Vísir - 04.03.1972, Page 3
Visir. Laugardagur 4. marz 1972.
3
Brekkukotsannáll á 20 milljónir
Frá Ástþóri Magnússyni,
London i gær:
Fréttamenn fylgja
Jónasi Árnasyni fast eftir i
Englandsferðalagi hans. I
gær var viðtal við Jónas í
skozka sjónvarpinu og í
Norðmenn
vilja hjdlpa
sígaunum
Norðmenn ætla að stofna sér-
staka sigaunaskrifstofu, sem á að
sjá um, að norskir sigaunar
aðiagist öðrum landsmönnum og
siðum þeirra.
Hugmyndir eru um, að þar
starfi fyrst um sinn fimm starfs-
menn, þar af þrir félagsráð-
gjafar. Stefnt er að þvi i Osló, að
hið opinbera veiti sigaunum, sem
þar hafast við, stuðning til að þeir
geti fengið fast húsnæði. Hafa
skal samband við nágranna
sigauna til að forðast ónauð-
synlegan ágreining og deilur og
aðstoða skólayfirvöld við að
skipuleggja grunnskólamenntun
sigaunabarna.
Kennsla þessara ungmenna á
að framkvæmast i samvinnu
félagsmálaráðuneytis og kirkju-
og kennslumálaráðuneytis. Fé-
lagsmálaráðuneytið fær það
verkefni að styðja sveitarfélögin
utan Oslo i þessum efnum. Talið
er, að i Noregi. séu að staðaldri
eitthvað um 100 sigaunar.
slslslslslsljlslsljljlslslslslslslsljlslsl
IMyndin gerð í lit Í
fyrir breiðtjald og |
með íslenzku tali - 3
allir leikarar 3
íslenzkir. Sveinn |
Einarsson |
aðstoðarleikstjóri. |
LSLSLJLSLJLJLJLJLJLJLJLnjLJLJLJLSLJLSLJLS
„Það mun kosta um 800 þúsund
þýzk mörk að gera Brekkukots-
annál”, sagði Rolf Haidrich,
þýzkur leikstjóri frá Norður-
þýzka sjónvarpinu (Nord-
deutsche Rundfunk),” en það er
nokkuð erfitt að segja til um
endanlegan kostnað, þar sem
Nordvision, eða sjónvarps-
stöðvarnar hér á Norðurlöndum,
munu aðstoða það þýzka við að
kvikmynda Brekkukotsannál hér
á íslandi i sumar”.
Rolf Haidrich, leikstjóri, efndi
til blaðamannafundar i gærdag,
ásamt Halldóri Laxness i tilefni
af væntanlegri kvikmyndun hér i
sumar. Auk þeirra Laxness voru
þeir Jón Þórarinsson, stjórnandi
Lista- og skemmtideildar sjón-
varpsins, Sveinn Einarsson, leik-
hússtjóri, og Jón Laxdal til staðar
að svara spurningum blaða-
manna.
„Þetta verður litmynd, breið-
tjaldsmynd”, sagði Haidrich, ,,35
mm, og verður myndin væntan-
lega filmúð hér í Reykjavik og
þorpum norður i landi i júli i
sumar. Frumsýnd verður myndin
svo i islenzka sjónvarpinu næsta
vetur. fslenzkir leikarar verða i
öllum eða langflestum hlut-
verkanna — þ.e.a.s. ef við getum
DANSAR HJÁ
SINFÓNÍUNNI
Þcir eru kumpániegir
þessirtveir náungar hérna á
myndinni, en þeir heita Bock
og Harnick. Von er á þcim
fyrrnefnda, Jerry Bock,
hingað til lands, en hánn
verður heiðursgestur á Sin-
fóniuballinu '12, sem haldið
verður i Súinasai Hótel Sögu
sunnudaginn 19. marz nk.
Jerry Bock hefur t.d. samið
Fiðlarann á þakinu, en
Harnick semur fyrir hann
textana.
Það skal tekið fram, að
miðar á dansleikinn eru
seldir að Hótel Sögu og á
skrifstofu hljómsveitarinnar,
Skúiagötu 4.
BJÖRN BJARNASON, rektor:
Astandið cr slæmt.
- og sýndur í sjónvarpinu nœsta vetur
- og nemendur óska eftir að Fríkirkjuvegi verði lokað
„Við viljum láta loka Frikirkju-
veginum fyrir bilaumferð”,
segja nemendur Menntaskólans
við Tjörnina, en þar er ekki góð
aðstaða fyrir kennslu sökum
hávaða, sem berst stöðugt utan
af götunni. Nemendur kvarta
mjög mikið yfir þessum ókosti
og segja þeir, að þaö sé ekki
mögulegt aö opna glugga vegna
gauragangs. Ot aö götunni snúa
12 kennslustofur, en I einni
hliðarálmu skólans er kennt
lika. Þar eru 7 kennslustofur, og
eru ekki heldur lausar við
hávaðann.
