Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Þriðjudagur. i6. maí. 1972 3 Pólitiskir flokkadrættir Þeir starfssömu i hippa-bæn- um, þeir sem vilja koma ,,smá- borgaralegu” skipulagi á götur, garða og ibúðir, þeir eru kommúnistar. Þeir vilja láta lif- ið ganga fyrir sig eftir pinulitlu kerfi. Hinir, og þeir eru marg- falt fleiri, eru stjórnleysingjar, anarkistar. Þeir vilja ekkert gera. Og gera heldur ekkert. Kannski taka þeir sér vinnu annað slagið, vinna i nokkrar vikur og geta svo lifað á tekjun- um um langa hrið i Kristjaniu, þvi þar kostar litið að fram- fleyta sér. Húsnæði er ókeypis, og mat er hægt að fá fyrir litið fé i bakarii bæjarins — eða annars staðar i Kaupmannahöfn. ,,Ég innleiddi tjaldbúðalif árið 1920” á heilsubótargöngu einhvers staðar i Kaupmannahöfn. Mannlif i þessum hippa-bæ er með afskaplega rólegu yfir- bragði. Enginn fer sér hratt að neinu. svarar spurningum treg- lega — eða alls ekki. Menn sitja gjarna i fámennum hópum, ein- hver slær á gitarstrengi og ann- ar raular. Brauð er bakað við eld, grænmeti ræktað, geitur mjólkaðar og hænur hafa ein- hverjir. Öþrifnaður er rikjandi, en hann stafar fremur af letinni en innræktuðum sóðaskap. Viða um hippa-bæinn höfðu framtakssamir letrað á hús- veggi áskoranir til fólks um að taka til kringum sig, rétta af gangstiga, brenna drasli og mála húsin. Og ég kom að fjór- um starfssömum piltum, sem voru i óðaönn að mála gafl á stórri blokk. Á grasflöt milli nokkurra fornra húsa, sem einhverju sinni voru notuð fyrir hesta danska hersins, hitti ég fyrir danskan istrubelg. Stóð sá, klæddur sinum svörtu jakkaföt- um, hatti og með skjalatösku i hendi, og virti fyrir sér fólkið kringum okkur. ,,Ég hef alltaf ætlað mér að skoða þennan stað”, sagði hann við mig — og hélt vist að ég væri einn ibúanna”, og mikið lizt mér vel á þetta. Gjarnan vildi ég búa hér, hætta á skrifstofunni og setjast hér að. En ég er vist orð- inn of gamall — sextiu og þriggja ára maður á ekki gott með að semja sig að nýjum lifs- venjum — en ég get sagt þér, að árið 1920 var ég með fyrstu mönnum til að fara að búa i tjaldi hér i Kaupmannahöfn. Það þótti afskaplega ósiðlegt þá, en ég kærði mig kollóttan. . . og konan min lika. Við vorum tvö saman i tjaldi eitt yndislegt sumar. Ef við værum bæði ung núna, myndum við setiast að hér”. — GG. Þakkir til Gísla Sigurbjörnssonar Mig langar til að biðja Visi að birta fyrir mig litla þakkargrein með miklu þakklæti til hr. forstjóra Gisla Sigurbjörnssonar, á Elliheimilinu Grund fyrir að efna til samsætis þann 6. þ.m. fyrir 50 ára nemendur og eldri frá Verzlunarskóla Islands. Fór þar saman skemmtilegt umhverfi og ágætar veitingar og þjónusta. Þetta var sérlega ánægjuleg samkoma, bæði fyrir okkur sem höföum útskrifast saman og vorum enn á lffi og höfðum mögu- leika til að geta mætt þarna og sömuleiðis að hitta fólk á sama reki og við erum sjálf, i stað þess að vera innan um fullt af yngra fólki, sem maður þekkir ekkert og heldur er ekki við þvi að búast, eins og tilfellið er á öðrum sam- komum. Þvi miður var i þessu sam- kvæmi eins og svo oft annars staðar, ekkert af kvenfólkinu sem tók til máls að þakka for- stjóranum fyrir okkar hönd og þvi eru þessar linur fram komnar hér. Aftur á móti töluðu ýmsir af karlmönnunum, sem þarna voru staddir og tókst auðvitað ágætlega eins og við var að búast. Að lokum við ég svo endurtaka þakklæti mitt til Gisla Sigur- björnssonar, sem