Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 22. ágúst 1972 Áttu pínu- pils sðk ó árekstrinum? ,,Æ, ég var einhvern skrattann að góna út i loftið. Gleymdi mér alveg,” viðurkenndi hreinskilnis- lega ökumaður, sem lenti upp á gangstétt á Strandgötunni i Hafnarfirði i gær og rakst beint á Ijósastaur. Reyndar áttaði hann sig, þegar hann var kominn upp á gangstétt- ina, enda gátu farþegarnir þrir, sem með honum voru, ekki orða bundist. En þegar hann ætlaði að nauðhemla, áöur en hann lenti á ljósastaurnum, virkuðu hemlarn- ir alls ekki. Þeir drógu ekki einu sinni úr feröinni. Ljósastaurinn lá i valnum, og blllinnvarstórskemmdur. Stórt V- skarö var komið i hann að fram- an. — En allir sluppu við alvarleg meiðsli. Hins vegar liggur ekki ljóst fyr- ir, hvað olli biluninni i hemlunum. ökumaðurinn hafði gengið úr skugga um, að þeir virkuðu sæmilega áður. Ekki fékkst heldur á hreint, hvað það hafði verið, sem öku- maðurinn var svona uppnuminn af. En með þvi að leggja saman tvo og tvo — á Strandgötunni má stundum siá kvennablóma Hafn- firðinga spranga á leið i búðir — þá geta menn vel fengið út úr þvi sex. —GP Liggur enn þungt haldinn Liðan mannsins, sem varð fyrir árás tveggja manna á heimili sinu fyrir helgi, er enn við það sama. Eins og fram hefur komið höfuðkúpubrotnaði hann, og ligg- ur þungt haldinn á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins. —GP Gísli Árni setti nýtt sölumet í Danmörku Gisli Arni. sildarskipið feng- sæla, setti nýtt islandsmet i sölu á sild i llirtshals i Danmörku á þriðjudagiun. Seldi liann 89,:! tonn fyrir 2,8 iiiilljónir króna og er meðalverð þvi :il,tl2 pr. kg. Þetta er mesta sala islenzks sildarskips i Danmörku. fyrr og siðar. Kyrra metið átti Dagfari frá llúsavik er hann seldi i Dan- inörku 19(19 50 tonn fyrir 2,5 milljónir. GF • • Oflug löggœzla ó skókeinvíginu Fjórir einkennisklæddir lögregluþjónar settu svip sinn á anddyri Laugardalshallar- innar á sunnudaginn, þegar 1(1. einvigisskákin var tefld. Og þeir voru ekki einir á ferð, þvi að innan um manngrúann voru (1 lögreglumenn til við- hótar, en óeinkennisklæddir. „iivað er á seyði?" datt upp úr einhverjum erlenda frétta- maiininuin, sem veitt hafði þcssum stranga lögregluvcrði eftirtekt. Það sem var á scyði, var óhemju aðsókn að skákinni. Korvigismenn einvígisins ótt- uðust troðning, og báðu um aðstoð lögreglunnar til þess að greiða fyrir inngöngu áhorf- endanna og útgöngu einnig, að skákinni lokinni. -GP íslenzkir lœknor til Kína að kynnast nálastungulœkningum — nokkrir hafa þegar leitað til kínverska sendiráðsins um upplýsingar //Hingað til okkar hafa leitað nokkrir íslenzkir læknar, sem hafa hug á að ferðast til Kína og kynna sér nálastunguaðferðina. Einnig hafa leitað hingað nokkrir aðrir, bréflega eða persónulega, sem vilja fara til Kina og leita lækninga á þennan hátt. Við höfum þessi mál nú í athugun og munum reyna að greiða götu þessa fólks eftir getu." Þannig fórust einum af kin- versku sendifulltrúnum, I kin verska sendiráðinu i Reykjavik orð,er við ræddum við hann i morgun. Hin forna lækningaað- ferð Kinverja, nálastungan, hefur vakið geysilega athygli, ekki sizt eftir að fréttamenn kynntu hana i fjölmiðlum eftir för Nixons til Kina. Leitar nú fjöldi