Vísir


Vísir - 24.07.1972, Qupperneq 20

Vísir - 24.07.1972, Qupperneq 20
Mánudagur. 24. júli. 1972 Rofvirkjastríðið: Akvörðun í dag Stjórn Félags Islenzkra rafvirkja heldur i dag kl. 6 fund, þar sem tekin veröur ákvöröun um svar rafvirkja viö bréfi Vinnuveitendasambandsins f.h. Félags löggiitra rafvirkja og Landsambands isl. rafverktaka, þar sem mótmælt var samþykkt Fél isl rafvirkja um aö vinna ekki aö nýiögnum eöa meiri- háttar breytingum á lögnum nema i ákvæöisvinnu. Skorar Vinnuveitendasambandiö á raf- virkja aö draga samþykktina til baka, fyrir kl. S á morgun, svo aö komizt veröi hjá málaferlum og frekari óþægindum. þs. Mikill ágreiningur meðal bœnda vegna stœkkunar Sögu — Afgreiðsla Stéttarsambandsins lögleysa, segir Hermóður í Árnesi ,,t fyrsta lagi þaö, aö sam- kvæmt þeirri spá um fjölda ferðamanna, sem áætlunin er sögö byggjast á,er ekki þörf á nýju hóteli fyrr en á árinu 1976 og þaö er aigjöriega útilokaö aö reka hótei eins og Sögu meö sumargestum eingöngu.” ...rökstuöningur fyrir ósk um stækkun hlýtur miklu fremur aö byggjast á þvi aö stjórn fyrir- tækisins æskir þess aö halda forystusæti sinu I ferðamálum tslendinga, fremur en aö um einhvern hagnaö sé aö ræöa i náinni framtið.” Svo segir m.a. i greinargerö Þorvarðs Eliassonar viöskipta- fræöings um fyrirhugaða stækk- un á Hótel Sögu , en þessi greinargerð er tekin saman samkvæmt beiðni Hermóðs Guðmundssonar i Arnesi og fleiri bænda sem hafa lýst sig andviga þvi að i stækkun hótels- ins verði ráðizt. 1 umsögn Þor- varðs kemur fram mjög hörð gagnrýni á þá fjárhagsáætlun sem Hagvangur h.f. hefur gert um stökkun Sögu. Segir Þorvarður aö reksturs- halli Sögu vegna stækkunarinn- ar, ef framkvæmd verður muni nema 69 milljónum króna til ársins 1980, auk 36 milljóna vaxtataps. Þá telur hann ólik- legt að 246 milljón króna innlent lán fáist til framkvæmdanna og ráðherra hafi vart heimild til rikisábyrgðar nema með sam- þykki alþingis. Þá fengu Hermóður og félag- ar lögfræðing til að svara þeirri spurningu, hvort Stéttarsam- bandinu eða aðalfundi þess sé heimilt samkvæmt lögum að taka ákvörðun um verulega stækkun Sögu. Hann kemst aö þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. „12. gr. samþykkta Stéttarsam- bandsins eins og hún er orðuö nú sem stendur, finnst engin stoð undir vald Stéttarsambandsins til að taka ákvaröanir um fjár- festingu i hótelrekstri i Reykja- vik” segir i álitsgerð lög- fræðingsins. Ennfremur er tekið fram að þaö megi leiða rök að þvi að stórfelldur atvinnurekst- ur Stéttarsambands bænda i Reykjavik gangi i berhögg við þau stefnumiö sem sett eru i samþykktum Sambandsins. „Það hefur farið fram látlaus áróður af hálfu formanns Stéttarsambandsins fyrir þessu hótelmáli og náði hann hámarki sinu á siðasta fundi þegar hann skipaði eintóma stuðningsmenn sina i nefnd sem fékk hús- byggingamálið til meðferðar.” sagði Hermóður i samtali við Visi. „Við litum á afgreiðslu Stéttarsambandsins sem ólög og markleysu” sagði Hermóður ennfremur. Hótelstækkunin er orðin mikið hitamál meðal bænda og hafa nokkrir bændur hótaðaö hafin veröi barátta fyr- ir þvi að öll starfsemi Búnaðar- félagsins veröi flutt frá Reykja- vik ef ráðizt verður i stækkun Sögu. —SG Fullmönnuð róta rakst ó brúarhandrið — þrennt á slysavarðstofuna Fullmönnuð 21 manns rúta rakst á handrið brúarinnar yfir Skillandsá i Laugardal i gær- kvöldi um kl. 8. Þrennt slasaðist og var flutt til Reykjavikur á slysavarðstofuna en þó ekki talið alvarlega meitt. En mikil spjöll uröu á rútunni,- sem var tiltölulega ný og hafði aöeins veriö ekið 7000 km. — Talið er aö bilun I stýri hafi valdið árekstrinum. Griðarlegur f^öldi fólks var að Laugarvatni um helgina, og var þarna mesta umferö, sem Laug- vetningar hafa séð til þessa { sumar. En önnur óhcpp urðu engin. -GP. Enginn fulltrúi til Haag - þegar lögbannskrafan verður tekin fyrir „Við munum ekki senda neina fulltrúa