ætíð hefir sýnt i orði og verki hve mikið hann vill fyrir gamla fólkið gera og svo þakka ég Visi fyrir birtinguna á linum þessum. Sigriður Brynjólfsdóttir. Hvar eru fréttirnar fró Grœnlandi? „Hvers vegna heyrast aldrei neinar fréttir frá nágrönnum okk- ar, Grænlendingum? Hvað er að gerast þar? Við heyrum ljótar sögur af nýlendukúgun Portúgala og frelsishreyfing Angola sendir meira aðsegja hingað mann til að tala máli undirokaðrar þjóðar. Á Grænlandi er hægt en kerfisbund- ið verið að þurrka út menningu litillar þjóðar. Danir eru að visu smáþjóð, en það hindrar þá ekki i þvi að þröngva annarlegum lifsháttum upp á Grænlendinga, útrýma móðurmáli þeirra með skólakerf- inu, gera sjálfa sig yfirborgaða yfirstétt, auk einokunar- verzlunar. Hvergi örlar á visi að heimastjórn. Grænland er alls ekki fátækt land á nútima mælikvarða. En þjóðinni þar mun dönsk forsjá sizt hentugri en okkur var á sinum tima.” Friðjón óli Rauðarárstig 22 LEIKIÐ í ÖSKUBAKKA Einþáttungar eftir Birgi Engiiberts frumsýndir á listahátíðinni — FAST endursýndur 13. júní ,,Ég hugsa, að frá bók menntalegu sjónarniiði yrðu þessir einþáttungar minir álitnir heyra undir súrrealisma", sagði Birgir Engilberts i viðtali við Visi um einþáttungana tvo, sem Þjóð- leikhúsið fruinsýnir eftir hann á listahátiðinni i næsta mánuði. Birgir kvað nöfn einþáttung- anna vera „Hversdagsdraumur” og „Ósigurinn”. Sá fyrrnefndi væri um tveggja ára gamall, en Ósigurinn hefði hann lokið við skömmu fyrir áramót. „Svo ég má vera ánægður með það, hversu hann kemst fljótt á svið. Það var fáeinum vikum siðar, sem ákveðið var að taka hann til sýninga á listahátiðinni”, sagði Birgir. Leikendur i ,,Ósigrinum”( eru sex talsins, en i „Hversdags- draumnum” leika þau ein, Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir, en leikurinn fer allur fram i risastórum ösku- bakka. Um efnisþráð einþáttunganna fékkst Birgir ekki til'að segja eitt aukatekið orð. „Það verður bara hver að leggja þann skilning i þá, sem hann hefur gáfur til”, sagði hann. „Það má lika skilja ein- þáttungana á svo marga og ólika vegu, að það mundi bara spilla fyrir, að ég færi að ota fram min- um skilningi á þessum leikverk- um”. Birgir Engilberts er ungur að árum. Hann lauk námi i leik- myndagerð frá Þjóðleikhúsinu 1966, en strax sama ár var frum- sýnt eftir hann á fjölum leikhúss- ins hans fyrsta leikrit, „Loftból- ur”, sem svo siðar hefur einnig verið flutt i sjónvarpinu. Þá var Birgir aðeins 19 ára gamall. Arið eftir frumsýndi Grima svo eftir hann leikritið „Lifsneista”. Leikstjórn á einþáttungunum hans nýju annast þeir i samein- ingu Benedikt Arnason og Þór- hallur Sigurðsson, en það er i fyrsta skipti, sem sá siðarnefndi fæst við leikstjórn i Þjóðleikhús- inu. Að sjálfsögðu hefur Birgir unn- ið sjálfur að leikmyndunum fyrir einþáttunga sina, en Birgir er fastráðinn i leikmyndagerð Þjóð- leikhússins, þannig að það eru hæg heimatökin fvrir hann. „Ég ,,S É N I”. Hér er föndrað með leikmuni, sem Birgir Engilberts (t.v.) hefur unnið fyrir „Ósigurinn”, annan einþáttunganna, sem Þjóðleik- húsið frumsýnir eftir hann i næsta mánuði. Teatern i Helsinki á „Umhverfis jörðina á 80 dögum”. Loks má geta þess, að þann 13. eða á næstsiðasta degi listahátíð- arinnar, endurvekur Þjóðleikhús- ið Fást. Það gerist i tilefni norrænu leikhúsráðstefnunnar, sem hefst i Reykjavik daginn áð- ur. A þeirri ráðstefnu verður ein- mitt aðalræðumaðurinn Karl Viback, sem