Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 26.02.1972, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 26. febrúar 1972. 3 Nemendumir viljo, að kennararn- ir fói laun fyrir heimavinnuna — sex tíma fundur hió nemendum og kennurum Menntaskólans ó Laugarvatni ENN VON UM TITILINN Sviinn Anderson fékk 1 1/2 vinn- ing úr biðskákunum sinum tveim- ur, hefur þvi 9 1/2 vinning og er i fimmta sæti á eftir Hort, Georghiu, Friðriki og Tukmakov. Anderson er talinn geta nælt sér i stórmeistaratitil, fái hann 10 vinninga, en ein umferð er eftir. Anderson vann biðskákina við Freystein og gerði jafntefli við Harvey. Magnús vann einnig Freystein, og Harvey tapaði bið- skákinni við Tukmakov. Siðasta umferðin er i dag kl. 1. - HH. Nemendur Menntaskól- ans á Laugarvatni boðuðu til fundar með kennurum og skólastjóra i byrjun skólatíma í gærmorgun klukkan hálf níu og stóð fundurinn yfir til að verða klukkan þrjú með matar- hléi. Var þessi fundur einn liðurinn í aðgerðum LiM. Á fundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar. Rikið borgi laun starfsfólks við mötuneyti skólans. Stefna skuli að sameiginlegu samkomuhúsi og bókasafni fyrir alla skóla staðar- ins. Nemendum verði sérstaklega kennt að tjá sig i ræðu og riti. Komið verði á samstarfsnefnd milli nemenda og kennara og muni hún fjalla um kennsluað- ferðir, námsefni og samstarf nemenda og kennara. Stefna skuli að þvi að punktakerfið verði tekið upp og samfara þvi miðað að þvi, að nemendafjöldi skólans verði a.m.k. 300-400 manns. Fundurinn taldi félagsráðunaut óþarfan eins og gert er ráð fyrir i reglugerð að starfssvið hans verði. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur kennara um, að þeir fái greidd laun fyrir sina heima- vinnu. Þar sem Menntaskólinn á Laugarvatni búi viö algjöra sér- stöðu varðandi félagsmál hljóti nemendur að krefjast mjög góðr- ar aðstöðu fyrir félagsstarfsemi sina. Nemendur telja aðstöðu kennara og nemenda á mennta- skólastiginu vægast sagt mjög ófullnægjandi, beri brýna nauð- syn til úrbóta i þeim efnum. Stefna skuli að þvi, að fjöldi nem- enda og kennara i skólastjórn verði hinn sami. Nemandi, sem lét þessar upp- lýsingar i té sagði, að fundurinn hefði farið vel fram i alla staði og miklar umræður orðið bæði af hálfu nemenda og kennara og greinilega mikill samstarfsvilji milli þeirra. — SB — „Hvert fara peningar fóiksins”, var spurt á einu spjaldinu. „Ekki i menntaskólana”, virtist vera svar hópsins. KJARADOMUR FJALLI UM KRÖFUR HÁSKÓLAMANNA — Við höfum fallizt á það, að krafa Bandalags háskólamanna komi til úrskuröar hjá Kjara- dómi, en stefna bandalagsins er hins vegar óbreytt. Við teljum þær kröfur, sem við lögðum fram, vera eðlilegar miðað við kjara- bæturnar, sem gerðar voru fyrir aðrar stéttir með samningunum i — samþykktir BSRB desember. BSRB hefur eitt samn- ingsrétt fyrir opinbera starfs- menn, en við viljum hins vegar ekki hindra, að þetta sjónarmið Bandalags háskólamanna komi til úrskuröar hjá Kjaradómi, og þess vegna hefur BSRB fallizt á það fyrir sitt leyti, að Kjaradómur fjalli um þetta mál og úrskurði, sagði Kristján Thorlacius i viðtali við Visi i gær. Kjaradómur mun þvi fjalla um þá kröfu Bandalags háskóla- manna, aö samsvarandi hækkun komi á laun i 22. launaflokki og þar fyrir ofan og flokkana, sem eru fyrir neðan. —SB. 20 VILJA SELJA MJOLK EN ENGINN FÆR LEYFI „Það eru um 20 verzlanir sem sóttu um leyfi hér i Reykjavik til að fá aö selja mjólk og mjólkur- vörur, en engin þeirra hefur feng- ið umbeðna heimild. Þó standast þessar verzlanir fullkomlega þær kröfur, sem heilbrigöiseftirlitiö gerir til þeirra verzlana, er selja slikar vörur”, sagði Ellert B. Schram alþingsmaöur i sam tali viö V'isi i gær. llann sagði, aö á árinu 1970 hefðu sex eða sjö verzlanir fengiö leyfi til að selja mjólk og mjólkurvörur, en engin á sl. ári. Ellert hefur flutt, ásamt þrem- ur öðrum þingmönnum Sjálfstæð isflokksins, frumvarp til laga um breytingu á lögunum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að sam- sölustjórn skuli skylt að heimila matvöruverzlunum, sem þess óska, sölu á mjólk og mjólkurvör- um, ef fullnægt verði skilyrði, sem sett verði með reglugerð. Ennfremur þurfi samþykki hlut- aðeigandi heilbrigðisyfirvalda að liggja fyrir. Ellert sagði það út i hött að reisa dýrar mjólkurbúðir við hlið- ina á nýtizku matvörubúðum. Ef mjólkursalan yrði gerð frjálsari, gætu bændur losnað við fjárfest- ingu, sem næmi tugum