Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIK. Þriðjudagur. 16. mai. 1972 vísm Útgefandi: Keykjaprent hf. h'ramkvæmdastjóri: Sveinn K. Kyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson ,/h'réttastjóri: Jón Birgir Pólursson Kitstjórnarfulltrúi: Valdimar II. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli (i Jóhannesson Auglýsingar llverfisgiitu :I2 Simar 11660 86611 Afgreiðsla: llverfisgiitu 82. Simi 86611 Kitstjórn: Siftumúla 14. Simi 86611 <., nnui- Askriftargjald kr. 225 á mánufti inranlands i lausasiilu kr. 15.00 eintakift. Blaftaprent hf Seint á ferð Þjóðlif okkar ber þess svip, að hvers konar tizku-//’ fyrirbæri berast hingað jafnvel mörgum árum eftir) að þau hafa geisað erlendis, og oft svo, að þau mega) heita liðin undir lok þar. ísland er þvi enn furðul fjarlægt straumum timans, þótt fólk geti brugðiðí sér til annarra meginlanda á nokkrum stundum. ) Það væri verðugt verkefni félagsfræðinga að) rannsaka þessa timatöf, svo miklu sem hún skiptir i) reyndinni i lifi okkar. I Nýjungar í framleiðslutækni og visindum og( hvers konar ný þekking berst hingað oft seint og um ( siðir. í framleiðslu, til dæmis á sviði sjávarafurða, / horfum við oft lengi á keppinautana erlendis, áður) en við getum tileinkað okkur nýjungarnar. Margir \ aðilar hérlendis vinna gott starf á þessu sviði, en ó- ( neitanlega höfum við verið of lengi að átta okkur. / Fámennið er kannski einum um of einföld afsökun. ) Kvenþjóðin hefur kannski minnkað þessa timatöf )) öllum öðrum fremur i fatatizkunni, þar sem nýja/ ,,tizkan”, sem kallað er, birtist stundum fyrr i) Reykjavik en mörgum öðrum stórborgum Evrópuj og Ameríku. Þetta er umdeilt eins og reyndar, hvort ( þetta sé betur eða verr farið. / ,,Jesúbylting” hefur árum saman verið á döfinni i/ Bandarikjunum, en litið sem ekkert hefur bólað á) henni hér á landi, fyrr en allt i einu nú fyrirj skömmu, að Jesúbyltingin haslaði sér völl, svo að( um munaði. í þvi efni er nokkuð augljóst, hvað gerztí hefur. Smám saman hafa fleiri og fleiri æskúmenn/ hér á landi kynnzt boðskap þessarar „byltingar” og) melt hann með sér. Þegar aflvakinn kom, kannskil með jafneinföldum hætti og sýningu atriða úr söng- ( leik, fór „skriðan” af stað. / Þessari trúarvakningu ber að fagna, en jafnt og / góðir hlutir berast til íslands seint og um siðir, eins) er um þá miður góðu. ) Eiturlyfin kunna að vera ein slik meinvættur. Það( vandamál hafa nágrannaþjóðir okkar barizt við um í margra ára skeið.þó fyrst og fremst Bandarikin, en ) Norðurlandaþjóðirnar hafa heldur ekki komizt )i undan, eins og nýlegar athuganir i skólum þar hafa /j berlega leitt i ljós. Sem betur fer höfum við litið( kynnzt vandamálinu nema af afspurn, en þó( sannarlega meira en nóg. Miðað við venjulega/ timatöf er hættan mikil, að eiturlyfjaæðið muni ber-) ast hingað. / Þessu mætti likja við smit, sem menn bera langa) hrið, áður en þeir veikjast alvarlega. Stjórnvöldj þurfa að gera sér grein fyrir hættunni á þvi, að einn-( ig þetta tizkufyrirbæri muni íslendingar meðtaka, ( þegar það hefur geisað um árabil erlendis. / Timatöfin i þessu tilviki hefði getað þýtt, að við) yrðum betur undirbúin að mæta hættunni. ) Enn eitt miður gott tizkufyrirbæri birtist i upp-j hlaupinu við Árnagarð. Slikir atburðir voru ekki fá-( tiðir i Evrópu og Ameríku fyrir nokkrum árum, en ( siðan hefur mjög dregið úr þeim, nema hvað þeir blossa upp i Bandarikjunum, enda Vietnammálið þeim skyldast.. ( llllllllllll IM Umsjón: Haukur Helgason Áður vöndust menn, að fórnardýrin vœru úr röðum hinna frjólslyndari Oeorge Wallace og kona hans, Cornelia, á kosningafundi. Bergmólandi neyðaróp Enn gripu þeir til skot- vopnanna i Bandaríkjun- um i þeim tilgangi að leggja að velli pólítiskan andstæðing. Áður vöndust menn því, að fórnardýrin væru hinir frjálslyndari, Kennedybræður og Martin Luther King, eða róttækari eins og