Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 1
íslenzk nýlenda í hippaborginni!
Blaðamaður Vísis fór í
fyrradag í heimsókn í
hippahverfið við
Krist jánsborg í
Kaupmannahöf n. Þar
hafa 700 hippar hreiðrað
um sig, — og nú er búizt
við „,innrás" hippa víða
að, einkum frá Banda-
rikjunum. í einni
blokkinni þarna er íslenzk
nýlenda. Gunnar
Gunnarsson lýsir mann-
lifinu í hippabænum. —
SJÁ BLS 2 og 3
Tízkufyrirbœrin
alltaf ó eftir hér?
„Þjóðlif okkar ber þess svip,
að hvers konar tizkufyrir-
bæri berast hingað, jafnvei
mörgum árum eftir að þau
hafa geisaö erlendis, og oft
svo, að þau mega heita liöin
undir lok þar. island er þvi
enn furðu fjarlægt straum-
um timans, þótt fólk geti
brugðið sér til annarra
landa á nokkrum stundum”.
Þannig segir i leiðara I dag.
— SJA BLS 6.
*
BROSIÐH
Það eru farnar herferðir I
ýmsum tiigangi, — og þvi
ekki að fara I herferð fyrir
brosinu, sem er hvaO bezta
læknisráðið I þeirri streitu-
veröld sem við búum I. Nú
tröllríður veröldinni bros-
karl nokkur, afskaplega ein
faldur i sniðum, sem reyndar
hefur sézt áður hér á landi,
en við visum á hann á bls. 4.
*
Lesendur hafa
alltaf orðið
Lesendur Visis eru stöðugt
mjög iðnir við að senda bréf,
— nú eða slá á þráðinn. i dag
eru nokkur skrif lesenda, en
önnur verða að biða um sinn,
og vonandi getum við af-
greitt meira af bréfunum inn
i blaðið á morgun. i dag er
fjallaö um lélega skot-
æfingaaðstöðu, dónaskap i
tryggingastofnun o.fl. — Sjá
bls. 2.
*
Tröllafoss
brennivínsins
VIÐ DREKKUM
MEIRA OG MEIRA
Sjá baksíðu
★
Belfast:
Fjölsóttasta
knœpan
sprengd og
45 sœrðust
Sjá bls. 5.
★
Skagamenn
þegja enn
islenzka landsliðið i
knattspyrnu hélt utan til
Belgiu i morgun — án Akur-
nesinganna fimm, og enn
hefur engin yfirlýsing borizt
frá Knattspyrnuráöi
Akraness um leikbannið,
sem það setti á leikmenn
Akraness i sambandi við
landsliðsæfingarnar siðustu.
Tveir islenzkir lyftingamenn
héldu og utan i morgun og
munu keppa á Evrópu-
meistaramótinu I Rúmeniu á
föstudag.
Sjá nánar iþróttir I OPNU.
að aka móti
í Aðalstrœti
Strœtó fœr
straumnum
— en aðeins í mónuð til reynslu
Strax og gengið hefur
verið fyililega frá götu og
gangstétt fyrir framan
nýja verzlunarhúsið hans
Ragnars í Aðalstrætinu
verður tveim leiðum SVR
leyft að aka á móti ein-
stefnuakstri þeim, sem erá
götunni til suðurs.
„Það á að reyna þetta i mánuð.
Ef þessi leið gefst vel, verða leiðir
4 og 6 lausar við Garðastræti, sem
hefur verið vögnunum svo erfitt,”
sagði Eirikur forstjóri SVR.
Hann benti á, að fram til þessa
hefðu þessar tvær strætisvagna-
leiðir legið eftir Garðastræti,
niður Vesturgötu og inn á Hafnar-
stræti. „Þetta á vart að vera
meira en tveggja minútna akstur,
en oft og iðulega hafa vagnarnir
verið upp undir tiu minútur að
komast frá mótum Garðastríetis
og Vesturgötu niður i Hafnar-
stræti,” sagði Eirikur.
„Beygjurnar tvær, sem
vagnarnir þurfa að taka viö nýju
leiðina, eru ekki nálægt þvi eins
erfiðar og eru ekki eins liklegar
til að tefja strætisvagna-
áætlunina”.
Hvort af þessum akstri strætis-
vagnanna á móti einstefnu-
akstrinum leiddi ekki einhver
hætta? Nei, Eirikur taldi engar
likur á þvi. „Þessi gata er ekki
neitt þrengri eða hættulegri en
margar aðrar, sem strætisvagna-
umferð er um. Og það er sjaldan
eða aldrei svo óslitinn bila-
straumur þarna um. -ÞJM
Helgorvinna bönnuð í Eyjum
— verkalýðsfélög hafa samþykkt að vinna ekki
ó laugardögum — aðeins landað hér eftir fjóra
daga vikunnar
Verkalýðsfélögin I Vestmanna-
eyjum hafa samþykkt að fella
niður helgarvinnu framvegis, eða
a.m.k. I sumar.
