Alþýðublaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 5
Stjórnarskipti í
um
Nefndir störfuðu á aðalfundinum í gær
AÐALFUNDUR Stéttarfélags ]
bænda hefur staöið yfir í bænda-
höllinni. Hafa þar orðið miklar
og ákafar umræður um verðlags-
mál landbúnaðarins. Vitað er að
ný stjórn mun kosin í fundarlok,
þar sem sumir stjórnarmenn
etéttarfélagsins munu ekki gefa
kost á sér til 'endurkjörs.
Aðalfundur Stéttarfélags bænda
var settur í Bændahöllinni síðast-
liðinn þriðjudag. Fundinn sitja
tveir fulltrúar bænda úr hverri
sýslu og einn úr Vestmannaeyj-
um. Auk þeirra sitja ýmsir for-
ystumenn í landbúnaðarmálum
fundinn. Meðal gesta fundarins
eru fulltrúar frá Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja og frá Al-
þýðusambandi íslands.
Fundarstjórar voru kjörnir
þeir Bjarni Bjarnason, Laugar-
vatni og Bjarni Halldórsson, Upp-
sölum, Skagafirði. Fundarritarar
eru þeir Guðmundur Ingi Krist-
jánsson, skáld á Kirkjubóli og
Einar Halldórsson, Setbergi.
Sverrir Gíslason bóndi í
Hvammi, formaður stéttarsam-
bandsins, flutti skýrslu stjórnar-
Nýít Evrópumerki
EINS og undanfarin ár munu
Evrópufrímerkin svonefndu verða
gefin út í þessum mánuði.
Þrettán af aðildarríkjum Evrópu
ráðs pósts og síma, það er Þýzka-
Iand, Belgía, Finnland, Frakk-
land, Grikkland, írland, ísland,
Ítalía, Luxembourg, Noregur, Hol-
land, Sviss og Tyrkland hafa til-
kynnt, að þau muni gefa út Evrópu
frímerki í einu eða fleiri verð-
gildum með mynd þeirri, sem val-
in var að undangenginni sam-
keppni fyrir þessa árs Evrópufrí-
merki. Myndin er eftir Norðmann-
inn Arne Holm, prófessor, og
táknar samvinnu aðildarlanda Evr-
ópusamráðsins í formi fjögurra
lína, sem skerast og mynda fjóra
litla ferninga. í hverjum þessara
ferninga er einn upphafsstafur
skammstöfunarinnar CEPT — Tvö
lönd, Portúgal og Spánn munu
gefa út Evrópufrímerki með öðr-
um myndum.
í/ f> /é >X-
TIL ÞINGVALLA
Framh. af 3 .siðu
íska félagið, Varðberð og Vestræn
Samvinna, og mun formaður ís-
lenzk-Ameríska félagsins væntan-
lega kynna varaforsetann.
Kl. 17:45-18:00 Viðtöl við
fundarmcnn í Háskólabíó.
Kl. 18:00 Komið að Hótel
Sögu.
Kl. 19:25 Frá Hótel Sögu.
Kl. 19:30 Kvöldverður rík- ,
isstjórnarinnar að Hótel Borg.
Kl. 21:30-22:00 Óformleg-
ar viðræður að Hótel Borg milli
varaforsetans og íslenzku ríkis-
stjórnarinnar.
KI. 22.30-23:00 Kvöldverð-
arboði lýkur.
Gisting að Hótel Sögu.
Þriðjudagurinn
17. september 1963:
Kl. 9:00 Brottför með
þyrlu. Varaforsetinn kvaddur fyr-
ir utan Hótel Sögu. Þar verði við-
staddir m. a. forsætisráðherra og
utanríkisráðherra..
16. 9. 1963.
Frú Johnson.
Kl. 10:11:00 Þegar vara-
forsetinn fer í Stjórnarráðið frá
Bessastöðum er gert.ráð fyrir að
frúin aki beint í ameríska sendi-
ráðið frá Bessastöðum, þar sem
ambassadorsfrúin lief ur kaff i-
drykkju kl. 11:00, og býður þang-
að ca. 15 íslenzkum konum úr op-
inberu lífi. Um eftirmiðdaginn
mun frú Johnson m. a. fara í
heimsókn að Blikastöðum, þar sem
að hún hefur mikinn áhuga á land-
búnaði, tilraunum snertandi land-
búnað og ræktunarmálum o. þ. h.
en hún rekur hjálf búgarð í Texas.
