Vísir - 08.05.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Mánudagur 8. mai 1972.
3
Tízkuverzlun
ungu
konunnar,
Kirkjuhvoli.
Sími 12114.
Sumar
hattar
Nýkomnir skemmtilegir og
ódýrir sumarhattar (úr strái og
filti), hvítar ,,stúdínu-blússur",
röndóttar síðbuxur o.fl.
Nýir kjólar teknir upp næstu
daga. Mikið úrval af buxum og
blússum. — Nýtt í hverri viku.
Yfírtekur Kanada markaði okkar
fyrir grásleppuhrogn?
„Það er ekki vafi á aö Kanada-
menn geta oröið haröir keppi-
nautar okkar um sölu á grá-
sleppuhrognum á næstu árum.
Þeir hafa geysilegt magn til aö
Fara annan
hring
um landið
„Jú, viö erum vist búnir meö
flestar sýslur i þessum árbókum
okkar,” sagöi Einar Guöjohnsen
hjá Feröafélagi tslands i viðtali
viö blaðið.
„Annars er af mörgu aö taka,
og ef viö komumst einhvern tima
i þrot, þá förum viö bara annan
hring um landiö.”
„Næstu árbækur okkar fjalla
allar um staði, sem við höfum
áður tekið fyrir, en verða núna
ýtarlegri, t.d. Svarfaðardalur, þó
hann hafi auövitaö komið inn i
lýsinguna á Eyjafjarðarsýslu
(1938), fjalllendi Austurlands,
sem var að sjálfsögðu á sinum
tima i Austf jarðabókinni,
o.s.frv.” Arbók Ferðafélagsins
1972 nær að þessu sinni yfir Rang-
árvallasýslu austan Markar-
fljóts, en ætlun er að gefa einn
kafla hennar út i litlum bæklingi,
Þórsmerkurlýsingu Gests Guð-
finnssonar, til hægðarauka fyrir
ferðamenn. „Margar af ár-
bókunum eru nú orðnar sjald-
gæfar, og ég hef heyrt, að frum-
útgáfur á þeim fyrstu gangi á 2000
kr. hjá fornbókasölunum”, sagði
Einar að lokum.
veiöa i kringum Nýfundnaland”
sagöi Guöjón B. ólafssson
framkvst. sjávarafuröardeildar
SÍS i samtali viö Visi i morgun.
t fyrra seldi SIS um 5.000
tunnur af hrognum, en nú hefur
fyrirtækið aðeins samiö um sölu á
2.500. 1 fyrra voru samtals 11.000
tunnur fluttar út og var
útflutningsverðmætið uppundir
100 milljónir króna. Kanadamenn
hófu þá að verka hrogn til
útflutnings og hafa nú stóraukið
framboð sitt.
Grásleppukarlar okkar eru nú
sem óöast aö hætta veiðum vegna
sölutregðunnar. —SG.
Þrengt að
sjúkrafluginu
— auglýst var uppboð ó eignum Flugþjónust-
unnar, fyrirtœkis Björns Pálssonor
ÞORA VART AÐ
LÁTA BÖRNIN
SELJA AAERKI
— Börnin sífellt rænd
Tveir drengir, 12 eða 13
ára gamlir, réðust að 6 ára
Ráða starfsfólk í
skriffinskuna í
norrœnu keppninni
Þeir voru komnir i hálfgerö vand-
ræöi meö alla skriffinnskuna i
sambandi viö norrænu sund-
keppnina. Til þessa hafa áhuga-
samir félagar I sunddeildum fé-
laganna séö um þessa hliö mála,
en nú standa yfir próf i skólum og
svo er það sumarvinnan. Og hvar
átti þá aö fá starfsliöið?
Nú hefur rofaö til í þessu efni,
sundstaöirnir fá aö ráöa ungar
dömur i sumar, sundstúlkur, sem
liklega notfæra sér þá tækifærið
til aö æfa sig á milli.
Ahugi er geysimikill fyrir
keppninni, og viröist siöur en svo
fara þverrandi. —
telpu, sem var að selja
merki í Árbæ í gærdag, og
hrifsuðu þeir af henni
peningabaukinn. Drengj-
anna var leitað í hverfinu,
en þeir komust undan með
90 króna ránsfeng sinn.
Stutt er að minnast þess, aö
telpa sætti svipaðri áras i mið-
bænum, og mýmörg dæmi mætti
rekja um þvilik ran, sem virðast
verða æ örari með hverju árinu.
Horfir til þess, að sölubörn séu
alls ekki óhult við iðju sina, og
foreldrar vila orðið fyrir sér að
leyfa ungum börnum sinum aö
notfæra sér þá tekjulind, sem
þau hafa af merkja- og blaðasölu.
—GP.
„NAUDUNGARUPPBOD,
sem auglýst var... á húseign á
Reykjavfkurflúgvelli, þingl.
eign Flugþjónustunnar
h.f., fer fram ettir kroiu rram-
kvæmdasjóös tslands og Gjald-
heimtunnar I Reykjavik á
eigninni sjálfri, mánudaginn 8.
mai 1972 kl. 10,30...”
Þessi auglýsing birtist i
dagblööum í gær en
Flugþjónustan er fyrirtæki
Björns Pálssonar, flugmanns,
sem hvaö lengst hefur stundaö
siúkraflui: hér á landi.
„Þetta er nú eins að lána
hev á haröindavetri og krefja
svo um það aftur áður en
grös fara að gróa um vorið”,
sagði Björn Pálsson, er Visir
ræddi við hann á dögunum.
