Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 13
Vísir — Mánudagur 15. mai 1972 ’VSk - '■$ * • æ^;t.; ■—mi!0&ssr ÆÞ lur Simonarson: Ms&Á m MMÉ$? te$Mm HBoBHME ■ hér. Létt hjó Morton vonn KR 6:1 ígœrkvöldi Morton vann stórsigur 6-1 gegn hinu unga liði KR á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi í síðasta og skemmtilegasta ieik heim- sóknarinnar — að vísu verðskuldaður sigur en alltof stór eftir gangi leiksins, og vissulega hefðu KR-ingar verðskuldað að skora fleiri mörk. Hins vegar var vörn liðsins eins og hriplek fata og Morton skoraði þvi jafnmörg mörk i leiknum og i báðum fyrri ieikjum sínum hér. Leikurinn var bráðskemmti- legur — sóknarleikur beggja liða, talsvert á kostnað varnarinnar — en KR-ingar fóru illa með nokkur góðtækifæri, sem vissulega hefðu getað puntað upp á lokatöluna. Morton skoraði fyrsta markið eftir 6 min. og var Gillies þar að verki, en áður höfðu KR-ingar sótt mjög. Og þeir héldu sókninni áfram — á 20 min. tókst bakverði Morton að bjarga á marklinu, og nokkru siðar komst Gunnar Gunnarsson frir að marki Morton, lék á markvörðinn, en tókst ekki að hitta i autt markið frá vitateig. Þarna skall hurð nærri hælum hjá atvinnumönnum og á 30. min. var þeim gefið mark. Halldóri Björnssyni urðu þá á mikil mistök, þegar hann ætlaði að spyrna frá og Chalmers átti greiða leið að markinu. Staðan i hálfleik var 2-0. Og fljottt i siðari hálfleik komust Morton-leikmennirnir i 3- 0. Enn var Chalmers á ferðinni — fékk knöttinn i dauðafæri og spyrnti, en knötturinn var senni- . lega á leið framhjá, þegar Ólafur Ólafsson bakvörður varð fyrir honum og af honum hrökk hann beint i markið. KR-ingar létu ekki mótbyrinn á sig fá — Björn Pétursson og Sigurður Indriðason komust báðir i góð færi, en allt kom fyrir ekki — reynsluleysið var þeim greinilega fjötur um fót. Þegar 15. min voru af leik kom mark leiksins — stórkostlegt glæsimark. Knötturinn var gefinn inn á vitateiginn — Steve Chalmers stökk hærra en aðrir og frá vitateigsbrúninni skallaöi hann knöttinn efst i markhornið fjær — hann lenti alveg i vinkli stangar og þverslár marksins ó- verjandi fyrir Magnús. Og enn 'fengu KR-ingar sin tækifæri. A 27. min. gat Atli Þór hlaupið aleinn með knöttinn að markinu, en það var eins og hann væri hræddur — og svo spyrnti hann framhjá mjög hikandi. Þá spyrnti Björn hörkuskoti yfir markið — en loksins kom svo markið, sem lá i loftinu og allir biðu eftir, Björn fékk sendingu frá Herði Markan utan af kanti — gat lagt fyrir sig knöttinn og skoraði með lúmsku skoti neðst i markhornið 4-1. En leikmenn Morton höfðu ekki sagt sitt siðasta orð. Osborne átti hörkuskalla á mark, sem Magnús varði, en hann hélt ekki knettinum sem hrökk fyrir fætur innherjans Masonoglétt var fyrir hann að renna honum i autt markið og á 33. min hljóp Chalmers af sér hina hripleku vörn KR og skoraði sjötta og siðasta mark Skotanna i heimsókninni — sjöunda mark sitt af þeim tólf, sem liðið skoraði ym&i KTS* » ~ hiíir, z.- tufling wilton axminster Vegna þess að í því felst ákveðið öryggi um þau eru þéttari) séu jafn langhærð teppi gæði. Wilton gólfteppi eru þéttar ofin en borin saman. önnur, t. d. tufting eða axminster-ofin teppi. Binding þeirra og botn er sterkari og ullar- magn í fermetra verður alltaf meira (af því ÞeSS vegna endilega WÍltOll-ofÍn gólfteppi umboðsmenn um allt land ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2. SIMI 22091 AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 8.14

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.