Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 17
17
Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972
u □AG | D KVÖLD | rn □AG | D KVÖLD | C í DAG |
Sjónvarp að loknu fríi:
Einn úr fjölskyldunni, David fyrir framan sprengjuflugvél sína.
Hjónaerjur og hvers kyns óhyggjur í Ashton fjölskyldunni
Sjónvarp kl. 21.00:
Ashton fjölskyldan
14. þóttur:Ný viðhorf
Þá er sjónvarpið komið úr
friinu sinu.tvieflt eftir hvildina.
Þeir byrja i kvöld sjónvarpsmenn
að skyggnast inn i lif Ashton-Fjöl-
skyldunnar vinsælu eftir að hafa
gefið þeim fri frá störfum i
nokkra mánuði.
Og nú er sem sé Ashton aftur á
dagskrá i öllu sinu veldi og
verður áreiðanlega kærkominn
gestur, þegar fólk kveikir nú
aftur á tækjunum sinum. Þegar
siðast fréttist til fjölskyldunnar i
vor var ýmislegt að gerast i lifi
hennar.
Ættarhöfðinginn gamli, Edwin
Ashton, hafði hækkað heldur
betur i tign, og er nú orðinn prent-
smiðjustjóri hjá mági sinum. En
hann er ekki vel ánægður þessa
stundina. Honum likar illa yfir-
gangur Briggs og honum stendur
til boða að fá vinnu annars staðar.
Það liggur i loftinu að hann muni
hætta störfum fyrir Briggs.
Heima fyrir á Edvin i álika
vandræðum og i starfi sinu. Þau
eru orðin lei'ð hvort á öðru gömlu
hjónin eftir 30 ára stapp. Eilifar
áhyggjur út af krökkunum verða
ekki til að bæta samkomulagið.
John Porter , tengdasonurinn er
ennþá týndur og kona hans farin
að svipast um eftir öðrum. Um
áramótin '40 - '41 kemur fjöls-
skyldan svo öll saman á heimili
gömlu hjónanna til skrafs og
ráðagerða.
Allir eru fremur langt niðri og
hálfgerður feigðarblær svifur yfir
Það hjálpast lika allt að.striðsá-
lagið og heimiliserjurnar eru
einna þyngstar á metunum. Litill
árangur verður af ,,friðarvið-
ræðunum” i kvöld og einskis að
vænta i þá átt. Það er þvi komin
hálfgerð „stifla” i sjölskyldunni
sem vonandi lagast i næstu
þáttum. GF.
SJONVARP
ÞRIÐJUDAGUR
1. ágúst 1972.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Frá Ileimsmeistara-
einviginu i skák
21.00 Ashton-fjöiskyldan. Brezkur
framhaldsmyndaflokkur um lif
stórrar miðstéttarfjölskyldu i
siðari heimsstyrjöldinni. 14.
þáttur. Ný viöhorf. Þýðandi
Jón O. Edwald. Við tökum upp
þráðinn þar sem frá var horfið i
vetur. Þessi þattur gerist um
áramótin 1940 - 41. Tony Briggs
hefur gefið sig fram til
herþjónustu. Edwin Ashton er
orðinn framkvæmdastjóri fyrir
prentsmiðju Sheftons Briggs,
en er óánægður og þykir mágur
sinn ekki sýna sér nægilegt
traust. Nokkurrar þreytu gætir
einnig i sambúð Ashtonhjón-
anna.
21.45 Setið fyrir svörum.
Umsjónarmaður Eiður Guðna-
son.
22.20 iþróttir. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
23.20 Dagskrárlok.
„Hvernig skyldi okkur líða að vakna einn
morguninn með nýtt andlit"
Útvarp kl. 22. 15:
Kvöldsagan: „Maðurinn
sem breytti um andlit"
eftir Marcel Aymé
Karl ísfeld íslenzkaði
— Kristinn Reyr byrjar lesturinn
Hvernig skyldi okkur liða ef við
vöknuðum einn góðan veðurdag,
litum i spegil og sæjum að við
værum komin með nýtt andlit?
Það hlýtur að vera spennandi
svona I og með. Og þó. Það væri
enginn til þess að þekkja okkur og
við yrðum að byrja nýtt lif.
