Vísir - 15.05.1972, Side 24

Vísir - 15.05.1972, Side 24
$ A T Jp ■ mmmSBm Vísir — Mánudagur 15. mai 1972 Hass-sali handtekinn Sláttur senn að hefjast Þaft eru margir farnir að slá garöana sina, enda veitir ekki af, grasiö sprettur i griö og erg. Aö þvi er liafiiði Jónsson tjáöi okkur i morgun, fer allshcrjar sláttur i i hænum aö hefjast núna næstu daga. Veröur þá þegar hafizt handa við miðbæinn, en llafliði tók þaö fram, að það væri beðið eftir skólafólkinu. Kvaö hann þá vera næstum bjargarlausa án skólafólksins, og sláttur gæti ekki hafizt að veru- legu leyti fyrr en það væri komið til vinnu. En prófum fer nú senn að ljúka, og eftir nokkra daga verður skólafólkið farið að keppast við að gera borgina fallegri. Sláttur i fyrra hófst ekki fyrr en siðast i mai, svo meiri vöxtur virðist vera i grasinu núna. Enda hefur veðrátta verið prýðis góð og bændur keppast við aö bera á, þvi þar hefst sláttur liklega um miðjan júnimánuð. Landspróf nœsta ár það síðasta? Um nokkurn tima hefur verið I athugun að fella landsprófiö i nú- verandi mynd niður. I.andsprófs- nefnd lagði fyrir ráðuneyti, fyrir um það bil einu og hálfu ári siöan, tillögu varðandi breytinguna og var upphaflega fyrirhugað að landsprófið i vor yrði það siðasta. Ekki hefur þó enn verið gert neitt i málinu, en liklega verður lands- próf næsta vors það siðasta. Landsprófið verður þó ekki al- gjörlega lagt niður, heldur sam- einað gagnfræðaprófinu. Að loknu skyldunámi hefðu nemendur þvi Irjálst val um hvort þeir tækju prófiö .,á einu ári eða tveimur. Ennfremur gætu kennarar betur fylgst með þvi hvort nemendur eru hæfir undir framhaldsskóla- nám. En með þessari breytingu hyrfi næstum allur stöðumunur. Allir hefðu tækifæri til þess að taka sama prófið og um leið sama tækifæri til þess að halda lengra áfram á námsbrautinni. Töluvert hassmagn tekið við húsleit. Sent fró Kaupmannahöfn, og selt hér Ströng áfengisgæzla á dansleik i Stapa í Keflavík á laugardagskvöld leiddi til þess, að lögreglan komst á slóö fíkniefnasala. Fundust átta grömm af hassi i fórum ungs manns á dansleik í Stapa, sem leiddi til þess að lögreglan hand- tók þann, sem selt hafði honum, og fann við húsleit enn meira hass. Ungi maðurinn, sem er aðstoðarmaður hjá hljómsveit- inni, er þarna lék fyrir dansi, fór út af dansleiknum, en kom inn aftur og þá með handtösku með sér. Lögregluþjónar, sem gættu dyra og vörðu það, að gestir hefðu með sér áfengi inn á dansleikinn, stöðvuöu piltinn til þess að ganga úr skugga um, að ekkert áfengi væri i töskunni. Sáu þeir þá litinn böggul i tösk- unni og var hann vafinn pappir, en utan um voru vafðir pipu- hreinsarar i stað snæris. Vaknaði hjá þeim grunur, en þegar þeir vildu skoða böggulinn nánar, þreif ungi maðurinn hann úr töskunni og varpaði honum til kunningja sins, sem stóð þar hjá. Sá tók þegar á rás, en lögreglan brá jafnsnöggt við, og elti uppi piltinn, sem varð handsamaður. — í bögglinum reyndust vera 8 gr. af hassi. Við yfirheyrslur mun rótarinn hafa viðurkennt að hafa keypt hassið af manni i Reykjavik. Lög- reglan i Reykjavik handtók seljandann og gerði hjá honum húsleit. Við þá leit fannst enn meira hass heldur en tekið var af lögreglunni á Keflavikurflugvelli. Fikniefnasalinn viðurkenndi að hafa fengið hassið sérstaklega sent frá Kaupmannahöfn. Leikur grunur á þvi, að hér sé um að ræða smygl og dreifingu á hassi i slikum mæli, að um hundruö þús- unda kröna sé að tefla. En eitt kg. af hassi nemur kr. 250.000,00 i lausasöluá fikniefnamarkaðnum. — Rótarinn hafði keypt af hass- salanum lOgr. skammt á kr 2500. gP Krákustígar um Kópavog l>eir, sem leiö hafa átt suður i llafnarfjörð um helgina, urðu