Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 22.08.1972, Blaðsíða 5
5 Visir Þriðjudagur 22. ágúst 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UMSJON: HAUKUR HELGASON Verðhœkkanir nauðsynja ollu neyðaróstandi Ríkisstjórn marxistans Allende i Chile hefur lýst yfir neyöarástandi í Santiagofy Iki, eftir tveggja stunda verkfall kaup- manna og atlögu lögreglu að verkfa llsmönnum. Kaupmenn mótmæla varð- hækkunum, sem rikis- stjórnin hefur gert, segir í NTB skeyti. Miklar óeirðir urðu i miðri Santiago. Lögregla beitti táragasi gegn verkfallsmönnum. Rikisstjórnin hafði fyrirskipað, að verð skyldi hækka verulega á ýmsum vörum, til dæmis kjöti, innfluttu frá Argentinu, þar sem verðið hefur hækkað um 200 prósent á tveimur vikum. Verð hefur einnig hækkað mikið á sykri kaffi.mjólk, smjöri og smjörliki. Menn mótmæltu einnig aðferð- um yfirvalda gegn kaupmanni einum i Magellanfylki. Hann lézt af hjartaslagi, þegar lögregla hafði lagt hald á verzlun hans vegna þátttöku hans i verkfalls- aðgerðum. Sjötiu manns voru teknir höndum i óeirðunum i gær, og munu þeir koma fyrir rétt i dag sakaðir um brot gegn lögum um öryggi rikisins. Foringi svarts valds dœmdur til hengingar Fyrrverandi foringi hreyfingarinnar ,,svarts valds" í London, Abdul Malik, var í gær dæmdur til hengingar fyrir morð í Trinidad. Malik var fundinn sekur um morð á hárskera i Port of Spain i Trinidad i febrúar siðastliðn- um. Annar sakborningur, Stanley Abbot, hlaut fangelsisdóm. Báðir héldu fram sakleysi við réttarhöldin. Brezka lögreglan Scotland Yard segist eiga óuppgerða reikninga við Malik fyrir rán og hótanir. Ekki er vitað, hvort Bretar reyni að fá hann fram- seldan. Malik sem gengur undir nafn- inu Michael X fluði frá Bret- landi til Trinidad i mai i fyrra, þegar hann afði verið látinn laus gegn tryggingu. Malik var foringi öfgahreyf- ingar svertingja, „svart vald”, eftir að leiðtogi hreyfingarinnar i Bandarikjunum Malcolm X kom þangað fyrir allmörgum árum og hitti Malik. Malcolm X var siðar myrtur i Bandarikjun- um. Nú lofar Hassan kosningum Hassan konungur Marokkó hefur heitið kosn- ingum á næstu mánuðum til að binda enda á stjórn- málaglundroöann í landinu Sagnfræðingurinn Pjotr Jakir. Hcttarhöld Sovétstjórnar yfir honum ollu gremju meðal menntamanna. Nú fylgja aörir á eftir inn I fanga- klefana. Gyðinga- réttarhöld Um fimmtíu gyðingar eru í ströngum yfirheyrzl- um í Moskvu að sögn sam- taka gyðinga í Sovétríkjun- um. Y f i r h ey r s 1 ur n a r standa væntanlega i sambandi við réttarhöld yfir gyðingi einum þar i landi, Lazar Lubarsky. Gyðing- ar telja, að stjórnvöld reyni að fá vitnisburð, sem „sanni, að sionistasamsæri gegn Sovét- rikjunum sé á döfinni”. Gyðingar segja, að sama aðferð hafi verið viðhöfð i réttarhöldum yfir Vladimir Markham i Svor- dlovsk. Ferðamenn i Moskvu hafa ótt- azt, að Sovétstjórn ætli að láta til skararskriða gegn menntamönn- um gyðinga i Moskvu, sem hafa beðið um leyfi til að flytjast til tsrael. eftir tilræðiö við konung og sjálfsmorð Oufkirs, aðal- ráðgjafa hans. Konungur varaði stjórnmála- flokkana þó við að „gera miklar kröfur” i kosningabaráttunni. Hassan segir, að i Ijós hafi nú komið, að Oufkir hafi lengi bruggað sér launráð. Hafi það meðal annars komið fram, þegar hann lét sýkna menn, sem stóðu að tilræði við sig fyrir ári. Hassan — Htill lýðræðissinni. Rabbi Kahane höfuðsmaður ofgamanna. ,Rœnum diplómötum' öfgasamtök bandarfskra gyð- inga, JDL, vöruðu bandarisku stjórnina í gær, við þvi að sam- tökin mundu ræna sovézkum dipiómötum, þótt það gæti stofn- að samskiptum stórveldanna i hættu. Þetta veröi gert, ef Sovét- stjórn hætti ekki að skattleggja gyðinga, sem flytjast frá Sovét- rikjunum til israels. Meir Kahane, rabbi og foringi hreyfingarinnar, sagði á blaða- mannafundi, að Rogers utan- rikisráðherra hfði verið skrifað bréf um þetta. Hefði Rogers verið hvattur til að gripa til róttækra ráða til að stöðva þessa skattlagningu Sovétmanna á menntamönnum gyðinga. Rússar alliðnir við kjarnorkusprengingar Bandarikjastjórn segir, að fundizt hafi á jarðskjálftamælum merki sem sennilega hafi komið frá kjarnorkusprengingu, sem Sovétmenn hafi gert neðanjarðar. Sprengingin virðist hafa orðið á tilraunasvæði Sovétmanna norð- an Kaspiahafs. Þetta hefði þá verið kjarnorkusprenging manna neðanjarðar i ár. sjötta Sovét

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.