Vísir


Vísir - 12.05.1972, Qupperneq 8

Vísir - 12.05.1972, Qupperneq 8
8 Vísir Föstudagur 12. mai 1972. LISTAHÁTÍD í REYKJAVÍK Tekið á móti pöntunum á aðgöngumiðum i sima 26711 alla virka daga kl. 4—7. -Laugardaga kl. 10—14. Dagskrá hátíðarinnar liggur frammi i Norræna Húsinu Málverkauppboð verður haldið í súlnasal Hótel Sögu, ' mánudaginn 15. mai og hefst kl. 5 s.d. Málverkin eru til sýnis frá kl. 1—6, föstu- dag og laugardag, i Sýningarsalnum að Týsgötu 3. Listaverkauppboð Kristjáns Fr. Guðmundssonar Simi 1 7 6 0 2. ATVINNA Iðnverkamenn óskast nú þegar. Breiðfjörðs blikksmiðja h/f, Sigtúni 7. Simi 35000. Mold Heimkeyrð i lóðir. Uppl. i sima 86586, aðeins eftir kl. 7. J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 gg 13125.13126 Geir R. Andersen: w Islenzk fiármólaspeki Getuleysi í stöðvun verð- oc kauphækkana. Ekki hefur sú rikisstjórn enn setzt að völdum á Islandi, siðan striði lauk, að hún hafi ekki haft á stefnuskrá sinni m.a. að stöðva vixlhækkanir verðlags og kaups i landinu og jafnvel sett þar lög til. — Ekki hefur þó betur tekizt til en svo gegnum áratugina, að enn skiptast á stórfelldar verðhækk- anir, leyfilegar jafnt sem óleyfi- legar, verkföll til framdráttar kauphækkunum og krampadrætt- ir svokallaðrar „visitölu” i fjöl- breytilegum myndum og undir fjölskrúðugustu heitum, svo sem „framfærsluvisitala”, „kaupvisi- tala”, „byggingarvisitala”, o.fl. Nú siðast, 5. mai 1972, eru enn samþykkt á Alþingi Islendinga lög um verðstöðvun! — Ekki leik- ur neinn vafi á þvi, að fólk i land- inu, einkum þeir, sem enn halda uppi almennum rekstri þjóðar- búsins með skilvislegum skatt- greiðslum i formi beinna og óbeinna skatta, tekur ekki lengur hið minnsta mark á þeim frétt- um, sem berast frá Alþingi um samþykktir og tillögur varðandi rekstur þjóðarbúsins, vegna þeirrar staðreyndar, að i flestum tilfellum eru framkvæmdir jafn- an öfugar við það, sem samþykkt er, eða lög sett um. Réttara er þetta orðað, að framkvæmdir verða annaðhvort alls ekki eða þær ganga i blóra við sam- þykktina eða lögin, sem sett eru, sbr. „áratuga-verðstöðvunina”, sparnað i opinberum rekstri, fækkun sendiráða, sem bæði hægri og vinstri stjórnir hafa komið með tillögu um, ásamt ótal fleiri málum. Hver er orsök þess vanmáttar og aðhaldsleysis, sem speglast i þvi að fylgja ekki eftir, að samþykkt lög frá Alþingi séu haldin? Ein orsökin er án efa sú, að Al- þingi tekur alltaf of mörg mál fyrir hverju sinni og hefur innan veggja alltof marga, ólika og sundraða þingmenn, sem eru fyrst og fremst aö hugsa um framgang persónulegra smá- mála, eða fyrir sina sveit og hérað, en taka ekki fyrir og ein- beita sér sem heild aö raunveru- legri lausn stórmála, sem eiga að sitja i fyrirrúmi. Efnahagsmál þjóðarinnar, þ.