stjórnaði uppfærslu Þjóðleikhússins á Fást, en aðal- umræðuefni ráðstefnunnar verð- ur nútima uppfærslur á klassisk- um verkum. -ÞJM verð að viðurkenna, að það er helzt til mikið að bera ábyrgð á bæði leikritinu og leikmyndun- um”, sagði hann i viðtalinu við Visi, en hann bætti þvi við, að ó- neitanlega væri það lika dálitið spennandi. Auk einþáttunga Birgis efnir Þjóðleikhúsið á listahátíðinni til sýningar á „Sjálfstæðu fólki”, en auk þess verða svo á fjölum leik- hússins gestaleikir, ballettsýning dansara frá konunglega danska ballettinum og svo sýning Lilla Þeir eru þungbúnir Eyjaskeggjar — og segjast fara á hausinn, ef ekki aflast vel fram á sumarið Þriðja árið i röð brást vetrar- vertiðin i Vestmannaeyjum. Það er heldur dauft hljóð i Eyja- skeggjum núna, og enda von- legt, þvi það riður algerlega baggamuninn i efnahagslifi Eyjamanna, ef vertíð brcgzt. I fyrra, að afstaðinni vondri ver- tið, var hins vegar góð netaveiði seinni hluta mai, i júni og júli — og það „bjargaði öllu árinu hér", sagði Ingólfur Arnarson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, er Visir ræddi við hann i gær. „Við öfluðum hér samtals eitthvað yfir 22.000 tonn af fiski og þvi til viðbótar 89.000 tonn af loðnu. Huginn 2. var aflahæstur á vetrarvertið með 932 tonn, Andvari var með 852 tonn, Heimaey var með 694 tonn og Þórunn Sveinsdóttir 677 tonn”. Þegar illa árar hvað eftir annað, fer ekki hjá þvi, að i voða stefni. Einkum eru það bátar, sem kannski ár eftir ár afla ekki nema i meðallagi, eða þaðan af minna sem nú horfir illa fyrir. Riður nú allt á góðu sumri. 1 sjálfu sér hefur þetta afla- leysi ekki annað i för með sér en versnandi afkomu sjómanna og útgerðarmanna, þvi að bát- arnir, sem i Eyjum landa, eru svo gifurlega margir. Land- vinnan er þvi ævinlega jafn- mikil — og kannski of mikil, og hafa verkalýðsfélög nú bannað félögum sinum að vinna auka- vinnu. Það merkir, að fiski þýðir ekki að landa i Eyjum framvegis föstudaga, laugar- daga og sunnudaga. Fékk Útvegsbændafélagið tilkynn- ingu um þessa samþykkt verka- lýðsfélaganna i gærmorgun. Segir annars nánar af þessu annars staðar i Visi i dag. „Skipulagður barlómur” „Ég las það i Visi um daginn, haft eftir Snæfellingum, að við Vestmannaeyingar skipulegð- um barlóm til að fæla aðra báta frá miðunum hérna. Við þekkj- um nú þá Snæfellingana vel, ég hitti þá oftá fundum, og þeir eru sérstæðir menn og skemmti- legir. Ég er mjög ánægður yfir þvi, að þeim skuli hafa gengið svona vel i vetur. Þú mátt senda þeim kveðju mina — hins vegar vita þeir eins vel og ég að bar- lómur er ekki skipulagður hér. Sannleikurinn er sá, að mið okkar Eyjamanna eru sótt af óskaplegum fjölda báta úr hin- um og þessum byggðarlögum. Við gerðum okkur nefnilega seka, Eyjaskeggjar, um þá reginfirru að leyfa sérstakar undanþágur fyrir bátaflotann innan 12milna markanna. Þetta gerðu ekki aðrir, og við fengum allan fjöldann yfir okkur. Það verður að breyta þessu og taka fastar á málunum hvað þetta snertir en hingað til hefur verið gert” sagði Ingólfur Arnarson. 20 bátar fara á humar Nú, að lokinni vertið, eru Eyjabátar að tygja sig á annars konar veiðar. 20 bátar fara á humarveiðar, og likast til verð- ur humarsins helzt að vænta kringum Surtseyna. 50 bátar fara á fiskitroll á Eyjamiðum og einir 4 eða 5 bát- ar verða á handfærum, að þvi er Ingólfur Arnarson sagði Visi. — GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.