visindamanna og al- mennra borgara um allan heim til Kiná til þess að kynnast þess- ari lækningaaðferö, sem talin er hugsanlega eiga eftir að bylta öllum kenningum um tauga- brautir likamans. Blaðið hafði i morgun sam- bandi við tvo islenzka lækna, þá Kjartan Pálsson, ritara Lækna- félags Islands og Pál Asmunds- son, annan ritstjóra Lækna- blaðsins og bað þá að segja álit sitt á þessari lækningaraðferð. Kjartan Pálsson kvaðst ekki vita til að læknar heföu leitaö til Læknafélagsins um fyrir- greiðslu vegna fyrirhugaðrar Kinaferðar, en sagði að vissu- lega rikti hér eins og annars staðar á Vesturlöndum áhugi á þessari lækningaaðferð, sem bryti i bága við margt sem viðurkennt væri i lækna- visindunum. Taldi hann að fá- fræði hefði rikt um þessa aðferð á Vesturlöndum til þessa og hefði hún ekki verið viðurkennd almennt. „Við skiljum ekki hvernig deyfingar og lækningar geta átt sér stað með þessari að- ferð, og fjölda margir álita að hér sé um hreina dáleiðslu að ræða”, sagði Kjartan. Páll Asmundsson sagði að ný- lega hefði verið þýdd grein fyrir Læknablaðið, sem væri rituð af bandariskum lækni, sem hefði kynnt sér nálastunguaðferðina er Nixon heimsótti Kina. Var þessi grein birt i stærsta lækna- timariti i Bandarikjunum og vakti geysilega athygli. „Þessi læknir telur, að með rannsókn á þessari lækningaaðferö, verði aö likindum gerbylt öllum kenn- ingum um taugabrautir likam- ans. Einkum hefur áhuginn á þessum nálastungum beinzt að deyfingunum, sem gerðar eru með fullri meðvitund sjúklings- ins. „Telur þú hugsanlegt aö hér sé aðeins um dáleiðslu að ræða?” „Þeir sem hafa kynnt sér þetta vel og verið vitni að skurð- aðgerðum, þar sem sjúklingur- inn er deyfður með nálastungu, hafa visað á bug öllum kenning- um um dáleiðslu og sömuleiðis hafa þeir visað á bug öllum kenningum um að Kinverjar séu svorækilega „heilaþvegnir,” að þeirgeti útilokað allan sársauka með einbeitingu, eins og sumir Vesturlandamenn hafa viljaö halda fram,” sagði Páll enn- fremur. —ÞS Verðlaunofé Fischers fryst? Nú getur farið svo að verðlaunafé það sem Fischer fellur i skaut í ein- víginu verði kyrrsett eins og reyndar eigur hans í Bandarikjunum. Hafsteinn Baldvinsson, lög- fræðingur Fox hér á landi tjáði Visi i morgun að slikt kæmi vissu- lega til greina. „Ef Fox fer fram á það, að kyrrsetja verðlaunafé Fischers þá þarf hann að höfða mál hérna innan 7 daga frá kyrrsetningu til staðfestingar á henni. Þegar svo krafan fellur endan- lega i máli Fox i Bandarikjunum, standa þessar eignir til fullnustu kröfunni. Þessi atriði hafa verið rædd en að svo stöddu þori ég ekkert að segja um hvort þetta verði gert.” Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins hafði það um málið að segja að þetta væri Jagalegur framgangur sem við hjá sambandinu hvorki ráðum við né okkur kemur við á nokkurn hátt.” Það eru þvi algjörlega Fox og Fischer sem hér þurfa að kljást og er engan veginn útséð hvernig þeirri streitu muni lykta. GF Hér fó kon- urnar inni — gerist þœr brotlegar við lögin Nú er unnið að þvi að byggja l'angelsisgarð við fangelsið við Siðumúla og á þá að vera hægt að nota það fyrir afplánunarfanga. Jón Thors, deildarstjóri i Dómsmálaráðuneytinu, sagði blaðinu aðekki væri þetta sérlega rammbyggður