiptum sínum átti ríkisstjómin bein- línis stóran þátt í því í haust — ef ekki alla sökina — að ekki tókust samningar milli atvinnurekenda og launþega án þess að til nokkurra vefkfalia kæmi. Tjón ið sem farmannaverkfallið hefur valdið þjóðarbúinu er óbætanlegt. Útflutningsvömrnar hafa hlaðizt upp í höfnum landsins. Við erum að missa viðskipti, sem skipt geta hundmðum milljóna kr. eða hver veit hvað? Erlendir viðskiptavinir þreytast á biðinni eftir vör- unni og snúa sér til annarra. Afleiðingar þeirra stjómarhátta, sem hér hafa ríkt síðan núv.?:T.n 'í ríkisstíórn kom til valda, eru ék*i komnar í ljós enn nrv? að lirí*; enda er vaiúa- tíminn ekki oröinn nema tæpt hálft ár. Ef dæma skal eftir byrjuninni á margt ískyggilegt eftir að gerast. Fyrirsjáanlegt er að dýrtíðar-holskefla, geigvænlegri en nokkm sinni fyrr, mun ríða yfir á næstu mánuðum. Skattabyrði almennings mun þyngjast meira en fólk órar fyrir. Aðeins fáir, sem sérstaklega hafa kynnt sér það mál, vita á hverju er von, og ríkisstjómin hef- ur ekki getað mótmælt niðurstöðum þeirra með nokkr um frambærilegum rökum. Það mun sannast á sínum tíma, að launahækkanir nægja hvergi nærri til þess að vega á móti aukinni dýrtíð og hækkun skatta á öllum almenningi. Þannig mun skrúfan halda áfram unz þessi vinstri stjóm fer sömu leiðina og sú fyrri 1958. En þetta er það sem þjóðin kaus yfir sig s.l. sumar og ekkert nema dýr- keypt reynslan getur kennt henni að láta ekki slíkt glapræði henda sig oftar. II ( l( ; f I {{ „Hannibai Dana" óttaðist til æviloka hefnd Rússa Þótt Aksel Larsen væri „hannibal Dan- merkur“, var braut hans ekki hin sama og Hanni bals Valdimarssonar. Hannibal klauf sig út úr sósíaldemókrataflokki, gekk til samstarfs við kommúnista og klauf sig út úr því og stofnaði sinn vinstri sósíaldemó- krataflokk. Aksel Lar- sen var höfuðsmaður danska kommúnista- flokksins, þar til hann klauf sig úr honum með meginþorra liðsmanna og stofnaði sinn vinstri Litríkasti og umdeildasti stjómmálamaður Dana. sósíaldemókrataflokk. Aksel Larsen reið á vaðið í þeim efnum á Norður- löndum, hinn fyrsti „tító isti“, sem einhverju skipti. Á eftir komu fleiri, og jafnvel komm- únistaflokkar í Svíþjóð og á íslandi fluttu sig nær títóisma í kjölfar hans. Með andlátj Aksels Larsens er horfinn af leiksviði stjómmála einhver litríkasti stjómmálar maöur Danmerkur umdeildur og „spennandi" foringi. Verk hans töluöu ekki einungis í heimalandi hans. Aksel Larsen var góöur stuöningsmaður ís- lenzks málstaðar í handritamál inu, og hann þáöi fálkaoröuna, þótt hann hafnaði öðrum heiðurs merkjum En umfram allt annað vöktu viöskipti hans við kommúnista athygli. Þar var hann löngum hollur fylgismaður Moskvu, þar til mælirinn fylltist Ofbauð innrásin í Ungverjaland.^...... Aksel- Larsen sættj sig eins og flestir kommúnistar heims við „hreinsanir‘‘ Stalíns upp úr 1930, er gamlir góökommúnistar og æðstu herforingjar sovézkir urðu fórnardýr einræðisherrans. Hann samþykktj samning Sovét manna við Hitlers-Þýzkaland, sem leiddi til „þægilegrar“ skipt ingar Póllands milli gamalla fjandmanna þess, Rússa- og Þjóðverja, árið 1939. Hann Aksel Larsen, ungur kommúnisti, vekur athygli, er hann ávarpar atvinnuleysingja úr bát árið 1931. fylgdi línunni fram til uppreisn- arinnar I Ungverjalandj árið 1956 og tveimur árum betur Hann lézt sem bitur andstæð ingur sovézka einræöissósíal- ismans. 1 minningargrein eins vinar hans, Ole Kiilerich, segir, að hann hafi alla tíð óttazt hefnd Rússa. Viöskilnaöur Larsens viö kommúnista hafði gild; langt út fyrir landsteina Danmerkur. Honum var aldrei fyrirgefiö í Moskvu. Aksei Larsen langaði að sikrifa endurminningar um samskipti sín við Moskvu- kommúnista, undirokun þeirra á kommúnistum annarra landa, eitthvað, sem „afhjúpaði" Moskvu, en hann þorðj þaö ekki, segir Kiilerioh. Því tak- markað; hann endurminningar sínar við innanlandsmálin. Rekinn úr kommúnista- flokknum, en stofnaði annan stærri. Fráhvarf Larsens frá danska kommúnistaflokknum var með þeim hætti sem hann kaus, þegar hann hafði fengið sig ful) saddan af Moskvu Honum var vikið úr flokknum fyrir drott- jnsvik Ungverjalandsmálið hafð; rekið fleyg í kommúnistaflokk- inn. Styrjöld geisaði milli Moskvumanna og Larsens. Hon- um var vikið, af því að hann hafði skrifað, að innri starfsemi flokksins væri algerlega háð rússneskum aöferðum og hug- myndum. Þetta vildi hann, er talið og honum tókst að stofna nýjan flokk Socialistisk Folke- parti (sósfaliskan „alþýðu- flokk“) og fá mikið kjörfylgi. Flokkurinn fékk 20 þingmenn. Árið 1966 var f fyrsta sinn sósíaliskur meirihluti á danska þinginu. Kommúnista flokkurinn hefur tæpast haldið Iffi eftir klofninginn. Varð meira en „títóisti". Eftir viðskilnaðinn við komm únista hafði Aksel Larsen sama aðaláhugamál og Hannibal. Hann vildi stofna stærr; fylk- ingu sósíaliskra lýðræöissinna, sameina sósfaldemókrataflokk inn danska og sinn flokk. Hann varö meira en titóisti, raunveru- legur norrænn lýðræðissinni, andstæðingur einræðis. sem það fannst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.