Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 26. fcbrúar 1972. 7 cTVIenningannál r Kristján Bersi Olafsson skrifar um sjónvarp: ÓLÖGLEGT í ÓGÁTI NJÖRÐUR P. Njarðvík formaður útvarpsráðs sat fyrir svörum hjá Eiði Guðnasyni í sjónvarpi á þriðjudagskvöld. Auglýst hafði verið að spyrjendur yrðu tveir, en á siðustu stundu mun meðspyrjandi Eiðs hafa forfallazt og varð þátturinn því um margt likari venjulegu fréttavið- tali en viðtalsþætti eins og þeir hafa tíðkazt í sjón- varpinu. En hann þarf ekki að hafa orðið neitt verri fyrir það. 1 þessu viðtali var minnzt á margt, en á sumt þó afar laus- lega. Njörður lét til dæmis í ljós þá skoðun að eitt meginverkefni útvarpsráðs ætti að vera að marka útvarpi og sjónvarpi meginstefnu og hann kvað núver- andi útvarpsráð ætla að sinna þvi verkefni. Hins vegar sagði hann harla litið um, i hverja átt sú stefoa ætti að ganga, enda ekki þýfgaður um það sérstaklega af spyrjanda. En það er þó atriði sem ekki skiptir svo litlu málii það er auðvelt að segja að stofn- anir eins og útvarp og sjónvarp þurfi að styðjast við skýrt mark- aða heildarstefnu á ýmsum svið- um starfsemi sinnar — til dæmis á sviði menningarmála og list- flutnings, en hitt mun þrautin þyngri að ná samkomulagi um inntak slikrar stefnu. Þar er hætt við að gera þurfi margháttaða málamiðlun, og er i sjálfu sér ekkert við slikt að athuga, svo fremi að útkoman verði ekki stefnulaus óskapnaður, sem geri engan ánægðan. LAGAGREINAR voru margar lesnar upp i viðtalinu, og Njörður gerði þar allskýra grein fyrir verksviði útvarpsráðs samkvæmt hinum nýju útvarpslögum. Hlut- verk þess er þar langtum skýrar ákvarðað en var i eldri lögum um útvarpið, útvarpsráð fer með yf- irstjórn dagskrár, en fjármálaleg yfirst. er i annarra höndum. Að þessu ieyti eru hin nýju lög tvi- mælalaus framför frá eldri lög- um, en um hitt má auðvitað deila hvort rétt hafi verið að láta út- varpsráð hafa ákvörðunarvald um einstaka dagskrárliði frá degi til dags, eins og gert mun i lögun- um. Það má spyrja hvort ekki hefði verið eðlilegra að fela út- varpsráði það eitt að marka dag- skránni ramma og fylgjast með þvi að út fyrir hann sé ekki farið, en láta starfsmenn stofnunarinn- ar að öðru leyti bera veg og vanda af dagskrárgerðinni, og raunar spurði Eiður einmitt um þetta. Hann fékk það svar eitt, að út- varpsráð yrði að fara eftir gild- andi lögum, og er það út af fyrir sig hárrétt athugað.en breytir engu um hitt, að spurningin er i hæsta máta eðlileg. Mesta athygli meðal almennings hafa óefað vakið ummæli Njarðar um Keílavikursjónvarpið. Hann sagði þar að útsendingar þess sæjust um allt Reykjavikursvæð- ið, og þurfti það i sjálfu sér ekki að korrra neinum á óvart, þvi að það vissu allir fyrir, sem vita vildu. En hitt var nýlunda að heyra að trúlega væri starfræksla sjónvarpsstöðvarinnar þar syðra lögbrot eftir tilkomu útvarpslag- anna nýju, og hefði útvarpsráð nú óskað eftir þvi að það væri kann- að nánar, hvort svo sé eða ekki. Sú könnun verður vonandi látin fara fram, en óneitanlega væri það dálitið hlálegur endir á máli, sem hefur verið furðulegt frá upphafi, ef það kæmi nú allt i einu upp úr kafinu að alþingi hefði gert Keflavikursjónvarpið ólöglegt i ógáti, þvi að það mun nokkurn veginn vist að sá var ekki tilgang- ur þeirra alþingismanna, sem samþykktu útvarpslögin á sinum tima, og upplýsingar Njarðar hafa áreiðanlega verið þeim mörgum jafnmikið nýnæmi og öðrum. En sé svo, þá væri það Njörður P. Njarðvik. engan veginn i fyrsta skipti sem sú virðulega stofnun vissi ekki til hlitar hvað fælist i þeim lögum, sem hún þó samþykkir. Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: ANDINN SEM VANTAÐI Sinfóniuhljómsveit íslands, 12. tónleikar — 24. febrúar 1972. Stjórnandi: Proinnsias O’Duinn, einleikari: Gisli Magnússon. Efnisskrá: W.A. Mozart: Sinfónia nr. 29 i A- dúr, Stravinsky: Konsert fyrir pianó og blásarasveit, Jean Sibelius: Sinfónía nr. 1 I e- moll op.29. Þótt þessi sinfónía Mozarts sé ef til vill meö hinum minniháttar í rit- satni meistarans, þá er hún engu að síður verðugt og gleðilegt viðfangsefni á tónleikum. Þungur undir- tónn bak við létt og kátt formið dylst engum, sem eyru hefurað heyra. Þegar i upphafi verður áheyr- andinn gripinn þeirri til- finningu, að nú skipti fátt meira máli um hrið en sá heimur, sem þessi ein- kennilega tónlist birtir. Um h 1 j óm s v ei t a r s t j ór n Proinnsiasar O’Duinns gildir annað af tvennu: Hann skortir dramatiskan styrk til að halda á lofti verki eins og þessu eða