Vísir - 24.07.1972, Side 2

Vísir - 24.07.1972, Side 2
2 Visir. Mánudagur. 24. júli. 1972 mmsm: Hafið þér orðið fyrir ókurteisi af völdum lögregluþjóna? Guðmundur Bjarnason læknir: Nei. Ég hef ekkert nema gott af þeim aö segja. Axel Olafsson.klæðskeri: Nei. Ég hef ekki þekkt þá að neinu sliku' hingað til. Þau litlu kynni sem ég hef haft af þeim eru ekki nema góö. Klisabel Kristjánsdóttir, nemi: Ja, ekki kannski ég sjálf en ég veit um marga vini mina sem hafa kvartað undan þvi að lögregluþjónar væru óliðlegir og dónalegir við þá. Unnur Gunnarsdóltir, nemi: Nei, ég get ekki sagt það. Þeir hafa aldrei skipt sér neitt af mér. Jón Hjartarson, bóndi og bilstj.: Get varla sagt það. Ég hef ekki orðið var við að mér væri sýnd ókurteisi eöa tillitsleysi af lögreglunni þó ég sé búinn að keyra bil i 20 ár. Agúst Agústsson, ródari: Nei, ég man nú ekki eftir þvi. Það er þó alla vega ekki alvarlegt. Þó þekki ég fólk sem kvartar undan þvi að þeirhafi stundum sýnt ókurteisi, en það hefur ekki bitnað á mér. Þetta er eins og Mozart — segir argentíski snillingurinn Najdorf um skóklist áskorandans t bakkabúöinui á Loftleiða- hótelinu aö drekka te meö Chest- er Fox Og Isador Turover og klukkan er rúmlega þrjú á sunnu- degi. Fox er óvenju daufur i dáikinn og hefur litla trú á áfram- haldandi kvikmyndun einvigis- ins, Turover reynir að telja i hann kjark, segir að þetta eigi eftir að lagast og hann er svo mælskur, að þaö sýöur og bullar á honum og fyrr en varir er hann horfinn frá skákinni og fsrínn aö útskýra Gyöingatrú fyrir ökkur 2f mikilli iþrótt og kunnáttu. Hanií yirðist kunna skil á ýmsu karlinn sá og biöur mig fyrir alla muni aö kalla sig ekkimúltimilla. þvi þaö kunni aö draga dilk á eftir sér. Guö- mundur Þórarinsson og Fred Cramcr eru á haröaspani i and- dyrinu og það leynir sér ekki á göngulaginu, að einhver þýð- ingarmikil fundarhöld eru á döf- inni. Sérðu mamma, þarna er Spasskí! Klukkan er hálf fimm og heimsmeistarinn á rölti fyrir framan hótel Esju á leiöinni inn i Höll. Hann er ekkert að flýta sér, litur i búðarglugga og ekki að sjá að hann kviði neinu. Litil telpa að spásséra með mömmu sinni kall- ar upp: „Sérðu mamma, þarna er Spasski” Mamman sussar á ibarnið sitt og segir: „Hafðu ekki svona hátt barn " ' Og Spasski er löngu horfinn inn i Höllina, þegar Najdorf franskan blaðaljósmyndara ber að garði spyrjandi á bjagaðri ensku, hvort heimsmeistarinn sé kominn og þegar honum er svar- aö rekur hann upp skaðræöisóp, rétt eins og konan hans hafi geng- ið fyrir bil. Fischerá seinni skipunum eins- og vant er og Sæmundur Pálsson, lögreglumaöur,lóösarhonum inn i heilagleikann. Klukkan hefur gengið i átta minútur, þegar áskorandinn leikur fyrsta leikinn. Tartakovervörn segja spek- ingarnir og við sem stytzt erum kóilinir reynum að vera gáfulegir á svipinn og segjum, að staðan sé afsakplega flókin og erfið. t blaðamannaherberginu á fyrstu hæð hefur andrúmsloftið tekið stakkaskiptum, þvi þar er kominn Najdorf frá Argentinu og gneistaflugið er svo mikið frá honum, að það er eipsog maður sé staddur i járnsmiðju þar sem verið er að hamra glóandi járn. Það er óneitanlega skemmtilegt að sjá þá i hóp saman gömlu kappana: Horovitsj, Enevoldsen og Najdorf og ekki skemmir það samkunduna, þegar Ingi R. bæt- ist i hópinn og ég heyri ekki betur en margar tungur séu talaðar og allir skilji alla. Það er annars merkilegt rannsóknarefni, hve miklir málagarpar skákmenn eru, ég hef til að mynda heyrt að Golombek sá enski tali ein sex eða sjö tungumál. Geller eins og barómeter. 1 austurhorni anddyris Hallar- innar fyrir framan minjagripa- verzlunina sitja rússnesku kapp- arnir og fylgjast með gangi mála. Þegar Geller situr með kross- lagða handleggi og bros á vör, þá er allt i lagi uppi á senunni hjá Spasski, en er hann fer að ganga um gólf og tekur niður brösið þá hallar undan fæti hjá heims- meistaranum og ef hann fer út i RoverRangerinn og sezt undir stýri áður en skákinni lýkur, þá er glötunin á næst leyti. Krogius breytir aldrei um svip enda er hann sálfræðingur og ég er illa svikinn, ef hann kann ekki eitt- hvað fyrir sér i póker. Nei er bjartur yfirlitum með iþrótta- mannlegar hreyfingar og engu móti hægtaðsjá á honum hvernig Ahuginn skin úr augum Lombardys og Horovits Geller með krosslagðar hendur leikar standa hverju sinni. Það er bara Gelíer, sem er einsog baró meter: sólskin og bliða þegar hann situr, hraglandi og élja- gangur, þegar hann gengur um gólf og hávaðarok með stórhrið og látum þegar hann hverfur út i bil. í bakkabúðinni á loftinu. 