Þetta aukavinnubann hefur i
för meö sér, að i Eyjum verður
aðeins hægt að landa fiski i fisk-
vinnslustöövarnar fjóra daga vik-
unnar. Við engum fiski verður
tekið föstudaga, laugardaga og
sunnudaga, að þvi er Ingólfur
Arnarso'n, formaöur Útvegs-
bændafélagsins i Vestmanna-
eyjum tjáði VIsi I gær.
Mun aukavinnubanniö hafa
verið samþykkt á félagsfundi
meö verkamönnum, og er til-
gangur þess eigi annar en sá að
lengja helgarfri verkafólks;menn
vilja eiga fri um helgar yfir
sumarið.
„Við fengum i gærmorgun bréf
þar sem okkur er skýrt frá þessu
banni”, sagði Ingólfur Arnarson i
morgun, „og er hér á ferðinni
mikið vandamál fyrir sjómenn og
útvegsbændur — þótt afli hafi
brugðizt á vertiðinni í vetur,
hefur landvinna við vinnslu verið
mikil, þvi að mikill fjöldi báta
leggur hér upp.”
Sagðist Ingólfur vel skilja, aö
fólk vildi ekki vinna um helgar ár
og sið, en hins vegar yrði ein-
hvern veginn að leysa þetta mál,
t.d. meö vaktavinnu-fyrirkomu-
lagi, ef mögulegt væri.
„Þetta hefur ekki bætandi áhrif
á gæöi vinnslufisksins — og hefur
raunar undanfarin ár syrt mjög I
álinn hvað snertir aflagæöin hér.
Arið 1969 vorum við i Eyjum með
um 64% aflans I 1. flokki A. Áriö
1970 var afli i þessum flokki sýnu
minni, og I fyrra, 1971, var
prósenttalan komin niður I um
49% ”,
Gæöi vinnslufisksins fara vitan-
lega eftir þvi, að fiskurinn komizt
sem fyrst I vinnslu — og eru i húfi
hagsmunir útgerðanna og sjó-
manna.
„Það var mjög léleg vertið I
fyrra eins og i ár”, sagði Ingólfur
Arnarson,” en góð aflabrögö
seinni hluta maimánaðar i fyrra
og I júnl og júli, hreinlega
björguðu afkomu manna hér það
áriö. Ef ekki aflast vel hér i vor og
sumar.horfir illa fyrir mörgum”.
Og helgarfriin bæta ekki um hvaö
þetta snertir, en vonandi tekst að
leysa vandann þannig, að báðir
aðilar geti við unað. -GG
Halldór Sig. Steingrimsson,
sjóm. Mér lízt auðvitað illa
á þetta og býst við að þetta
hafi mikil áhrif á kosninga-
baráttuna almennt.
Hjördis Benjaminsdóttir,
húsmóðir: Þetta er vægast
sagt hörmulegt. Það er
ekki hægt að segja neitt
annað.
Kúlurnar tala
Enn var gripið til skotvopna
til aö jafna um við pólitiskan
andstæöing i Bandarikjunum
i gærdag. Aður fyrr voru það
hinir frjálslyndari, t.d.
Kennedybræöurnir, sem
fengu að finna fyrir byssu-
kúlum leyniskytta, — en nú
var það hinn ihaldssami
George Wallace, sem skotið
var á. Framboð hans til for-
seta var greinilega ekkert
spaug, það sýndu prófkosn-
ingar viða um fylki Banda-
rikjanna. Haukur Helgason
ritar grein um Wallace i
blaðinu i dag. SJA BLS 6 og
Erlendar fréttir á bls 5.
Blaðamaður Vísis rœddi við nokkra vegfarendur
i morgun og spurði þó:
Hvernig leggst banatilrœðið við Wallace
í yður?
Gottfreð Arnason,
viðskiptafræðingur. Þetta
er hörmulegt og mikill
hnekkur fyrir Bandarikin.
Það er brýn nauðsyn að
efla gæzlu og lifverði
stjórnmálamanna i lýð-
Jóhannes Long, nemandi:
Ég hef bara ekkert heyrf
um þetta.
ræðisrikjum, til að koma í
veg fyrir að vissir
brjálæðingar fái að at-
hafna sig að vild.
Björn Jóhannesson,
nemandi: Það er orðið hálf
óhugnalegt þegar stjórn-
málamenn eru hvergi
óhultir nema í glerbúrum
þegar þeir þurfa að nálgast
fólkið.
Ha I Idór Sveinsson,
skrifstofumaður: Ég hefði
nú frekar búist við að
svartur maður sýndi
honum banatilræði, eins og
hann hlýtur að vera óvin-
sæll meðal þeirra.
„Hann mun brótt velgja þeim undir uggum aftur" segir eiginkona Wallace Sjá bls. 5