Alþýðublaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 3
ÁTÖK BIRMINGHAM 5.9 (NTB-Reut er). Fjölmennt lið úr ríkislögregl unni í Alabama stóS í dag vörð fyrir utan skólabyggingar í Birm- ingham ásamt sveitum úr lög roglu borgar.nnar til þess að halda uppi l'ögum og regju eftir hina hörðu árekstra og mótmælaað gerðir, sem áttu sér stað í bænum í gærkvöídi og í nótt. Ungur blökkumaður beið bana og að minnsta kosti 15 meiddust í síðustu kynþáttaóeirðunum í Birm ingham. Þar hefur kynþáttadeilan náð nýju hámarki í sambandi við opnun margra skóla, sem í fyrsta skipti eiga að veita þeldökkum nemendum inngöngu. Alls áttu fimm negrabörn að hefja nám í skólunum þrem, West End, Ramsay og Graymont. Wallace sat í nótt á fundi, sem stóð í margar klukkustundir, með skóiayfirvöidum í Birmingham. Að sögn AFP féllust skólarnir með tregðu á að fresta aðeins skóla setningu. Wallace ríkisstjóri heldur því sjálfur fram, að frestunin sé nauð synleg til þess að hlífa íbúum Alabama við ofbeldisverkum, sem hljóti að brjótast út ef aðskilnað ur kynþátta í skólum verði afnum inn með valdi. Formælandi Birmingham-deild- ar þjóðarsamtaka þeirra, sem berj ast fyrir auknum réttindum þel dökkra (NAACP), lýsti því yfir í dag, að ef nauðsyn krefði yrði að grípa til dómsaðgerða til þess að tryggja inngöngu barnanna í skóla bæjarins. Tvö hinna fimm þeldökku barna, sem áttu að hefja skóla- göngu við skóla, sem áður voru „hvítir" voru innrituð í gær, en innrita átti hin þrjú í dag. Fyrr í vikunni hafði Wallece ríkisstjóri komið í veg fyrir að negrabörn fengu inngöngu í skóla í Tuskegee og Huntsville með því að skipa ríkislögreglunni að um- ] kringjaskólann og sjá um, að hvorki kennarar né nemendur | fengju að fara inn. [ Síðustu óeirðirnar í Alabama brutust út þegar hvítir öfgasinnar sprengdu sprengju á heimilil þel dökks lögfræðings, sem er einn helzti foringinn í baráttunni fyrir jafnrétti í bænum. Hvorki hann, konu hans né 17 ára dóttur sakaði. Sprengjutilræð ið varð til þess að þúsundir þel dökkra söfnuðust til mótmæla- göngu á göAmum. Uppþotslög- reglan var boðuð út til þess að brjóta mótmælaaðgerðimar á bak aftur. Átta lögreglumenn meiddust þegar fólk úr mótmælagöngunni kastaði tómum flöskum og grjóti að lögreglunni. Lögreglan svaraði með því að skjóta nokkrum skot , um yfir höfuð fólksins. I Þar til í kvöld höfðu ekki borizt fregnir af öðrum óeirðum í Birm ingham, en sagt var að ástandið í bænum væri mjög ótryggt I Little Rock í Arkansas lauk lítil hvítur drengur fyrsta degi sínum í skóla, sem að öðru leyti er eingöngu sóttur af þeldökkum nemendum, í dag. Móðir drengsins frú Yvonne Fitts, sagði að sonur hennar mundi kunna vel við sig í skólanum, enda hefðu börn á hans aldri ennþá ekki smitast af kyn- þáttahleypidómum. Framh. á 14. síðn WIMMWWMMMWtWWMMWW Andorra sýnt á Klaustri og * 1 Hvolsfelli Þjóðleikliúsið sýndi á sl. vori leikritið Andorra í öllum lielztu samkomuhúsum á Norður- og Austurlandi, og einnig á nokkrum stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Nú hefur verið ákveðið að sýna leikinn í samkomuhúsinu á Kirkjubæjarklaustri annað kvöld (laugard. 