1 bakkabúðinni á loftinu er hávaði og fjör og kaupskapur i bezta gengi. Það er meiri ósköpin, hvað fók getur i sig látið og troðið sig út af mat og drykk. Ég hef vist gleymt að gefa skýr- ingu á orðinu bakkabúð en hann Halldór Dungal kenndi mér það og sagði mér að nafni hans i Gljúfrasteini notaði það i stað útlenda orðsins kafeteria. Næmur á orð og orðatiltæki Dungal karl- inn. Ung stúlka i "erhúnerhún- ekkikjóli” kemur til min og spyr með grátstafinn i kverkunum: ,,Er hann að tapa aftur?” Hannes Pétursson skáld gengur um gólf og hugsar, hann er vist einn af þeim, sem er lengra kominn i skákinni, þvi hann er einn af höf- undum Skákblaðsins einsog Helgi Sæm. Honum vill upp í skipið. Geller er horfinn úr anddyrinu og ógæfan blasir við heim.s- meistaranum, áskorandinn stendur yfir honum með reidda exina. Endalokin blasa við. Brokklyndrengurinn með sigur- bros á vör. Klukkan á eftir tutt- ugu minútur i tiu þegar þeir standa upp og enn verður heims- meistarinn að bita i súra eplið. Honum vill upp i skipið Bobby karlinum. Á stéttinni fyrir fram- an Höllina stendur Najdorf með flasksandi hár i ljósu fötunum og rauðavestinu og hann kallar i mig segjandi: ,,Ertu ekki á bil elsku vinur. Viltu vera svo vænn að aka mér og bezta manni i heimi ásamt konunni hans heim á hótelið okkar?” Bezti maður i hiemi er Horovits og þau þrjú paufast upp i bilinn hjá mér. ,,Þetta varMozart, ekta Mózart ekki Beethoven eða Bach heldur tær og einfaldur Mozart.” segir Najdorf um skáklist áskorand- ans, þegar við ökum i áttina til Loftleiðahótelsins og hann spyr mig spjörunum úr um land og landsmenn: ,,Er það satt að allir eigi ibúðirnar sinar hér á íslandi?" ,,Er það fiskur og fisk- iðnaður, sem stendur undir þjóð- arbúinu? Hvað hefur lögreglu- þjónn i kaup? Er kalt hérna á veturna? Hvað kostar þriggja herbergja ibúð? Og þegar þau fara úr bilnum við Loftleiða- hótelið segir Argentinumaðurinn á sinni skemmtilegu suður amerisku ensku um leið og hann þakkar fyrir sig: „Furðufólk þessir Islendingar.” E. LESENDUR JlHAFA /ÁWi ORÐIÐ Hve langt á að ganga... J.J. skrifar: „Hvernig er það? — Vill ekki Fischer bara fá sundlaug Loft- leiðahótelsins upp i herbergi til sin? A ekki að gera það fyrir hann? Eftir að hafa lesið þessar siðustu kröfur þessa pilts ofbýður manni alveg heimtufrekjan og um leið virðingarleysiö fyrir öllum öðrum, sem i kringum hann eru. Á meðan heimsmeistarinn býöst til þess að greiða úr sinni buddu þegnar veitingar i flug- vélinni á leiðinni hingað, hvað þá annaö, þá heimtar þessi, að hoaum sé rétt allt upp i hend- urnar. Hve langt á að ganga i þvi að láta undan þessu? Og hver borgar alla þá vitleysu, sem þessi drengur kann að láta sér detta i hug að heimta? Er ekki kominn timi til að piltinum veröi kennt eitthvað i alvöru lifsins? Láta hann vinna fyrir sér t.d.? — Við svona gutta hefði verið sagt i minu ungdæmi. að réttast væri að senda hann á togara. Hann mundi hafa gott af þvi”. Athugið umferðarljósin! „Ég var að keyra suður Háaleitisbrautina i gærrríorgun og þegar ég kom að gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubraut- ar þar sem dauðaslysið varð um daginn var bæði rautt og grænt ljós á götuvitunum, Bilstjórinn sem var á undan mér tók bara eftir grænu ljósunum og keyrði áfram og það munaði minnstu aö helvita mikill trukkur og umferð- in, sem kom á eftir honum, lenti á þessum litla bil. Bilstjórinn á litla bilnum varð að vonum alveg sleginn út af lag- inu, þegar hann sá hvað hafði munað mjóu. Nokkru seinna var allt i lagi með ljósin aftur. En hjá mér hafa vaknað ýmar spurningar eins og t.d. þessi. Gæti hið sama hafa komið fyrir manninn á Keflavik- urflugvelli um daginn og umferð- arljós, sem fóru úr lagi verið or- sök á þessu dauðaslysi? Ég hef lika tekið eftir þvi á gatnamótun- um, sem oft hafa orðið slys á,að grænt ljós hefur verið á báðum götuljósunum i einu. Mér finnst að athuga ætti þessa „klikkun* i götuljosunum fyrr en siöar.” Gunnar ólafsson, Stóragerði HRINGIÐ í síma86611

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.