Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 26. febrúar 1972. rismsm: Finnst yður, að það eigi a< loka Laugaveginum fyrii bílaumferð? \ y , Laugavegur leigubíla — Rœtt við forstjóra SVR um verði aðeins fyrir og strœtó? greinargerð, sem hann hefur lagt fyrir borgarráð Sóley Kristinsdóttir, kaupkona v/Laugaveg. Nei, það finnst mér alls ekki. Ég vinn t.d. hér við Laugaveginn og er alltaf á bil, og mér myndi finnast það anzi óþægilegt að geta ekki lagthérna. Margrét Strand, húsmóðir. Já, það finnst mér svo sannarlega. Ég er ekki á bil og þarf þess vegna ekki að leggja hérna, eni mér finnst bara alveg sjálfsagt, ’ aö við gangandi fólkiö fáum ein-1 hverjá götu út af fyrir okkur. I Ásdis Kinarsdóttir, húsmóðir. Nei, þaö vil ég ekki. Ég keyri nú sjálf, og mér finnsl nauðsynlegt að geta lagt hér á Laugavegi. Magnús Kristjánsson. Já, ég er alveg með þvi. Ég á nú annars sjálfur bil, en keyri samt mjög litið Laugaveginn og þarf þvi litið á stæðum hér að halda. Nú gæti aUt eins farið svo, að ökumönnum verði gert skylt að hliöra meira til fyrir strætisvögnum i umferöinni en verið hefur. Umferðanefnd hefur nú til meðferðar álykt- un stjórnar SVR, þar sem fjallaö er um aukna fyrirgreiðslu fyrir strætisvagnana, en þar er m.a. varpað fram þeirri hugmynd, að stefnuljós strætisvagnanna megi framvegis auðvelda þeim að komast af viökomustöðun- um inn i umferöina aftur. „Strætisvagnastjórum i bæði Danmörku og Þýzkalandi hefur verið veitt slíkt „vald”, dönskum frá og með 1. október sl. og þýzkum nokkru fyrr. Þarf ekki aö draga í efa, að þaö auðveldi þeim til muna að halda áætlun”, segir Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR i við- tali við Visi. Vaktihann m.a. athygli á þeirri staðreynd, að á siðasta ári einu saman voru fluttar inn i landiö 7700 bifreiðir og gæfi það auga leiö, að það kallaði á aukna umferð — og þá um leið meiri erfiðleika fyrir strætisvagnana. Útsölurnar eru strætó erfiðar „Það eru vissir dagar og timar dagsins, sem okkur eru geysilega erfiðir”, sagði Eirikur. „Umferöin um miðbæinn er tiltölu- lega erfiðust á mánudögum og föstudögum. Svo koma lika útsölurnar eins og núna i janú- ar og febrúar. Þá vilja timaáætlanir þeirra vagna, er leið eiga um miðbæinn, fara úr skorðum, og þar af leiðir, að farþegar, sem með vögnunum aka og ætla að skipta um vagna, missa af þeim, en vagnstjórinn lendir i erfiðleikum við að reyna aö ná timaáætlun sinni á ný. A viðkomustöðum siöar á leiöinni standa svo farþegar og biöa óþolinmóöir. Þeir vita ekki, hvað seinkuninni veldur. Allt þetta fælir fólk frá þvi að nota strætisvagna, en það leiðir til aukinnar notkunar einkabif- reiða”. Og Eirikur tekur dæmi úr umferðinni: „A erfiðustu dögunum geta vagnarnir verið heil- ar tuttugu minútur að komast frá Hlemmi og niður á Lækjartorg, en undir eðlilegum kringumstæðum þarf það ekki — og á ekki samkvæmt timaáætluninni — að taka nema fjórar til fimm minútur að aka þá 1220 metra leið. Aður höfðu strætisvagnarnir endastöövar i miðbænum, rifjar Eirikur upp. „Yrðu vagn- ar þá fyrir töfum á Laugavegi, var skammt eftir að endastöð, þar sem jafna mátti tim- ann aö einhverju eða öllu leyti. Við það að endastöðvar urðu að flytjast úr miðbænum til úthverfa breyttist þetta þannig, að vagnar, sem nú tefjast á Laugavegi, eiga eftir að aka langa leið, áður en- þeir koma á endastöð. Þannig bitnar það á stundvisi strætisvagn- anna, að þeir urðu að flytja endastöðvar af Lækjartorgi og Kalkofnsvegi til aö rýma þar fyrir annarri umferö. „Erlendis”, heldur Eirikur áfram, „eru augu skipulagsyfirvalda æ meir að opnast fyrir þvi, að aðgengilegasta ráöið til lausnar á umferðaröngþveiti i kjörnum borga sé stór- aukin notkun almenningsvagna. t samræmi við það er stöðugt unnið að þvi aö greiöa fyrir umferð af þessu tagi, m.a. á þann hátt að veita henni forréttindi, þar sem þörf gerist, t.d. með sérstökum akgreinum eða þá að heilar götur eru eingöngu ætlaðar þessari umferð”. Að banna umferð um Laugaveg Og nú snýr forstjóri SVR sér aö þvi að gera nánari grein fyrir greinargerð sinni varðandi leiðir til úrbóta i höfuðborginni okkar: „Þær gifurlegu tafir, sem farþegar strætisvagn- anna veröa daglega fyrir i umferðinni, krefj- ast lausnar, sem dugir i þessum vanda. Eg hef i þvi sambandi leitt hugann að þvi, hvort ekki sé timabært aö banna aðra umferð um Laugaveg en akstur strætisvagna og leigubifreiða. Hef ég látið gera uppdrátt af þeirri hugmynd og lagt hann fyrir borgarráð. Þyki sú úrlausn, sem uppdrátturinn