Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 7
Visir — Mánudagur 15. mal 1972 7 cTVIenningarmál Gunnar Finnsson skrifar um kvikmyndir: TVÆR KÝRHALAMYNDIR John Wayne til vinstri i upphafi ,,leik”ferils sins, til hægri, á hátindinum, I hlutverki sinu I „True Grit” sem færoi honum Oscar-verölaunin fyrir áriö 1970. sem Austurbæjarbió sýndi i byrjun ársins. Howard Hawks, hinn gamli, hefur kannski margt gott gert, en i Rió Lóbó má viða sjá óvönduð og afkáraleg vinnubrögð af hans hendi. Handritið er heimskulegt og leikurinn almennt eins og maður gæti imyndað sér að litlu börnin i Laufásborg myndu bjóða upp á. (með fullri virðingufyrir börnunum), Það er óhætt að segja, að John gamli Wayne keyri ekki leikhæfileika sina i hjólbör- um. Sizt breytist það með árun- um. Karlanginn er farinn að eld- ast, orðinn þreyttur og stirður. Hann er þungur og silalegur, og sumar hreyfingar hans i Rió Lóbó gefa það helzt til kynna, að það eina sem haldi honum uppi séu leikbrúðuspottar. Arangurinn er: hrörnað og kjánalegt gamal- menni. Leigumorðinginn Dja mgó Spaghetti-vestra er fariö að kalla útþynntar stælingar á dollara- myndum ttalans Sergio León es. Þessar myndir koma þá gjarnan sunnan úr Evrópu, en oftast i amerisk-italskri fram- leiðslu, Myndir Leones eru að visu einnig framleiddar af Amerikönum og falla þess vegna undir ameriska „Vestrann”. Ekki er mér kunnugt um vinsæld- ir spaghetti-vestranna, en eitt er vist, að þeir virðast koma af færi- bandi og gæðin eftir þvi. Hér er ein slik um viglaunamanninn Djangó, kunnuglegt nafn úr fleiri myndum sem um hann fjalla. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um kvikmynd þessa. Leikurinn er eins og við var aö búast, handritið yfirfullt af barnasálfræöi og ung- mennafélagsanda, litirnir daufir og kvikmyndatakan einföld og áhrifalaus. Django sjálfur er ofurhraustur og hreinasti snill- ingur i meðferð skotvopna, en þaö væri synd að segja að hann væri heljarmenni að gáfum. Alveg er það makalaust hvað fullorðnir menn gera litinn greinarmun á góðum og slæmum kúrekamynd- um. Ríó Lóbó er augljós- lega í miklu uppáhaldi hjá kvikmyndagagnrýnendum dagblaðanna ef marka má skrif þeirra undanfarið. Þeir eiga ekki orð til að lýsa dálæti sinu á ,,sam- vinnu" öldunganna Howard Hawks og John Wayne. Reyndar er mörgum titt að meta leikstjórann Howard Hawks til jafns við John Ford sem fremsta kúrekasérfræðing USA, hvernig sem á þvi stendur. Ekki ætla ég að fara út i eðli né þróun kúrekamynda Bandarikjamanna gegnum árin, Það yrði of langt mál i svo stuttri grein. Enn siður er, að ég sé að fetta fingur út i smekk manna á slikum kvik- myndum. Titni hinna klassisku Howard Haks og John Fords er liðinn, það hlýtur þó öllum skyni bornum áhugamönnum um kvik- myndir að vera ljóst. Ameriski „Vestrinn” tók nýja stefnu með myndum Sergio Leones, dollara- myndunum svokölluöu. 1 þeim heyrast skothvellirnir um heim allan, blóðið þar rennur, streymir út i öll hólf þjóðfélagsins. Hin bitra striösandúð Leónes ristir dýpra en meinlaus og gamaldags skemmtivæll eins og Rió Lóbó eftir Howard Hawks. Jafnvel „klassiskur” kúreka- leikstjóri á borð við Sam Peckingpah fer ekki varhluta af hinni nýju bylgju „Vestrans” i mynd sinni „The 'wild bunch” George Eastman, I hlutverki Djangós, aö rusla til á þorpskránni. Gylfi Gíslason skrifar um myndlist: Patentlausnir Sýning Guðmundu Andrésdóttur í Bogasal Þjóðmin jasafnsins sem lauk nú um helgina, er dæmigerð um stöðu ís- lenzkrar myndlistar um þessar mundir. Hún hefur haslað sér völl í abstrakt myndgerð og sýnir nú sem fyrr snotur verk án þess að um neitt stórbrotið sé að ræða né sýnileg átök list- rænnar sköpunar. Eins og á siðustu sýningu Guð- mundu, 1966, snúast öll verk hennar um ákveðið tema, að þessu sinni svifandi hringform. En myndir af þessu tagi sýndi hún fyrst á listahátíðinni fyrir tveimur árum. Abstraktlist okkar hefur, þegar litið er yfir hana i heild, sifellt verið að þróast i þessa átt. Málar- arnir taka hver i kapp við annan að þrengja tjáningarsviö sitt, leita að minna og afmarkaðra myndefni, rækta það siðan af dæmalausri alvöru og elju niður i hin hárfinustu blæbrigði — unz vart má greina mun á milli mynda. Er hér um að ræða myndrænt sköpunarverk eða einungis til- raunir með handverk og tækni- lega þætti myndgerðar? Það sem eftir stendur er sköpun „patents- ins”, myndarinnar sem máluð er aftur og aftur. Þetta einkenni rikjandi mynd- listarstefnu minnir ekki litið á það þegar rithöfundar staðna og taka að skrifa sig upp aftur. Þó skyldi enginn skilja þessi orð svo að lélegur árangur hljóti ævin- lega að verða af slikum vinnu- brögðum. Þvert á móti. Við samantekt þrautreyndra- gilda, sem tengd eru saman i nýjar heiidir, risa stefnur hæst. En jafnframt er þetta ástand fyrirboði um enda- lok þeirra. Sýning Guðmundu Andrésdótt- ur ber öll einkenni patentlausna. Engin einstök mynd ber af ann- arri. Eða með öðrum oröum sagt: góður og samræmdur heildar- svipur er á sýningunni. En okkur er sönnuð nauðsyn endurskoðun- ar. En vert er að veita þvi eftirtekt að einmitt þessi myndgerð nýtur nú hinnar fyllstu viðurkenningar af þjóðfélagsins hálfu. Allur starfsstyrkur til myndlistar á sið- asta ári féll i skaut Guðmundu Andrésdóttur, og er þessi sýning reyndar afraksturinn af þvi starfsári. Og við úthlutun lista- mannalauna i ár fékk hún fastan sess i hinum efri flokki lista- mannalauna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.