Vísir - 14.08.1972, Side 6

Vísir - 14.08.1972, Side 6
6 Visir Mánudagur 14. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ^ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Biaðaprent hf. Ótemjan framtíð Eitt helzta einkenni nútimans er, að tíminn lið- ur með ört vaxandi hraða. Breytingarnar gerast hraðar og hraðar. Uppfinningar i tækni og visind- um margfaldast með hverju árinu og komast æ fyrr á almennt notkunarstig. Þjóðfélagið ger- breytist; á einum mannsaldri, ekki aðeins tæknin og lifskjörin, heldur lifsvenjurnar i heild og hugs- unarhátturinn. Fyrr á öldum fæddust menn, lifðu og dóu i sama umhverfi. Breytingarnar voru svo hægar, að ekki var unnt að finna þær á einni mannsævi. Fólk þurfti litið sem ekkert að leggja á sig til að lagast að breyttum aðstæðum. Það fór fyrst að hrikta i þessum stöðugleika fyrir um það bil tveimur öldum. Og hér á íslandi hófst hraða- aukning timans ekki fyrr en um siðustu aldamót, fyrir sjö til átta áratugum. Á þessari öld hafa breytingarnar verið enn hraðari hér á landi en i nágrannalöndum okkar. Við höfum náð nágrönnum okkar i þróuninni, þótt við færum seint af stað. Hér á landi hafa breyt- ingar nútimans gerzt á einni mannsævi. Þeir, sem nú eru komnir yfir sjötugt, hafa lifað alla þessa æðisgengnu þróun frá torfbænum, lýsikol- unni og sauðskinnsskónum til fjölbýlishússins, uppþvottavélarinnar og einkabilsins. Samt höfum við ekki ruglazt i riminu að neinu ráði. Menn hafa yfirleitt haldið sönsum i hringið- unni. Þetta er aðdáunarvert dæmi um sveigjan- leika og aðlögunarhæfni mannsins. Vaxandi hraði breytinganna hefur ekki borið okkur ofur- liði, þótt hann hafi á stundum valdið okkur örygg- isleysi, rótleysi og streitu. Það er eins gott, að þetta skuli hafa lánazt svona vel, þvi að framtiðin ber enn örari breyt- ingar i skauti sinu. Þeir, sem nú eru að fæðast, eiga vafalaust eftir að þurfa að laga sig að enn fleiri nýjum aðstæðum en þeir, sem fæddust um aldamótin, hafa þurft að gera. Fyrirsjáanlegt er, að ekkert lát mun i náinni framtið verða á hraðaaukningunni i visindum og tækni. Þessi þróun mun jafnóðum breyta daglegu lifi hvers og eins. Allir hinir gömlu, föstu punktar tilverunnar munu hverfa. Og sú þverstæða kann að verða raunveruleg, að hraðinn einn verði sá fasti punktur, sem menn geti reitt sig á. Hér áður fyrr áttu börn dúkkur sinar og bangsa meðan hægt var með viðgerðum að halda þeim nokkurn veginn i heilu lagi. Nú er sú venja byrjuð að mótast erlendis, að börn geta látið dúkkur sin- ar fara til framleiðandans i skiptum fyrir nýtt og endurbætt módel. Á bak við þetta smáatriði ligg- ur gjörbreyting á hugsunarhætti. Gamla, slitna dúkkan var fastur punktur i tilverunni, en nýja skiptidúkkan flýtur i straumi hverfulleikans. Það er ekki hægt að spyrna við fótum og stöðva timann. Við verðum að vona, að hin annálaða að- lögunarhæfni mannsins muni fleyta honum gegn- um hringiðuna hér eftir sem hingað til. Við verð- um að vona, að þanþol sálar og huga mannsins hafi ekki enn verið reynt til hins itrasta. Við verð- um sér i lagi að vona, að i uppeldi og skólun finn- ist leiðir til að auka aðlögunarhæfni unga fólksins og gera þvi kleift að sitja þá ótemju, sem fram- tiðin hlýtur að vera. DRAUMORAMAÐUR Á HÆGRI KANTI Fjórum sinnum hafa ráð- herrar í ha Idsf lokksins veifað plaggi frá Elísabetu drottningu og lýst yfir /,neyðarástandi". Þetta siðasta varsótt með flugvél og báti til snekkju drottningar. Neyðin var sár. Hinn snjalli kapp- siglingamaður Edward Heath hafði ekki getað siglt milli skers og báru. Annars vegar steyttu verkamenn hnefa, lokuöu höfnunum og stöðvuðu iðjuverin. Hinn „þögli meirihluti" hefði að venju beint reiði sinni gegn verkfallsmönnum og Heath hefði kannski getað látið kjósa og sigrað, ef það væri ekki víðs fjarri þögla meirihlutanum að kjósa Heath á þessari stundu fyrir aðrar syndir, sem honum eru kenndar. Verkamannaflokkur póker- spilarans Wilsons tók þá afstöðu, sem snjöllust var. Hann tvisté. Ekkert er jafn glúriö i slikri stöðu. Fyrst hægri og svo vinstri, hvorki af né á, varð til þess, aö þögli meirihlutinn gat ekki eignað það Verkamannaflokknum, þótt tómata skorti eöa banana á mat- borðin.Tákntimans varð reiði, og