garður, enda ekki gert ráð fyrir að þarna verði erfiðir fangar, sem hugsanlega hyggðu á flótta. Verður þetta fangelsi, ásamt gamla heng- ingarhúsinu, notað til bráða- birgða, eða þar til byggt hefur verið nýtt og fullkomið fangelsi. ViðSiðumúlann verður aðstaða til þess að hafa kvenfanga, en i hinu nýja fangelsi verður sérstök deild fyrir kvenfólk. Ekki taldi Jón að byggt yrði sérstakt kvennafang- elsi, enda kvenfangar miklu færri en karlfangar. —ÞS SKIUA FER FISCHER í FÓSSI? - Tvö „alvarleg" bréf fró Cramer og Fischer til Lothar Schmid KOMA 0G 10 $ EFTIR „Við gizkum á aö farþegar skilji að meðaltali 10 dollara eftirhér á tslandi, en alls komu á okkar vegum á milli 12-1500 farþegar með skemmtiferða- skipunum. Þó eru þetta varla tölur sem hægt er að byggja á, sagði Charlotta Hjaltadóttir hjá Ferðaskrifstofu rikisins i viðtali við blaðið. „4 ferðir skipa hafa verið hér á okkar vegum, en það eru tvö skip, sem komið hafa hingað fjórum sinnum. Um 3—500 far- þegar hafa verið hverju sinni, og áhöfnin er jafn fjölmenn. Mjög liklega tökum við á móti fleiri skipum næsta sumar, en þó hefur þessum skemmtiferða- skipum fækkað”. „Það er erfitt að segja hve mikið við græðum á þessum skipum hverju sinni, en koma þeirra hefur þó sitthvaö að segja”, sagði Geir Zoega. „Ég gizka á að við höfum til dæmis fengiö inn 12 hundruö þúsund milljinir á ferðamönnum allt i allt á ári”. „Hvað viðvikur skemmti- ferðaskipunum, þá koma með þeim fjöldamargir farþegar. í þessari 21 ferð sem komið hefur á okkar vegum, voru minnst 700 farþegar og allt upp i 1.250 Ahöfn skipa svo yfirleitt 5—600 manns. Þetta fólk ferðast einhver ósköp um, og eyðir miklum peningum. Alls tókum við á móti 15—18 þús. farþegum i sumar. Þessir farþegar stoppa hér aðeins stutta stund, en þeir nota timann mjög vel. Fara að Gullfossi og Geysi og ferðast um landið. Við höfum þegar fengið pöntun frá 16 skipum fyrir næsta sumar, og sennilega verða þau yfir 20 i allt''. —EA „Ef þessu heldur svona áfram og yfirdómarinn hefur ekki betri stjórn á áhorfendum, getur farið svo að Fischer tefli ekki meira i einviginu,” sagði Fred Cramer i stuttu samtali viö Vísi I morgun. „Við sendum Schmid tvö bréf i nótt sem hann hefur nú móttekið samkv. simtali minu við hann i morgun. Annað bréfið er frá Fischer en hitt frá mér,” sagði Cramer ennfremur. „Við höfum margitrekað það, að hávaðinn -i salnum sé óþolandi en á sunnu- daginn keyrði þó um þverbak. Ég veit það að margir stór- meistarar myndu ekki sætta sig við að tefla við slikar aðstæður. Gligoric, Byrne, Kavalek og Lombardy hafa allir sagt mér að hávaðinn af völdum áhorfenda á sunnudaginn hafi verið svo mikill að útilokað hefði verið i þeirra sporum að tefla. Fischer fór fram á það við Schmid að 16. skákin yrði flutt i borðtennissalinn (eins og 3. skákin) en hann sinnti þvi engu. Eins og málin standa núna eru þvi horfur allar hinar uggvænleg- ustu og óvist hvort Fischer muni halda áfram að tefla, verði ekki gengið að kröfum hans,” sagði Cramer að lokum. Visir náði tali af Schmid i morgun vegna þessara nýju hótunarbréfa Fischers og Cram- ers. Hann kvaðst ekki reiðubúinn að láta hafa neitt eftir sér um bréfin en taldi þau mjög alvarlegs eðlis. GF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.