Vísir - 24.07.1972, Page 4

Vísir - 24.07.1972, Page 4
4 FJÖLDINN ALLUR Á NAGLADtKKJUM UM HÁSUMARIÐ! Það eru ekki bara heims- meistarinn Spasský, og svo Fischer, sem aka hér um götur borgarinnar á nagl- reknum snjóhjólbörðum í miðjum júlí. — Þrjú komma fimm prósent ann- arra ökumanna gera það líka. Umferðardeild gatnamála- stjóra Reykjavikur hefur i vor og í surpar gert könnun á helztu bilastæðum borgarinnar, hve mikil brögð væru að þvi, að menn ækju um göturnar á þess- um tima árs á nagladekkjum. 1. mai leiddi athugunin i ljós, að 40% bilanna voru þá ennþá á negldum dekkjum. — Hálfum mánuöi seinna voru 13% enn á nagladekkjum. — 1. júni hafði þeim fækkað til muna og voru 8% á gaddadekkjum. — t miöjumjúni leiddi könnunin i ljós, að 5% voru þá á negldum hjólbörðum. — Og núna um siðustu mánaðamót voru það 3,5% og lausl. athugun hefursýnt, að svipaður fjöld mun vera ennþá akandi á þessum vetrar- og snjóútbúnaði. Nokkur ár eru siðan menn fóru að gera sér ljósar skemmdirnar, sem nagladekk valda á akbraut- um. Tjaran, sem veldur bileig- endum höfuðverk, þegar þeir þvo bila sina, er asfaltagnir, sem naglarnir tæta upp. t þurru og björtu veðri má sjá förin eftir naglana i yfirborði akbrautanna — og greinilegt slit á gatnamótum og i beygjum. Hvitu asfaltrend- urnar, sem merkja göturnar og akreinarnar eiga að endast i 2 ár en þurrkast út á nokkrum vikum. Vegna naglanna mestmegnis. Tækniháskólinn i Ziírich hefur UDolvst. að slitið á malbikuðum akbrautum þar sé 0,1-0,8 mm fyrir hverja 1000 bila á sólarhring yfir timabilið 15. okt. til 31. april, en það er eini timinn, sem leyfi- legt er að nota neglda hjólbarða þar. — I Miinchen mældist slit á malbikaðri akbraut 7-10 mm eftir 22000 bila á sólarhring fyrir tima- bilið 10. nóv. til 10. marz (en það er timinn, sem nota má nagla- dekk þar). Til samanburðar má geta þess, að þar sem umferðin er mest um Miklubrautina fara um 8500 bilar á sólarhring, en samkvæmt reynslu Ziirich-manna mundi það þýða 0,85 til 6,4 mm slit yfir vet- urinn. — Einu mælingarnar, sem gerðar hafa verið hérlendis yfir þann tima, sem nagladekk eru mest i notkun, sýndu 8 mm slit á Hringbrautinni eftir veturinn. Norðurlöndin hafa öll takmark- að notkun nagladekkja af þessum sökum. T.d. i Danmörku er aðeins leyfilegt að nota nagladekk frá 1. okttil 30. april. t nokkrum fylkj- um Bandarikjanna (og eins i nokkrum sýslum i Kanada) er notkun nagladekkja ALGER- LEGA bönnuð. En tsland hefur enn ekki slegizt i hóp þeirra, sem takmarka notk- un nagladekkja, Borgarráð tók til meðíerðar i miðjum mai s.l. bréf frá gatna- málastjóra, þar sem lagt var til aö banna nagladekk yfir hásumarið. Miöað var við, að nagladekk væru aðeins leyfileg á timabilinu frá 15. sept. að hausti til 1. mai að vori. Borgarráð samþykkti að beina þvi til lögreglustjóra, að sem fyrst yrði sett reglugerðar- ákvæði.sem bannaði neglda hjól- baröa annan tima árs. — GP Vtsir. Mánudagur. 24. júli. 1972 RGUN ÚTLÖND „Allir heim fyrir kosn- ingor" Singer saumavélin sem gerir saumaskapinn aö leik ^^einfaldar stillingar (sem enginn þarf að hræðast), eina saumavélin á markaðinum með sjálfvirka spólun, glært spóluhús, sem sýnir hvað eftir er af tvinna á spólunni, sjálfvirkur hnappagatasaumur, 2 gerðir, hallandi nál, teygjusaumur fyrir nýtízku teygjuefni, m.a. „overlock" og afturstingur og fjöldi annarra hluta gera Singer sauma- vélina að beztu hjálp sem þér getið fengið við saumana. Þér getið valið um 6 gerðir frá kr. 9.872,00 til kr. 25.043,00. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. SAMBAND iSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar Thomas Eagleton vara- forsetaefni demókrata spá- ir því, að allir bandarískir landhermenn verði farnir frá Víetnam fyrir kosn- ingarnar í Bandaríkjunum i nóvember. ,,Ég hef þessa tilfinningu,” seg- ir hann. „Ég held, að Nixon hafi þegar ákveðið þetta.” Hann telur ákvörðun forsetans „standa i beinu sambandi við ferðir hans til Kina og Sovétrikj- anna”. Þótt þetta yrði gert til að efla fylgi Nixons meðal kjósenda, þýddi það ekki, að striðið væri bú- ið, segir Eagleton. Hann kvaðst bjarts'ýnn um, aö demókratar fengju „mestan liluta fylgis vérkamanna”, þótt heildarverkalýðssamtökin, AFL- CIO hafi ákveðið að vera hlut- laus. Nixon hefði ákveðið að tilkynna strax, að Spiro Agnew yrði áfram varaforseti hans, vegna gagnrýni á Agnew frá ýmsum repúblikön- um, svo sem Javits þingmanni New York. Margir fjall- göngu- menn farast Fjórir fallgöngumenn fórust um helgina i Grisons-Ölpum. Tveir Vestur-Þjóðverjar hröpuðu og biðu bana, og hinn þriðji slasaðist þegar þeir reyndu að klifa 3.912 metra háan Piz Palue tind á sunnu- dag. Sama dag biðu tveir svissneskir fjall- göngumenn bana. Þeir misstu takið og hröpuðu á leiðinni niður Toedi- fjall sem er 3.614 metra hátt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.