reiðin beindist að rikisstjórninni. Met i verkföllum og atvinnuleysi Það bætti ekki skákina, að ráð- herrann Maudling fór að álpast til að láta komast upp um litilshátt- ar glaðning, sem hann hafði látið gera konunni sinni, svo að hærra yrði á henni risið meðal góðgerðarkvenna. Maudling lét skjólstæðing sinn rétta nokkurn skilding til ..eftirlætisleikhúss” frúarinnar. Slik mál eru alltaf skemmtileg i augum kjósenda, gera mönnum glaðari daga i svartnætti tómataleysisins. Heath taldi sig þurfa að endur- nyja og umbæta i atvinnulifinu. Það var vitað, að Bretar höfðu orðið aftarlega á merinni i tækni- væðingu. Þeir ættu ekki sjö daga sæla i EBE, i samkeppni við hina, þegar þangað kæmi. Heath vildi skapa nýja tima. Hann var mestur hugsjónamaður i röðum thaldsmanna. Draga skyldi úr rikisforsjá og koma einkafram- taki til vegs. Þetta var of djarfur leikur. Atvinnuleysi varð meira á Bretlandi en orðið hafði siðan i heimskreppunni. Eitthvað um milljón manna hafa gengið at- vinnulausir. Jafnframt hafa verkföll, skæruverkföll, setu- verkföll og allar tegundir verk- falla orðið meiri i ár en verið llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason hefur siðan i allsherjarverkfalli árið 1926. Atvinnuleysi og verkföll eru venjulega ekki fylgifiskar. Venjulegast er mest hætta á verkföllum þegar vinna er mikil, þá sjá menn ástæðu til að krefjast hærri launa og eru ekki hræddir um að missa vinnuna fyrir vikið. Þá er hver vinnustund manns auðvitað i meira gildi, þvi eftir- spurnin eftir vinnustund manns er meiri. Heath tókst að sameina verkföll og atvinnuleysi. Honum tókst lika að sameina atvinnuleysi og verðbólgu, en það haföi Nixon áður gert manna kræfastur. Ekki svo að skilja, að Heath vildi neitt af þessu. Vandinn er sá, að of mikið er i Liggur við „byltingu" Verkalýðsforingjar, sem voru óðum að verða ,,bandarfskir”, það er að segja velmegandi þátt- takendur i lifsins lyst, hafa nú skorið upp herör. Þeir efldust mjög, þegar Heath varð að hopa og láta lausa þá verkamenn, sem höfðu verið handteknir fyrir ólög- legt verkfall. Heath hefur i ár hopað i kjaramálum, svo að um munar, og langvinn verkföll i hverri greininni af annarri hafa eyðilagt stefnu hans. Kolanámu- menn myrkvuðu Bretland og þeim tókst i ársbyrjun að greiða stefnu Heaths högg, sem hann hefur ekki risið undir. Þvi hefur það óvenjulega gerzt, að við borð liggur, að þjóðfélags- leg bylting fylgi i kjölfar upp- hlaups verkalýðsfélaga gegn Heath. Velgengni verkamanna i kröfugerð hefur gefið þeim byr, sem mun endast. Fyrri reynsla af viðbrögðum Heaths gefur til kynna, að hann piuni enn láta undan i deilunni við hafnarverka menn og kasta frá sér vinnulög- gjöfinni sinni til að fá stundar- grið. Hugsjónamaðurinn Edward Heath tilheyrir annað hvort for- tiðinni eða framtiðinni, en ekki nútið staðreynda i brezku þjóðlifi. uppnámi i brezku þjóðfélagi um þessar mundir. Einungis með mjög svo varfærnislegum að- ferðum hefði einhverju verið þokað til betri vegar. Heath hafði á oddinum nýja vinnulöggjöf, sem átti að koma i veg fyrir skæruverkföll smáhópa, sem hafa verið hinn versti mein- vættur. En með verkföllum ætlar verkafólk að kollvarpa þessum lögum gegn verkföllum. Slik eru örlög Heaths, að verkföll lykil- greinar atvinnulifsins, hafnar- verkfall, á einnig rætur i and- mælum verkamanna á atvinnu- leysistimum gegn nýrri tækni, sem fækkar fólki. Endaskipti á völdum á vinnumarkaði? Brezkur almenningur hefur breytt viðhorfum siðustu mánuði. Fyrrum voru flestir Bretar sæmi- lega þolinmóðir. Kjör manna bötnuðu. Verkamenn eignuðust fleiri kæliskápa og bifreiðar. 24,5 milljónir launþega landsins kvörtuðu litið. Hins vegar risu verkalýðsfélögin öndverð gegn tilraun Wilsons til að fækka skæruverkföllum með nýrri vinnulöggjöf, og Wilson varð að hopa. Brezk verkalýðsfélög eru öflug og menn segja með töluverðum rétti, að endaskipti hafi orðið á hlutunum á þessari öld og verka- lýðsfélögin orðið meira vald en „kapitalistarnir” i þjóðfélaginu. Að minnsta kosti hafa laun hækkað um 13 prósent á ári en framleiðslan aukizt um aðeins tvö prósent árlega. Tómatar rotna. Hafnarverkamenn hafna tækni- væðingu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.