Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 3
Vísir Þriðjudagur 22. ágúst 1972 3 400 á fyrstu sýningu rússnesks listamanns hér (íóft aósókn hefur verið á sýn- ingu rússneska listamannsins, Orests Vereiskis, sem sýnir um þessar mundir i Casanova, ný- bygj'ingu Menntaskóians i Lækjargötu. Þcgar hafa um 11-400 manns sótt sýninguna, og á sunnudag var sérstaklega liflegt en þá komu um 200 manns. Virð- ist fólk sýna sýningunni nokkurn áhuga, og þá sérstaklega þar sem þetta er fyrsta einkasýning rúss- nesks listamanns hér á landi. Orests Vereiskis hefur mynd- skreytt ýmis bókmenntaverk, og má þar nefna Brekkukotsannál, og i dag hyggst hann gera skyssur af Árbæ, sem hann mun siðar nota við myndskreytingu i bók- inni Mamma skilur allt. Hann sýnir 23 myndir frá ts- landi, en á sýningunni eru sam- tals 60 myndir. Eru þær flestar af rússneskri náttúru, en myndirnar eru grafik, vatnslita- myndir og teikningar. Orests hef- ur sýnt her áður á samsýningum, og kom hér fyrst 1958. Honum likar dvölin hér á tslandi mjög vel, og tima sinum eyðir hann til þess að heimsækja kunningja sem han hefur eignast hér, svo og að gera skyssur. —EA Hannes er á- nœgður „Hins vegar fóru nokkrir fréttamenn af fundi til þess að sima inn efni erindisins þegarþvi var dreift i fjölrituðu formi, svo sem algengt er á slikum fund- um”. Svo segir Hannes Jónsson blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar, en gagnrýni hafði komið fram um fund, er hann hélt með blaða- mönnum i London 16. ágúst, og var sagt, að sumir blaðamanna hefðu gengið af fundi vegna lagrar ræðu fulltrúans. Hannes er ánægður með fund- inn, sem hann segir, að hafi „farið fram með miklum ágætum og skilað miklum árangri”. Fyrir hans tilstilli hafi sjónarmið Islendinga komizt i allt brezka fréttanetið, greinar birzt i blöðum og fréttir i útvarpi- og sjónvarpi. Fundurinn hafi verið boðaður sem kynningarfundur um landhélgismálið en ekki takmarkaður við kvikmynda- sýningu. Hannes kom fram i sjónvarps- þáttunum BBC „Look North” (horfið norður) og sjónvarpsþætti stöðvarinnar ITN og einnig i BBC útvarpinu. —HH. Ævintýri konu á náttkjól - eða dœmi um hve hjólhýsi geta verið varhugaverð t>au eru vist svolitið viðsjál þessi hjólhýsi, sem svo margir „ferðaglaðir” hafa fengið sér, til að draga um landið. Þau standa sig t.d. illa i snörpum hliðarvindi, og eru ekki beint löguð tii að taka við þeirri meðferð sem vegakerfið islenzka veitir farartækjum af öllu tagi. En að þessum atriðum sleppt: um, vegunum og rokinu, þá geta þau lika verið viðsjál á fleiri sviðum, þau komust a.m.k. að þvi um daginn, hjón ein, sem fengu sér svona sumarbústað á hjólum. Þau ætluðu svo i sumarleyfi dragandi húsið á eftir sér, Lagt var af stað á föstudagskvöldi, og ætlaði maðurinn að aka þá fram á nóttina eða laugardags- morguninn, en siðan ætluðu hjónin að njóta sólar og hjól- hýsis uppi i Skorradal um helgina. Svo var ekið sem leið liggur Konan fór strax upp i hjólhýsið sitt nýja og ætlaði sér að sofa þar af nóttina, en láta eigin- manninn um alla fyrirhöfn við akstur og þess háttar. Hún festi hins vegar ekki blund. Framarlega i Hvalfirði gerði maðurinn stanz á akstrinum, brá sér út. Það gerði konan lika. Maðurinn var hins vegar snarari i snúningum en konan og var kominn upp i bilinn og af stað áður en konan náði að segja halló! Og þarna stóð hún i kvöldhúminu og i engu nema hýjalinsnáttkjól, berfætt úti á miskunnarlausum og hörðum islenzkum þjóðvegi. Sá maðurinn hana ekki? Eða sá hann hana kannski og ætlaði i stundarfögnuði að rjúka af stað og sjá hana aldrei framar? Hun hugsaði vist margt, sú stutta og nakta, þar sem hún stóð — en komst loks að þeirri niðurstöðu, að helv... kallinn skyldi ekki komast upp með svona bellibrögð. Hún sveipaði náttkjólnum þétt að sér, reyndi að halda á sér nokkrum hita, og beið þess að miskunnsamur vegfarandi færi hjá. Ekki leið á löngu, þar til bill kom og vitanlega fékk hún far. Hún ætlaði i Skorradal- inn á eftir manni sinum. En þar sem Dragháls úr Hvalfirði er erfið leið einkum fyrir hjólhýsi hafði maður hennar farið lengri leiðina i Skorradalinn. Herra- maðurinn sem tók konuna upp á sina arma framarlega i Hval- firði, hafði hins vegar ekkert hjólhýsi aftan i sinum bil. Og vitanlega skauzt hann yfir Dragann með frúna fögru á náttkjólnum. Og svo settist hún aftur á veg- brún og beið bils — að þessu sinni bils með hjólhýsi aftan i sér. Og von brábar birtist hann, akandi i rykmekki. GG. SIFELLT DYR- ARA AÐ LIFA Framfærslukostnaður jókst frá maibyrjun til ágústbyrjunar