Vísir - 05.02.1972, Page 1

Vísir - 05.02.1972, Page 1
vísm 62.árg.—Laugardagur S.febrúar 1972—30.tbl. Kunna tveir að telja fram? Svo virðist sem aðeins tveir aðilar á öllu landinu geti talið fram til skatts af fyllsta öryggi i ár, - Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra og blað hans, Timinn. Þetta sagði okkur starfsmaður á Skattstofunni. Mikið álag er þessa dagana á stofnuninni, og ekki að undra. Sjá meira um störf skattstofunnar þessa dagana. — ó bls. 2 og 5 ísland orðið ,, heitara" Óaðgengilegt fyrir venjulegt fólk Konurnar hafa að undan- förnu látið skattamálin til sin taka, eins og fram kom i frétt i Visi I gær. „Skattafrum- vörpin eru óaðgengileg fyrir venjulegt fólk, sifellt vitnað i önnur lög', segir skatta- máianefnd Kvenrétti'nda- félagsins. — Sjá nánar á bls.5 Orðheppinn sjarmör, eða kjaftaskur? „Tilraunir hans til að slá um sigmeð heimsborgaraiegu samblandi af gamni og alvöru, sem hann tíðkar tals- vert i máflutningi, fóru þannig út um þúfur, - og i staðinn fyrir skemmtilegan og orðheppinn sjarmör var þarna kominn ómerkiiegur kjaftaskur, gasprari, sem gefur sér ekki tóm til að hugsa nokkurn hlut til botns vegna of mikillar málgleöi”. Þetta fær Jónas Arnason i einkunn hjá Kristjáni Bersa i blaðinu i dag — Sjá sjónvarps- gagnrýni á bls. 7 Kapituli út af fyrir sig Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur hann Is- leifur Konráðsson. Þessi aldni listmálari er sér- kapituli I islenzkri list, okkar eini „naivisti”, -og þessa dagana vekur sýning hans mikla athugli I lista- heiminum okkar — Sjá bls. 7 Kemur heim með fyrsta bikarinn Þessi unga Arbæjarstúlka kom á dögunum heim með fyrstu sigurlaunin, sem iþróttafélag hverfisins, Fylkir, vinnur á kappmóti. Meira af myndum af ungum sigurvegurum. - Sjá bls. 9 Febrúarsól Siðustu geislar febrúarsólarinnar framkölluðu hina furðulegustu skugga, þegar ljósmyndarinn tók þessa mynd vestur á Granda, þar sem bátaflotinn hefur aðsetur sitt. Merki Slysavarnafélagsins á gamla kaffiskúrunum þekkja vist flestir, og vist er um það að margur sjómað- urinn kann að meta það starf, sem þar er unniö, ekki sist, þegar vetrarveörin válynd geisa um höfin. T E KU R Þ VI E KKI AÐ M Æ T A í T ÍM A — segja stúdentsefni í Kennaraskólanum — foreldrar leita til fræðslustjóra vegna mikilla forfalla i kennsiunni Þegar kennsla átti að hefjast i gærmorgun i stæröfræðibekk stúdentsdeildar Kennaraskólans, voru aðeins 3 nemendur af 9 mættir. „Það eru oröin svo mikil forföll i kennslunni, aö okkur finnst varla orðið taka þvi að mæta, þegar aðeins er einn timi á dag,” sagöi einn nemandinn, sem kom að máli við blaðamann Visis. Veikindaforföll kennara gerðu það að verkum, að kennsla átti aðeins að fara fram i siöustu kennslustund fyrir hádegi i gær, og horfur voru S þvi, aö einungis yrði kennsla i fyrsta tima i morgun. Foreldrar nemenda hafa snúið sér til fræðslustjóra áhyggjufullir vegna forfalla i kennslunni, en nemendur þessa bekkjar eiga að ganga undir stúdentspróf i vor. „t fyrra, misserið 70-71, vantaði okkur 28-30 kennslustundir i stærðfræðina, en þaö, sem af er þessa vetrar, vantar okkur 32 kennslustundir! sagði annar nemandi, Hörður Svavarsson, að- spurður um forföllin . „Þetta hefur þróazt illa hjá okkur, þvi að við höfum veigrað okkur við að kvarta undan þessu kennarans vegna, sem viö öll höfum mikið dálæti á, en nú er hann kominn á