Vísir - 08.05.1972, Qupperneq 7
VtSIR. Mánudagur 8. mai 1972.
7
cTMenningarmál
Um blöð og tímarit:
Pólitíska pressan
Tala blaða og tímarita á
íslenzku er sjálfsagt nokk-
uð breytileg frá ári til árs.
Það er algengt að byrjað sé
á nýjum blöðum um hin og
þessi efni, ýmiskonar blöð
öðru hverju gefin út af
tímabundnum tilefnum —
en æðimikið þarf til að
koma á laggirnar blaði eða
tímariti til frambúðar. Ef
litíð er yfir lengri tíma
virðist blaðafjöldinn mjög
svipaður, og fer þó hægt og
hægt vaxandi. Mörg
undanfarin ár hafa 250-300
blöð og tímarit komið út ár-
lega ef allt er talið sem ein-
hverja blaðalíkingu hefur.
Ef talið er að allt að 200 timarit-
um komi árlega út á „almennan
markað” er að minnsta kosti
fjórðungur þeirra blöð af ýmsu
tagi — 49 af 190 blöðum og tima-
ritum árið 1969. Ætli þessi eða
önnur hlutföll efnis og útgáfu hafi
breytzt til neinna muna siðan? En
hitt má ætla að t.a.m. á kosninga-
ári gæti blaðatalan reynzt nokk-
uru hærri.
Dagblöðin eru 5 eins og allir
vita — en reyndar kemur ekkert
þeirra út daglega enn sem komið
er heldur 6 daga i viku að jafnaði,
allt að 300 sinnum á ári. Fyrir ut-
an jólablöð og aðra slika auka-
getu fylgja dagblöðunum a.m.k.
þrjár reglulegar lesbækur sem
komu út 20-46 sinnum á árinu
1969. En að dagblöðum frátöldum
eru blöðin fjarska misjöfn að
stærð og öðru sniði. Við fljótlega
yfirsýn virðist mér að á árinu 1969
hafi 2 blöð komið út oftar en 50
sinnum, 8 blöð 26-50 sinnum, 9
blöð 15-25 sinnum, 12 blöð 6-12
sinoum og 10 blöð 1-5 sinnum.
Af þessum blaðafjölda eru 38
pólitisk málgögn af ýmsu tagi.
Auk lesbókanna fyrrnefndu bæt-
ast við 4 staðbundin fréttablöð
eða timarit i Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum og Keflavik. Enn-
fremur er blað Vestur-lslendinga,
Lögberg-Heimskringla (43 tbl.
1969) meðtalið, en kemur ekki
meir við þessa sögu, ásamt hin-
um óyndislegu „staðarblöðum”
Reykvikinga sem lifa og þrifast á
óvönduðum munnsöfnuði sinum.
Siðan hefur eitt þeirra, Nýr
stormur(21), burtsofnað úr heimi
án þess annað bættist við.
Kannski Mánudagsblaðið (26) Og
Ný Vikutiðindi (45) megni að
metta hinn hungraða markað sin i
milli?
En sé að þvi hugað hvernig blöð
skiptist á flokkana, að dagblöðum
meðtöldum, reynast 7 fylgjandi
Alþýðuflokknum, 7 Alþýðubanda-
laginu, 9 Framsóknarflokknum, 3
Samtökum frjálslyndra og
vinstrimanna, 9 Sjálfstæðis-
flokknum, en 3 pólitisk blöð, óháð
flokkunum, komu út 1969. Af þeim
kvaö mest að blaði Sósialista
félags Reykjavikur, Nýrri Dags-
brún (15), en hin voru málgögn
„óháðra kjósenda” i Kópavogi og
Hafnarfirði (4-5).
Flokkar, blöð og staðir
Sjálfsagt eru að minnsta kosti
hin helztu landsbyggðarblöö nýti-
leg fréttablöð hvert á sinum stað
og leggja annað þarflegt til
staðarmála. En ekki verður það
séð, eða heyrt á vikulegum
leiðaralestri i útvarpið, að þau
hafi ýkja margt að segja um
landsmálin, að jafnaði, allra sizt
frá eigin brjósti. Eins og að sinu
leyti dagblöðin i höfuðstaðnum
eru þessi blöð fyrst og fremst
flokkslegar málpipur — og hætt
við að dragi úr mætti og kynngi
málflutningsins þegar fjær dreg-
ur miðstöðvum flokkanna og
hinnar pólitisku baráttu. Vera má
að þessu hafi verið öðru visi farið
áður, mörg þessi'blöð eru gömul
og gróin, hvert á sinum stað, en
bókstaflega öil blaðaútgáfa, eins
og að sinu leyti önnur fjölmiðlun i
landinu, er frá fornu fari mótuð af
meintum þörfum og hagsmunum
stjórnmálaflokkanna.