milljóna, þegar byggöar væru sérstakar mjólkurbúðir. Heildardreifingar kostnaður mundi lækka og auð- veldara fyrir neytendur að nálg- ast vöruna. Ættu þvi bæði fram- leiðendur og neytendur að hafa hag af þessum lögum, ef þau yrðu samþykkt á alþingi. Þá má geta þess, að úti á landi hafa viða risið deilur út af mjólk- ursölumálum, en þar hafa kaup- félögin viðast hvar einkasölu á mjólkurvörum. - SG. „Yfirvöld brjóta eigin lög" — segja menntlingar og krefjast húsakosts og nómsaðstöðu. — samrœmdar aðgerðir mennt skœlinga um allt land „Þaö er sorglegt til þess að vita, aö yfirvöld skuli brjóta sin eigin lög og reglugerðir svo sem raun ber vitni. Er framferöi þeirra litt traustvekjandi og ekki til þess fallið aö vekja virðingu nem- enda. i hæsta lagi vaknar samúö meö yfirvöldum menntamála vegna glópsku þeirra og fálms út i loftiö. Viö svo búiö veröur ekki lengur unaö. Með lögum skal land byggja og ólögum eyöa". - Svo. segja íslenzkir menntskælingar i bréfi, er þeir hafa ritaö yfir- völdum menntamála hér á landi og bera sig mjög upp undan húsnæöisleysi. Hópur menntlinga fór kröfu- göngu i gærdag að mennta- málaráðuneyti og fjármála- ráðuneyti. Söfnuðust nemendur saman i portinu við Mennta- skólann við Tjörnina, komu til göngunnar ekki aðeins nemendur M.T. heldur lika fólk úr M.R. og menntadeildum Flensborgar i Hafnarfirði. LIM,(landsamband roennta- skólanema) stóð að þessum að- gerðum og studdu nemendur menntaskólanna úti á lands- byggðinni með ýmsu móti. Kennsla var t.d. lögð niður á Laugarvatni og fundir haldnir um skólamálin i staðinn, og svipað mun hafa verið gert á Akureyri. Kröfuganga menntlinga i Reykjavik og nágrenni gekk að menntamálaráðuneyti þar sem Knútur Hallsson, deildarstjóri tók við ályktun LIM vegna fjarveru Magnúsar Torfa, ráðherra, en við fjármála- ráðuneytið tók Halldór E. Sig- urðsson við stjórnarmönnum LIM og ræddi við þá. „Hann sagði nú ekki margt”, sagði Rafn Jónsson, forseti LIM, „og hann lofaði heldur engu. Það var kannski mjög gott. Halldór sagði samt, að reynt yrði að hraða Irekar byggingu þeirra skólahúsa, sem þegar væri byrjað á, i stað þess að hefja fleiri - það var megin inntak ræðu hans við okkur”. Sagði Rafn Jónsson, að menntlingar ætluðu sér ekki að sofna á það græna að þessum aðgerðum Íoknum, heldur myndi áskorun verða dreift á Alþingi, þar sem krölur nemenda yrðu tiundaðar og einnig málstaður þeirra eða barátta fyrir auknu kennslu- plássi rökstudd. „Við erum ekki að biðja um ó- hófskenndar glyshallir, heldur látlausa vinnustaði, þar sem námsaðstaða er fyrir hendi. Menntlingar vilja, að auknar verði styrkveitingar lil þeirra nemenda, sem koma úr dreif- býlinu til þess að halda að ein- hverju leyti niðri hinum óskap- lega aukakostnaði, sem vcrður, er nemendur verða að fara að heiman til að öölast framhalds- menntun... Aðalkrafa okkar er sú, að lögum um menntaskóla og reglugerð við þau verði fram- fylgt...” 1 greinargerð menntlinga til ráðherra sýna þeir með dæmum, að lög og reglugerðir um islenzka menntaskóla eru hvergi nærri haldin til fullnustu. „Magnús Torfi menntamála- ráðherra verður kominn heim af fundi Norðurlandaráðs á mánudaginn, og munum við þá þrir úr framkvæmdastjórn LIM ganga á hans fund og leggja fyrir hann kröfur okkar”, sagði Rafn Jónsson, nemandi. —GG Bannið óskiljanlegt! „Þessi ákvörðun iðnaðarráðu- neytisins kemur mjög flaU upp á okkur. Ekki sizt vcgna þess að rikisvaldið hafði hönd i bagga með að útvega þetta hráefni, sem það siðan bannar aö flytja hingað”, sagði Stefán Frið- bjarnarson bæjarstjóri á Siglu- lirði i samtali við Visi i gær. Siglóverksmiðjan hafði keypt 12 þúsund tunnur af sild til niöur- lagningar og voru 8 þúsund tunnur komnar norður. Nú hefur verið lagt bann við að flytja af- ganginn þangað. , Bæjarstjórinn sagði, að 12.000 tunnur væri um það bil ársfram- leiðsla og lögð yrði geysileg áherzla á að fá þetta magn allt. Þótt ekki væri búið að selja þetta allt væru góðar geymslur fyrir norðan og engin hætta á að varan skemmdist. Á undanförnum árum hefur mest af framleiðsl- unni verið selt til Rússlands þar til i fyrra, að verulegt magn var flutt út til Sviþjóðar. Þangað eru nú á förum nokkrir menn til aö semja um áframhaldandi sölu. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sigló að leggja niður grásleppuhrogn i glerkrukkur og hakkaða sild i túpur. Sagði Stefán, að hvort tveggja væri herramannsmatur. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.