Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Mánudagur J4. ágúst 1972
3
Bandariskt skakfyrirfólk fyrir miöju stórmeistararnir Lombardy og Byrne og milli þeirra eiginkona
Byrnes.
Nokkrar glcfsur úr grein
Ilarolds Schonberg i Ncw York
Timcs uin 13. cinvigisskákina:
,.1‘aö var tilfinningalegt áfall
fyrirSpasski aö tapa 13. skákinni
og liefur ef til vill oröiö til aö buga
kcppnisanda heimsmeistarans.
„Þegar Fischer fórnaði hróks-
peðinu á kóngsvæng sagði einn
stórmeistarinn: „Enn ætlar hann
að reyna”, annar lét eftirfarandi
orð falla: En þetta er feigöar-
flan"
Eftirfarandi er haft eftir
rússneska stórmeistaranum
Krogius: „69. leikur Spasskis var
fingurbrjótur, i stað þess að leika
hróknum á d 1 hefði hann átt að
leika honum c3” og áleit, hann, að
það hefði na-gt heims-
meistaranum til að halda jafn-
tefli.
„Ég veit ekki hvort Spasski lék
af sér" sagði stórmeistarinn
Lubomir Kavalek" en það verður
áreiðanlega ekki fyrr en eftir
margra mánaða rannsóknir að
nokkur geti sagt nokkuð um þessa
skák". — b —
Ný scnding frá Svlþjóð.
Köflótlar blússur úr ind-
vcrskri bóniull í grænu og
gulu, cinnig cinlitar,
brúnar, gular og rauðar.
Frottc slopparnir komnir
aftur I brúim og rauðu.
•Vljiig skcmmtilcgar pcys-
ur.
Hann nœr sér bráðlega aftur"
Geller um veikindi Spasskís
„Ég undirritaður hef
skoðað Spasskí í dag og af
heilsufarsástæðum ráð-
legg ég honum að tefla
ekki í dag".
Þannig var læknisvottorð Úlf-
ars Þórðarsonar læknis sem af-
hent var Lothar Scmid aðal-
dómara kl. 11.20 i gærmorgun
að Hótel Esju. Dómarinn
hringdi þá þegar á Loftleiðahó-
telið og lét séra Lombardy vita
að ekki yrði teflt þann daginn og
bað hann fyrir skilaboð þess
efnis til Fischers. Áskorandinn
var i vigahug og féll honum
þungt að geta ekki haldið slagn-
um áfram.
Erfitt var að fá nákvæmar
upplýsiqgar um heilsufar
heimsmeistarans. Fylgdarlið
hans virtist við beztu heilsu en
var hins vegar ekki á þeim bux-
unum að gefa nákvæmar upp-
lýsingar um hvernig Spasski
liði. „Hann er veikur, en hann
nær sér bráðlega” sagði Gellec
Spasski hefur haldið sig i her-
bergjum sinum á Sögu og kom
hann ekki i Grillið til að borða,
hvorki i gær né i morgun.
„Þessi veikindi komu sér afar
illa fyrir okkur” sagði Guðjón
Stefánsson framkvæmdastjóri
Skáksambandsins „við vissum
um margt fólk utan af landi sem
gerði sér ferð i bæinn á sunnu-
daginn til að sjá skákina og að-
sókn hefur alltaf verið mest á
sunnudögum. Nú á Spasski að-
eins eftir eitt veikindafri og eftir
það verða skákir dæmdar af
honum ef hann getur ekki mætt
sökum lasleika”, sagði Guðjón
ennfremur. Almennt er búist við
að 14. skákin verði tefld á morg-
un og heimsmeistarinn verði þá
búinn að ná heilsu á ný. „Ég er
sjálfur hálf slæmur i hálsinum”
sagði Lombardy þegar Visir
leitaði álits hans á veikindum
Spasskis. Taldi klerkurinn ekki
nema eðlilegt að menn veiktust i
svona roki og rigningu. — SG.
Skák - f y rirf ólkið
genr
Á laugardagskvöldiö var
fyrirfólk (society) banda-
ríska skákheimsins, sem
hér er statt, að gera sér
glaðan dag í Nausti.
Kannski var verið að fagna
sigurgöngu áskorandans,
að minnsta kosti var í
hópnum sérstakur am-
bassador og lífvörður
Bobbýs Sæmundur Páls-
son, en sjálfur væntanlegur
heimsmeistari (að því er
bezt verður séð) var hvergi
sjáanlegur.
Þessi hópur blaðamanna og
sér gloðon dag
skákmeistara sat við horn-
borðið uppi á pallinum við
útgöngudyrnar en niðrí sal
voru Fox og lögfræðingur
hans ásamt eiginkonum
sínum og héldu blesspartý
því lögmaðurinn var á för-
um til Bandaríkjanna.