„Þetta var skuld við Fram
kvæmdasjóð, og ég er búinn að
ganga frá þvi, að ekkert uppboð
verður.
Sagði Björn að sjúkraflugið
sem er burðarás atvinnu-
rekstrar hans, væri ákaflega
erfitt i rekstri, kostnaðarsamt,
og mjög að þvi þrengt fjár-
hagslega.
„Við, sem stundum slikt flug,
fengum fyrir þetta ár 125.000
króna rikisstyrk—það er ekki
einu sinni hálf trygging og langt
frá þvi að mæta þvi tapi sem
ævinlega verður, þegar fólk get-
ur ekki greitt fyrir flugið. Það er
undarlega litill skilningur á þvi
hjá rikinu, að sjúkraflug er
nauðsynlegt aö reka, og aö við
sem stundum það spörum rikinu
stórfé með þvi. Það kostar
nefnilega talsvert meira en 125
þúsund aö reka sjúkraflugvél.
Ég er núna meö eina sjúkravél,
Beechraft, en það er ekki nóg aö
hafa eina. Maðureroft illa sett-
ur með hana, kemur henni ekki i
viðgerð sökum anna, og svo er
maður kallaður út i flug, þegar
maður er kannski staddur
einhvers staöar að sækja
sjúkling. Ég ætla samt að reyna
að kaupa aðra vél til sjúkra-
flutninga, hún verður af
gerðinni Astec, svipuð að stærð
og Beechcraft-vélin, en hentugri
i rekstri. Astec-velin kostar um
4,5 milljónir”.
Sagöi Björn Pálsson einnig,
að fyrirtæki hans hefði undan-
farið átt erfitt uppdráttar sök-
um samkeppni við önnur flug-
félög. „Það er erfitt að vinna við
hliðina á félögum, sem skjóta
upp kollinum skyndilega — en
koílvarpast svo fljótlega. Þessir
menn bjóða kannski i byrjun
lægri fargjöld, en siöan kemur i
ljós, aö rekstrargrundvöllur er
ekki fyrir hendi — þegar svo
langt er komiö, hafa þeir eyði-
lagt fyrir mér”.
En menn geta andað léttar i
bili - þ.e. þeir sem kannski þurfa
á sjúkraflugi að halda; uppboð
fer ekki fram á mánudaginn,
Björn Pálsson er enn að. — GQ
Hundrað bíða eftir
að fá garðholuna
— en áhugi á kartöfluroekt annars minni en fyrr
Um hundrað manns eru á biö-
lista eftir kartöfluræktunarlönd-
um i Korpúlfsstaöalandi og á
Korpúlfsstaöamelum. Byrjaö
veröur aö úthluta afgangslöndum
á mánudag. Hinsvegar er enn nóg
af ræktunarlandi I Skammadal.
Um þriöji hluti jaröræktarlands-
ins, sem borgin hefur til umráöa
hefur nú verið unninn til
ræktunar.
Háfliöi Jónsson garöyrkjustjóri
sagði í viðtali viö Visi, að eftir-
spurnin eftir Korpúlfsstaöaland-
inu væri meiri en i Skammadal
vegna minni fjarlægðar frá borg-
inni. Hinsvegar telur hann
ræktunarlandið i Skammadal
vera sizt verra og enginn klaki
þar i jörðu eins og oft áður.
Garðyrkjustjóri sagði, að sér
virtist vera mikið minni áhugi
fyrir kartöfluræktinni núna en
flest undanfarin ár.
— Þaö gerir þessi mikla niöur-
greiðsla á kartöflum og að það
kostar talsvert að rækta þær. -SB
Enn um fjölmiðla
Þorbjörn Broddason lektor
hefur ásamt fjórum nemendum
sinum samið athugasemd i tilefni
af þvi, að Vfsir gerði athugun á
hans vegum að umtals'efni
nýlega.
Birtist athugasemd þeirra hér i
blaöinu á laugardaginn.
Visir skilur vel, aö höfundar at-
hugasemdarinnar séu óánægðir
með, að starf þeirra blandist inn i
pólitiskar deilur. Þess utan var
oft sagt hér i blaðinu, að um
„niðurstöðu” athugunar væri að
ræða. Heimildarmaður blaðsins,
einn þátttakenda i athuguninni,
hafði aðeins átt viö þaö, „sem lá i
loftinu”, þegar gögn höfðu veriö
tekin saman, en ekki endanlega
niðurstöðu. Athugun þessi hafði
þá legið niðri um margra mánaða
skeið og munu nú ekki vera horf-
ur á, að botninn verði sleginn i
hana.
Fólk getur þvi þess vegna
haldiðáfram að trúa þvi, sem það
vill, um misjafna sannleiksást
fjölmiðla. Umrædd athugun
fjallaði einmitt um samanburð á
skrifum Morgunblaösins og Þjóð-
viljansum innrás Rauða hersins i
Tékkóslóvakiu.
Af þessu tilefni vill Visir árétta
umrædd skrif sin um einokun i
fjölmiðlunum og um rökvillur
þær, sem ýmsir, ekki sizt Þjóð-
viljamenn, hafa á heilanum um
það efni. Einokunar er ekki að
leita hjá neinu þeirra fimm dag-
blaöa, sem keppa á einu sviði fjöl-
miðlunar, heldur hjá rikisvald-
inu, sem einokar tvö svið fjöl-
miðlunar, útvarp og sjónvarp.