Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 7
7 cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: r r MARINN I FENEYJUM óþelló Leikrit i fimm þáttum eftir Wiliiam Shakespeare Þýðandi: Helgi Hálfdánarson Leikstjóri: John Fernald Leikmynd og búningar: Lárus Ingólfsson Tónlist: Carl Billich Þaö er fáheyrt að ís- lenzkir leikarar vinni sér frama á erlendu leiksviði. En með þeim mun meiri eftirvæntingu var þess beðið að sjá Jón Laxdal þreyta frumraun sína á sviði Þjóðleikhússins. Á undanförnum árum hafa spurnir farið af ferli hans í þýzkumæltum leikhúsum: að loknu námi við mikil- háttar leikskóla, Max Reinhardt Seminar í Vínar- borg hefur hann leikið við vaxandi gengi í Austurríki, Þýzkalandi og Sviss, auk sjónvarps og kvikmynda. Ofmælt væri að Jón Laxdal hefði „séð og sigrað" áhorfendur sína í Þjóðleik- húsinu á föstudagskvöld í einni og sömu andránni. En hitt fór ekki milli mála að hér kynntust menn við eft irtektarverðan listamann og vonandi er að kraftar hans eigi eftir að notast frekar á íslenzku leiksviði. Og sýningin hafði fleira að bjóða en fyrstu kynnin af Jóni Laxdal: nýja þýðingu Helga Hálf- danarsonar á einum hinna sigildu harmleikja Shakespeares, einkar vönduglega sviðsetningu brezka leikstjórans John Fernalds... Og siðast en ekki sizt eftirminnilegan leiksigur i öðru meginhlutverki leiksins, Jagó Gunnars Eyjólfs- sonar. í athugasemd i leik skránni lýsir John Fernald leik- stjóri tortryggni sinni á tizku- bundnum hugmyndum um með- ferð klassiskra leikja, mjög ein- dreginni „túlkun” þeirra af leik- stjórans hálfu. I leikhúsinu skipta leikrit og leikarar mestu máli, segir hann, og það er verkéfrii'leik stjórans að samhæfa verðleika leikaranna leikritinu sem þeir fjalla um, nýta til hlitar mögu- leika leikrits og leikara i sameiningu. Þetta er virðingaverð stefnu- skrá og notastað mörgu leyti vel i sýningu Þjóðleikhússins. Hin ein- falda sviðsmynd er i megin- atriðum samin eftir leiksviði Shakespeares sjálfs, mikið leikið á framsviði i næsta námunda við áhorfendur, leikurinn fer fljótt og greiðlega fram á sviðinu, gæddur „hraða og fljótandi mýkt” eins og leikstjóri kemst að orði. En sjálf- sögð viðing manns fyrir sigildum texta, verki Shakespeares sjálfs verður ekki ein sér til að leysa úr vanda sýningar. I hverri meðferð óþellós er auðvitað falin,,túlkun” verksins af hálfu leikstjóra og leikendanna, skýring á fólki og atburðarás i leiknum, öllu atferli og þar með sálfari fólksins á sviðinu. Af hverju stafar afbrýði óþellós, hvers vegna er hann svo upnæmur sem raun ber vitni fyrir rógi Jagós, hvaða máli skiptir kynþáttur og litaraft hans i at- burðarásinni, hvað gengur Jagó til, hvernig er háttað stöðu kvenna i leiknum-en af þeim stafa öll óheill hans, svo dyggðugar sem þær þó eru? Einnig þögn um þær felur i sér „svör” við þessum og mörgum öðrum spurningum, hvort sem þau reynast þegar til kemur fullnægja leiknum sjálfum og leikhúsgestum. M árinn i Feneyjum er framandi maður i hópi höfðingj- anna feneysku, þeldökkur en þeir hvitir, villimaður i hópi úrkynja yfirstéttar, eins konar nattúruafl sem þeir skelfast og dá i senn.. Þótt hann sé ómissandi riki her- togans (og þegar þess vegna næsta vonlitið fyrir sinjór Brabantió að kæra hann fyrir að hafa villt um fyrir dóttur sinni með galdri) er hann og verður utangátta i hirð hans. Að sigri unnum er hann óðar kallaður heim aftur, en réttborinn Feneyingur settur i valdastól hans á Kýpur... A hvað er að treysta i þessu umhverfi, getur hann átt lif og hjarta sitt undir þvi? begar svo er komið er hann ofurseldur vélráðum Jagós: þar sem ég hef vistað hjarta nitt, þar sem ég verð að lifa eða ekki lifa, lindin sem straumur lifs mins rennur frá eða skal ganga i þurrð, að hrek- jast þaðan, ellegar sjá þar svað sem illar vnöðrur timga sig i! ellegar sjá þar svað sem illar nöðrur timga sig i! Héðan af skal ég aldrei mæla orð: Jagó, Gunnar Eyjólfsson, fangaður að leikslokum Hyljið björt sverðin, dögg mun vaida ryði: óþelló, Jón Laxdal Þvi er ekki