Vísir - 26.04.1972, Page 6

Vísir - 26.04.1972, Page 6
6 ViSIK. Miövikudagur 26. april 1972. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Rilstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiftsla: Ritstjórn: iíeykjaprent hf. Sveinn it. Eyjólfsson Jónas Kristjáasson Jón Birgir Pólursson Valdimar II Jóhannesson Skúli G Jóhannesson Hverfisgötu 92. Simar 11660 86611 llverfisgötu 22. Simi 86611 Siöumúia 14. Simi 86611 i ■, nnui ' Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Gagnkvœmni er lykilorðið Þjóðir Evrópu biða i ofvæni eftir þvi, að öryggis- málaráðstefna álfunnar verði haldin, i þeirri von, að hún muni draga úr spennunni milli austurs og vesturs. Ýmis riki austan og vestan tjalds hafa stungið upp á slikri ráðstefnu, og undirtektirnar hafa almennt verið góðar. Margir eru óánægðir með, hve seinlega hefur gengið að undirbúa þessa langþráðu ráðstefnu. En það verður lika að hafa i huga, að hana þarf að undirbúa vel, ef hún á að kom'a að nokkru gagni. Hindra þarf, að hún verði notuð til sjónhverfinga og áróðursbragða, og tryggja, að þar verði unnið raun- verulegt friðarstarf. Ráðstefnan kemur ekki að gagni, nema hún leiði til þess, að upp verði sett föst öryggismálastofnun Evrópu með almennri þátttöku rikja Atlantshafs- og Varsjárbandalagsins. í slikri stofnun væri væntanlega hægt að undirbúa gagnkvæm skref i átt til varanlegri friðar, svo sem samdrátt i vigbúnaði. Riki Vesturlanda hafa gildar ástæður til að vera vör um sig og gruna Sovétrikin um óheilindi. Heimsvaldastefna er grunnmúruð i Leninismanum og hefur hvað eftir annað komið i ljós i gerðum Sovétrikjanna, bæði eftir heimsstyrjöldina siðustu og á undanförnum árum, þegar þjóðir Austur- Evrópu hafa viljað færa sig um of i frjálsræðisátt að mati Sovétstjórnarinnar. Þess vegna eru stjórnmálaleiðtogar á Vestur- löndum sammála um að halda áfram að efla yarnarsamtök Atlantshafsrikjanna. Jafnvel austurvináttustefna Willy Brandts er byggð á traustum grunni vestursamvinnu. Þessir leiðtogar telja íféttilega, að of mikið öryggisleysi sé i einhliða friðaraðgerðum af hálfu vestrænna rikja. Þær megi aðeins vera gagnkvæmar af hálfu austurs og vesturs. Sumir kalla það kaldastriðshugsunarhátt að vilja efla hernaðarbandalag eins og Atlantshafsbanda- lagið. En kalda striðið hafði þó þann kost að vera kalt. Og timi kalda striðsins og Atlantshafsbanda- lagsins hefur verið rúmlega aldarfjórðungs friðartimi i Vestur-Evrópu. Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið standa sem slik ekki i vegi friðar i Évrópu. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að tilvist þeirra geti auð- veldað og einfaldað gagnkvæmar friðaraðgerðir austan og vestan tjalds. Þeir, sem búa öruggir inn- an sinna varnarveggja, eru miklu samstarfsfúsari en hinir, sem eru berskjaldaðir á viðavangi. Hið gagnkvæma vantraust austurs og vesturs er að vissu leyti þröskuldur i vegi friðaraðgerða. En það tryggir lika, að riki Evrópu misstigi sig siður á hinni seinförnu braut i átt til varanlegri friðar i Evrópu. Varanlegur friður byggist ekki á barna- legri tiltrú, heldur á raunsæju mati á möguleikum ástandsins hverju sinni. Gagnkvæmni er lykilorðið. Báðir aðilar þurfa að semja um hægfara samdrátt i herafla og efla sam- starf á öðrum sviðum. Júgóslavar hafa komið fram með merkilegar tillögur um fyrstu skrefin á þessari braut. Það er sannarlega einlæg von okkar allra, að öryggismálaráðstefna Evrópu verði fljótlega haldin og að hún leiði til varanlegs öryggissamstarfs Evrópurikjanna. Afbrot tvöfaldast — annar hver neytir hass — kynþóttahatur og liðhlaup Glataði herinn Þjóðverjar eru i vand- ræðum með bandaríska herinn sem þardvelst. Her- foringjareru í vandræðum. Annar hver hermaður hefur neytt hass. Afbrot hermanna hafa tvöfaidazt á tveimur árum. í búðum hermanna hefur agi farið forgörðum. Mikið bólar á kynþáttahatri og ofbeldis- verkum. Þannig erástand- ið i 7. hernum samkvæmt þýzka timaritinu Spiegel og samkvæmt bandarískum blöðum, New York Times, Washington Post, eða Newsveek. 