Við náðum tali af Birni
Bjarnasyni rektor, og sagði
hann ástandið slæmt. ,,Á
skólafundi sem haldinn var hér i
skólanum um daginn”, sagði
Björn, var mikið rætt um þessi
mál, og sendu nemendur bréf til
borgarstjóra með beiöni um
lokun Frikirkjuvegarins. Svar
barst frá Umferðarnefnd, og
segir þar meðal annars, að i
aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar sé Frikirkjuvegurinn
áætlaður sem hraðbraut i fram-
tiðinni, og er svarið þar af leið-
andi blákalt nei. Við verðum þvi
vist að sætta okkur við þetta, en
það er anzi slæmt að heyra
varla til sjálfs sin i kennslu-
stundum, og svo eru það nú
flugvélarnar, sem stöðugt
fljúga hér yfir, þær eru nú al-
deilis til að bæta gráu ofan á
svart.”
Nemendur og starfslið
Menntaskólans kunna þó vel við
húsakynnin, þrátt fyrir það að
þau eru illa staðsett. Skólinn er
heldur ekki innréttaður miðað
við kennslu i framhaldsskóla,
heldur var hann upphaflega
byggður sem barnaskóli á árinu
1898.
—EA
gærkvöidi hafði BBC viðtal
við hann um landhelgis-
málið.
Ýmsir blaðamenn og frét-
tastofnanir hafa beðið Jónas um
viðtal. í gær birtist grein um
landhelgismálið i Daily Mail, sem
var Islendingum i hag. Hins
vegar hélt Toir ráðherra
blaðamannafund sem svar
brezku stjórnarinnar við
umræðunum i lávarðadeildinni i
fyrradag, var ráðherrann á móti
útfærslunni og vildi fiskveiðitak-
mörk innan 12 milnanna. Þing-
mannafundurinn umræddi verður
haldinn á mánudag. -AM-
fundið svo marga leikara hér sem
hæfa i hlutverkin.”
Sveinn Einarsson mun verða
aðstoðarleikstjóri Brekkukots-
annáls, og tjáði hann okkur, að
leikarar yrðu 15—20 i stórum
hlutverkum og svo til viðbótar
eitthvað af aukaleikurum.
„Haidrich sá bezti"
;,Rolf Haidrich er álitinn beztur
evrópskra leikstjóra sem við
sjónvarp starfa”, sagði Sveinn
Einarsson — og Haidrich tjáði þá
blaðamönnum, aö hann væri sér-
lega ánægður að fá Svein til sam-
starfs við sig, „ég hef séð sumt af
þvi, sem hann hefur gert fyrir
sjónvarpið hér, og reyndar einnig
leiksviðsverk, sem hann hefur
sviðsett, og það er mjög gott.”
Rolf Haidrich skrifaði sjálfur
handrit að væntanlegri kvikmynd
eftir skáldsögu Laxness, en hins
vegar hefur Halldór sjálfur litið
yrir það verk, og þeir i samein
ingu lagt á handritið siðustu hönd.
„Þvi fer náttúrlega fjarri að
hægt sé að gera venjulega kvöld-
sýningarmynd eftir allri sögunni
— óhjákvæmilega varð að sleppa
ýmsum smásögum innan sög-
unnar og fella niður sumar
persónur er fram koma”, sagði
Halldór — „kvikmyndin er eitt og
sagan sjálf annað, þótt
þræðinum áe vissulega haldið.”
Vont aö finna umhverfi.
Halldór tjáði blm. að hann hefði
hugsað sér, að Brekkukotsannáll
gerðist um eða rétt eftir siðustu
aldamót, og vegna þess væri
erfitt að finna hér á landi hepp
ilegt umhverfi, og væri enn eftir
að ákveða, hvar filmað yrði úti.
Sjónvarpið islenzka mun
væntanlega sjá um að byggja
skála mikinn, sem notaður verður
til kvikmyndunar innisena, og
Umferðargnýrinn
truflar kennsluna
einnig mun það leggja til ein-
hverja tæknimenn.
Rikisútvarpið hefur mikinn
áhuga á gerð þessarar myndar”,
sagði Jón Þórarinsson, „en ekki
er endanlega ákveðið, hvernig
okkar framlag til hennar verður.
Þýzka sjónvarpið hefur hins
vegar sýnt fullan skilning á okkar
peningaleysi.”
Auk islenzka sjónvarpsins
munu sjónvarpsstöðvar hinna
Norðurlandanna veita aðstoð. Til
dæmis er ákveðið að Sviar leggi
til kvikmyndarana.
Þegar myndin hefur verið
frumsýnd i islenzka sjónvarpinu
með islenzku tali, verður hún
sýnd i Þýzkalandi og á Norður
löndum. Sett verður þýzkt tal
við myndina og einnig enskt, en á
Norðurlöndum verður hún
væntanlega sýnd með islenzku
tali.
Jón Laxdal, leikari, sem á
stóran þátt i þvi ásamt Rolf
Haidrich, að úr kvikmyndun
þessari verður, mun leika Garðar
Hólm, en i önnur hlutverk hefur
enn ekki verið skipað.
„Við erum reyndar með
nokkrar hugmyndir hér”, sagði
Sveinn Einarsson, „en þvi er ekki
hægt að skýra frá enn. Haidrich
mun koma hingað i april aftur, og
þá verður endanlega gengið frá
hlutverkaskipan og verða þá
leikarar prófaðir”. -GG
FRÉTTAMENN Á
EFTIR JÓNASI