á m. peninga- kerfið, er eitt af þeim. Hverjir ráða ferðinni i efnahagsmálum? Eru þetta menn, sem hafa langa og happasæla fjármála- reynslu og hafa um leið sýnt merki um framúrskarandi fjár- málavit á einhverju sviði, annað- hvort persónulega eða fyrir ein- hverja stofnun, fyrirtæki eða jafnvel byggðarlag? Nei, ekki er þvi svo farið. — Það er alkunna, að þeir fáu Islend- ingar, sem skara fram úr að f jár- málaviti i islenzku þjóölifi og eru fjáraflamenn á heiðvirðum grund velli, eru ekki innan raða stjórn- málamannanna, eða Alþingis svo neinu nemi, en þeir fáu, sem þó hafa kvatt sér þar hljóðs með jákvæðar hugmyndir til handa aöþrengdu og vannærðu efnahagskerfi, eru einangraðir i bókstaflegri merkingu af mis- vitrum stjórnendum efnahags- málanna og fremstu liðsmönnum stjórnmálanna. Dæmi um þetta má finna i ný- komnum tillögum á Alþingi frá einum alþingismanna um breyt- ingu á peningakerfinu, og sem hefur verið tekið með þeim hætti af meirihlutanum, að tillögurnar eru einangraðar i einni af hinni landsfrægu „nefndarskipan”. Ný og ný f jármálaævintýri 'Gagnstætt þvi, sem þeir fáu fjármálamenn, sem uppi eru á landinu hverju sinni, eru einangr- aðir frá þátttöku i framgangi efnahagsmála, eða ekki á þá hlýtt, ryðjast fram með stuttu millibili ýmsir nýliðar og reynslulausir fjármálaspekúlant- ar, sem eru studdir af pólitiskum loddurum og kynna hverja fárán- legu hugmyndina á fætur annarri, Geir R. Andersen. vanalega skýjaborgir, sem eru taldar „stórhuga” og ganga i augu og eyru hins almenna borg- ara, sem er gjörsneyddur öllum hugmyndum um allt, sem heitir fjármálavit, að öðru leyti en þvi, sem snýr að' þeirri list að „kaupa” allt, sem fæst, svo lengi sem peningur er til. Þessar skýjaborgir eru vana- lega fjárfrekar, og oftast nær enginn útreikningur lagður til grundvallar væntanlegum gróða af fyrirtækinu, en treyst á, að hið opinbera borgi tapið, sem óhjá- kvæmilega verður. Dæmi um fjarstæðukenndar hugmyndir eru þessar helztar: Skiðabrautar- ævintýrið i Artúnsbrekku, þar sem gervisnjór átti að koma til sem undirstaða, en tækniörðug- leikar ollu þvi, að ekkert varð af framkvæmd. — Skiðaskálinn i Hveradölum, sem nú er staðsett- ur langt fyrir neðan snjólinu á vetrum og kemur þar af leiðandi aldrei fullnægjandi snjór, til þess að reikna megi með umtalsverðri aðsókn fólks til vetrarleikja. Til þessa staðar er þó enn veitt af opinberu fé, að nauðsynjalausu og engum til gagns. — Þá er að minnast á nýjasta dæmið og það fáránlegasta, sem sé hugarfóstur Skáksambands Islands um að ota Islandi fram sem stað fyrir heimsmeistaraeinvigið i skák. Þarna hljóta að vera miklir fjármálamenn á ferð. Þannig hljóta stjórnvöld að hafa hugsað, eða a.m.k. þeir, er ýttu undir hug- myndina og studdu hana. A þessu stigi málsins skiptir engu, hvort timasetning einvigis- ins var um mitt sumar eða siðla sumars. — Staðreyndin i málinu var alltaf sú og verður alltaf, að óyfirstiganlegir erfiðleikar eru á framkvæmd sliks alþjóðamóts fyrir fátæka eyþjóð og gróða- möguleikar hverfandi. Enda er nú komið svo, að loks- ins eru fyrirsjáánlegir erfiðleikar á undirbúningi viðurkenndir af þeim, sem digurbarkalegast hafa talað. Um væntanlegan gróða er sem minnst talað, en nú snúið inn á þá braut i málflutningi, að gróð- inn sé aðallega i formi landkynn- ingar fyrir Islendinga. Sú röksemd ,er þó minna en einskis virði, þvi aðrir aðilar en Skáksamband Islands og jafnvel hið opinbera munu litinn skerf leggja að landkynningarmálum eða hafa gert hingað til, miðað við aðra aðila, sem eyða þar milljón- um króna árlega, svo sem is- lenzku flugfélögin. Mun þvi skák- einvigið þar litt um bæta. Ef til vill mun i alvöru verða