Annars dreifast blöðin á lands-
hluta og flokkana svo að hver
flokkur hefur á sinum vegum eitt
nokkurn veginn reglulegt viku-
blað. Flest eru norðanblöðin, út-
eftir
¥
Olaf Jónsson
gefin á Akureyri — nema helzta
málgagn Alþýðubandalagsins ut-
an R-vikur, Austurland, kemur
út á Neskaupstað, og ekki önnur
markverð blöð i þeim landsfjórð-
ungi svo séð verði. önnur fylgi-
blöð Alþýðubandalagsins eru
bæði fá og smá, helzt þeirra Vest-
firðingur á Isafirði (21). En það
er likast til vottur einhverrar
lausungar i flokkslifinu að 1969
komu út tvö sérleg málgögn Al-
þýðubandalagsins i Reykjavik,
umfram Þjóðviljann, Ný útsýn
(9) og Viðsjá sem bara kom einu
sinni en andaðist við svo búið.
Alþýðumaöurinn á Akureyri
(32) er helzt blað Alþýðuflokksins
utan Reykjavikur, en þvi næst
Skutull á Isafirði (22). Tveimur
blöðum tókst að koma út svo sem
mánaðarlega, Brautinni i Vest-
mannaeyjum (15) og Skaganumá
Akranesi (12).
Á Akureyri kemur lika út það
vikublaðið sem hafa mun mesta,
kannski langmesta útbreiðslu —
Dagur (53) sem undravert er að
ekki skuli vera stærra blað.
Norðanlands væri auðvitáð að
réttu lagi svigrúm fyrir blað sem
kæmi ef ekki daglega þá að
minnsta kosti 3-4 sinnum i viku
með fasta útbreiðslu, daglega
dreifingu að minnsta kosti i sin-
um landsfjórðungi fyrir utan
lausakaup annars staðar. Annars
eru framsóknarflöðin kynduglega
litil fyrir sér, helzt þeirra
ísfirðingur (24) og Þjóðólfur, Sel-
fossi (17). En það er auðvitað
nokkuð og liklega nóg að hafa
Tiinann.
Tölur eins og þessar segja ekki
nema hálfa söguna meðan ekki er
vitað um upplag blaðanna. En
væri ekki ofvöxtur dagblaðanna i
Reykjavik og flokksböndin á
blaðaútgáfunni, væru að minnsta
kosti norðanblöð sjálfsagt reffi-
legri en raun ber vitni. Hitt er lika
skrýtið að litilsmegnug flokksblöð
á við og dreif um landið skuli ekki
fá að nota sér með einhverju móti
efnisgnóttir dagblaðanna eða
njóta annarrar liðveizlu af þeirra
hálfu sem sjálfsagt gæti orðið
báðum aðiljum að gagni ef rétt
væri á haldið. Elzta blað á land-
inu, ísafold, með sögufræga for-
tið, var siðustu áratugi ævinnar
viku-útgáfa Morgunblaðsins
handa landsbyggðinni. Hún var
siðan aflögð til að púkka upp á
vikublað sjálfstæðismanna á
Akureyri, og íslendingur-isafold
(76) var lika langstærsta lands-
byggðarblaðið 1969. Það fyrirtæki
hefur samt reynzt á einhvern
máta illa grundvallað: blaðið hef-
ur aldeilis ekki komið út það sem
SLANK
PR0TRIM
losar yður viö mörg kg. á
fáum dögum, meö þvi að það
sé drukkiö hrært út i einu
glasi af mjólk eða un-
danrennu fyrir eða i stað
máltiöar.
Og um Ieið og þér grenniö
yöur nærið þér likamann á
nauðsynlegum efnum.