sýnir, of róttæk nú, mætti fyrst um sinn stiga skrefið til hálfs, þannig að SVR verði ætlaður nyrðri helmingur akreinar Laugavegar og annarri umferð syðri helmingurinn. Þessi ráðstöfun mun hafa algert bifreiðastöðubann á Lauga- vegi”. „Fjöldi bifreiða, sem aka um Laugaveginn á mesta annatimanum, er miklu meiri en gatan getur annað svo vel sé, og alltaf er nokkuð um, að ökumenn leggi sin- um við hlið annarra bifreiða, sem standa á götunni og jafnvel yfirgefi þær þannig. Eru það einkum stórar bifreiðir eins og strætis- vagnar, sem lenda i vandræðum vegna þess- arar háttsemi. Eitt megineinkenni almenningsfarartækja er, að þau þurfa að aka samkvæmt timaá- ætlun. Til þess að fólk vilji nota þau, verður að vera hægt að treysta stundvisi þeirra. En fyrir strætisvagn, sem orðinn er of seinn, er venjulega erfitt að ná timaáætlun á ný, og tekst það oft ekki fyrr en eftir talsverðan tima og mikla áreynslu vagnstjóra. Timaáætlun getur á hinn bóginn ekki mið- azt við verstu aöstæður, þvi að þá verður ferðahraði vagnanna allt of lítill við venju- legar aðstæður”. „I þessu sambandi”, sagði Eirikur að lokum „er rétt að hugleiöa þann mismun, sem i umræddu efni er á einkabifreiðum og strætisvögnum. Sá sem ekur einkabifreiðum getur oftast gert það upp við sjálfan sig fyr- irfram, hvort hann vill aka Laugaveginn, þegar þar eru umferöarþrengsli. Töfin, sem hann verður fyrir, hefur venjulega litlar af- leiðingar i för með sér umfram sjálft tima- tapið. Fyrir strætisvagninn er þetta á allt annan veg. Hann verður að fara Laugaveg- inn, þvi þangað flytur hann farþega og þar tekurhann farþega á ákveðnum timum. Töf- in, sem hann verður fyrir, hefur margvisleg- ar afleiðingar umfram sjálft timatapið eins og að framan greinir”. —þjm. Strætisvagnarnir eru oft á tiöum allt aö tuttugu minútur aö komast niöur Laugaveginn, þann 1220 metra vegarspotta, sem á að vera hægt að aka á fjórum til fimm minútum. Er þetta ef tilvili leiö til úrbóta....???? ólafur Stefánsson, skrifstofu- maöur. Ja, ég er nú ókunnugur og er frá Akureyri. En ég get sagt það, að þaö hefur reynzt mjög vel að loka Hafnarstrætinu þar, og ég legg þvi til, að þið lokið Lauga- veginum. Gunnar Harðarson.Já, ég er meo þvi. Ég á samt sjálfur bíl, en ég held að maður heföi bara gott af þvi að fá sér svona gönguferð annað slagið. LESENDUR M HAFA M ORÐID ...gaf hún þorra meydóm sinn..." Þorraþræll skrifar: „Sl. sunnudagskvöld var fluttur þáttur i útvarpinu sem nefndist „Nú er góa gengin inn..”, og var hann i ágætri umsjón Jóns B. Gunnlaugssonar. Ég er nú orðinn það gamall maður, að ég kann þessa visu, sem þátturinn heitir eftir. Þessi gamli húsgangur er svohljóðandi: Nú er góa gengin inn gaf hún þorra meydóm sinn. Reif hann af henni ræfilinn svo ráðalaus stóð kerlingin. Mér fannst þetta fróðlegur og skemmtilegur þáttur og vil i fyrsta lagi fara fram á, að hann verði endurtekinn og einnig væri gaman að fá fleiri þætti i þessum dúr um gömlu mánaöaheitin. Ef það er gert á jafn skemmtilegan hátt, er ég viss um, að bæði aldnir og ungir fylgjast með sér til fróðleiks og skemmtunar.” Eitur til sölu P.H. skrifar. „Eiturefnið homoflyr hefur valdið miklum deilum i Sviþjóð. Það hefur verið notað við rann- sóknir og meðal annars valdið vansköpun hjá dýrum. Þegar ég var i Sviþjóð fyrir skömmu, var deilt um þetta i sjónvarpi, og læknar, sem þar komu fram, létu i ljós undrun á, að þetta hættulega efni skyldi vera notað. „Hvaö er maðurinn orðinn?” spurðu þeir. Mér skildist, að efnið væri ekki bannað, eins og sagt er i frétt ykkar um dauða verka- manna sænsku járnbrautanna, sem notuðu efniö. Þetta efni hefur verið notað við eyöingu gróðurs, sem hefur verið talinn óæski- legur.” Okrað á fatagjaldi? Bjarni J. skrifar: „Ég er einn af þeim mörgu sem fara viö og viö á veitingahús um helgar. Annars er sjússinn orðinn svo ofsalega dýr, að maður hefur varla efni á þessu, meðan maöur er i skóla. En þaö er eitt atriði, sem ég ætlaði að minnast á i sam- bandi við veitingahúsin. Ég hef komiö i flest veitingahúsin i bæn- um, og öll nema eitt taka þau 25 króna aðgangseyri.Þaö tejcur 15 krónur I aðgangseyri og siöan 20 krónur i fatagjald fyrir manninn. Ég hélt nú að það mætti ekki taka meira en samtals 25 krónur fyrir aðgang og fatagjald samanlagt. Eða er einu veitingahúsi leyft að hafa tikall af hverjum gesti? Ég hélt, að þessir staðir græddu nóg, þótt ekki væri verið að okra svona á þeim, sem koma i frakka eða kápu”. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.