um 2,7% sem eru 4,55 vísitölustig, samkvæmt útreikningum kauplagsnefndar. Þó verð- ur engin kauphækkun við þetta 1. september sam- kvæmt lögum frá 11. júli síðastliðnum. Samkvæmt þeim lögum verður greidd 17% verðlagsuppbót á laun á timabilinu 1. september til 30. nóvember, sem er óbreytt uppbót og hún hefur verið siðan 1. júni i vor. Margir liðir framfærslu- kostnaðar hækkuðu, aðallega frá júnibyrjun til setningar bráða birgðalaga rikisstjórnarinnar 11. júli. Húsnæðisliður er talinn hafa hækkað um 10 stig meðal annars vegna hækkunar fasteignaskatta. Hækkanir visitölunnar nema alls 8,8 stigum, en frá þvi dragast 4,3 stig vegna aukningar niður- greiðslna og hækkunar fjöl- skyldubóta, sem voru ákveðnar i bráðabirgðalögunum. — HH Krakkarnir voru a dogunum úti i góða veðrinu, sem gafst inn á milli rigningardaganna. Þau fóru með einni hjúkrunarkonunni á I.andsspitalanum út i góða veðriö i hjólastólunum sfnum og nutu þgss aö vonum. (Ljósmynd Astþór) Tekur sjónvarpið til sýningar Fischer- þútt sem var sýndur í Keflav.sjónvarpi? ,,Ef það er búið að sýna þennan þátt í Keflavíkursjónvarpinu þá eykur það nú ekki áhuga okkar fyrir hon- um", segir Jón Þórarins- son yfirmaður LSD- deildar sjónvarpsins. Sá þáttur sem hér er um að ræða var Dick Cavett-show en í þeim síðasta kom þar fram Bobby Fischer og marg- irá Reykjavíkursvæðinu fylgdust með af miklum áhuga Var þarna rætt við Fischer (áður en einvígið hófst) og lék hann á alls oddi og reytti af sér brandarana. Nú hafa komið fram óskir frá fólki þess efnis að islenzka sjónvarpið tæki þáttinn til sýningar. Visir hafði þvi sam- band við Jón Þórarinsson eins og fyrr greinir. Sagði Jón að þrátt fyrir áhugaleysi þeirra sjónvarpsmanna fyrir kana- sjónvarpinu væri alls ekki úti- lokað fá þennan þátt. „En ef um er að ræða kaup á erlend- um skemmtiþáttum kaupum við yfirleitt nokkra þætti en ekki einn einstakan. Hitt er annað mál að ef verið er að fjaila um vissa atburði sem eru á döfinni kemur það til greina að sjónvarpið kaupi einstaka þætti. Ég þekki nú ekki þessi Dick Cavett „pró- gröm” svo ég get ekkert sagt fyrir um það að svo stöddu hvort við tökum til sýningar þennan Fischer-þátt. En það kemur til greina,” sagði Jón okkur að lokum. GF Synti uppi mink í Eyvindará Bændur af Egilstaðabúinu, sem voru staddir upp við Eyvindará snemma i morg- un, sáu þar til minks synda I ánni. Svo vel vildi til, að þeir voru með hund sinn með sér, sem er af skozku kyni, og siguðu þeir honum á mink- inn. Hundurinn stökk i ána á eftir minknum.og synti hann uppi, og var þeirra viðureign ekki löng eftir það, þvi að hvutti var fljótur að vinna á ‘ minknum. — GP._________ Björn Bjarman hlaut ferðastyrkinn Atta sóttu um ferðastyrk, sem vcittur er af Menntamálaráðu- ncytinu cn úthlutað af stjórn Rit- höfundasjóðs islands. i þetta sinn hlaut Björn Bjarman rithöfundur styrkinn að upphæð 85 þúsund krónur. Þetta er i annað sinn, sem slik- uni ferðastyrk er úthlutað. i fyrra lilaut Jóhannes llelgi styrkinn. SB- „Ekki of seint á ferðinni" — segja arkitektar um þjóðarbókhlöðu og tannlœknadeild — Að minnast ellefu hundrað ára byggðarsögu þjóðarinnar með nýrri þjóðarbókhlöðu er mjög þakkarverð hugmynd, ef vel er að málum staðið. Hins vegar virðist stjórn Arkitekta- félags tslands heldur litill hátiðarbragur hafa verið á framkomu og gerðum bygg- ingarnefndar umræddrar bygg- ingar, viðvikjandi undirbúningi öllum og ráðstöfun verkefnisins, segir m.a. i frétt frá arkitekta- félaginu. Stjórn félagsins fagnar þvi, að fundurinn i Norræna húsinu og aðrar aðgerðir hafi þó leitt til þess, að byggingarnefndin hafi séð að sér varðandi undirbúning og að viss von sé fyrir hendi um faglegan framgang málsins og vinnubrögð. Vitnar stjórnin i fréttaviðtal við arkitekta þjóðarbókhlöðunnar og segir það gefa til kynna, að nú skorti ekki þann tima, sem talin hafi verið aðalástæða fyrir þvi, að byggingarnefndin og aðrir ráðamenn hafi ekki verið til við- ræðu um almenna samkeppni um teikningar af þjóðarbók- hlöðunni. Siðan segir i frétt arkitekta: „Þetta er hvorki fyrsta né eina málið. þar sem stjórn A.t. hefur verið tjáð af ráðamönnum. að hún sé þvi miður of seint á ferð- inni og ekki lengur timi til að verða við óskum eða ábending- um hennar. Siðar hefur hins vegar komið i ljós, að timinn, sem „skorti” var fyrir hendi en fór i önnur .störf eða drátt á framkvæmdum. Er þar skemmst að minnast viðræðna stjórnar A.t. við ráðamenn og fleiri varðandi teikningar að nýrri tannlæknadeild.” —SB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.