Vísir - 26.04.1972, Side 12

Vísir - 26.04.1972, Side 12
12 VÍSIR. Miðvikudagur 26. april 1972. Stríplast í spilaborginni HÆRRI NÓBELSLAUN Nóbelsverðlaunahafarnir þetta árið fá hver um sig sem svarar sjö milljónum, sex hundruö og áttatiu þúsund krónum isl., en það er 360 þúsund krónum hærri fjárupphæð á mann en i fyrra. Þar með hefur verðlaunaupp- hæðin hækkað um liðlega 180% frá þvi árið 1953. ANTI- KRIST- SYMBOL Fjölmargir, eldri sem yngri, bera þetta merki, en hversu margir skyldu hafa hugmynd um, að þetta alheimsins friðar- tákn var hér i eina tið krotað á þá, sem teknir voru af lifi fyrir að boða fagnaðarerindið? Þetta merki ber fólk Jesúbyltingar- innar oftlega jafnhátt krossin- um, en virðum nú betur fyrir okkur þetta „friðar- tákn”.......kemur það ekki fyrir sjónir eins og brotinn kross á hvolfi.....????!! oFUGSNu INN SLÖKKVILISÐMAÐUR. Nitján ára gamall slökkviliðs- maður var rekinn úr slökkviliði japanska bæjarins Kawasaki i siðustu viku. Hann þótti ekki beint efnilegur starfskraftur, en brottrekstrarsökin var sú, að hann bar eld að slökkvistöðinni eftir að hafa verið sendur i „brunagabb”. „Ég er bara svo sár”, sagði hann snöktandi. „Ég hafði bundið svo miklar vonir við þetta útkall.” OG LÆKNIR REKINN Á MANILA....... Ákæra á hendur lækni i Manila hefur vakið talsverða athygli. Læknirinn er nefnilega ákærður fyrir manndráp. Sjúklingur hans einn hafði kvartað sáran undan slæmum höfuðverk, og þaðsem læknirinn tók til bragðs var að stinga hann með nálum út um allan likamann og stinga þeim siðan i vegginn. — Sjúkl- ingurinn lézt skömmu siðar án þess að hafa notið annarra aðgerða. FINNAR í SOVÉT P’jögur þúsund finnskir verka- menn eru á förum til Sovétrikj- anna til að hefja störf i norður- rússneskum járnnámum, sem liða fyrir skort á vinnuafli. DAUÐADANS Það átti sér stað á Manila eigi alls fyrir löngu, að Victor nokk- ur Sambiles, 71 árs gamall, vildi sýna fram á, að hann væri enn fær um að dansa vals. Hann tók sig til og dansaði i samfleytt tvo klukkutima á dansgólfi nætur- klúbbs — siðan féll hann um koll, örendur.. ELTON JOHN sem sérhver sannur pop-unn- andi þekkir vafalitið, er haldinn mikilli ástriðu á bilum.Nú hefur hann komið sér upp hinum myndarlegasta flota af þeim Hann á Rolls Royce, tvo Daimler, einn Mercedes Sport og einn Morris GT. Þegar hann svo fer i sundlaugina, ekur hann á appelsinugulum pinubil.' BOB HOPE hyggst koma á fót „Bob Hope minjasafni” i ameriska bænurr Burbank. Það verður áreiðan lega myndarlegt að allri gerð Bob er jú margmilljónari oj hefur óbilandi sjálfsálit. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Las Vegas hefur nú tekið við hlutverki Parisar sem borg gleðinnar. Þar striplast nú um daga og nætur æsilegur hópur ungmeyja i miklu úrvali, bæði „brjóstgóðar” og „véllærðar”. Sem sagt, eitthvað fyrir alla, eins og meðfylgjandi myndir bera ótvi- rætt með sér. Flestar stúlknanna á myndunum eru starfandi sem fatafellur við vinsælasta klúbb gleði- borgarinnar um þessar munir, ,,The Strip”. Það er eðlilegt, að menn drifi þangað úr öllum áttum, svona rétt til að gleyma sér innan um þennan friða fans. Og peningarnir streyma inn, enda leikurinn til þess gerður, stúlkukindurnar tina ekki af sér spjarirnar ókeypis. Þær segjast vera komnar til starfa i þessari borg til að þéna „stórum”. Spilaviti alls konar eru lika talsverðar peninga- hitir, en af þeim er nóg i Las Vegas. Lífið gengur svo sannarlega glatt fyrir sig þar i borg hvort sem bjart er af degi — eða neonljósum..... m’an'ÓLó torríNII *'ir“' STEAK 5 SHOW §4 ðPH . * COCKTAIL SHOW 12 .L YOU CAN DRINK - S300 P HITI - af 48 þúsund plastkúlum Með 48000 plastkúlum á stærð og þyngd við tenniskúlur er i köldu veðri kleift að halda sundlaug á borð við þá, sem við sjáum á myndinni, heitri og notalegri. Það eru frændur okkar Danir. sem hafa fundið upp þessa nýjung. Þessar kúlur eru fylltar af lofti og sérstaklega gerðar til að sjúga i sig sól og hita, sem siðan breiðist út i vatnið. Nægi- legt er, að þær þeki 4/5 hluta laugarinnar. Þessi mynd er tek- in i útilaug i Bremerhaven, Þýzkalandi, og kostnaðurinn við að þekja hana plastkúlunum er eitthvað um 50.000 islenzkar kr. Liklega verðum við ekki svo kulvisir hérna heima, að við þyrftum á þessari aðferð að halda. \\ V‘» , V . " y-w - . .... .. -LóV; ''W *■ v L-íV*.iyiki . 'Á '■ .NV 1 ... ■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.