að neita að Jón Laxdal kom að ýmsu leyti ókunnuglega fyrir á sviði Þjóð- leikhússins, að hve miklu leyti sem slikt hefur helgazt af nauð- syn hlutverksins: fas og lima- burður, hreyfingar hans, radd- svið og sjálf raddbeiting leikar- ans - en tæknilegar ástæður þess, sem stafa kunna af skólun og starfi hans á erlenda tungu, kann ég ekki að skýra. Stakhendu Shakespeares er sagt að skuli flytja sem laust mál væri, þa muni bragur og ljóðmál sjá um sig sjálft, og mun þetta reyndar vera meiri iþrótt en for- skriftin gefur til kynna. Jóni Lax dal virtist ekki mjög sýnt um hinn iburðarmeiri ræðustil, ljóðmál óþellós, en svo var vissulega um fleiri i sýningunni. Að þessu leyti þótti mér Gunnari Eyjólfssyni farnast bext, en texti Jagós er vissulega fjölbreyttastur i leikn- um. En hvað sem þessum hlutum liður var lengi framan af leiknum vandséð hvert Jón væri að halda hlutverkinu: hinn mikli herstjóri, sem ys og þys Feneyinga lætur öldungis ósnortinn, vel vitandi um mátt sinn og megin, kom þar aldrei fram til neinnar hlitar. En það var engu likar en skipti um leikarann þegar kom að rógi Jagós og sturlun óþellós, eitur af- brýðinnar tekur að tæra sundur hinn mikla mann unz ekki er eftir nema rústin af þvi sem eitt sinn var óþelló. Hinum innri, sál- fræðilega harmleik óþellós lýsti Jón Laxdal til hlitar - óþreyju og örvænting hans unz öllu, öllu er lokið. E n hinar ytri félagslegu forsendur þess að svo fer sem fór fyrir óþelló voru engan veginn skýrt fram settar i leiknum. Einkum virtist mér misráðið i bæði helztu kvenhlutverk • leiks- ins. Kristin Magnús Guðbjarts dóttir átti ekki barnslega bliðu og þokka, laðandi friðleik Desdemónu sem kynni að gera texta hen- na,,sjálflýsandi”, hlutverkið gagnsætt og sjálfskilið, né var fyrir að fara sjálfráðri túlkun þess sem varpaði einhverju eigin ljósi á samskipti þeirra óþellós. í textanum eru ýmis rök fyrir þvi hversu fús óþelló reynist til að tortryggja Dedemónu, brigö hennar við föður sinn, vinfengi þeirra Kassiós, svo augljóslega samvalið par sem þau eru. Rógur Jagós um sviksemi og heitrof Desdemónu gengur allur út á beina og nána lýsingu likamlegra maka þeirra: Það er eitrið sem bezt vinnur á Máranum. En þessi rök þarf að færa sönnur á og gæða lifi * leik til að harmleikur ástar þeirra komi fram alskapaður á sviðinu. Ekki heldur hlutverk Emiliu, konu Jagós virtist mér nýtt til neinnar hlitar i sýningunni - þótt vitaskuld færi Herdis Þorvalds- dóttir „vel” með það. Eins og Kassió Jóns Gunnarssonar var fyrst og fremst „vaskur drengur” eins var Emilia alveg venju- bundin „góð kona” i leiknum. En er grunur Jagós á Máranum, Kassió vegna konu sinnar alveg jafn ástæðulaus og þessi leikmáti gefur til kynna? Afbrýði, kyn- ferðisleg óþreyja er afl hinna illu verka i leiknum, knýr Jagó fram á sinni braut engu siður en óþelló á sinni. Ef ekki þarf allténd an- narra skýringa við. H vað gengur Jagó til? Svör manns við þeirri spurn eru og verða lykill að óþelló. Eintóm fólskan? Ofund hans og afbrýði - vegna frama Kassiós, vegna ásta óþellós og Desdemónu, vegna konu sinnar? Sjálfur fitjar hann upp á ýmsum skýringum á hátta- lagi sinu, glingrar við þær og gefur siðan frá sér, og neitar loks að svara: Enginn spyr mig þér vitið hvað þér vitið: Héðanaf skal ég aldrei mæla orð. Gunnar Eyjólfsson veitti heldur engin einhlit svör við þvi hvað Jagó gengi til, hinum væna og dygga þegni, vini og félaga sem allir aðrir i leiknum sjá sér fvrr en siar færi að lofa - einmitt fyrir heiðarleik hans. En hitt var ljóst að leikarinn naut sin til hlitar i hlutverkinu og hlutverk Jagós bezt af öllum hinnar frjálslegu aðferðar að efninu. Lyga-Mörður alskapaður, allra vinur engum trúr: Jagó er með beztu verkum •Gunnars Eyjólfssonar, ein hin út- smognasta og ismeygilegasta mannlýsing sem hér hefur sézt á sviði um sinn. Areiðanlega átti hún ekki hvað minnstan þátt i þvi að vinna áhorfendur á band með sýningunni, beim sieri sem óþelló var i Þjóðleikhúsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.