Vísir - 05.02.1972, Page 2

Vísir - 05.02.1972, Page 2
visntsro -Eruð þér fylgjandi eða andvigur þvi, að verðgildi islenzku krónunnar verði aukið ? Guöjón Jónsson, iðnnemi: — Þvi er ég hiklaust fylgjandi. Þá þyrfti maður ekki að hringla meö eins mikið klink I vasanum. En þá yröi lika lægri krónutala i launaumslaginu raunar.... Vilhjálmur Vilhjálmsson sima maður: — Þvi væri ég fylgjandi. Fyrst og fremst á þeim forsendum, að staða gjaldmiðils okkar mundi þá batna gagnvart erlendum gjald- miöli, en immamlandsviðskipti mundu lika auðveldast. Hannes Þorsteinsson. aðalféhirðir Landsbankans: — Fylgjandi, Það hefði að minu áliti satt . Att mátt vera búið að gera fyrir löngusíöan. Það veitir þeim, er krónuna brúka, vissan móralskan stuðning. Ragnar Ragnarsson, starfsmað- ur við jaröboranir: — Þvi er ég andvigur. Ég kann bara bezt viö verðgildi krónunnar eins og þaö er i dag og kæri mig ekki um neinar breytingar. Skúli Pálsson, framkvæmdastjóri fiskiræktarstöðvarinnar við L,axalón: — Mér finnst uppástungan merkileg. Það er fyrirsjáanlegt, aö verðgildi krónunnar fer fjand- ans til með þessu áframhaldi.Eg er þó ekki svo viss um. að enn sé "kominn rétti timinn til að sporna á móti þróuninni... VtSIR. Laugardagur 5. febrúar 1972. Enginn kann að telja fram eftir nýju reglunum - nema Halldór E. 10.000 sem sleppa létt? Ys og þys var á Skatt- stofunni i nýja tollgæzlu- húsinu við Tryggvagötu, er Visismenn litu þar við i gær. Starfsmenn voru á þönum fram og aftur eöa I djúpum samræðum við skattgreiðendur, sem þessa dagana, hópast á Skattstofuna að fá leiðbeiningar við framtöl sin. „Það virðist enginn vita ná- kvæmlega, hverning á að telja fram núna, nema þá Halldór fjár- mála og Timinn”, sagöi einn starfsmannanna,,, og ég held það hafi sjaldan eöa aldrei verið þvi- likur fjöldi fólks, sem þarf aö leið- beina.” Skattskýrslan frá i fyrra er flestum bezti stuðningurinn við samningu framtaisins, en hin væntaniegu, nýju skattalög rikisstjórnarinnar rugla margan I riminu: Það skilur þetta enginn nema Halidór E., sögöu þeir á Skattstofunni. Skattskyldir einstaklingar a tslandi eru talsvert yfir 50.000 talsins, og ibúar I Reykjavik eru riflega 80.000 — og af þessum tölum sést, hvilikt annriki Skatt- stofunnar i Reykjavik hlýtur að vera, ef mjög margir SKattgreio- endur þurfa að leita aðstoðar þar. Nú er ekki gott að segja, hvort sköttum er réttlátlega jafnað niður á þessa rúmlega 50.000 skattgreiðendur — en ólyginn sagði undirrituðum ( og þessi ó- lygni maður hefur vit á), að kringum 10.000 af islenzkum skattgreiðendum bæru býsna létta bagga eftir niðurjöfnun skattbyrðanna — og kannski það séu hin 40.000, sem þurfa að heim sækja Skattstofuna i vandræðum slnum með að skilja framtals- reglur. „Yfirleitt er maður feginn, þegar þessi framtalshrota er af- staðin”, sagði einn starfsmann- mna á skattstofunni,” en hér i' íýja húsnæðinu er betri aðstæða með afgreiðsluna frammi. Raunar gengur þetta eins fyrir sig og á gamla staðnum — við sitjum hér inni i herbergjum og sinnum