Nýja kvöldsagan sem hefst i út-
varpinu i kvöld ber einmitt nafnið
„Maðurinn sem breytti um
andlit” eftir franska rithöfundinn
Marcel Aymé. Aymé þessi var
upphaflega læknir en hvarf frá
þvi starfi sinu og gerðist rit-
höfundur. Eitthvað mun hann
hafa skrifað af leikritum og tölu-
vert af skáldsögum, sem hlutu
góðar undirtektir.
Aymé lézt um 1950. „Maðurinn
sem breytti um andlit” kom út
1948 i islenzkri þýðingu Karls ís-
felds. Karl var einn af okkar
snjöllustu þýðendum og þýddi
ókjör af bundnu og óbundnu efni.
Jöfnum höndum þýddi hann
jafnt skáldsögur sem heila ljóða-
bálka eins og Kalevala eftir
finnska skáldið Sillenpá sem
einna lengst mun halda nafni
Karls Isfelds sem þýðanda á lofti.
Karl var i hópi þeirra sem hlaut
verðlaun úr móðurmálssjóði
Björns Jónssonar fyrrum ráð-
herra, sem þeir synir hans
(Sveinn forseti o.fl.) stofnuðu.
Jafnframt þýðingarstörfum
sinum var Karl sjálfur skáld og
gaf út nokkrar ljóðabækur. Hann
lézt árið 1955.
Kristinn Reyr rithöfundur sem
les sögu Aymé um manninn sem
breytti um andlit sagði okkur það
hjá Visi, að þetta yrðu liklega
eitthvað um 20 lestrar,20 minútur
i senn. Hann sagði að nafn
sögunnar skýrði sig sjálft. Maður
nokkur breytir um andlit og þar
með byrjar hann nýtt lif. „Það er
ýmislegt sem hendir hann i þessu
nýja lifi”, segir Kristinn sem
varla er hægt að segja frá ef það á
að takast að fá fólk til að hlusta á
söguna með athygli. Utvarpið
hefur valið þessa sögu og fær mig
til að stauta fram úr henni. Það er
allt og sumt.”
Og það er vist ráðlegast að vita
sem minnst um manninn sem
breytti um andlit þvi að
spenningurinn byrjar á fyrstu
blaðsiðu og i meðförum Kristins
ætti hann að geta haidið áfram og
ekkertannað að gera en að hlusta
með athygli næstu vikurnar á
lesturinn. GF.
Olympíuleikarnir
í Miinchen
Nokkrir miðar ásamt hótelherbergi til
sölu. Uppl. i sima 36208 milli kl. 7 og 8 á
kvöldin.
^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■ttttttWWW-íi
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 2. ágúst.
m
m
UL
Irá
&
Hrúturinn, 21. marz.-20 april. Skemmtilegur
dagur á margan hátt. Vissara að viðhafa alla að-
gæzlu i umferð, einkum á vegum úti, og ætla sér
sem rúmastan tima.
Nautið, 21.april-21.maí. Skemmtilegur dagur og
rólegur heima fyrir. Ef til vill dálitið tafsamur á
ferðalagi og þvi vissara að reikna með þvi.
Tviburarnir, 22.mai-21. júni. Dagurinn getur
orðið skemmtilegur, einkum ef þú leggur ekki
allt of mikla áherzlu á smáatriði i fari annarra,
sem þú kannt ekki sem bezt við.
Krabbinn,22.júni-23. júli. Góður dagur að mörgu
leyti, en óvæntar tafir geta þó sett nokkurn svip
á hann, sem þú fellir þig ef til vill ekki að öllu
leyti við.
Ljónið24.júli-23. ágúst. Góður dagur en hætt við
að ekki verði um mikla hvild að ræða. Ef þú
verður á ferðalagi skaltu fara að öllu með gát,
einkum á vegum úti.
Meyjan 24. ágúst-23.sept. Það litur út fyrir að
dagurinn verði þér einkar skemmtilegur,
einkum þegar á liður. Ef til vill öllu skemmti-
legri heima en að heiman.
Vogin, 24.sept.-23.okt. Mjög skemmtilegur
dagur, einkum fyrir yngri kynslóðina, og mun
gagnstæða kynið koma þar mjög við sögu. Ef til
vill lika hvað þá eldri snertir.
Drekinn 25.okt.-22.nóv. Þú átt notadrjúgan og
fremur skemmtilegan dag i vændum, en hætt
við að það verði ekki beinlinis neinn hvildar-
dagur4hvorki heima né heiman.
