Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1972, Blaðsíða 3
Visir — Mánudagur 15. mai 1972 3 EIGIN AFURÐIR SMAKKAST BEZT Fjöldi fólks að setja kartöflur í garða um helgina Þeir eru farnir að fara með fjölskylduna í kart- öflugarðinn og setja niður. Nota kvöldstundirnar og helgarnar. „Þetta erágætt trimm", segja þeir. Visimenn renndu upp að kartöflugörðunum við Korpúlfs- staði og hittu þar að máli nokkrar fjölskyldur sem bogruðu við að setja niður gullaugað eða annað þvi um likt. Það voru þó nokkuð margir staddir þar upp frá og gljáfægðar bifreiðir stóðu rétt utan við garðana. Þeir segja lika að manni smakkist bezt sá matur, sem maður býr til sjálfur. — Hvað setjiði mikið niður hérna? spurðum við fyrstu hjónin — Oh, svona eitthvað hálfan poka. — Og hvað búist þið þá við að uppskera mikið? — Já, það gæti farið upp i 10 poka, og þó', það er nú kannski einum of djúpt i árinni tekið. — Hafiði verið með garð hérna áður? — Nei, þetta er i fyrsta sinn, sem við erum með garð hér. En maður var að dunda við þetta i sveitinni i gamla daga, svo það ætti ekki að saka að prófa þetta hér. Við erum að hugsa um að rækta lika rófur og hvitkál auk kartaflanna. — Hér gæti jafnvel komið til greina að við fengjum 4 poka upp, sagði húsbóndinn fjölskyld- unnar i næsta garði. — Það ætti að duga fram að jólum, og jafnvel lengur,- — Hvað setjiði þá mikið niður? — Ætli við setjum ekki niður u* k;i Iro Oo miðað við uppskeruna i fyrra, þá ætti þetta að verða nokkuð svipað. Annars fórum við ekki að setja niður fyrr en i júni i fyrra, svo að þetta er nokkuð fyrr núna. 1 fyrra var lika veðurfar verra, votviðrasamt. — Er ekki gifurleg aðsókn að þessum görðum? — Jú, jú, mikil ósköp. Plássið er umsetið. Annars sitja þeir að sjálfsögðu fyrir sem hafa verið áður. — Og hvaða tegund eruð þið með hér? — Þetta er nokkurs konar afbrigði af gullauga, og ætli við klárum þetta ekki bara i dag. Þetta er það litið. Og þar sem allir i kálgörðunum vildu ljúka þvi sem fyrst að setja niður, dugði ekki meira snakk né tafir, en vonandi er að allir lands- menn sem við það bjástra að setja niður kartöflur hljóti góða uppskeru að hausti. —EA Smóhýsin að Húsafelli geysivinsœl meðal ferðafólks „Það er allt að fyllast hjá mér i suinar. Það er orðið fullbókað i júli og ekki nema um vika eftir af júni og ágústnánuðum”, sagði Kristleifur Þorsteinsson i Húsa- felli i samtaii við Visi á föstudag. Hann hefur. að undanförnu byggt fjölda smáhýsa, sem hann leigir ferðafólki til lengri eða skemmri tima. Húsin eru nú orðin 22, og þar af eru tvö, sem byggð voru i vetur. Stærri húsin eru með séreldhúsi og rúma 2-5 manns, en minni húsin hafa aðgang að stóru sameiginlegu eldhúsi. Undanfar- in ár hafa pantanir ekki farið að berast að ráði fyrr en i byrjun júni, en nú er sem sagt allt að verða fullt. Kristleifur sagði, að það væru mest fjölskyldur, sem sæktust eftir að taka húsin á leigu. Flestir leigja i viku, en þó sagði hann, að sumir dveldu allt upp i þrjár vik- ur i einu. Ekki kvaðst Kristleifur búast við að stækka þetta hverfi meira en það gæti komið til mála að byggja