50 þúsund þýzk- ar konur hafa hins vegar gifzt bandariskum her- mönnum frá striðslokum. Okkur berast sifellt hroðalegri Iréttir af hernum i Þýzkalandi , segir Newsweek. Spiegel nefnir dæmi um agaleysið, sem er að miklu afleiðing striðsins i Viet- nam. ,,Viö höfum greitt hræðilegu verði striðið i Vietnam”, segir bandariski herforinginn David- son með bandariskri hreinskilni. „Afleiðing striðsins varð, að 7. herinn var lagður i rúst.” Ekki lengur ,,jólasveinar" Herinn i Vestur-Þýzkalandi er hinn mesti, sem Bandarikin hafa haft á friðartimum i nokkru landi, 185 þúsundir manna. Hermenn- irnir voru i striðslok ,,jóla- sveinar” i sigruðu Þýzkalandi, sem færðu snauðum Þjóðverjum mörg gæði, tyggigúmmi, vindl-, inga, sokka eöa matarbita, sem erfitt var að verða sér úti um ella. Jólin eru liðin, og Vestur- Þjóðverjar lifa i velmegun. Bandariskir hermenn eru þar orðnir lágstétt. með minni tekjur pn ahrir hiia i hrörleeum braaea- hverfum, einangraðir og oft illa séðir. Innan búðanna leikur gremjan lausum hala. Innilok- unarkenndin og einangrunin set- ur svip á lif manna. Þeir leita fró- unar i þvi, sem fyrir er. Leitaö þúsund liðhlaupa 1 hverjum mánuði fara að meðaltali 550 hermenn i leyfis- leysi burt úr herbúðum, 200 fleiri á mánuði en árið áður. Herinn er um þessar mundir að leita að um eitt þúsund liðhlaupum, sem hafa „týnzt”. Bandariskir hermenn frömdu i fyrra 2319 glæpi (meiðingar, morð, manndráp, nauðganir, rán), sem var 40 prósent meira en áriö áður og 75 prósent meira en árið 1969. Bækistöðvar bandariska hers- ins i V-Þýzkalandi hafa mjög verið notaðar sem „hvildar- staöir” fyrir hermenn, sem hafa barizt i Vietnam. Þess sjást merkin. Menn spyrja, hvort þessi her yrði einhvers nýtur, ef til þyrfti. Foringi demókrataflokks- ins i öldungadeild Bandarikja- þings vill fá mest af honum heim. Það hefur sin áhrif, og talað er um „skugga Mansfields yfir Ev- rópu”. New York Times byrjaði i des- ember grein um herinn efnislega þannig: „Þjakaður af kynþátta- deilum, minni agi, vaxandi efa- semdir um tilgang”. Margir segja, að góður her Vestur-Þjóðverja sjálfra gæti svo sem varizt álika vel án hins bandariska, enda koma menn ekki auga á, með hvaða hætti slikar varnir yrðu. Strið, sem hugsanlega yrði háð á vestur- þýzkri grund, yrði varla byggt á liðsafla, heldur ægivopnum. Þótt finna megi rök fyrir staðsetningu bandarisks herliðs i landinu til tryggingar stööva, er ekki aug- Ijóst hvað 185 þúsund manns gerir þar, einkum ef liðið er litið búið til afreka. Almenningur hefur oft látið hermennina kenna á gremju vegna Vietnam og margs annars. Liðin er sú tið, að almennt var gott samband milli einstaklinga i hernum og almennings. Með 140 þúsund eiginkonum og börnum búa hermenn i einangrun. Af lið- inu búa 114 þúsund i bröggum, yfirleitt óbreyttir, 42 þúsund liðs- foringjar búa með fjölskyldum i sérstökum búðum eða hverfum „gullnu gettóunum”, og aðeins 29 þúsund búa i leiguibúðum meðal Þjóðverja. ,,Betra í dýragaröinum" „Svivirða bandarisku þjóð- arinnar,” segir bandariska blaðið Washington Post um aðbúnað hersins i V-Þýzkalandi. „Hvers vegna”, spyr liðsforingi i viðtali við blaðið,” er dýragarðurinn i Niirnberg i betra ástandi en braggarnir, sem mitt fólk verður að búa i? Við bætist magnað kynþátta- hatur innan hersins, sem er meira en dæmi eru um i banda- riskum herjum. Nefnd banda- riska hermálaráðuneytisins, og önnur nefnd réttindasamtaka i Bandarikjunum komust að sömu niðurstöðu. Gengið væri á hlut svertingja i stöðuhækkunum og meðferð afbrota og misgerða og þeir svörtu svöruðu i sömu mynt. Lögreglustjórinn i Mannheim segir, að i búðum bandarisku her- mannanna riki „stöðugt upp- reisnarástand”. nmmim Umsjón: Haukur Helgason 7. herinn 1945 i sigri. 7. herinn 1972.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.