Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1972, Blaðsíða 5
VISIR. Þriðjudagur. 16. mal. 1972 5. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND S MORGUN ÚTLÖND HÆTTA Á LÖMUN Wallace sagður úr lífshcettu — Cornelia bjartsýn — Tilrœðismaðurinn er „undarlegur" Tatsverð hætta er á, að George Wallace verði lamaður vegna skemmda á mænu, en læknarhafa ekki látið neitt hafa eftir sér opinberlega um það. Orð- rómur gengur um alvar- legar mænuskemmdir. Hjns vegar voru allar líkur í morgun taldar á, að hann mundi halda lífi eftir bana- tilræðið í gærkvöldi. Hin unga eiginkona hans, Cornelia, var nægilega bjartsýn til að segja við vinkonu sina, að ,,ekki yrði langt, þar til hann væri aftur kominn á fætur og velgi þeim undir uggum eins og áður”. Wallace var undir skurð- hnifnum i sex klukkustundir i nótt i Holy Cross sjúkrahúsinu i Silver Spring i Marylandfylki. Þeir fjar- lægðu kúlu úr brjósi, en ákváðu að biða i nokkra daga, áður en þeir reyndu að taka aðra, sem er nálægt mænu. Þrír aðrir særðir Læknarnir segja, að likamsstarfsemi Wallace sé ekki óeðlileg, og liðan hans sé jöfn. Fulltrúi Wallace sagði, að hann mundi halda áfram að sækjast eftir framboði i for- setakosningunum. Hinn 52ja ára fylkisstjóri i Ala- bama var skotinn niður á kosningafundi i verzlunarmið- stöð. Tvær kúlur hæfðu hann. Tilræðismaðurinn var i hópi áheyrenda á fundinum, þar sem Wallace hafði nýlokið við ræðu. Wallace gekk niður af ræðu- pallinum og tók i hendur stuðningsmanna sinna. Tilræðis- maðurinn bar merki stuðnings- manna Wallace og benti honum að koma og taka i hönd sér. Þegar Wallace gekk til hans, skaut maðurinn af skömmu færi. Þrir aðrir urðu fyrir skotum, einn lif- vörður hans og kona, sem var i hópi starfsmanna hans i kosningunum. Lögreglustjóri i fylkislögreglunni særðist i maga. Liðan þessa fólks var sæmileg i morgun. Strax á'eftir var ungur maður klæddur i rauð og hvit föt, yfir- bugaður af fólki, sem stóð nálægt Wallace. Maðurinn er sagður heita Arthur Bremmer og vera frá Milwaukee. Reiður mannfjöldinn lék hgnn grátt og lögreglan ók honum i sjúkrahús. Lögreglan sagði i morgun, að hann hefði enga skýringu gefið á verknaðinum. Merki og, klámblöö í íbúð 'tilræðismannsins Skammbýssa skráð á hans nafni, var tekin á tilræðis- staðnum. Við rannsókn i ibúð hans i Milwaukee fannst meðal annars skrifblokk, þar sem stóðu setningar um Wallace og Nixon, til dæmis um ,,að sjá Wallace handtekinn fyrir að hafa ekið á einhvern og haldið áfram án þess að nema staðar”, ,,heyra Wallace syngja þjóðsöng”. Bremmur, sem er hvitur, bjó einn i þriggja herbergja ibúð frá þvi i nóvember i haust. Lögreglan hafði i morgun ekki komizt á snoðir um atvinnu hans. Maöur, sem býr i sama húsi segir, að hann hafi jafnan verið einn út af fyrir sig og sjaldan talað við fólk. Nokkur ' merki stuðnings- manna: Wallace fundust i ibúðinni og nokkur klámblöð. Hann hafði farið úr ibúðinni fyrir mánuði. Húsráðandi segir, að hann hafi alltaf greitt húsaleiguna nákvæmlega á réttum degi. Gulur kjóllinn ataður blóði Cornelia, kona Wallace, fleygði sér yfir hann til að vernda hann, er hann féll. Gulur kjóll hennar, var ataður blóði. Læknir, sem ók með Wallace til sjúkrahússins, segir, að fyrst hafi hann verið settur inn i leigubil, en siðar kom sjúkrabíll. Læknirinn sat við hlið Wallace og taldi hann ekki að dauöa kominn. ,,En allt i einu stöðvaðist púlsinn,” segir læknirinn. Hjartslátturinn hófst þó jafnskjótt að nýju. Brá út af venju. 1 þetta sinn hafði Wallace brugðið út af venju sinni, og fimm eða sex lifverðir hans gátu ekki fylgt honum eftir. Tilræðis- maðurinn hafði greinilega beðið þolinmóður eftir þessu tækifæri, og menn spurðu, hvort hann hefði kannski fylgt Wallace eftir á kosningaferðalögum um skeið. Wallace hefur verið varari um sig en margir aðrir bandariskir stjórnmálamenn. Mörg hundruð manna safnaðist fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem hann liggur, Uppkomin börn Wallace úr fyrra hjónabandi komu flugleiðis frá Alabama til að vera við hlið föðurins. Fyrri kona Wallace lézt úr krabba- meini. „Hræðilega veikur,” segir faðir tilræðismannsins. Stjórnvöld visa á bug hugmyndum um, að þarna hafi verið um samsæri að ræða. Faðir tilræðismannsins segist ekki skilja verknað sonarins, og komi honum aðeins i hug, að hann hafi hlotið að vera „sjúkur, hræðilega veikur, fyrst honum gat komið eitthvað slikt til hugar.” ,,Ég hef aidrei heyrt hann tala um Wallace,” segir faðirinn. Tilræðið var gert kvöldið fyrir prófkoningarnar i Maryland, og frambjóðendur demókrata felldu niður alla kosningafundi og lýstu yfir hryggð sinni. Kosningarnar verða samkvæmt áætlun i dag. „George mun brátt aftur velgja þeim undir uggum,” sagði kona hans í morgun. Fjölsóttasta knœpan sprengd og 45 sœrast Umsjón: Haukur Helgason kom í góð not Og til hressingar frá þessum hryðjúverkum er hér mynd af dr. Bernhard Grzimek, sem er að gefa fjögurra vikna apaunga pelann sinn, en móðir þess litla hafði farið svo illa með hann, að óttazt var um lif hans. Svo að nú elst hann upp i eina dýramunaðarleysingjahæli heims, sem hefur verið starfsrækt um nokkurra ára skeið I dýragaröinum I Frank- furt i V-Þýzkalandi. Dýra-munaðar- leysingjahœlið Hryðjuverkin halda áfram á Norður-triandi. Reykur og logar teygja sig út úr samvinnuhúsnæöi i Belfast. öflug sprengja i máln- ingarverzlun í byggingunni olli eldinum, og tjónið nemur hundruðum milljóna króna. Að minnsta kosti 45 særðust i gærkvöldi, þegar öflug sprenging splundraði vinsælustu knæpunni i Sandy-Row, hverfi mótmælendatrú- armanna i Belfast. Sprengjan hafði veriö skilin eft- ir i bil fyrir utan knæpuna. t kaþólska Ardoyne-hverfinu særðist brezkur hermaður lifs- hættulega, þegar leyniskytta skaut á varðstöð i \ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.