að fara ýmsa krákustiga um Kópa- voginn fyrst, vegna malbikunar- framkvæmda, sem hafnar eru i Kópavogi og á Hafnarfjarðar- vcginum. Lögreglan i Kópavogi hefur átt annrikt við umferðastjórn og lciðsögn ökumanna i gegnum þessar krókaleiðir. þrengslin á llafnarfjarðarveginum meðan þessar framkvæmdir standa yfir valda einhverjum töfum á um- ferðinni,enþóekki umtalsverðum, nema rétt á mesta umferðartima dagsins. -OP. BANNA LÆKNUM AÐ SÆKJA UM STÖÐUR 80 sjúkrahúslœknar hafa sagt upp Um 80 sérfræðingar og aö- sloöarlæknar hafa nú sagl upp stiirfum sínum, 57 við rikis- spítalana og 28 hjá Borgar- spítalanum. <>g nú er liðiö á annan inánuð frá þvi að siöasti sáttafundur var haldinn með sjúkrahúslæknum og heil- brigðisstjórninni. Það hefur þvi litið gerzt, er leyst gæti deiluna, þvi ólíklegt er að þær bréfa- skriftir, sem aðilar hafa ástund- að undanfarið, verði til að leysa hana. Sjúkrahúsin hafa ekki horfið að þv! ráði að auglýsa lausar stöður, enda mun það tilgangs- laust. Umsóknir hafa ekki einu sinni borizt i þær stöður, sem lausar eru nú þegar, enda hefur Læknafélag Reykjavikur bann- að meðlimum sinum að sækja um stöður, þar til deilan hefur leyzt. _VJ Iðnaðarmaður að störfum á skrifstofu Skáksambandsins Skáksambandið vítir Freystein A aöalfundi Skáksambands is- lands. sem haldinn var á laugar- dag. bar þaö helzt til tiðinda að samþykktar voru vitur á Frey- stein Þorbergsson frá samband- inu fyrir óvinveitt skrif um það og serstaklega harmaðar þær árásir sem forseti sambandsins Guð- mundur G. Þórarinsson hefur oröiö fyrir af völdum þessara skrifa. A þessum fundi voru ýmsar ályktanir gerðar og Skáksam- bandsmönnum þakkað farsæl lausn einvigismálsins. Þá voru samþykktar tillögur um róttækar breytingar á skákstigakerfinu og munu þær áður en langt um liður koma til framkvæmda. Skáksam- bandið mun á þessu ári i fram- haldi af heimsmeistaraeinviginu hafa námskeið fyrir skákdómara. Sitthvað fleira var gert á þessum aðalfúndi og umræður fjörugar. Stjórnin fráfarandi var endurkos- in með lófaklappi. Skáksamband tslands hefur nú opnað skrifstofu i sambandi við heirnsmeistara- einvigið og er skrifstofan til húsa i Norðurveri við Nóatún. Verða að kjósa tvisvar um háskólarektor Magnús Már Lárusson endurkjörinn. Magnús Már Lárusson var í gær endurkjörinn rektor Háskóla islands til næstu tveggja ára. Guð- laugur Þorvaldsson, prófessor, var ívið sterkari frambjóðandi en Marnús Már samkvæmt prófkjöri, sem fram fór á miðviku- dag, gaf ekki kost á sér og kom þannig i veg fyrir harðar kosningar um rektorsembættið, en þær hefðu hugsanlega valdið ófriði um starfið á eftir. Einhver hópur háskólakennara hefur þó augljóslega talið rétt, aö ekki yrði sjálfkjörið i þetta starf, sennilega til að þau sjónarmið festust ekki i sessi að rektor skuli hljóta endurkosningu svo framarlega, sem hann gefur kost á sér. Þessi hópur kennara tók sig þvi saman um það að stvðia Þór Vilhjálmsson prófessor á móti Magnúsi Má. A kjörskrá voru 96 (þar af 11 stúdentar) en atkvæði greiddu 78. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta i fyrstu umferð kosninganna varð að kjósa tvisvar. I fyrri umferð urðu úrslitin þessi: Magnús Már Lárusson fékk 35 atkvæði, Þór Vilhjálmson, fékk 23, Guðlaugur Þorvaldsson 4, Magnús Magnússon 3, og eitt atkvæði fengu þeir Sigurður Nordal, Sigurður Lindal, Gaukur Jörundsson og Jónatan Þórmundsson. — Auðir voru 7 og ógildir 2 1 seinni umferð var kosið um tvo efstu mennina úr fyrri umferð og fóru kosningar þá þannig, að Magnús Már Lárusson, fékk 46 atkvæði, en Þór Vilhjálmsson fékk 25. Auðir og ógildir voru 7,- VJ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.