Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 14

Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 14
14 Gjöf Agústs til Bobby — fáni IBK. Ljósmyndir EMM. Bobby Charlton heilsar upp á Agúst Matthíasson. sem hefur Ford-umboðið, en Bobby sagðist vona fyrir Agústar hönd, aö svo færi. Agúst sagðist ávallt hafa haldið mikið upp á Manch. Utd. liöið og Bobby Charlton væri sá knatt- spyrnumaðurinn, sem hann teldi einn hinn fremsta i veröldinni, jafnvel fremri en Péle. Sitthvað fleira bar á góma, en aösamtalinu loknu afhenti Ágúst, Bobby Charlton að gjöf fána IBK, i þakklætisskyni fyrir heim- sóknina. Aður en Bobby kvaddi gaf hann Agústi áritaða ljósmynd af sjálfum sér. 1 samtali við Visi að lokinni heimsókn Bobby Charlton, sagði Agúst að þessi heimsókn hefði glatt sig ákaflega mikið. Sem áhugamaöur um knattspyrnu, hefði hann engum viljað taka fremur i höndina á en einmitt Bobby Charlton, manni, sem hef- ur unnið alla mögulega titla i knattspyrnu. ,,Ef ég hefði átt að velja á milli þess, að fá að sjá Elisabetu Englandsdrottningu eða Bobby, i eigin persónu, hefði ég valið Bobby”, sagði Agúst. Þegar ég spurði Agúst að þvi hvaða drög hafi legið til þess að hann fékk þessa heimsókn, benti hann á Pál ó. Pálsson, úr Sand gerði, þekktan iþróttaáhuga- mann og núverandi stofufélaga. Ég hafði orð á þvi við Pál, aö gaman væri að geta séð hinn enska snilling i eigin persónu. Og Páll, sem er fótafær, hafði sam- band við Hafstein Guðmundsson, sem kom þessu i kring með aðstoð Alberts Guðmundssonar og fleiri. Ég mun aldrei gleyma þeirri vel- vild, sem i þessu felst. Agúst lifir i voninni um að geta komist á völlinn einhvern tima i sumar. En til þess að svo geti orð- ið verður hann að hafa jafnað sig, eftir skurðaðgerð sem hann gekk nýlega undir á Landsspitalan- um, en sú er ein af mörgum sem á honum hafa verið gerðar siðan hann>6lasaðist. Og áreiðanlega taka allir undir þá ósk Ágústar að honum megi auðnast að komast til að sjá knattspyrnukappleiki sumarsins og fyrirhitti hann hressan og kát- an ,,út á velli” — emm. SKOSALAN LAUGAVEGI 1 ENGL AN DSDROTTNINGU - Bobby Charlton heimsótti lamaða íþróttamanninn ó sjúkrahúsið í keflavík „Komir þú til Manchest- er, þá skaltu skrifa mér áð- ur, og ég skal sjá um að þér standi allar dyr opnar hjá Manchester United. Einnig ertu velkominn á heimili mitt, þar sem þú getur búið á meðan þú dvelur í Man- chester" sagði hinn heims- frægi knattspyrnumaður Bobby Charlton, þegar hann heimsótti Ágúst Matthiasson, á sjúkrahúsið í Keflavik, í gærdag. Hvort Ágúst, sem legið hefur yfir tuttugu ár á sjúkrahúsi, vegna slyss á iþróttaæfingu, get- ur tekið þessu vingjarnlega boði, verður framtiðin að skera úr um, en Agúst er lamaður upp að mitti eins og kunnugt er og á þvi ekki auðvelt með að ferðast. Hins veg- ar sýnir þessi heimsókn, hvilikan ágætismann Bobby Charlton hef- ur að geyma, með þvi að hafa lagt lykkju á leið sina og heilsa upp á Agúst. Forráöamenn Ford- keppninnar hafa sýnilega valið rétta manninn sem erindreka sinn i sambandi viö keppnina og ensk knattspyrna á góðan full- trúa, þar sem Bobby Charlton er. Þeir Ágúst og Bobby ræddu saman i um 20 minútur um knatt- spyrnu, en Agúst hefur alla tið fylgst mikið með ensku knatt- spyrnunni, svo að Bobby kom ekki að tómum kofanum hjá hon- um. Agúst sagðist hafa verið leið- ur yfir þvi að Manchester United skildi hvorki sigra i ensku deild- inni né bikarkeppninni. Nokkur bót i máli væri að Leeds hefði unnið bikarkeppnina, þar sem bróðir Bobby léki i þvi liði. Einnig sagðist Agúst hafa legið á sjúkrahúsi með sjómanni frá Hull sem sá leik IBK og Everton á Englandi, hann fullyrti að Þor- steinn ólaftson, hefði ekkert staðið að ba"ki atvinnumönnunum i markinu. Bobby sagðist hafa séð þennan leik og var mjög hrifinn af frammistöðu Keflvikinga. Islenzka knattspyrnu bar einn- ig á góma og sagðist Agúst þess fullviss að IBK bæri sigur úr bit- um i I-deild i sumar. Ekki var laust við að nokkurs efa gætti i svip þeirra, sem viðstaddir voru eins og Þóris Jónssonar, KR-ings Aður Eftir Lltið vel út, einnig án fata. Ungir og gamiir, karlar og konur, allir hafa þörf fyrir likamsrækt. Munið, að Ifkaminn þarf að endast alla ævina. Það er ekki hægt að fá annan I staðinn, þegar hann fer að hila. Komið til okkar I ókeypis reynslutíma i dag og sjáið og reynið styrktar, grenningar og trimmæfingar okkar. Við höfum einnig saunaböð og nudd- tæki. Engar hópæfingar, allir geta komið á þeim tíma dags, sem þeim hentar. Opið fyrir konur: mánud., mið- vikud. og föstud. kl. 10—20.20 Opiö fyrir karla: þriöjud. og fimmtud. kl. 12—14 og 17—20.20 og laugard. kl. 10—15.20. Simi 14525 Heilsuræktarstofa Eddu Skipholti 21 við Nóatún. KVENSKÓR NÝKOMNIR HEFÐI FREKAR VALIÐ AÐ SJÁ BOBBY EN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.