Vísir - 14.08.1972, Page 7
Yísir Mánudagur 14. ágúst 11)72
7
Umsjón:
Svanlaug
Baldursdóttir
liálfhrædd um börnin i Illjómskálagaröinuni.... Ainman Sigriöur Sæmundsdóttir og mamman Svava Arnadóttir mot) Ingu Kut.
Þaö er engin tilvilj-
un, að Laugardals-
garðurinn er að verða
vinsælasti almennings-
garðurinn. Þar er
nærri hver blettur set-
inn á sumum sólskins-
dögum. Mesta „traffik-
in” i garðinum er um
þrjúleytið er okkur
sagt af fastagestum.
Þangað koma heilu
fjölskyldurnar til að
njóta sólarinnar og
garðsins.
I siöustu viku lögðum við leið
okkar i Laugardalsgarðinn og
vorum ekki lengi að uppgötva
aðdráttarafl garðsins. Þegar
komið er inn sér maður litrikt
blómskrúðið á ræktunarsvæðinu
og siðan er gengið eftir skugg-
sælum gangstigum milli hárra
trjáa, sem veita skjól gegn gol-
unni, sem oftast næðir um höf-
uðborgina þótt sól skini i heiði. t
skógarlundum liggja sólbaðs-
dýrkendur, en börnin hlaupa um
grasflatirnar. Trén loka af og
allur hávaði borgarlifsins er
langt fjarri, meira að segja
ferðatækin eru stillt lágt og
skvaldur barnanna heyrist ekki
nema sem lágvær niður. Þarna
var sumarstemmning eins og
hún gerist bezt.
Við töluðum við nokkra garð-
gesti. Flestir þeirra voru konur
með börn, mömmur og ömmur,
cn einnig mátti sjá unglinga.
Par leiddist eftir einum gang-
stiganna og tvær virðulegar
eldri dömur nutu sin greinilega
þar sem þær gengu hægt i góða
veðrinu. Garðurinn gegnir hlut-
verki, sem skjólreitur fyrir
yngri sem eldri.
En hvers vegna almennings-
garður en ekki svalirnar eða
garðbletturinn heima?
..Paradis Austurbæjar” segir
Jenný Jóns, um Laugardaisgarð-
inn...
— Þvi er fljótsvarað hvað
okkur snertir, segir Kolbrún
Karlsdóttir. Við eigum heima i
blokk i Hvassaleiti og þar er
ekki sól á svölunum. Ef maður
klessir sér upp að veggnum má
fá smásólarblett á nefið. Ég hef
þrammað i gegnum flesta garð-
ana þar sem maður hefur ekki
ráð á Mallorcaferð og komist að
raun um að hér i þessum garði
getur maður verið langmest út
af fyrir sig. Garðurinn er allur
hólfaður i sundur með trjánum
og svo finnst mér svo fallegt
hérna. Ég hef t.d. verið i Hljóm-
skálagarðinum og fólkið er i
þessum stóru „hálfmánum”, en
annars eru ekki aðrir staðir fyr-
ir það i skjóli. Hér er miklu
meira privat og komast ekki
fyrir nema 30 manns, þegar
mest er og allir snúa iljum sam-
an, sem kemur stundum fyrir.
En hingað hef ég komið i sumar,
eftir, að sólin kom að norðan.
— Finnst þér að bæta megi
aðstöðuna hér t.d. með leiktækj-
um?
— Alls ekki. Það er einmitt
kyrrðin hérna, sem er svo nota-
leg, en það þyrftu að vera betri
aðstæður til að losa sig við rusl.
Maður þarf að ganga þó nokkuð
langa vegalengd til að komast
að næsta rusladalli. Þetta sama
gildir um Laugaveginn t.d. þar
þarf maður næstum að ganga
heila milu með skrælnað
bananahýði, ef maður er að gefa
krökkunum banana.
Sigriður Sæmundsdóttir var
með dóttur og barnabarni i
garðinum.
— Hér er svo gott að vera fyr-
ir litlu börnin. Það er annað en
Hljómskálagarðurinn þar sem
maður er svolitið hræddur um
þau fyrir Tjörpinni og alltaf
með annað augað á þeim. Hér
eru tré og yndislegt að hafa
börnin svo frjáls að leika sér, og
hérkynnast þau öðrum börnum,
sem þau hafa kannske ekki
heima. Við komum hingað yfir-
leitt um eittleytið á da'ginn.
Svava Arnadóttir, dóttir
hennar segir:
— Fyrir mig, sem á heima i
Breiðholtshverfinu er þessi
garður góð lausn. t Breiðholtinu
er svo mikið af vinnuvélum, að
maður er dauðhræddur um
börnin. t hverfinu er enginn
gæzluvöllur og alls staðar verið
að byggja og engin aðstaða til
að vera þar.
Þær mæðgur segja, að þær
hafi i fyrra farið upp i Heiðmörk
og ekki vitað um tilvist Laugar-
dalsgarðarins fyrr en nú, og áð-
ur fyrr hafi það verið Klambra-
túnið, meðan búið var i Hliðun-
um.
— Finnst ykkur, að það eigi
að koma leiktæki i garðinn?
— Nei, það finnst mér ekki,
segir Sigriður, ég hefði meiri
áhyggjur, ef þeir færu að tildra
upp leiktækjum. Maður kemur
meðsmáleiktækimeðsér og hér
þarf ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af þvi hvað börnin gera, þau
hlaupa bara á eftir hvert öðru.
Asthildur Eyjólfsdóttir segist
sjaldan hafa komið i Laugar-
dalsgarðinn enda er garður við
fjölbýlishúsið, sem hún býr i, i
Skipholti, sem ibúarnir nota á
sólardögum.
— Mér finnst rólegra að fara
hingað heldur en i Laugarnar og
það er um leið tilbreyting fyrir
krakkana að fara eitthvað. Jú,
mér finnst leiktæki tilheyra hér.
Það er meiri afþreying fyrir
krakkana.
Guðrún Marteinsdóttir segist
koma mjög oft i Laugardals-
garðinn þegar gott er veður og
hún á ekki langt að fara þar sem
hún býr i Ljósheimum.
— Þvi er þannig háttað hjá
okkur, að sólin kemur ekki i
garðinn hjá okkur, fyrr en
klukkan fjögur og hér er dásam-
legt að vera i skjóli og börnin
geta leikið sér.
Mér finnst alveg sjálfsagt að
hafa leiktæki, sérstaklega fyrir
...hef ckki ráð á Mallorcaferð....segir Kolbrún með Jóninu, en
barnapian Inga Jóna Halldórsdóttir slappar af eins og Snorri Páll sem
sefur i vagninum.
þennan aldursflokk, þriggja til
fimm ára, það skaði allavega
ekki.
— Hér er indælt að vera
„Paradis Austurbæjar” segir
Jenný Jóns, sem við hittum á
göngu i garðinum. Hér er allt
svo fagurt, hreint og gott að
vera, skjól gott og mjög vel
gengið um. Þó við hjónin búum i
horni á blokk er þar ekki eins
gott skjól og förum við hingað
oft.
Það virðist af eftirfarandi
samtölum, að grænu svæðunum
i borginni sé sizt ofaukið á sólar-
dögum og munu einhverjir gest-
ir Laugardalsgarðsins vilja
fleiri græna bletti fram yfir
stórbyggingar og i stað svæð-
anna sem spanderað er á blikk-
beljuna. „
„í paradís
Austurbœjar"
— sem borgarbúar úr öllum hverfum notfœra sér
vegna þess, að þar er skjól og friður