hljómsveitarmennirnir taka ekki nógu mikið mark á honum. Eða h'vernig er öðruvisi hægt að skýra þann skort á samhug, sem rikti i þessum flutningi? Hér var á ferð- inni einhvers konar tónlistarleg „Eigengesetzlichkeit” hinna ein- Gisli Magnússon stöku hljóðfæraleikara. Veriö allir-með-einum-huga-andann vantaði. Og það sem meira er: það þarf ekki nema einn gikk i hverja veiðistöð. Blásararnir stóðu sig prýðilega i pianókonsert Stravinskys, þegar undan eru skilin nokkur óhrein- indi i upphafinu. Verkið hef ég aldrei heyrt áður, en fannst það svona i fyrstu atrennu nokkuð þægilegt áheyrnar og hugmynda- auogi noiunaar litil taKmork seu eins og fyrri daginn. Gisli Magnússon, kom, sá og sigraði. Allt var klárt og kvitt i meðíerð hans. I höndum þessa frábæra pianóleikara sýndist þetta erfiða verk barnaleikur einn. Mikill skaði er að- slikir menn skuli ekki oftar fá tækifæri til þess að ljáta ljós sitt skina. Fyrsta sinfónia Sibeliusar er eitt þessara verka, sem manni verður tiðlitið á klukkuna, þegar maður hlýðir á það. Þó er þessi smið firna fögur á köflum, en bara allt of löng. Hún er lika samin á þeim tima, þegar ferð austur i Hveragerði tók heilan dag. Svona fantasiu-kenndar tón- smiðar eru oft þægilegar i flutn- ingi, a.m.k. á vissan hátt, og hér var lika margt ágætlega gert. I heild voru þetta ánægjulegir tónleikar. Proinnsias O'Duinn /'^/'/V'S/S/S/N/S/S/S/S/S/S/S/S/N/S/S/S/S/S/N/S/S/S/S/S/S/S/N/S/S/S/S/S/S/N/S/S/S/S/S/N/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/VS/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/S/ Burt með kirkjugarðinn Þ. hringdi: ,,Eg vildi gjarnan fá svar frá borgaryfirvöldum við einni spurningu. Hún er á þá leið, hvort það sé með þeirra leyfi, að búið er að koma upp bilakirkjugarði á Tunguvegi á móts við húsið númer 15. Ibúum þessa hverfis finnst meira en nóg að leyfa bila- réttingaverkstæði með öllum þeim hávaða og sóðaskap, sem þvi fylgir, i miðju einbýlishúsa- hverfi, þótt ekki þurfi að fylla allt með gömlum bilhræjum”. Strœtó er betri H.E. hringdi: ,,Ég sá i lesendadálki Visis fyrir stuttu, að óskað var eftir, að lesendur létu ekki siður frá sér heyra, ef þeir hefðu eitthvað já- kvætt fram að færa. I þvi sam- bandi datt mér i hug, að ekki alls fyrir löngu dvaldi hér um skeið is- lenzk kona, sem var búin að vera búsett i Las Vegas i 20 ár. Hún var hrifin af mörgu, sem hún sá og heyrði hérlendis. Einna hrifnust var hún samt af strætisvögnum borgarinnar. Hvað vagnarnir væru þægilegir og hreinlegir, bil- stjórarnir kurteisir og hjálpsamir og þar fram eftir götunum. Einnig var hún mjög ánægð með þær öskutunnur, sem við notum, og taldi þær mun hentugri en þær væru vestra”. Lokið fyrir Kanann T.V. hringdi: ,,Hvers konar æði er það sem gripur fólk, þegar haft er á orði að loka fyrir ólöglegar sjónvarps- útsendingar frá stöðinni á Kefla- vikurflugvelli? Maður mætti ætla, að fjöldi manns mundi hreinlega leggjast upp i rúm og deyja, ef taka ætti frá þeim þessa dýrð. Mér er fyrirmunað að skilja svona hugsunarhátt. Ég sé ekkert athugavert við að loka fyrir þessa stöð, og auðvitað átti að vera búið að þvi fyrir löngu. Svo er fólk að kvarta i lesenda- bréfum Visis og spyr, hvort ekki eigi þá að banna erlendar út- varpsstöðvar lika og þar fram eftir götunum. Getur fólk virki- lega ekki hugsað rökrétt lengur? Það er hægt að ná fjölmörguiner- lendum útvarpsstöðvum hér- lendis. Menn geta valið og hafnað.Hlustað jafnt á áróður kommúnista sem kapitalista. I þessum efnum rikir sjálfsagt frjálsræði, og sama er að segja um innflutning á erlendu lesefni. En það gegnir allt öðru máli um Kanasjónvarpið. Það sjónvarp er rekið af einu erlendu riki og þarf ekki að óttast neina samkeppni frá öðrum erlendum stöðvum. Þegar við höfum tæki til að. geta valið milli erlendra sjónvarps- stöðva finnst mér málið horfa allt öðruvisi við og þá verði sjálfsagt fyrir okkur að nýta slika tækni. En að halda áfram að betla um Kanasjónvarp finnst mér hlægi- leg móðursýki og ekkert annað. Við höfum aldrei beðið um þetta sjónvarp þeirra, og ég gef litið fyrir tækniþekkingu Amerikana, ef þeir geta ekki einskorðað út- sendingar sinar við völlinn sjálfan. Ég veit ekki nein dæmi þess að þjóð, sem hefur leyft er- lendum her að hafa bækistöð á landi sinu, hafi óskað eftir að fá jafnframt sjónvarp frá slikri stöð”. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 L a u n a ú t relkningar með u*--—a multa GT (j W ISKRIFSTOFUÁHÖLD I SKIPHOLTI 21 | Vísir vísar á viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.