svertingjaforing- inn, Malcom X. ,,Kúreka- stemmningin" ríkirenn, og ekki hefur tekizt vegna hagsmuna kúrekahug- myndanna að setja nein viðhlítandi lög við byssu- burði. Enda er auðvelt að skjóta. George Wallace hefur verið fremstur þeirra, sem hafa hrópað gegn „uppivöðsluseggjum” og öðru verra, séu þeir svertingjar eða stúdentar. „Lög og reglu” hefur hann boðað um gervöll Bandarikin og ekki fyrir daufum eyrum. Ekki eru sögur um, að hann hafi þó tárazt yfir ólögum morðanna á svertingjaleiðtogan- um Martin Luther King eða Kennedybræðrunum, svörnum fjandmönnum sinum. Þvert á móti mun hafa borið þau tið indi vel. Hefur fengið jafnmikið og Humphrey George Wallace hefur með framboði sinu i prófkosningum demókrataflokksins stefnt að þvi að vera þriðji frambjóðandinn i forsetakosningunum næsta haust, ásamt demókrata og repúblik- ana. Það er óvenjuleg aðferð að visu að fara i framboð i prófkosn- ingum eins flokks i þvi skyni að safna liði til að bjóða sig fram fyrir annan flokk, eða utan flokka, en það er aðferð. Wallace hefur með fylgi sinu i þessum prófkosningum sýnt, að framboð hans er ekkert spaug. Hann hefur sigraö i ýmsum fylkjum, og samanlagt hefur hann fengið litlu færri fulltrúa kjörna á flokksþing demókrata en sjálfur Hubert Humphrey sem kannski er likleg- astur til að verða frambjóð- andinn, að minnsta kosti eins og nú standa sakir. Ekki þarf að fjöl- yrða um það féndalið, sem George Wallace hefur öðlazt með hamagangi sinum að undanförnu. Það eru hörmuleg tiðindi ogáfall fyrir bandariskt þjóðfélag, að slikir atburðir skuli geta gerzt, ekki einu sinni, heldur hvað eftir annað án enda. Kannski væri það engin furða, að öllu samanlögðu, þótt stjórnmálaforingjar væru skotnir, þar sem þeir birtast ber- skjaldaðir á almennum fundum úti i heimi. En það gerist samt hvergi með svo óhugnanlegum hætti sem i þvi riki, sem vill vera höfuð lýðræðisins i heiminum og hefur sitthvað til að bera til þess að geta gegnt þvi hlutverki. óvenjulegt tilkall til „litla mannsins" Wallace fékk 13 af hundraði atkvæða i siðustu forsetakosning- um, þegar Nixon sigraði Humprey naumlega. Hins vegar er ekki vist, hvaða áhrif framboð Wallace hafði á úrslitin i það sinn. Hann tók tvimælalaust fylgi i suðurrikjunum, sem annars hefðí fallið Nixon i skaut. En hann fékk einnig fylgi, sem hefði komið i hlut demókrata i suðurrikjunum, þar sem fók hefur yfirleitt stutt demókrataflokkinn þrátt fyrir ihaldssemi fólksins og i norður- rikjunum, þarsem Wallace hefur fengið talsvert fylgi verkáfólks og millistéttarfólks, sem hefur talið uppgang svertingja ógna stöðu sinni. Wallace, fylkisstjóri i suðurrikinu Alabama, hefur mest látið til sin taka i kynþáttamálum. Það hefur verið aðaleinkenni baráttu hans að „halda negrunum á sinum stað”. En með þvi má ekki gleymast, að hann höfðar til fjöl- Ekkja...Coretta King með börn sin margra, sem ekki eru uppteknir af kynþáttamálum. Hann hefur náð til margra slikra með hróp- um sinum um nýjan „populisma”, sem svo mætti kalla, tilkall til „litla mannsins” i Ekkja...Jackie Kennedy. Ekkja...Ethel Kennedy. þjóðfélaginu, þótt með nokkuð óvenjulegum hætti sé við fyrstu sýn, þar sem hann boðar ekki „frjálslynda stefnu”. En tilkall hans nær til hjartna margra, engu siður i staðreyndum lifsins, þegar hann hamast gegn „rikis- bákninu”, „hinum riku”, sem hann ber sökum um skattsvik og aðstoð við erlendar þjóðir, sem mörgum almennum Bandarikja- manni hefur þótt gefa litið i stað- inn. Hróp hans gegn flutningum skólabarna milli hverfa til að blanda kynþáttum i skólunum hitta i mark, þar sem skoðana- kannanir sýna, að fáir fylgja þvi fyrirkomulagi, jafnvel ekki svertingjamæðurnar. Fyrst og fremst munu skothvell- irnir i Marylandfylki i gærkvöldi enduróma um allan heim sem neyðaróp bandarisks stjórn- málalifs og samfélags, sem er i nauð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.