Vísir - 14.08.1972, Síða 1

Vísir - 14.08.1972, Síða 1
«2. árg. — Mánudagur 14. ágúst —182 tbl. Lögreglan og sjúkrabíll lentu í árekstrum á leið á slysstað — Sjá baksíðu Fram stefnir hraðbyri í íslandsmeist- aratitilinn Sjá íþróttir, bls. 10, 11, 12, 13 og 14 ★ Fórnar Nixon Thieu forseta? Nixon ætlar að koma til móts við Norður-VIetnama og „fórna Thieu” forseta Suður-Vietnam, að sögn timaritsins Time. Time segir, að Nixon ætli að opna leiöir fyrir norðanmenn aö koma Thieu frá völdun- um, þótt Nixon „ætli ekki að gera skitverkin fyrir N-Viet- nama”. Sjá bis. 5 ★ Sólskin síðustu viku í Laugar- dalsgarðinum Úr þvi engin er sólin hjá okkur i Reykjavik I dag, (vonandi ylja Norðlendingar og Austfiröingar sér á henni i staöinn), er ekki úr vegi að sýna sólskinsmyndir frá þvi i lok siöustu viku. Við brugöum okkur i Laugar- dalsgaröinn, sem i seinni tið hefur laðað að sér æ fleiri gesti. Við komumst fijótiega að þvi að þetta er engin tilviljun. — Sjá bls 7. ★ Síldarendur- minningin látin hverfa Þar sem áöur var síld með tilheyrandi spekúlöntum, kátum sjómönnum og söltunarstúlkum, eru mann- virki nú aö hverfa fyrir jarð- ýtum og niðurrifsvélum. Á Siglufirði stendur yfir ein ailsherjar hreingerning, — gömul og nánast ónýt mannvirki hverfa á stóru svæöi, en geysimikið hrað- frystihús, liklega það fullkomnasta hérlcndis mun risa á sildarendurminning- unni. — Sjá bls 9 I Keflavík Brekkukotið loks ó filmu — fyrstu atriðin tekin inni í dag, útiatriðin bíða eftir sólskininu Ekki voru veðurguðirnir á því, að hjálpa þeim Brekkukotsmönnum um sólskin suður í Garði í bítið í morgun, þegar byrjað var að undirbúa fyrstu kvik- myndatökuna. En Brekku- kotsmenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og höfðu tilbúið ,,varastúdíó" inni í Skeifu, svo að fyrstu atriðin, sem tekin verða í myndinni, verða tekin innanhúss í dag. Tróels Bendtsen sagði okkur i morgun, aö ekki væri hægt að segja að svo stöddu, hvort mikiö fjárhagstap yrði vegna seinkunar á upptökum vegna slyssins, sem þrennt af kvikmyndafólkinu lenti i. Hins vegar er ljóst, að margir góðir sólardagar hafa farið for- görðum. „Viö veröum að vona að nú sé hiö islenzka haust ekki gengið i garð með rigningu og sudda” sagði Tróels. „Við hefðum getað veriö búin með all- flestar útisenurnar, ef viö hefðum ekkí tafizt”. Við litum við inni i Skeifu, þar sem veriö var að leggja siðustu hönd á fjósloftið á Hringjarabænum, en þar verður fyrsta atriðið tekið. bað er atriðið þar sem Álfgrimur finnur Garðar Hólm liggjandi undir London Times og Garðar gefur Alfgrimi skóna. Ef vel gengur veröur einnig tekið atriðið þar sem fröken GÚömundsen og Álfgrimur hittast i fjósinu. Á miövikudag verðursvo tekið stærsta hópatriði i Guttó. Leikmyndateiknarinn Björn Björnsson, var með „Kóngulóar- maskinu” á lofti, þegar viö hittum hann i morgun og var aö útbúa kónguióarvef á fjósloftiö. Sérstakt „kóngulóarvefjalakk” er notað i vefina og þvi úðað á veggi og bita i loftinu. barna voru menn að dunda við hina og aðra „finvinnu”, annars var allt til- búið. Ljósamenn mældu ljósin og nú var bara beðiö eftir að sjálfur leikstjórinn birtist meö leikarana tilbúna i gervum sinum. — bS Ljósameistarar ráðfæra sig við yfirleikmyndateiknarann Björn Björnsson fyrir framan fjósið í Hringj- arabænum, þar sem fyrstu atriðin verða tekin i dag. Sökk í fjörunni 60 tonna bótur hólfsokkinn við bryggju í Keflavík, þegar menn vöknuðu í morgun 60 brúttólesta bátur, bórs- hamar RE-28, var nær sokkinn i Keflavikurhöfn i morgun, en I tilraunum til björgunar var hann dreginn i strand upp i fjöru. bórshamar iá fjórði bátur utan á Óla Toftum, en um kl. hálfsjö I morgun uröu skipverj- ar á Óla Toftum varir við, að bórshamar var oröinn mikið siginn, enda hálffullur af sjó. Enginn af áhöfn bórshamars var um borð og hvergi tiltækir, enda allir utanbæjarmenn, en skjótra aðgerða var þörf, þvi að báturinn seig jafnt og þétt, svo að flaut orðið yfir dekkið að aft- an. Með þvi að báturinn var bund- inn utan á þrjá aðra, varð dæl- um ekki komið við úr landi, og var gripið til þess ráðs, að Óli Toftum keyrði með bórshamar bundinn á siðunni upp á smá- bryggju i fjörunni. En svo ör var lekinn, að áður en varði fór að fljóta inn um op- ið kýrauga á bátapallinum. Og þegar skipverjar á Óla Toftum hjuggu á festarnar um leið og komið var upp i fjöru, sökk bórshamar. Háflóð var i morgun, þegar þetta skeði, og stóð þá hálft stýrishúsið á bátnum upp úr sjó. Hálfri minútu eftir aö Óli Toftum sleppti bórshamri kom slökkviliöið aö, og töldu sjónar- vottar, að dælur þess hefðu get- að komið i veg fyrir að báturinn sykki, ef hann hefði verið látinn hanga lengur utan á óla Toft- um. Skýringin á þessum skyndi- lega leka i bátnum lá ekki ljós fyrir i morgun, en allt hafði ver- ið með felldu þar um borð, þeg- ar skipverjar fóru frá borði i gærkvöldi. Annar eigandinn, Trausti Guðmundsson, sem kominn var til Keflavikur i morgun, eftir að honum var til- kynnt um óhappiö hélt — þegar fréttaritari Visis hitti hann að máli — að ef til vill hefði botn- loka brugðizt, og þannig mynd- azt leki. Vonir stóðu til þess i morgun, að báturinn mundi standa það mikið upp úr sjó i dag, þegar fjaraði undan honum, að dæla mætti úr honum sjónum og koma honum á flot aftur. — GP. Hásetahlutur 150 þús. eftir 2 mánuði —en vonast til að komast í „almennilegan fisk" - sjá baksíðu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.