Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 26. febrúar 1972. 9 TWA þotan á Kefla vikurflugvelli. Fremst á myndinni er fraktin úrvélinnisem skilinvar eftirhér — efumtímasprengjuheföiveriöaö ræða. „Það er sprengja í flugvélinni" — Risaþota frá TWA varð að lenda á Kefiavikurvelli vegna hótunar — Ekkert fannst þrátt fyrir mikla leit „Það er sprengja i einni vélinni ykkar”. Eitthvað á þá leið var sagt i sima i London i gær við starfsmenn Trans World Airlines- flugfélagsins, sem þá átti 4 flug- vélar, allt risaþotur af gerðinni Boeing 747, á ýmsum stöðum yfir Atlantshafinu. Ein þeirra lenti kl. liðlega 16.30 i gær á Keflavíkur- flugvelli. „Við fengum tilkynninguna gegnum flugstjórn i Reykjavik um 4-leytið i gær”, sagði Bogi Þor- steinsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavikurflugvelli, er við ræddum við hann i gær. „Við höfum föst fyrirmæli um hvað gera skal i ýmsum tilvikum þessu likum og gerðum allt, sem af okkur er ætlazt. En vissulega leið okkur ekkert of vel meðan á þessu stóð”. Theodore Lapadalis, griskætt- aður flugstjóri, þrautreyndur i fluginu, sneri vél sinni þegar til Keflavikurflugvallar, er til- kynning kom frá aðalstöðvum TWA i London, en þaðan kom vélin og hafði áætlun til Los Angeles. Innanborðs voru 57 farþegar og 14 manna áhöfn. Tók hann þegar ákvörðun um lend- ingu á Keflavikurflugvelli, næsta flugvelli sem komizt varð til. Vélin, sem tekur 350 farþega, var mjög létt, hafði aðeins að geyma 2 tonn af ýmiskonar varningi auk farþeganna. Þegar flugvélin var komin i 5000 feta hæð, skýrði hann far- þegum frá sprengjutil- kynningunni og bað þá að vera ró- lega. Hér væri liklega um gabb eitt að ræða. A flugvellinum voru slökkvi- liðsbilar, sjúkrabilar, lögreglu- menn, bilar sprengjusérfræðinga varnarliðsins ásamt Loftleiða- starfsmönnum, reiðubúnir. Vélin lenti á flugbraut 12, og von bráðar var búið að koma „júmbó-tröpp- um” Loftleiða að flugvélinni, en farþegar gengu út i langferðabila,. sem hafðir voru i næsta nágrenni, og gekk allt fyrir sig af öryggi og rósemi. ötta var vart að sjá á nokkrum manni, flestir virtust álita, að um gabb eitt væri að ræða, sem og kom á daginn. Farþegar héldu siðan til i fri- Farþegar með „Jumbó” á leiðút i vélina aö aflokinni sprengjuleit.—Dvölin á tslandi stutt og kuidaieg. höfninni, fengu veitingar og verzluðu i frihafnarbúðinni. Sprengjusérfræðingar hersins einir fóru i vélina, sem var dregin gætilega að stað, sem venjulega er kallaður Hot Cargo Area, en þar eru stundum geymdar flug- vélar, sem fljúga með sprengiefni milli landa, t.d. fyrir oliufélögin, þegar slökkva þarf oliuelda með sprengingum. Leit bandarisku sér- fræðinganna bar ekki árangur, en mikilli gæzlu var haldið á svæðinu af hálfu flugvallarlögreglunnar, og slökkviliðið var til taks i 200 metra fjarlægð með bila sina. Flugvélin átti svo að halda af stað til Los Angeles i gærkvöldi. Þegar blaðið fór i prentun var fólkið enn i flugstöðinni, en Loftleiðir búnar að gefa upp áætlaðan brottfarar- tima kl. 23.15. Og hvað skyldi gabb eins og þetta kosta? Þegar Flugfélagið lenti i svipuöu á dögunum, var reiknað með 300 þúsund. 'króna beinum fjárútlátum auk annars, Loftleiðir hafa upplifað svipað og kostnaðurinn svipaður eða öllu meiri. En risaþota er talin þurfa mun meira fé til að greiða kostnaðarliðina, — margir álita að það fari hátt i milljón, — eða meira. Einu sinni áður hafa starfs- menn á Keflavikurflugvelli lent i svipuðu máli. Það var fyrir 8 árum, þegar tvær Lufthansavélar lentu hér vegna hótunar. — JBP „ÞAÐ ER ÞÁ SATT!" — ég hélt svonalagað gerðist bara i bió og í dagblaðafréttum „Ég held allir hafi verið rólegir um borð i þotunni — enda var okkur ekki tiikynnt að óttazt væri um aö sprengja væri f vélinni, fyrr en 10 mfútum áður en við lentum”, sagði hr. Bartiing, iög- fræðingur frá Los Angeles, sem var með Júmbó-þotu TWA í gær, „ég sjálfur var alveg rólegur, og ég held að hinir hafi verið það lfka — eða hafi a.m.k. byrgt allan ótta innra með sér”, sagði hann og brosti. „Nei - ég hef aldrei lent i svona- löguðu áður, hélt það gerðist yfir- leitt ekki nema i biómyndum og dagblaðafréttum - en það er þá satt! Furðufuglar virðast sannar- lega geta skemmt sér margvislega. Og sama er mér, verst að ég tefst vegna þessa!” „Hæ, þú blaðamaður!” kallaði vörpulegur maður með tösku i hendi, er ég sneri mér frá Bartling, „veiztu að þetta e'r. i annað sinn sem ég kem til Islands?” Nei, blaöamaðurinn hafði ekki áður orðið þess heiðurs að- njótandi að hitta hinn vörpulega, háværa hr.? „Ég kom hér i fyrrasumar,- dásamlegt land sem þú býrð i, góði. Og ég ætla vissulega að koma hingað aftur i sumar... og gaman petta með sprengjuna!” Og svo hló sá vörpulegi voðalega og stökk af stað með viskiflösku i plastpoka, áður en blaða- maðurinn gæti spurt hann að heiti og jafnframt spurt hvað þeir hétu, landarnir, sem hann bað fyrir kærar kveðjur til! Laglegt blaðaviðtal það. Farþegarnir með TWA-ferð þessari virtust afskaplega rólegir yfirleitt. Konurnar settu upp filmstjörnubros eins og Britt Ekland, þegar ljósmyndarinn smellti af, og karlkynið var ámóta hughraust i suðvestan trekknum úti á flugbraut. —GG Bartling, lögfræöingur: „Nei, nei, það varð enginn skeikaöur”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.