Á leiðinni að Blikastöðum mun
frúin koma við í Árbæjarsafni.
Miss Linda Bird Johnson.
KI. 11:00 Heimsókn í Sund
laug Vesturbæjar. Hádegisverður
í Klúbbnum fyrir hina svo kölluðu
„Field Students“.
Kvöldverður á vegur Varð-
bergs í Naustinu.
innar. Síðan voru umræður um
skýrsluna. Margar tillögur komu
fram.
Fastanefndir aðalfundar stéttar-
sambandsins eru fjórar: fram-
leiðslunefnd, sem fjallar um fram-
leiðslumál landbúnaðarins, verð-
lagsnefnd, er fjallar um verðlags-
mál, fjárhags- og reikninganefnd,
er athugar fjárhagsáætlun og
reikninga sambandsins, og alls-
herjarnefnd, sem tekur til með-
ferðar margvísleg málefni land-
búnaðarins, er ekki koma til
hinna nefndanna þriggja.
Auk þessara fastanefnda var
kosin sérstök framleiðsluráðslaga-
nefnd. Búnaðarþing og Stéttar-
samband bænda skipuðu í vetur
nefnd til þess að fjalla um þessi
mál, en nefndin klofnaði og skil-
aði tveimur nefndarálitum. Meiri-
hluti nefndarinnar lagði til, að
sexmannanefndin um framleiðslu-
mál landbúnaðarins starfaði áfram,
en að lögfest væru ýmis atriði,
sem nú eru ekki í lögum, þar á
meðal ný skipan yfirdóms. Minni-
hluti nefndarinnar (einn maður)
lagði til að sexmannanefndin yrði
lögð niður, en samið í þess stað
við landbúnaðarráðuneytið um
verðlag á landbúnaðarvörum. Tek-
ur nú þessi nýja nefnd mál þessi
tU frekari athugunar.
Nefndirnar voru kosnar á mið
vikudaginn og störfuðu á mið- j
vikudagskvöldið og í gær. Gert var
ráð fyrir að fundur hæfist í gær- |
dag klukkan 16 og áttu þá nefnd- |
irnar að skila áliti. Áætlað var að
aðalfundinum lyki í gærkveldi eða
í nótt, en ekki var talið víst að
það tækist, þar sem fjölmörg mál
biðu afgreiðslu fundarins.
Stéttarsambandsfundinúm lýkur
með stjórnarkjöri. Vitað er, að
breytingar verða á stjóminni, þar
sem að minnsta kosti tveir stjórn-
armenn munu ekki gefa kost á end
urkjöri sínu í stjórnina. Er ann-
ar þeirra Sverrir Gíslason, bóndi í
Hvammi í Norðurárdal, en hann
hefur verið formaður Stéttarsam-
bands bænda frá stofnun þess
1945. Bjarni Bjarnason á Laugar-
vatni hefur setið í stjórn stéttar-
félagsins um nokkurt skeið, en
mun nú ekki gefa kost. á sér í
stjórnina aftur.
Simahappdræiti StyrkarféSags
lamaSra og fatlaðra
hefst að nýju
Vinningar verða að þessu sinni 2 3ja herbergja
fokheldar íbúðir að verðmæti kr. 225 þús.
hvor, auk þess 10 aukavinningar frjálst vöru-
val fyrir kr. 10 þús. hvor.
eiga rétt á að kaupa sín númer til' 10. desem-
ber.
DREGIÐ Á
ÞORLÁKS-
MESSU,
fiver vii! ekki siíkan ]ó!ag;la3ning.
-
4 ferðir i vi
Framh. af 1 síðu
SAS telur að fargjaldalækkun
þessi sé ekki lokasvar við kröfu
almennings um ódýrar ferðir,
sagði Karl Nilsson við NTB. Hann
kvað SAS hafa áhuga á að far
gjaldakerfið yrði gert mun ein
faldara jafnframt því sem verð
farmiða yrði lækkað bæði í
fyrsta flokki og fjölskyldufargjalda
flokki án þess að koma á þriðja
flokki.