7. sept.) og á Hvolsvelli n. k. sunnudag. í næstu viku verður svo haldið til Vestmannaeyja og sýnt þar dagana 13. 14. og 15. september. Myndin er af Gunnari Eyj ólfssyni í aðalhlutverkinu. MtMW>MWHitttMWMMMMM1 Lyndon B. Johnson dvelur hér í einn dag: VARAFORSETINN YRLU IIL ÞINGVALLA Kirkjudagur Óháða safnaðarins: irkjan fær nýja stóla HINN árlegi Kirkjudagur Óháða, safnaðarins verður hátíðlegur hald inn nk. sunnudag, en þann dag er sérstök athygli vakin á hinu kirkju lega starfi og safnað fé til að standa straum af því. Dagskrá Kirkjudagsins liefst með guðs- þjónustu kl. 2 eftir hádegi, séra Emil Björnsson prédikar. Við þetta tækifæri afhendir for- maður kvenfélags kirk.iunnar, söfn uðinum formlega að gjöf fagra og mjög vandaða kirkjustóla, sem Sveinn Kjarval hefur sérstaklega teiknað fyrir Kirkju Óháða safn- aðarins. Að messu lokinni verður almenn kaffisala í safnaðarheim- ilinu Kirkiubæ til ágóða fyrir skólasjóðinn, en í hann hafa borizt margar stórgiafir eins og áður hefur komið fram og kvenfélagið verið óþreytandi að safna fyrir stólunum, sem það gefur nú aðeins ári síðar en það gaf megnið af andvirði pípuorgels í kirkjuna. Á sunnuda^skvö'dið verður almenn samkoma í kirkjunni. Þar flytur séra Ólafur Skúlason æskulýðs- fulltrúi frásögn af nýafstöðnu heimsþingi lútherstrúarmanna sýnd verður kirkjuleg kvikmynd og kirkjukórinn syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, sem jafnframt leikur einleik á or- gel. Sæti þau, sem Sveinn Kjarval hefur teiknað og séð um smíði á fyrir Kirkju Óháða safnaðarins, eru nýtízkuleg og þó sérlega kirkju leg í senn og í fyllsta samræmi við hina listrænu, litlu safnaðarkirkju. Er hér í rauninni um nýjung að ræða í kirkjubúnaði, millistig milli stóla og bekkja. Grindin er úr reyktri eik, setur og bök svampfóðruð, íslenzkt áklæði. Sæt- in eru sérstaklega þægileg og traust. Það hefur verið mikið á- hugamál kvenfélaga kirkjunnar, fiölmargra félagskvenna, að gefa kirkjunni vegleg sæti, en fram að þessu hafa verið lausir lánsstólar j í henni. Stólanefndina skipa Álf- heiður Guðmundsdóttir, Björg Ól- jafsdóttir, Jóhanna Egilsdóttir og ' Rannveig Einarsdóttir. UNDIRBUNIN GUR fyrir komu varaforseta Bandaríkjanna, Lyn- don B. Johnson er nú í íullum gangi. Hann dvelur hér aðeins í einn dag og á þeim tíma fer hann til Bessastaða, í stjórnarráðið, til Þingvalla, situr hádegis og kvöld verðarboð og flytur ræðu í Há- skólabíói. Eins og sjá má, verður dags- skráin mjög þéttskipuð og vara- forsetanum ætlaður lítill tími á hverjum stað. Til að hraða ferð- um hans verður notuð þyrla, sem flytur hann m. a. frá Keflavíkur- flugvelii til Bessastaða og til og frá Þingvöllum. Á Hótel Sögu hafa verið pönt- uð herbergi fyrir 45 manns vegna komu varaforsetans. Johnson