Vísir - 12.05.1972, Side 3

Vísir - 12.05.1972, Side 3
Visir Köstudagur 12. mai 1972. 3 Setudómari verður skipaður í fjórsvikamálinu á Akureyri ,,Ég geri ráð fyrir að ég víki úr sæti i þessu máli og skipaður verði sérstakur setudómari” sagði ófeigur Eiriksson bæjarfó- geti á Akurevri i samtali við Visi nýverið. Hins vegar kvaðst hann ekki vera búinn að fá i hendur skýrslu starfsmanna rikisendur- skoðunarinnar og ekki væri neitt um ntálið að segja á þessu stigi. Rikisendurskoðunin hefur undanfarnar vikur unnið að rannsókn á misferli þvi, sem upp komst hjá tveim starfsmönnum við afgreiðslu tollskjala hjá embætti bæjarfógeta á Akureyri. Fyrir stuttu skiluðu þeir ýtar- legri skýrslu um málið, sem send var saksóknara. Hann sendi hana norður með beiðni um áfram- haldandi rannsókn, en sem fyrr segir eru allar likur á, að skipaður verði setudómari i málinu. Ekki hafa fengizt neinar upplýsingar um hve háar upphæðir er að ræða. -SG Barþjónar lofa góöa þjónustu Liklega vita fáir eins vel hvað góð þjónusta á hótelum er og einmitt þjónar sjálfir. bað var þvi kærkomið bréf, sem Finnbjörn borvaldsson, skrifstofustjóri Loftleiða, fékk á dögunum. Þar hældi stjórn Barþjónaklúbbs Is- lands starfsliði Hótel Loftleiða á hvert reipi. Samþykkti aðal- fundur klúbbsins að þakka Loft- leiðum þá frábæru þjónustu og fyrirgreiðslu, sem klúbburinn naut, þegar hér fór fram norrænt barþjónamót fyrir ári. Vandrœðapiltar á Akureyri Kveiktu í byggingarefni Uppvísir að nœr 20 innbrotum Lögreglan á Akureyri hefur að undanförnu liaft liendur i hári S unglingspilta á aldrinum 14 og 15 ára sem viðriðnir hafa verið nær 20 innbrot frá þvi i haust og vetur. Drengir þessir höfðu broti/.t inn hér og þar i Akureyrarbæ, ýmist tveir eða þrir saman, og hnuplað ýiiisu smáræði. en hvergi komi/.t yl'ir nein veruleg verðmæti. -GP. Fara úr rœkjunni í laxinn Vestmannaeyingar eru ekkert óvanir samskiptum við allra þjóða fólk, en Itins vegar var óvenju margt erlendra skipa i höfninni þeirra á dögunum, þeg- ar (íuðmundur Sigfússon kom þar að. Þar voru þrjú dönsk skip nýkomin af rækjuveiðum, og eitt þeirra, Polarlaks var með 15 lonn af rækju el'tir þriggja mánaða útivist, — og um horð i öðru var auk rækjunnar lifandi selskópur, sem skipverjar höl'ðu tekið upp á sina arma og lóku heiin með sér. Bátarnir voru á leið til Noregs, — þeir ætla að stunda illræmdar veiðar þar, laxveiðar, sem margir telja að eigi aðeins að veiða á stöng, og þá helzt fyrir tugþúsunda gjald á dag. UTSKRIFA STUDENTA í LEIKLIST Á AKUREYRI Sú nýbreytni var tekin upp i Menntaskólanum á Akureyri i vetur að gefa nemendum kost á að læra leiklist og framsögn. Var þetta haft sem valfag, og kusu 10 nemendur að læra þetta. Var aðeins nemendunt i 4. bekk skólans gefinn kostur á þessu, en neme'ndur i þeim árgangi eru nú 120 að tölu. Munu þessir 10 siðan taka stúdentspróf i faginu. Kennarar voru tveir, þær Jóhanna Þráinsdóttir og Hjörg Baldvinsdóttir. Voru leiklistar- timar tvisvar i viku, en timi i framsögn einu sinni i viku. Jóhanna Þráinsdóttir hefur stundað nám i leiklist erlendis og kenndi hún nemendum i mennta- skólanum bæði forna leiklist og svo nútimaleiklist. Björg Baldvinsdóttir hefur stundað nám hérlendis og hafði hún eins og áður segir með framsögn að gera, flutning málsins og skýran fram- burð og annað, sem viðkemur móðurmálinu. Nemendur hala nú nýlokið prófi i faginu og hefur árangur verið sérstaklega góður og einkunnir mjög háar. Prófið sjálft fór fram bæði munnlega og skriflega og það má geta