Vísir - 14.02.1972, Síða 1

Vísir - 14.02.1972, Síða 1
62. árg. — Mánudagur 14. febrúar 1972 — 37.tbl. Stal bílnum sínum úr vörzlu lögreglunnar Lögreglan i Reykjavík erýmsu vön, ekki slzt þegar áfengið er annars vegar. Um helgina átti lögreglan viðskipti við inann nokkurn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Maðurinn fékk heimkeyrslu — en um morguninn var bfllinn allt i einu horfinn hjá lögreglunni. En skýringin kom I Ijós. Maðurinn haffti síoiin bílnum frá lögreglunni. — Sjá bls. 20. Bolluvendir eru ómissandi á jafn spennandi degi. A barnaheimili Sumargjafar, Hamraborg, rakst hann Bragi Ijósmyndari VIsis á þessibörn vera að búa sig undir bolludaginn. Frá vinstri: Bjarni Þór 3ára, Guðrún 4 ára, Jón Þór 2 ára og Aldfs Ilafsteinsdóttir 3 ára Eflaust hafa einhverjir fengið að finna fyrir þessum fallegu vöndum f morgun. Bolla - Bolla Þessi unga dama var komin á kreik I morgun meö „offset-bollu- vönd”,. Hún bjó til vönd úr litrfkum Visisblöðum. Bolla „Bolla, bolla, bolla" æptu börnin í morgun um leið og þau létu bolluvendina dynja á bakhluta foreldranna eða annarra sem í fleng ingarfæri voru. Síðan var rölt út i næstu brauð- búð eftir bollum og þær innbyrtar með beztu lyst. Sigurður Jónsson bakara- meistari i Austurveri sagði i samtali við Visi, aö fólk hefði verið farið aö spyrja eftir boll- um fyrir 10 dögum siðan. Fór hann þá að baka bollur og var talsverð bollusala alla siöustu viku. t gær skall svo skriðan á fyrir alvöru og strax kl. sjö i morgun fór fólk að koma til bollukaupa. Hann sagði fólk helzt vilja rjómabollur og siðan rjóma- og kremlausar bollur, sem það siöan gengur sjálft frá heima. ,,En það þýðir ekkert að bjóða fólki bolíur á öðrum árs- timum. bað litur ekki við þeim nema bara i kringum bollu- daginn”, sagði Sigurður. — SG Fólkið gleymdist alveg Skipulag og áætlanagerö getur verið ágætt, en aðgát skal höfð. Þetta vita þeir Rússarnir, sem létur reisa vefnaðarverksmiðju i Kursk, ágætis verksmiðju, hreinlega og vellýsta. Einu var þó gleymt, að fá starfsfólk i verk- smiðjuna. betta „Samáatriði” i áætlanagerðinni reyndist þó nokkuð stórt. — Sjá bls. 6. Einn af þeim gömlu sló í gegn Mikil eftirvænting rikti i Þjóðleikhúsinu á föstudags- kvöldið að sjá Jón Laxdal Halldórsson, leikarann, sem unnið hefur sér mikið hrós i þýzkumælandi leikhúsum. Hann lék nú aðalhlutverkið, Márann Öþelló á fjölum Þjóð leikhússins. Það fór þó svo að einn af gömlu leikurunum i leikhúsinu fór með stærstan leiksigur þetta kvöld. Sjá leik- rýni Ólafs Jónssonar á bls. 7. - Yfirgnæfandi líkindi fil þess að einvígið fari hér fram a.m.k. að hluta. Dr. Euwe tekur ákvörðun á miðvikudag Sú lausn á staösetningu á heimsmeistaraeinviginu i skák, sem ég sækist eftir, er skipting keppninnar millí Reykjavikur og Belgrad, sagöi dr. Max Euwe, for- maöur FIDE, alþjóöaskák- sambandsins, i viðtali við Vísi i morgun. Ég er nú að bíða eftir svari Rússa við þessari hugmynd, en ef þeir samþykkja hana, fæ ég ekki betur séð, en að sú lausn sé sú, sem allir aðilar ættu aö geta sætt sig viö. Reykjavik og Belgrad hafa þegar fallizt á hana og ég tel að Fischer muni sætta sig við þá lausn, ef Spasský gerir það. —Hvað, sem úr verður, hef ég ák- veðið að taka endanlega ákvörð- un á miðvikudag, sagði dr. Euwe. Ef þessi skipting einvigisins fær ekki hljómgrunn hjá Rússum er ekki ósennilegt, að Reykjavik verði íyrir valinu. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa Rússar kastað strið- hanzkanum vegna þessa máls og hafa hólað að hlita ekki úrskurði FIDE, nema fylgt verði þeirra óskum, en þeir hafa skrifað Reykjavik efst á blað. Eins og útlitið er núna, eru þvi yfirgnæfandi likindi til þess, að skákeinvigið verði a.m.k. að hluta til haldið hér i Reykjavik. —VJ Eiturlyf úr Lysti- garðinum sjá baksíðu Óþekktur sló í gegn Þrir leikir voru háðir i Is- landsmótinu i handknattleik i gær — P'ram sigraði Val i glæsileik, þar sem Þorsteinn Björnsson og ungur og litt þekktur leikmaður léku aðal- hlutverk fyrir Fram — en Hafnarf jarðarliðin F'H og Haukar skildu jöfn, og sömu úrslit urðu i leik Vikings og KR. Fram hefur nú tveggja stiga forustu i 1. deild og frá þessum leikjum er sagt á bls. 9, 10, 11 og 12 og auk þess sið- ustu keppnisgreinum á Ólympiuleikunum i Sapporo.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.