SAS-forstjórinn sagði, að SAS
mundi helzt mæla með afnómi
afsláttar- og sérfargjalda af öllu
tagi til þess að gera ferðaskrif
stofum kleift að auka viðskipti sín.
Jafnframt mundi stjórnunarkostn
aður á hvern farþega minnka til
muna.
Nilsson forstjóri telur mikil
vægt að haldið verði áfram að
framreiða mat handa þeim sem
greiða fjölskyldufargjöld vegna
þess hve leiðin yfir Atlantshaf er
löng.
Það er bandaríska flugfélagið
Pan American Airways, sem til
þessa hefur staðið fremst í flokki
í baráttunni fyrir lækkun fargjalda
á Norður-Atlantshafi. Félagið hef-
ur tilkynnt, að frá 1. apríl 1964
muni það iiinleiða sviokallaðan
„Thrift Class“, en fargjöld í þeim
flokki verða 39% lægri en fjöl-
skyldufargjöld þau, sem nú gilda.
Algert lágmark verður á fram
reiðslu matar á flugi þessu, en
notaðar verða þotur, sem taka 170
farþega.
Framh. af 16. síðu
vera samþykkur tillögunum, sem
mótjUðupít, mjög af hagsmun.um
Kaupmannasamtakanna. Sjónar-
mið það, sem borgarstjórnarmenn
yrðu að hafa ríkt í huga, væri
sjónarmið hins almenna neytenda.
Það sjónarmið virtist hér alveg
fyrir borð borið, sagði hann. Með
þessum tillögum, sagði Óskar,
að stefnt væri að verulegri skerð
ingu á þjónustu við almenning.
Hinn almenni neytandi hefði
ekki borið fram neinar óskir um
styttingu sölutímans. Hann minnti
á hinn langa vinnutíma borgar
búa, og þörf þeirra til að geta
verzlað á kvöldin. Hann benti á,
að t.d. húsmæður, yrðu oft að
vinna utan heimilis og ættu ó
hægt með að komast í búðir á
venjulegum verzlunartíma. Stefna
bæri að því, að aúðvelda þessu
fólki að verzla, en ekki torvelda
það eins og þessar tillögur fælu
í sér.
Óskar benti á, að ekki væri
heilbrigt að Kaupmannasamtökin
ein réðu öllu í þessu máli, sjónar
mið borgaranna yrðu einnig að
koma þar til greina. Borgarstjórn
vrjlri tíl þess kjörin, að gæta
hagsmuna þeirra.
Guðmundur Vigfússon, borgai"
fulltrúi kommúnista kvaðst verív
sammála mörgum sjónarmiðum
framsögum. þ.e. Sigurðar Magn
ússonar. Þó taldi hann að ör
yrkjaskýlin hefðu þama nokkríi
sé'rstöðu.
Einar Ágústsson, borgarfulltrúil
Framsóknar taldi hér vera mikið'
vandamál á ferðinni, og lýsti sig
fylgjandi þeirri skoðun borgarfulll
trúa Alþýðuflokksins, að fremur
bæri að lengja afgreiðslutíma
verzlana en stytta.
Framsögumaður, Sigurður Magn
ússon tók aftur Lil máls. Kvað
hann tillögur sínar hafa hlotið
stuðning fleiri borgarfulltrúa en
hann hafði vænst, og átti þá sýni
lega við borgarfulltrúa kommúr.i
ista. Sendi hann jafnframt borgar
fulltrúa Alþýðuflokksins nokkrar
hnútur og virtist hinn rökfasti
málflutningur Óskars Hallgrímsr
sonar hafa farið í taugar formannr
Kaupmannasamtakanna.
Síðan var málið tekið út af dag-
skrá og vísað til annarrar iim
ræðu.
Því má bæta við, að mál þetts.
hefur vakið mikla úlfúð innaist
Kaupmannasamtakanna og erút
þar ýmsar blikur á lofti.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. sept. 1963 %