Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 9
Visir Mánudagur 15. mai 1972 428 verkstjórar i allri Reykjavik. beir eru alls 428 verkstjórarnir sem aðild eiga að Verkstjóra- félagi Reykjavikur, þar af 369 gjaldskyldir. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins nú á dögun- um. Stjórn félagsins var öll endur kjörin á fundinum, Haukur Guð- jonsson, formaður, Gunnar Sigur jónsson, gjaldkeri, Einar K. Gislason, ritari, Jóhann Ágúst Gunnarsson, varaform. og Guð- mundur Magnusson, varagjald- keri. - ★ ’ Bandarísk kvikmynda- vika í Reykjavik. Menningarstofnun Bandarikj- anna hefur i dag, mánudag, kvik- myndaviku i húsakynnum sinum að Nesvegi 16, og lýkur vikunni 23. mai. Tvisvan á dág verða klassiskar myndir sýndar m.a. Mr. Smith góes to Washington, Intruder in the Dust, Boomerang, Rebel Without Cause, Grapes of Wrath og Citizen Kane, allt kunnar verðlaunamyndir. Pró- fessor Donald K. Staples frá New York University heldur fyrir- lestra um þessar myndir og um kvikmyndagerð almennt að lokn- um sýningum. Stjórnmálasamband við Indverja. Næststærsta þjóð veraldar. Ind- land með um 500 milljónir ibúa, hefur náð stjórnmálasambandi við eina hinna minnstu, lsland með sin 200 þúsund. Sendiherra Indlands i Osló mun jafnframt gegna störfum sem sendiherra á lslandi, spai;a sér að halda uppi dýru sendiráði hér, en það munu Kinverjar hinsvegar ekki spara. enda stærsta þjóð veraldar með um 700 milljónir manna að talið er. Ekki er búið að ákveða hver ambassadora okkar gegnir störf- um sem sendiherra tslands hjá Indlandsstjórn. - ★ ’ Soldátar í fiski.. m > Skreiðmyndin okkar i ár kemur frá Noregi. Hér hefur varla fengizt branda.alla vega litið til ao hengja upp. Norðm hafa hins vegar staðiðsólarhringum saman við fiskmóttöku, jafnvel orðið að gripa til hermanna til að hengja upp skreið, og hér eru nokkrir þeirra ásamt skólafólki sem fékk fri til að taka á móti fiskinum. Áreiðanlega munu flestir sam- mála um, að vinna norskra her- manna sé öllu ánægjulegri en það, sem kollegar þeirra viða um heim þurfa að hafa fyrir stafni. Buið ykkur aukið öryggi og sparið óþarfa Stöðugt fleiri launþegar láta færa laun sín beint inn á banka- reikning, annaðhvort ávísana- eða sparisjóðsreikning. Að sama skapi vex fjöldi þeirra ellilífeyrisþega, er láta Trygg- ingastofnunina færa ellilífeyri sinn á ávísana- eða sparisjóðs- reikning. Með þessu er tryggt að: — ekki þarf lengur að standa í biðröðum til þess að fá lífeyri eða laun greidd, peningarnir eru komnir í bankann á útborgunardegi. — þú losnar við að vera með ótryggt, vaxtalaust fé á vinnustað, í vösum eða í heimahúsum. — auðveldara er að fylgjast með eigin fjárhag, þar sem bankinn sendir yfirlit yfir innlegg og stöðu reikn- ingsins við hver mánaðamót. — með því að stofna til fastra viðskipta við Alþýðubank- ann leggur þú drög að fyrir- greiðslu bankans á ýmsum sviðum við sjálfan þig. Alþýðubankinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.