fólkinu. Plássið kringum okkur hefur ekki vaxið — þessu er bara haganlegar fyrir komið”. Um 50 manns vinna á Skatt- stofunni og virðist sannarlega ekki veita af þessa dagana. Fólk hefur óskað eftir þvi við Visi, að við reyndum að fá Skatt- stofuna til að hafa opið I dag, laugardag, og jafnvel á sunnudag lika, en það mun ekki standa til, að þvi upplýst var á Skattstofunni i gærdag. -GG ■ Hvernig i fjáranum á maður að koma saman skattframtalinu? Hundruð Reykvikinga leita nú á náðir starfsfólks Skattstofunnar. ^AAAAA^AAAAAAA/VW^^WVAAAA/WVWW^^^^^VW^^^^^^^^WWWWWWW^^'W „Utvarp áfengi — góðan dag!” „Loksins kom að þvi, að út- varpið tók áfengismálin á dag- skrá. Þessum málum hefur skammarlega litið verið sinnt af fjölmiðlum hingað til. Það er helzt, aö einhverjir sjálfskipaðir bindindispostular hafi fengið að halda hálftima áróöursræður i út- varpi nokkrum sinnum á ári, og eru þær oftast afspyrnuleiðin- legar. A laugardagskvöldið var fluttur fyrrihluti þáttar, sem Páll Heiðar Jónsson hefur gert um könnun á áfengismálum, og er þátturinn bezta innlegg i þessi mál, sem útvarpaö hefur verið til þessa. Þarna komu fram læknir, prestur, áfengissjúklingar og eiginkonur ofdrykkjumanna, svo eitthvað sé nefnt. Hlustendur fengu að heyra blákaldar stað- reyndir, og hefur vafalaust mörgum brugðið. Seinni hlutinn verður fluttur á laugardagskvöld- ið, og vil ég hvetja sem flesta til að hlusta, um leið og ég þakka Páli Heiöari fyrir hans ágætu útvarpsþætti.” H. M. Eru dœlur Almanna- varna of hraftmiklar? „Það liggur i augum uppi, hvað á að gera, þegar fólk er i þann veginn að drukkna i eigin húsum”, sögðu nokkrir starfs- menn Landsimans, sem komu að máli við Visi i gær, „hér i höfninni liggur varöskipið Ægir, það nýja, að sögn ósjófært. Um borð i varð- skipinu eru nokkrar handhægar dælur, flytjanlegar,sem þar fyrir utan eru eign Almannavarna. Og það vill svo vel til, aö forstjóri Al- mannavarna er Pétur Sigurös- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar um leið. Þið sögðuð i Visi i gær, eftir Rúnari Bjarnasyni, að slökkvilið- iö heföi aðeins getað lánað bil stutta stund til að dæla úr kjallar- anum i Breiðholti. Hvers vegna var ekki notuð ein af hinum kraft- miklu háþrýstidælum almanna- varna i Mosfellssveitinni? Er það ekki heldur undarlegt að bera þvi við að dælurnar séu svo afkasta- miklar, að ekki sé hægt að beita þeim? Og svo sagði slökkviliðsstjóri að Almannavarnir væru svo van- máttugar, hefðu ekki starfsmann á launum — við hefðum reyndar haldið það. En fólk bara flettir ekki upp i launaskrám til að at- huga, hvort lögregla, slökkvilið eða Almannavarnir hafi starfs- menn á launum, þegar það stend- ur i vatni upp i háls. Það bara hringir — i lögguna eða slökkvi- liðiö eða það simanúmerið sem fyrst er fyrir... og varðskipið Æg- ir liggur ósjófært i höfninni með dælur Almannavarna um borð. Hvers vegna voru þær ekki notað- ar, fyrst þessar kraftmiklu sem geymdar eru i skúr úti i sveit eru of merkilegar?”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.