Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 17
Visir — Mánudagur 15. mai 1972
17
„Aðförin að fasteigna-
gjaldendum" á borgara-
fund
Húseigendur eru að vonum mjög
óánægðirmeð það, sem þeir kalla
„aðför þess opinbera að fast-
eignaeigendum i Reykjavik og
landinu öllu”. Segir i frétt frá
Húseigendafélagi Reykjavikur
frá aðalfundi þess um mánaða-
mótin, að samþykkt hafi verið að
gangast fyrir borgarafundi um
máliö. Formaður félagsins var
kjörinn Þorsteinn Júliusson hrl.,
en Leifur Sveinsson lögfræðingur
baðst undan formannskjöri, en
var kjörinn i stjórnina ásamt Páli
S. Pálssyni hrl., Alfreð Guð-
mundssyni, forstöðumanni og
Erni Egilssyni, framreiðslu-
manni. Starfsemi félagsins hefur
aukizt verulega, segir i fréttatil-
kynningunni.
Yfir-rauðsokka kjörin
form. Rithöfundafélagsins.
Vilborg Dagbjartsdóttir, ein
mesta stoð og stytta rauðsokk
anna, var kjörin formaður Rit-
höfundafélags tslands á aðalfundi
félagsins i Norræna húsinu
nýlega. Aðrir i stjórn eru Stefán
Hörður Grimsson varaformaður,
Ingólfur Jónsson ritari, Jón frá
Pálmholti gjaldkeri og Björn
Bjarman meðstjórnandi.
Skákuðu öðrum
skólum
Æskulýðsráð gengst fyrir
skákkeppni gagnfræðaskólanna,
og er keppninni nýlokið. Ellefu
skólar með 15 sveitir mættu til
leiks. 1 eldra flokki vann sveit
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
með 12 1/2 vinning, Hagaskóli og
Vogaskóli hlutu 8 vinninga. 1
yngra flokki sigraði Hagaskóli
með 30 vinninga, Hvassaleitis-
skóli var með 24 vinninga. Sigur:
sveit Hagaskóla er standandi á
myndinni ásamt Jóni Pálssyni
fulltrúa Æskulýðsráðs, en sigur-
sveit GA er fyrir framan.
Mótstjóri var Bragi Kristjánsson
og er hann i aftari röð lengst til
vinstri.
OSTTA
' PINNAR
í Hér eru nokkrar
hugmyndir en,
möguleikarnir eru
ótakmarkaðir.
1.
Leggið heilan valhnetukjarna ofan á
teninga af goudaosti.
2.
Vefjið skinkulengju utan um staf af
tilsitterosti, setjið sultulauka efst á
pinnan og skreytið með steinselju.
3.
Skerið gráðost í teninga, ananas í
litla gcira, reisið ananasinn upp á
rönd ofan á ostinum og festið saman
með pinna.
4.
Helmingið döðlu. takið steininn úr og
fyllið með gráðostlengju.
5.
Skerið tilsitterost í teninga, setjið
lifrakæfubita ofan á ostinn og
skreytið með agúrkusneið og stein-
selju.
6.
Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim
upp úr þurrkaðrí papríku og skreytið
með sultulaukum.
7. I ■
Setjið ananasbita og rautt kokkteilber
ofan á geira af camcmbert osti.
8.
Setjið mandarínurif eða appelsinu-
bita ofan á fremur stóran tening af
port salut osti.
9.
Festið fyllta olífu ofan á tening af
port salut osti. Skreytið mcð stein-
selju.
Fimm á Scandinavian
Furniture Fair '72
Á miðvikudaginn hófst
Scandinavian Furniture Fair 1972
i Bella Centret i Kaupmannahöfn
og stendur til mánudags. Fimm
islenzk fyrirtæki sýna þar
húsgögn á 120 fermetra svæði,
það eru Stáliðjan, Óli Þorbergs-
son og Sverrir Hallgrimsson,
allir úr Kópavogi og Kristján
Siggeirsson og Model-húsgögn úr
Reykjavik. Stefán Snæbjörnsson,
húsgagnaarkitekt annaðist
uppsetningu á sýningarsvæðinu.
Sumardvölin fyrir unga
fólkiö.
Það er talið nauðsynlegt börnum
að komast eitthvað að heiman
til sumardvalar. Það gerist nú
æ erfiðara að koma börnum á
sveitarheimili, en sumardvalar-
starfsemi alls konar færist nú i
vöxt i staðinn. Mörg félög og
félagasamtök gangast fyrir
sumardvöl viða um land.
Templarar gangast þannig fyrir
sumardvöl barna að Jaðri.
Upplýsingar um dvölina er að fá i
sima 20010 frá 14 — 17 daglega.
Fyrirmyndin i
Reykjavíkurhöfn
Það var ekki að undra þótt skipa-
smiðir og iðnaðarmenn Stálvikur
h.f., Nökkva og Rafborða, biðu ó-
þreyjufullir á bryggjunni á
þriðjudagsmorguninn þegar
norskur togari lagðist þar að.
Togari þessi er nákvæmlega eins
og þeir ætla nú að fara að smiða
fyrir innlenda aðila. Verður
kjölurinn lagður að þeim fyrsta
nú i vikunni, en það skip er smið-
að fyrir Þormóð ramma á Siglu-
firði.
Kilóvaran á uppboð
Póststjórnin tekur við tilboðum i
kilóvöruna (frimerkjaafklippur)
til 1. júni, en hún er seld i 250
gramma pökkum og má hver ein-
staklingur gera tilboð i minnst
einn pakka en mest 12. Við siðustu
úthlutun var lægsta tilboð, sem
tekið var, 4600 krónur fyrir 250
gramma pakka, en söluskattur
bætist við verðin innanlands.
A næstunni munum við efna til tízku-
sýninga „Evu kynningar“ þar sem við-
skiptavinum okkar gefst tækifæri til
að skoða það nýjasta sem Eva býður
af freistingum.
MiSar afhentir í verzluninni.