PRO TRIM-slank er sérlega
mettandi og nærandi.
Höfum einnig eggjahvitu-
auðugt styrkiefni fyrir
iþróttafólk.
’Sendist i póstkröfu.
Verð kr. 300,— hver dós.
Mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga opið kl. 10.00
—20.30, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 5—20.30
— laugardaga kl. 10—16.30.
Heilsuræktarstofa Eddu —
Skipholti 21 (Nóatúns-
megin).
af er þessu ári. En önnur sjálf-
stæðisblöð sýnast litlu burðugri
en framsóknarblöðin, helzt þeirra
Kylkir, Vestmannaeyjum (27),
Suðurlandá Selfossi (24) og loks
Vcsturland.á Isafirði (12).
Handa hverjum, til hvers?
Það virðistekki beinlinis liklegt
að „blöð” sem koma út hálfs-
mánaðar- eða mánaðarlega eða
þaðan af sjaldnar, 4-8-12 bls,
upplag þeirra sjálfsagt fjarska
litið, séu eða geti reynzt áhrifa-
mikil málgögn eða til annarra
hluta nytsamleg i sinni sveit. Til
hvers eru þau þá, handa hverjum
gefin út?
Hitt er eflaust, og raunar bera
fáein helztu landsbyggðarblöð
það með sér, að viða i kaupstöð-
um og dreifbýli er markaður fyrir
velrekin staðarblöð, pólitisk eða
ekki. Það er meira að segja til, að
slik „óháð” blöð komist á legg:
Surðurnesjatiðindi i Keflavik
(25), en i 1S eru kominn 17. tbl.
4ða árgangs. 1 Keflavik kemur
ennfremur út staðbundið timarit,
Kaxi, (10 tbl, 218 bls.) og virðist
Vel. má það vera að ýms hin
pólitisku staðarblöð ættu sér
frekar . viðreisnar von i þvilik-
um sniðum. Þess freista S
sjálfstæðismenn I Norðurlands-
kjördæmi vestra með Norðanfara
sinum (10), nýkomið er lsta tbl,
7daárgangs með pólitiskum hug-
vekjum og héraösíéttum.
A hitt hefur aldrei reynt hvers
umkomið verulega vandað, sjálf-
stætt, fjárhagslega óháö, pólitiskt
vikublað gæti orðið. Til þess
þyrfti að visu allt annars konar
málafylgju en tiðkuð er i flokks-
blöðum, fyrst i dagblöðum, en
siðan sifelldlega þynnt út i þynnra
i pólitisku sveitapressunni. Al-
þýðuflokkurinn kýs t.d. fremur
óbærilegan og alveg vonlausan
hallarekstur á Alþýðublaðinu ár
eftir ár en freista þess að koma á
fót t.a.m. vikulegu málgagni
jafnaðarstefnu sem hugsanlega
gæti reynzt markaðshæft, dug-
andi blað. Það stafar m.a. af
þeirri pólitisku lifsnauðsyn að fá
daglega upplesinn leiðara i út-
varp — en sú náð hlotnast i seinni
tið einnig pólitisku landsbyggðar-
blöðunum.
Sú nýjung er vist að þakka til-
komu hins nýja flokks, Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
sem enn i dag hefur einungis
vikublöðum á að skipa, Nýju landi
(39) og Verkamanninum á Akur-
eyri (32). En þvi miður ber ekki á
þvi, að hinn nýi flokkur ætli sér að
ryðja neina nýja braut i blaðaút-
gáfu og málafylgju sinni frekar
en öðrum efnum: Nytt land, eitt
hið daufgerðasta málgagn, fetar
troöna slóð annarra flokksblaða
og gömlu flokkanna þrátt fyrir
heitingar og frýjuorð i þeirra
garð.
Bótagreiðslur
Almannatrygginganna í Reykjavík
Útborgun ellilifeyris i Reykjavik hefst að
þessu sinni þriðjudaginn 9. mai.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
/r -■ " ■ ■ sS
Fró Póll landi
Ö Handmálaðir nytjahlutir
. Nýkomið handmálað fajance. Handmálað keramik. Steintau o.fl.
, . . . — ——. g W v ^fpír ^ Prýðið heimilið með pólskum listmunum.
VERZLUNIN Laugavegi 42 Sími 26435 -A