hef- ur meðferðis sitt eigið rúm og í baðherbergi íbúðar hans hefur orðið að hækka „sturtuna“ á veggnum, enda er varaforsetinn nær 2 metrar á hæð. Sérstakir menn koma hingað á undan John- son til að fylgjast með undirbún- ingnum. Hér á eftir fara drög að dagskrá vegna heimsóknar varaforsetans; Mánudagurinn 16. september 1963: Kl. 9:30 Komið til Kefla- víkur frá Danmörku. Þar taka á móti varaforsetanum utanríkis- ráðherra og frú, fyrir hönd ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, svo og lögreglustjórinn á Keflavíkurflug- velli. Kl. 9:50 Flogið frá Kefla- vík til Bessastaða með þyrlu. Með í þeirri för verða utanríkisráð- herra og frú. Kl. 10:15 Komið til Bessa- staða. Kl. 10:40 Varaforsetinn fer frá Bessastöðum í bifreið til Reykjavíkur og ekur beint í Stjórn arráðið Kona varaforsetans ekur í ameríska sendiráðið, en dóttirin ekur að Sundlaug Vesturbæjar. Kl. 11:00 Varaforsetinn kemur í Stjórnarráðið og heilsar þar forsætisráðherra og öðrum ráð herrum. Kl. 11:15 Heimsókninni í Stjórnarráðið lokið. Að heimsókn- inni í Stjórnarráðið lokinni er gert ráð fyrir, að varaforsetinn skoði Reykjavík, þar á meðal aki fram hjá Leifsstyttunni, en sé að öðru leyti frjáls ferða sinna fram að há- degisverðinum. Kl. 12:30 Hádegisverður í boði forsetahjónanna í Hótel Sögu. Kl. 14:30 Hádegisverði lokið Kl. 14:45 Lagt af stað til Þingvalia með þyrlu. Kl. 15:00 Komið til Þing- valla. Á Þingvöllum er ráðgert að dr. Kristján Eldjárn flytji stutt ávarp. Kl. 15:15 Flogið frá Þing- völlum. Kl. 15:30 Komið að Hótel Sögu. Kl. 15:30-16:45 Hvíld. Kl. 17:10 Komið í Há- skólabíó. Kl. 17:15 Varaforsetinn flytur ávarp í Háskólabíó. Fund- arboðendur verða: Íslenzk-Amer- Framh. á 5. síðu „Erfiðleikar // A o landamærum Kína PEKING 5.9 (NTB-Reuter) - Pekingblaðið „Alþýðudagblaðið" og „Rauði fáninn“ birtu í dag samhljóða greinar, þar sem Rúss ar voru sakaðir um að koma af stað ögrunum og erfiðleiknm á landamærum Kína og Sevétríkj anna. Sagt er, að Sovétieiðtogarn'ir hafi á margan hátt reynt að auka deilur kommúnistaflokka land amna. Þekr hafi fært samskipti l'andanna á mjög alvarlegt stig og gert þau svo slæm að tæpast verði aftur snúið. , Ennfremur segir, að í uppreisn inni í Ungverjalandi 1956 hefðu Sovétleiðtogarnir verið að því komnir að gefast upp og láta só síalistaríkið Ungverjaland í hend ur gagnbyltingamönnum. Kín verski kommúnistaflokkurinn hefði e'ndregið lagzt gegn þess um mistökum. Blöðin sökuðu Krústjov um að hafa skiprulagt oe stjcvnað víð tækri aðgerö gegn kínverska kommúnistaflökknum á þingi rúmenska kommúnistaflokksins í Búkarest 1960. Á þingi sovézka kommúnista flokksins 1961 gerði Krústjov harða hríð að Kínverjum. Formað ur kínversku sendinefndarinnar, Chon En-Iai gapnrvndi aíðar í samtali við K"ústiov forystu so vézko flokksins. Krústjov vísaði gagnrýninni á bug og sagði: Við viljum fara eigin g:*!r. ALÞÝDUBLAFr n 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.