leitað til sovézka sendiráðsins um aðstoð við framkvæmd mótsins, eins og forseti Skáksambandsins lét liggja að i sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, t.d. með þvi að lána rússneskt farþegaskip fyrir hótel, meðan mótið stendur yfir. Það væri ekki amalegur gisti- staður, ef þeir gætu sent eitthvert lúxusskip svipað og „Balticu”, sem frægt varð að endemum hér á árunum fyrir slæman aðbúnað i flutningum islenzkra farþega i innkaupaferð og varð tilefni til margra og kostulegra blaða- greina eftir heimkomuna. Svo mörg eru þau dæmin um gömul og ný fjármálaævintýri, sem ýmsir „spekúlantar” hafa bryddað úpp á og komið hinu op- inbera út i áhættustarfsemi, að það sem hér er talið er aðeins litið brotaf þeim, sem nefna mætti, og skal staðar numið að sinni, en tekið upp siðar. Að öllu samanlögðu mun það ekki vera ofmælt, að tilhneiging ráðamanna i opinberu stjórnkerfi hefur tiðum verið sú að taka opn- um örmum hvers kyns hugmynd- um, og þá sér i lagi svokölluðum „fjármálaspekúlasjónum”, sem koma frá litt þekktum mönnum, en skella skollaeyrum við hug- myndum, sem verða mættu til þess, að raunveruleg fjáröflun yrði að, eða sem fela i sér beinan peningasparnað. Skjótar úrbætur. Þetta leiðir hugann að þvi, hvenær búast megi við, að islenzk efnahagsmál yfirleitt verði tekin föstum tökum og handahófs- spekúlasjónir ráði ekki ferðinni i fjárlögum, i útlánum peninga- stofnana, i eyðslu opinbers fjár, i árlegum fullnaðarskilum þeirra skatta, sem lagðir eru á ár hvert og fjöldi manna sleppur við að greiða á gjalddaga, gagnstætt öðrum, sem standa full skil, um leið og launagreiðslur fara fram. Siðastliðna áratugi hefur engin raunhæf framkvæmd verið i þá átt, sem miðar að aðhaldi eða umbyltingu i þessum framan- töldu atriðum, og situr enn við það sama, ásamt þeirri aðkall- andi framkvæmd að breyta pen- ingakerfinu nú þegar i það form, að hver eining verði verðmeiri, þannig að 100 kr. verði að 10 og 10 kr. að einni, o.s.frv. Verði þetta gert hér, skapast strax ákveðið móralskt jafnvægi í fjármuna- myndun hjá fólki, ekki sizt hjá yngri borgurum landsins á barnaskólaaldri, sem koma til með að taka til við stofnun heim- ilis og f jölskyldu eftir svo sem ára tug eða svo — og leggja þarmeð drjúgan skerf af mörkum i dag- legu veltufé i athafnalifinu. — Þessi varð niðurstaðan i Frakk- landi fyrir rúmum áratug , þegar þessari aðferð var beitt þar, og sömuleiðis i Finnlandi. Þar sem áðurnefnd aðferð hef- ur sannað gildi sitt, einmitt i þeim málum, sem við Islendingar er- um veikastir i, þ.e.a.s. fjármuna- legt tillit og virðing fyrir verð- mætasköpun og sparnaði, mun það hafa tvisýnar afleiðingar að draga ákvörðun um endurskoðun gjaldmiðilsins á langinn. Þjóðin mun siðar meta þá menn að verðleikum, sem sýna þann manndóm að hafa frumkvæðið um skjóta ákvörðun i þessum málum.en vei þeim, sem sporna á móti og bera ábyrgð á, að þjóðina dagi uppi sem nátttröll innan um önnur riki, sem sifellt vex ásmeg- in i efnahagslegri þróun. Breiðholtsprestakall Séra Páll Pálsson umsækjandi Breiðholts- prestakalls heldur guðsþjónustu i Bú- staðakirkju, sunnudaginn 14. mai kl. 11 fyrir hádegi. Safnaðarnefnd.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.