sjúkrahús.” „Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur, vegna þess að eðlisfræði- kennslan hefur verið jafnframt i molum,” ságði Jóhanna Július- dóttir, nemandi i sama bekk. „Við notumst við kennslubók, er ekki þykir nægilega ýtarleg viö stærðfræðideild, og viðhöfð i náttúrufræöideild i mennta- skólum. Og fyrri hluta vetrar- ins höfum við varið til þess aðfara yfir námsefni, sem við höfðum reyndar tekiö fyrir á 2. vetri okkar i skólanum. Hálfur vetur- inn er okkur tapaður vegna tvi- verknaðar.” Bekkjarsystir hennar, Georgia Magnea, sagði, að verkleg kennsla i eðlisfræði hefði engin verið fram að áramótum, en nú heföi verið reynt að bæta úr þvi með þvi að hafa sex kennslu- stundir i hverri viku I verklegri eðlisfræði. „1 staðinn fengum við að sleppa tveim frönskutimum, en það þykir vist neyðarbrauð, þvi að til tals hefur komiö aö bæta öðrum þeirra við aftur. — Okkur hrýs þó hugur við, þvi að á stundaskránni erum við komin með 38 stunda kennsluviku (auk svo heimavinnu), og þar á ofan verðum við einhvern veginn aö vinna upp það sem við höfum lent á eftir i stærðfræðinni.” Þau sögðu, að horfur væru á þvi, að kennari fengist i stærð- fræðina á þriðjudaginn, en kenn- araskortur væri tilfinnanlegur, og það væri verkfræðinemi, ný- kominn að utan, sem ætlaði að hiaupa i skarðið. En Edmondsson mun samt standa fast á Belgrad sem keppnisstað „Ég mun tara til Moskvu til aö mæla með Belgrad sem keppnisstað. island hefur orðið heitara" við komu okkar aukið líkur sinar. En samþykki Rússar ekki Belgrad sem þeir geralíklega ekki mun úr- skurðurinn verða í höndum dr. Euwes forseta FIDE." Þetta var efnislega það, sem Edmondsson ráðunautur Bobby Fischers hafði til málanna að leggja á fundi með blaðamönnum i gær. Fischer kom ekki á fund- inn. Edmondsson sagði, að lsland gæti „uppfyllt öll þau skilyrði”, sem keppnisstaður þyrfti að upp- fylla. Hér væri gott skipulag á skákmálum, aðstaða i Laugar- dalshöliinni góð, ljósabúnaður gæti orðið fullkominn. Þá þyrftu áhorfendur að vera hljóðlátir og góöur aðbúnaður til gistingar og veitinga, sem hér væri. Hann sagði, að einhver vafi væri, hvort meistararnir hefðu eitthvert neit unarvald, ef Euwe ætti að velja keppnisstaðinn. Þaö siðasta i þvi efni væri, að þeir hefðu ekkert neitunarvaid, dr. Euwe gæti valið það sem hann kysi. Aður hefði verið talið, að hvor um sig hefði vald til að hafna ákvörðun dr. Euwe einu sinni. Dr. Euwe væri Hollendingur, og þvi liklegt, aö hann drægi taum Amsterdam. En þá yrðu kepp- endur að sætta sig við miklu lægra tilboö, eða 80 þús. dollara á móti 152 þús. hjá Belgrad. Edmondsson sagði, að Fischer vildi Belgrad, ekki aðeins vegna peninganna, heldur vegna þess,að Júgóslavar hefðu lagt svo mikið af mörkum i skákmálum, haldið óvinsæl mót og slikt. Fischer yrði hér liklega i nokkra daga enn, þótt erfitt sé að segja fyrir um athafnir Fisch- ers”, sagði hann. Fischer hefði tómstundc áhugamálin: létta tónlist, sund göngur tennis og keiluspil (bowl ing), og heföi Fischer spurt, hvorl hér væri „bowling”. Edmondsson sagðist þekkja mann á Keflavik- urflugvelli, sem það hefði, og kæmi þvi ekki aö sök. Og nú er spurningin sú, bvort Edmondson mun nefna Island. ef Rússarnir neita Belgrad, eða máliö fari þá beint til dr. Euwe, sem taki ákvörðun eftir lO.febrúar. Eru „lögmál alheimsins" að bresta? — Sjá bls. 6 t i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.