þess, að þessir 10 æfðu leikrit i sambandi við þetta og fluttu á vetrinum. -EA Hamranesið: Ekki að gefast upp - heldur reyna til þrautar ,,Þvi er ekki að leyna, að við lcntum i miklum erfiðleikum og höfum ekki komið Hamranesi á veiðar i mánuð. En við höfum samt ákveðið að gefast ekki upp og stefnum að þvi að koma skipinu út á mánudaginn”, sagði Haraldur Júliusson, einn aðaleigandi togarans Hamra- ness i samtali við Visi. Haraldur sagði veiðarnar i janúar og febrúar hafa gengið sérstaklega illa vegna veðurs. Hins vegar væri nú bezti timinn fyrir togarana og þvi hefðu þeir ákveðið að reyna til þrautar. Búið er að gera upp við lang- flesta af áhöfninni, en hins vegar eru nokkrir, sem voru búnir að fá meira en þeim bar. „Staðreyndin er sú, að togara- útgerðin er öll meira og minna i molum i dag” sagði Haraldur, en kvaðst vonast til að þeir kæmust yfir erfiðleikana, ef vel aflaðist. -SG- Fí bætir flugflotann um tvær Friendship Flugfél. hefur enn gengið skref i þá átt að einfalda flugvélakost sinn, þ.e. fækka teg. sem á timabili voru 5-6 talsins. Með kaupum á tveim Fokker Friendshipvélum frá All Nippon flugfélaginu i Japan, verða gerðirnar 3, þ.e. Boeing 727 þotur (2) Friendship (4) og til að minna á gamla daga ein DC-3 flugvél. Senn halda þeir utan Sigurður Haukdal, Þór Sigurbjörnsson, flugmenn og Gunnar Valgeirsson, flugvirki til að sækja vélarnar. Gullsmiöir gerðu góöa ferö til Hafnar Jens Guðjónsson sýndi þá gripi, sem mesta athygli vöktu i islenzku deildinni á sýningu gull- og silfursmiða i Kaupmannahöfn, segir i fréttatilkynningu frá út- flutningsmiðstöð iðnaðarins. Hinsvegar fengu þeir Bjarni og Þórarinn stærstu pöntunina, en það voru galdrastafir, sem njóta mikiila vinsælda, og voru Austur- rikismenn með stóra pöntun á þeim. Allir fengu annars pantanir, og voru þær jafnan stærri en i fyrra. Bendir margt til að hægt sé að stórauka fram- leiðsluna hér innanlands og hægt sé að selja til útianda á hag- stæðara verði. Niu islenzk fyrir- tæki sýndu, eða jafnmörg og Sviar, Norðmenn voru 22 en Danir 49. Engan py Isuvagn í miðborginni Undanfarna mánuði hefur fyrir- tækið Akur h.f. reynt að fá leyfi borgaryfirvalda til að fá að setja niður pylsuvagn i miðborginni. Borgarráð fékk neikvæða umsögn um málið frá heilbrigðismálaráði Risinn bjargar Varnarliðið ei; geysivel útbúið til björgunarstarfa. Er sú starfsemi að góðu kunn hér á landi og margir geta þakkað björgunar- mönnum liðsins lifgjöf. Þegar Slysavarnafélagið sýndi tug- þúsunaum manna Djoreunar- starfsemi sina i Rauöarárvik, kom þyrla af gerðinni Jolly Green Giant fljúgandi og sýndi, hvernig manni er bjargað úr sjó i þyrluna, og sést það atriði á myndinni, en liklega hefur það vakið hvað mesta athygli áhvorfenda. og taldi sér þvi ekki unnt að verða við umsókninni. Pylsuvagnar eru þó algengir viða um heim og setja skemmtilegan miðborgarsvip á þær götur, þar sem þá er að finna, fyrir utan hagræðið að geta fengið sér ódýran og fljótlegan rétt. Skora á menn aö kaupa ekki brezkt, ef... Fari svo, aö flutningaverkamenn láti til skarar skriða gegn islenzkum skipum eftir út- færsluna, skorar sjómannadags ráð á alla Islendinga að draga sem mest má verða úr kaupum og innflutningi brezkrar framleiðslu og þjónustu við brezk skip, sem til landsins koma. Hins vegar skoraði fundurinn á þá, sem inna af hendi ýmsa þjónustu við brezk skip, að veita sömu þjónustuna hér eftir sem hingað til, til tryggingar öryggi skipa og skips- hafna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.