Ekki var annað að sjá en
gleði og kátína svifu yfir
borðum þessa tveggja
hópa, en flestaf veizlugest-
um hefurdvalið hér í hálf-
an annan mánuð eða
meira.
— b —
FISCHER 2785
SPASSKÍ 2660
Bobby Fischer hefur fleiri
stig hjá alþjóðaskáksam-
baudinu en Boris Spasski, en
þar cru skákmönnum jafnan
vcitt stig eftir fyrri framrni-
stiiðu til að gefa til kynna
styrkleikahlutföll milli
þeirra. Fischer hefur i
nýbirtri sligagjöf 27S5 stig,
cn Spasski 266«. Mismunur-
inn er þvi 125 stig. Kngar
skákir i núvcrandi heims-
mcistaracinvigi eru mcð-
taldar þarna. Þetta þýðir, að
likur Fischers til sigurs yfir
Spasski ættu að vera 67%
gcgn 33%. — HH
Fischers-
kerfi nœst
Fischer hefur samið nýtt kerf
um fyrirkomulag heimsmeist
arakeppninnar i skák, og mun
væntanlega fariö eftir þvi næst
Næsta einvigi um titilinn verð
ur áriö 1975. Þá munu jafntefli
ekki tekin með, en sá keppandinn
sem fyrstur nær sex vinningum
sigrar i einviginu.
t f jögur ár verður útsláttar
keppni i gangi, svokölluö „svæða
mót” i ár, „millisvæðamót” áriö
1973 og kandidatamót árið 1974
Heiminum er skipt i 10 svæði. Tvö
millisvæðamót veröa árið 1973, i
stað eins, sem veriö hefur. Til
viðbótar 18, sem komast þangað
úr svæðamótunum, koma „súper-
stjörnur” til sögunnar i milli-
svæðamótunum. Þær hefur al-
þjóðasambandið þegar valið og
eru þeir: Keres, Smyslov, Tal,
Polugayesky, og Stein, allir frá
Sovétrikjunum, og Hort frá
Tékkóslóvakiu. Rétt til keppni i
millisvæðamótum hafa einnig
þeir sex, er kepptu á siðasta
kandidatamóti: Korchnoi og
Taimanov, Sovétrikjunum, Bent
Larsen, Danmörku, Hilbner, V-
Þýzkaiandi og Uhlmann, A-
Þýzkalandi.
Þrir efstu menn i hvoru milli-
svæðamóti halda áfram á kandi-
datamótinu, og þar koma einnig
til sögunnar tveir af þeim, sem
lengst komust i núverandi keppni.
Vinni F’ischer heimsmeistaratit-
ilinn nú, verða þaö Sovétmenn-
irnir Spasski og Petrosjan, sem
skipa þessi sæti.
Þessirátta „kandidatar” munu
keppa um það, hver verði „áskor-
andi” og mæti Fischer i einvigi
árið 1975. — HH
Fox og lögfræðingur hans.
Tekur mcrga mánuði að
raimsaka 13. skákina
— segir stórmeistarinn Lubomir Kavalek
Bobby óánœgður með borðröndina:
Boðin tylft borða
og skrifar á þau
Fulltrúar Fischers og
Skáksambands islands
komu saman i Laugar-
dalshöll í gærkvöldi og
skoðuöu um það bil tylft
nýrra skákborða. Fischer
hafði beðið um nýtt borð.
Sama boröið hefur verið notað
siðan i fimmtu skákinni, en
Fischer cr sagður óánægður
með boröröndina.
Eftir tveggja stunda umræður
var samþykkt að sennilega væri
það borð samt bezt, sem hefur
verið notaö i siöustu skákunum.
Fischcr var beöinn að skrifa
nafn sitt á ónotuöu borðin, sem
skáksambandið hyggst selja.
Eltir að kvikmyndatekjur eru
farnar i vaskinn, skortir skák-
sambandiö fé.
Fischer sagði i sima, að hann
mundi ekki koma til að skrifa á
borðin.
Guðmundur Þórarinsson for-
seti skáksambandsins er sagöur
hafa reiðzt við og gengið úr
salnum. Siðar gerði Paul Mars-
hall lögfræöingur Fischers,
ýmsar kröfur til skáksam-
handsins og óskaði eftir að hlut-
ur þess, er tapaöi einviginu, yröi
settur i „geymslu”, unz viss
skilyrði yrðu uppfyllt.
Ekki var skýrt frá skilyrðun-
um i morgun.
Fischer var i morgun sagður
hafa fallizt á aöskrifa nafn sitt á
ónotuöu skákborðin. —