Bogmaðurinn 23. okt.21.des. Skemmtilegur
dagur og flest gengur nokkurn veginn sam-
kvæmt áætlun hjá flestum. óvænt atvik geta
orðið til að auka á ánægjuna.
Steingeitin, 22.des.-20.jan. Skemmtilegur dagur
flestum, en um leiö nokkuð erfiður, að minnsta
kosti á ferðalagi.
Vatnsberinn, 21. jan-19.febr. Þetta verður að
öllum likindum góður dagur. Hætt er við að ein-
hverjir nákomnir valdi þér nokkurri fyrirhöfn,
en þú munt þó ekki telja eftir.
Fiskarnir, 20.febr.-20.marz. Skemmtilegur
dagur, en krefst þó allrar gætni og fyrirhyggju,
og þó einkum á ferðalagi. Láttu engan taka af
þér ráðin.ef i það fer.
<x
<t
<t
ýt
-»
-s
-s
■ct
-»
-ts
-Ct
-d
■»
ít
-Ot
■ít
-tt
-tt
-tt
-tt
-ot
-tt
■ot
-tt
-ít
-tí
-tt
-tt
-tt
-ts
-tt
-tt
-ot
-ts
-tt
-ot
-vt
-tt
-tl
-tt
-01
■ot
-tt
-ot
-tt
-0t
-01
-Ot
-tt
-ot
-tt
-tt
-ct
-01
•Ot
-tt
■ot
•Ot
-Ot
-tl
-ot
-Et
-ít
-ot
-Ot
-Ot
-yt
-ot
-Et
-tt
-ti
-ot
-vt
-Ot
■g
-tt
-01
-ts
-tt
-Ot
<t
-Ot
■ot
-Ot
-tt
-ot
-ot
-tt
-Ot
-Ot
-Ot
-Ct
-Ot
-tt
•Ot
-Ot
-Ot
■Ot
■d
-ot
t}. 3f. t}. q. ÍJ tf. q. t}. q. q. q. q. q. q. t? t? V V- V- t? t? t? ty t? tf-J? J? J? tj- V- V- V- V- í1 V í5 V'-Ot
ÚTVARP •
ÞRIDJUDAGUR
1. ágúst
13.00 Eftir hádegiö Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög og
spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: „Loftvogin
fellur” eftir Richard Ilughes.
Bárður Jakobsson les (2).
15.00 Fréttir. Tilkynningar
15.15 Miðdegistónleikar. Wilhem
Kempff leikur Krómatiska
fantasiu og fúgu i d-moll eftir
Bach og „Jarnsmiðinn
söngvisa”, stef og tilbrigði úr
sembalsvitu nr. 5 i E-dúr eftir
Handel. Salomon og hljóm-
sveitin Filharmónia leika
Pianókonsert nr. 3 i c-moll op.
37 eftir Betthoven. Herbert
Menges stj.
16.15 Veúrfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Heimsmeistara-
einvigið i skák
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill.
19.45 íslen/.kt umhverfi.Snæbjörn
Jónasson verkfræðingur talar
um vegina og umhverfið.
20.00 Lög unga fólksins. Sigurður
Garðarsson kynnir.
21.00 iþróttir.Jón Asgeirsson sér
um þáttinn.
21.20 Ferðin með „Frekjunni”
Ingibjörg Jónsdóttir ræðir við
einn skipsmanna, Úlfar
Þórðarson lækni.
21.45 „Dumbarton Oaks”, konsert
í Es-dúr eftir Stravinsky.
Hljóðfæraleikarar úr Columbiu
sinfóniuhljómsveitinni leika,
höf. stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Maðurinn sem breytti um
andlit” eftir Marcel Aymé.
Karl Isfel islenzkaði. Kristinn
Reyr byrjar lesturinn.
22.35 Harmonikulög. Benny van
Buren leikur með hljómsveit
sinni.
22.50 A hljoðbergi „The Barretts
of Wimpole StreeC’eftir Rudolf
Besier. Fluttir verða þrir
þættir leikritsins, sem fjallar
um fyrstu ástir skáldanna
Elisabetar Barretts og Roberts
Brownings. Með hlutverkin
fara Katherine Cornwell og
Anthony Quayle.
23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.