Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Þriðjudagur. 16. mai. 1972 VEUUM ÍSLENZKT fSLENZKAN IÐNAÐ Þakventlar ■ Á ‘ •• 'hvSc fad**-*- - VÍA :•:•:•> Kantjám ÞAKRENNUR Umsjón Þórarinn Jón Magnússon Citroen — viðgerðir Annast allar almennar viðgerðir bifreiða. Sérhæfðir i mótorstillingum, hjólastillingum, 1 jósastillingum og afballans á hj stærðum. Pantan MÆLIP Dugguvog örðum i öllum ‘knar i sima 83422. VSTILLING Ljón fró Evrópu til Afríku Afríkuljón er dýrateg- und, sem á það fyrir sér að útrýmasf með öllu á næstu árum, verði ekki gripið af röggsemi i taumana. Það er nefnilega ekki þannig, að þau Ijón, sem sjá má i evrópskum dýragörðum, séu nýkomin úr myrkvið- OG BROSIÐ AFTUR um Afriku. Þvert á móti. Flest eru þau getin af ijón um i öðrum dýragörðum Evrópulanda. Og nú er svo kom- ið, að dýragarðar i Evrópu eru orðnir aflögufærir og eru farnir að hlaupa undir bagga með frum- skógunum og útvega ljón i myrk- viðin. Fyrsta stóra ljónasendingin frá Evrópu til Afriku lagði af stað fyrir nokkrum dögum. Þjóðgarði Senegal voru send samtals tiu ljón frá Frakklandi, en þeim var flogið af stað frá flugvellinum i Orly, sem er skammt fyrir utan Paris. Og hið illilega ljón á með- fylgjandi mvnd er einmitt eitt af þeim tiu, sem þeir i Senegal von- ast til aö megni að stuðla litils- háttar að fjölgun Afrikuljóna. Vinnuslysin uggvænlega tið Allt ol' oft gerist það, að sjúkra- bilar sendast á vinnustaði, þar sem menn hafa orðið fyrir slysum. Margt hefur verið gert gott i þeirri von að fækka megi slysum þessum, t.d. eru öryggis- hjálmar að verða algengir viða. Samt gerast slys, og virðist full þörf á að halda merkinu á lofti i baráttunni gegn þessum slysum sem öðrum. Þessi maður varð fyrir slysi við hafnarvinnuna á löstudaginn, varð fyrir palli, sem verið var að skipa frá borði niður á bryggju. BROSIÐ MEIRA! OG NÚ EIGA ALLIR AÐ BROSA, brosa og brosa. Eins og við sögðum frá hér i blaðinu fyrir nokkrum dögum tröllriður nú veröldinni sællegur broskarl, sem á að minna alla á að brosa við lifinu. „Have a nice day” segir hann og brosir út undir eyru. Andlitsmyndir af figúrunni má fá á öllum mögulegum hlutum, bolum, spennum, töskum, merkjum og svo auðvitað á risastórum veggspjöldum. Og þess'væri óskandi, að fólk tæki undir með hinum brosmilda. Það ber t.d. alls ekki vott um virðingarleysi gagnvart viðskiptavinum, að afgreiðslu- og þjónustufólk brosi, um leið og það býður fram þjónustu sina. Og lögregluþjónar, bifreiðastjórar, skrifstofufólk og aðrir mannamótum mættu vist ábyggilega brosa meira. Brosum og segjum fýlupokanum á bol stúlkunnar á meðfylgjandi mynd strið á hendur J.B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 ^ 13125,13126 •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••' Hef opnað LÆKNINGASTOFU að Siðumúla 34. Tekið á móti viðtalsbeiðn- um i sima 8-6200 Ólafur Stephensen, læknir Sérgrein: Barnalækningar V V HART MÆTIR HÖRÐU Hann Gústaf Persson, bóndi i Varnamo i Sviþjóð, taldi sig held- ur en ekki liafa leikið á bygg- ingaryfirvöldin, en annað kom raunar á daginn. Þannig var mál með vexti, að Gústaf þessi hafði i mörg ár átt i striði við byggingaryfirvöldin, sem ekki vildu veita honum leyfi til að byggja nýtt ibúðarhús á landareign hans. Eftir að hann hafði fengið þvert nei æ ofan i æ, töldu nágrannar bónda, að hann hlyti nú að vera búinn að gefast upp, en þá var það (snemma á siðasta vetri), að hamarshögg tóku að heyrast inn- an úr hlöðu hans, og vöruflutn- ingabifreiðar áttu stöðugt erindi til hlöðu hans allar nætur. Svo fyrir nokkrum vikum, þvert ofan i það, sem nágrann- arnir höfðu búizt við, tók Gústaf að rifa niður hlöðuna sina gömlu. OG SJA: eftir stóð splunkunýtt, tvilyft einbýlishús, sem bóndi hafði reist inni i hlöðunni. ,,Ég hlýt að hafa haft leyfi til að aðhafast hvað sem var inni i minni eigin hlöðu. Og mér var á- byggilega heimilt að rifa hana niður, þegar mér sýndist”, sagði Gústaf og brosti einfeldningslega framan i grannana. En .... byggingaryfirvöldin voru honum ekki með öllu sam- mála. Eftir að hafa látið sérfræð- inga sina grandskoða nýju bygg- inguna hátt og lágt og setið á iöngum og ströngum fundum kvað nefndin loks upp þann úr- skurð, að einbýlishús Gústafs væri svo sem gott o'g blessað — en hann yrði að gera svo vel að greiða tvöfaldan fasteignaskatt fyrir þessa tvilyftu villu sina. Dýraofsóknir Dýravinir i Torino á Italiu ruku upp til handa og fóta nýlega og ákærðu vörubilstjóra að nafni Aldo Olovieri fyrir dýraofsóknir. Aldo hafði verið að flytja 600 dúfur til nágiannabæjar Torino, þegar honum datt i hug að bera á þær oliu og nota þær fyrir skot- mörk. Málið er i rannsókn. Las Palmas vinsælast I.as Palmas reyndist vera eftir- sóttasta sumarleyfisparadis Svia á siðasta ári, en fast á hæla þess kom Mallorca. Þvi næst kom Malaga, Kódos. Teneriffa, Alicante, Rimini, I.ondon og Paris. Ferðamannastraumurinn frá Sviþjóð hafði aukizt mest til Ródos frá árinu áður — 240 prósent.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.