Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Þriöjudagur 22. ágúst 1972 nú Umsjón: Edda Andrésdóttir VINSÆLDALISTAR Það vekur athygli á brezka vinsældarlistanum að engin ný plata hefur bætzt á vinsældarlistann, og þau tvö lög sem halda stöðu sinni á vinsældar- listanum eru bæði amerisk. School ’s out með Alice Cooper heldur fyrsta sæti á listanum, og The Supremes með plötuna, Automatically sunshine eru enn i 10. sæti, en eiga sjálfsagt eftir að komast hærra. ENGLAND Terry Daetyl and the Dinosaurs hafa hækkað sig úr þriðja sæti upp i annað sæti með plötu sina, Seaside Shuffle, og lagið Silver Machine hefur hækkað sig um þrjú sæti, það er að segja úr sjötta sæti upp i þriðja. Heiðurinn af þeirri plötu eiga Hawkind Popcorn. Platan? með hljómsveitinni Hot butter hækkaði úr áttunda sæti upp i fimmta. Og hér kemur þá listinn eins og hann litur út i dag: (1) School’sout. (’.D Seaside shuffle. (5) Silver machine. (2) Puppy love. (S) Popcorn. (5) llreaking up is hard to do (1) Sylvia’s mother. (9) 1 can see clearly now. (7) Itock and roll part II. (1(1) Automatically sunshinc. Alice Cooper. Tcrry Dactyland and theDinosaurs. Hawkind. Donny Osmond. Ilot butter. Partridge family. Dr. Hook and the medicine show. Johnny Nash. Gary Glitter. Supremes. AMERIKA Lagið Alone again hans Gilberts O’Sullivan, þess irska sem við gerð- um góð skil hér á siðunni i gærdag, heldur velli sinum i fyrsta sæti, og ekkert lag virðist ætla að komast ofar, og platan hans er enn sú bezt selda. Brandy your’re a fine girl er enn i öðru sæti, og hefur verið það nú um nokkurn tima, en nýtt lag er komið upp i þriðja sæti, I’m still in love with you með A1 Green, en það var áður i fjórða sæti. Það vekur athygli að þrjú lög hafa bætzt á vinsældarlistann, og eru það lögin Back stabbers. sem hefur farið úr 19. sæti upp i það 7. Goddbye to love sem hækkað hefur úr 12. upp i 8., og svo lagið You don’t mess around with Jim, sem nú er i 10.sæti en var áður i þvi 11. 1 < i) Alone again Gilbert O’Sullivan. •> ( 2) Brandy, you’re a finc girl. Looking glass. ( 1) I’ni still in love with you A1 Green. i ( 5) Long cool woinan in a black dress. Hollies 5 ( :i) If loving you is wrong Luther Ingram <> (ío) llold your licad up Argent 7 ( 19) Kack stabbcrs O’Jays K (12) Goodbyc to love. Carpenters \) ( 9) Happicst girl in the wliole USA Donna Fargol 1(1 (11) You don’t mess around witli Jim Jim Croce n> Hárgreiðslu- og hárs k urðarsýn ing að Hótel Sögu fíriðjudaginn 22. ágúst lliiiu hcimslrægi hárgreiðslumeist- ari I.KO PASSAGK sýnir ásamt DlKTMAlt PLAINKR Austurríkis- manui scm licfur haldið námskeið og sýnt i 71 löndum. Auk þcss koma fram sænski mcistarinn KWKRT PRKUTZ og danski meistarinn POUl. K. JKNSKN Tækifæri til að sjá sýningu sem þessa, gefst ekki á næstu árum. -jj Leo Passage — Aðgöngumiðar seldir við innganginn vcrð kr. 500,01) Húsið opnað kl. 7. Matur scldur frá sama tima Dietmar Plainer Forsala aðgöngumiða á sýninguna: Hárgreiðslustofan Venus, Hallveigarstöðum Hárgreiðslustofan Krista, Grundarstíg 2 Hárgreiðslustofan Tinna, Grensásvegi 50 Rakarastofan Klapparstig, Laugavegi 20B Rakarastofan Eimskipafélagshúsinu, Pósthússtræti ERFIÐARI LÍFS- BRAUT FYRIR FRUMBURÐI OG EINKABÖRN Kinkabarni og frum- burði er hættara við að þjást af ótta og verða ósjálfstæðari á lifs- brautinni heldur en öðrum börnum. Þau munu koma til með að þola minna mótlæti, og ef ekki allt gengur þeim að óskum, eru þau likleg til með að gefast upp. Þetta segir Frank H. Farley prófessor við Háskóla i Indiana og hann segir ennfremur að þetta skipti miklu meira máli heldur en fjölskyldustærðin. Rannsóknin var gerð á 148 nemendum við þennan sama háskóla, og þetta kom fljótt i ljós hjá þessum nemendum, sem sér- staklega voru valdir til rann - sóknarinnar. Astæðan fyrir þessu kveður prófessorinn ómögulegt að segja hver er, en hann telur þó senni- legast að svona fari, vegna þess hve foreldrum er annt um fyrsta barn sitt, þegar það kemur i heiminn, snúast i kringum það á allan hátt og hafa miklar áhyggjur af þvi hvernig því muni vegna i framtiðinni. Það sama er að segja um einkabörnin, en foreldrar hafa minni áhyggjur af seinni börnum sinum, kunna betur að ala þau upp, og áhyggjurnar minnka. TRASH BÖNNUÐ í NOREGI Kvikmynd Andy Warhols, Trash, hefur verið bönnuð i Noregi. Sýningar voru að visu hafnar, en yfirvöld gripu i taumana þegar þau þóttust sjá að hún mundi koma til með að hafa skaðleg áhrif á ungdóm og fleiri i Noregi. Við höfum sagt frá Andy Warhol hér á siðunni og kvik- myndum hans, og sjálfsagt kannast margir Islendingar vel við hann, og óska gjarnan eftir að einhverjar af kvikmyndum hans verði teknar hér til sýningar. Kvikmyndin Trash var bönnuð i Bretlandi og Finnlandi, en hún hefur verið sýnd i Sviþjóð. Norsk kvikmyndahús hafa tekið kvik- myndina Flesh gerða af Warhol til sýninga, en það er þó nokkuð liðið siðan, eða um það bil tvö ár, Yfirvöld telja að frjálsleg notkun á eiturlyfjum i kvikmynd- inni, og sömuleiðis það umhverfi, þar sem lyfjanna er neytt hafi slæm áhrif á þ& sem þegar neyta eiturlyfja, og einnig aðra. Til dæmis er notkun heroins látin lita út sem algjörlega skaðlaus og yfirvöldum finnst hætta á notkun þessara lyfja ekki koma nógu vel fram. Einnig eru nokkrar kyn- lifssenur ekki við hæfi norskra laga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.