til Haag þegar alþjóða- dómstóllinn tekur fyrir lögbanns- kröfu Breta” sagði Pétur Thor- steinsson ráðuneytisstjóri i sam- tali við Visi I morgun. Hann kvaðst búast við að dóm- stóllinn afgreiddi málið á skömmum tíma, en þar sem við viðurkenndum ekki rétt hans til að dæma i málinu yrðu ekki frek- ari viðbrögð af okkar hálfu gagn- vart lögbannskröfunni. —SG Þjónar fó kauptryggingu — og gestir matinn sinn ófram Samningar milli þjóna og veit- ingamanna voru undirritaðir með fyrirvara á laugardagskvöldið. Þeir verða bornir undir félags- fundi i dag og ekki var hægt að fá innihald þeirra uppgefið fyrr en þeim fundum er iokið. Þó hefur Visir frétt eftir áreiðanlegum heimildum að þjónar hafi náð fram kauptrygg- ingu, en að vfsu ekki jafn hárri og farið var fram á. Eftir þeim upp- lýsingum sem blaðið hefur aflað sér mun kauptryggingin vera úm 29.000 krónur á mánuöi. —SG BROSIN STIRÐNA Þessa mynd tók UPI-fréttastofan og sendi út nú um helgina, — Rúss- ar eru þarna að stúdera fjórðu skák þeirra Fischers og Spasskf í skák- klúbbi i Moskvu og bros leikur um varir félaganna, þegar Yuri Katkov útskýrir stöðuna. Hætt er við að brosin rússnesku fari nú aö stirðna Htið eitt... Grunaður um kyn- mök við 7 ára telpu Slökkviliðsmenn reyndu froðu- tækið á brunann f öskjugerð Sölumiðstöövarinnar i morgun með góðum árangri. Skemmdir af bruna í umbúða- verksmiðju SH Edlur kom upp í umbúðamið- stöð við Kleppsveg I morgun. Tveir starfsmenn urðu varir viö að kviknað hafði i vaxútbúnaðar vél ki. 8.30 I morgun og hlupu þegar til og tóku fram slökkvitæki staðarins, sem tæmdust þó mjög fljótt. ' Slökkviliðið var þá þegar kallað á vettvang, ásamt tveim sjúkra- bflum, sem reyndust þó alls óþarfir þar sem engin slys urðu á mönnum og eldur ekki eins mikill og virzt hafði i upphafi. Slökkvi- starfi var lokið á aðeins 20 minútum. Ekki er hægt að segja um hve miklar skemmdir hafa orðið á vaxútbúnaðarvélinni, en starfs- menn töldu hana nær ónýta. Hún hefur verið notuð til þess að úða og festa vax á pappa og er venju- legur hiti við notkun hennar um 132 gráður, en hún ofhitnaði og þess vegna kom upp eldur.. Um aðrar skemmdir hússins er ekki svo gott að segja ., en rúður sprungu, og einhverjar skemmdir urðu á þaki. -EA. —tók myndir af eiginkonunni í kynmökum með öðrum mönnum Filmur með myndum af konu i margvislegum kynlifsstellingum með hinum og þessum karlmönn- um fundust heima hjá manni i Hafnarfirði, sem grunaöur var um kynmök við sjö ára tclpu. Myndirnarhaföi hann allar tek- iöaf konu sinni með öðrum mönn- um. Maðurinn, og annar til, voru úr- skurðaðir i allt að 40 daga gæzlu- varðhald, meðan frekari rann- sókn fer fram á athæfi þeirra gagnvart 7 ára dóttur konunnar. Telpan litla hafði skýrt svo frá, að þeir hefðu haft við sig ónáttúru- lega tilburði, og hefur annar þeirra játað það. Auk filmanna fúndust kynn- ingarplögg mörg af þvi tagi, þar sem óskað var eftir kynnum við annað fólk með tilliti til kynmaka og nákvæmlega tiltekiö hvaða af- brigði kynlifs hverjum og einum væri hugleiknust. Hafði maðurinn annazt milligöngu i þessum kynn- um, og konan verið honum til aö- stoöar við það, en enga hugmynd hafði hún hinsvegar um tiltæki hans gagnvart barninu. Sterkur orðrómur hafði leikið á þvi i næsta nágrenni vð heimili þessarar kynningarmiðstöðvar, aö þar mundi stundaður saur- lifnaður af þessu tagi, og þótti ná- grönnum sem börnum þeirra væri ekki óhætt. Barst þetta til eyrna barnaverndarnefndar, sem óskaði rannsóknar lögreglunnar á þessum aðstæðum. Leiddi það til húsleitar og yfir- heyrslu barnsins, sem upplýsti, hvað þarna var á seyði. Maðurinn, sem tók myndirnar af konu sinni með öðrum mönn- um, hefur áður komizt i tæri við lögin i Kópavogi, þegar hann fyrir nokkrum árum auglýsti eftir ljós- myndafyrirsætum, en var þá kærður af stúlku, sem svarað hafði auglýsingunni. G.P.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.