annað á öðrum stað og þá kannski i samvinnu við ein- hver félagasamtök. Þeir, sem þarna dvelja, geta stundað sund og útreiðar auk gönguferða. Auk þess ráðgerir Kristleifur að koma upp barna- leikvelli i sumar og jafnvel barnagæzlu. Þaðeru eingöngu Is- lendingar, sem hafa pantað húsin i sumar. Hins vegar er þessi þjón- usta fyrir hendi allt árið, og i vet- ur hefur verið reytingur af gest- um, þar á meðal hafa verið nokkrir útlendingar. Fyrir þá, sem vilja gista i tjöldum, eru fyrir hendi ágæt tjaldstæði með snyrtingu. Er greinilegt, að mikill áhugi er meðal fólks að notfæra sér þá þjónustu, sem boðið er upp á þarna i Húsafelli. Væri sjálfsagt leikur einn að koma upp svona starfsemi viða um land. — SG EKKI MIKLAR OSTÆTUR — en smjörsalan stóreykst islriidingar horða mun ininiia af osli en nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum, — en svipað og Bretar. Arsneyzla okkar er eitt- livað um 5 kiló á slðasla ári, og er :i-l kilóuni ininni en hjá Irændþióðuni okkar. Kom þetta fram á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins og Osta og smjörsölunnar með mjólkursamlagsstjórum i gærdag, þar sem rædd voru markaðs- og framleiðslumál mjólkuriðnaðarins. Oskar Gunnarsson kvað ls- lendinga kaupa smjör á svipuðu verði og Norðurlandabúar, og neyzla smjörs óx mjög á árinu og varð um 7.7 kg. Þróun mjólkurframleiðslunn- ar i landinu á undanförnum ár- um hefur verið með þeim hætti að ostaframleiðslan mun i áuknum mæli flytja norður til mjólkurbúanna þar. Eru þau enn sem komið er mörg litt við- búin að taka við þessu nýja hlut- verki sinu, en i undirbúningi er nýbygging á Akureyri og ný ostagerð á Húsavik. tslenzkur ostur helur verið fluttur utan, mest til Bandarikj- anna, Sviþjóðar og Bretlands litillega, en i tilraunaskyni til Tékkóslóvakiu og Japan - JBP Íslandsmeistari annað árið í röð Úrslit islandsmeistaramóts- ins i sveitakeppni í bridge urðu á þann veg, að sveit Hjalta Elíassonar varö islands- meistari annað árið i röð. Eftir glæsilega byrjun i fyrstu umferðum mótsins virtist sigur Hjalta nær öruggur, en i næst- siðustu umferðinni beið hann ósigur i leiknum við sveit Arnar Arnþórssonar, 6-14, sem var \ i öðru sæti. — Hafði þá sveit í Hjalta 66 st. en sveit Arnar 59 7 stig. t siðustu umferðinni átti Hjalti að etja við sveit Sævars Magnússonar úr Hafnarfirði og vann þann leik 16-4, en sveit Arnar hlaut jafntefli i leik sin- um við sveit Stefáns Guðjohn- sens, 10-10. Lokatölur urðu þær, að Hjalti hlaut 82 st., Orn 69 st. og i 3. sæti varð Jón Arason með 58 st., Stefán Guðjohnsen hlaut 41 st., Sævar 31 og Jakob R. Möller 13 stig. — GP. MGMéghnh , með gleraugum frá IWli Austurstræti 20. Sími 14456 þœgilegt Bómullarblússur, röndóttar, doppóttar og einlitar. — Finnsku Hans Metzen blússur- nar með jap-sniðinu og skyrtublússur. — Sifellt nýtt efni i siðbuxunum. — Sumar- pils. — Stúdinublússur. — Stuttir og siðir kjólar. — Kimonoheimasloppar. Nýtt i hverri viku. (Kjólar teknir upp i dag). FANNÝ, TÍZKUVERZLUN UNGU KONUNNAR, Kirkjuhvoli Sími 12114 Umfram allt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.