Vísir - 22.08.1972, Síða 6

Vísir - 22.08.1972, Síða 6
6 Visir Þriðjudagur 22. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréftastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Feigðarós Fróðir menn hafa spáð þvi, að efnahagslegar framfarir, sem við köllum, muni binda enda á siðmenningu okkar. Við munum annað hvort eyða náttúruauðlindum, svo að leiði til hruns, eða kafna i mengun, sem framfarirnar valdi. Hugtökin hagvöxtur og efnahagslegar framfar- ir hafa verið heilög. Stjórnir allra rikja hafa haft það aðalmarkmið að auka hagvöxtinn, auka framleiðsluna á hvern landsmann. t þessari aukningu fólst aukin velmegun. Visindamenn hafa i tölvu fengið það út, að mannfjöldinn verði að stöðvast fyrir 1990 og jafn- framt verði aukning framleiðslu að verða núll miðað við hvern ibúa. Þá getum við haldið i horf- inu, komizt hjá þvi að deyja ellegar sætta okkur við lifskjör eins og þau gerðust á miðöldum. Tölvu eru mikilfengleg tæki, en þær skila að- eins þeim niðurstöðum, sem forsendurnar, sem þeim eru gefnar, gefa tilefni til. Hins vegar er fortiðin aldrei öruggur mæli- kvarði á framtiðina. í slikum útreikningum er miðað við nýliðna fortið og fundið út, hvernig framtiðin mundi verða, ef þróunin yrði áfram hin sama og hún nú er. Dæmið tekur ekki að ráði tillit til afleiðinga breytinga á afstöðu manna til mengunar. En jafnvel fremur litlar breytingar á einhverjum atriðum geta haft veruleg áhrif á nið- urstöðu þess konar reiknings, þegar breytingin hefur verið hafin i veldi. Mengun er hugtak, sem menn voru ekki upp- veðraðir af fyrir örfáum árum. Flestir viður- kenna nú hættur mengunar i orði og æ fleiri einn- ig á borði. Enginn vafi er, að mikið mun verða unnið á þessu sviði á allra næstu árum, vegna illrar nauðsynjar og vegna aðvörunar manna eins og visindamannanna, sem reiknuðu hrun siðmenningar i tölvu. Hafið hefur til dæmis orðið mengaðra með hverju ári, að þvi er mælingar leiða i ljós. Við höfum átt þátt i samþykktum og aðgerðum á tak- mörkuðu sviði til að stemma stigu við eitrun og mengun hafsins. Við teljum vist, að slikar að- gerðir verði auknar, eiturskipunum fækki og eins þeim iðjuverum, sem ausa menguninni i sjóinn. Þessar aðgerðir munu ekki breyta viðhorfum á einni nóttu, en með framhaldi þeirra mun fást niðurstaða, sem ekki kom fram i tölvudæminu. Við vitum um breytingar, sem eru að verða á bensini, þar sem blýið hefur verið aðal mengun- arvaldur heimsins. Svo mætti lengi rekja. Að öllu samanlögðu er ekki ástæða til svartrar bölsýni. Niðurstöður tölvunnar um hrun sið- menningar, ef ekki verður að gert, eru aðvörun. Við þeim má ekki skella skollaeyrum. En það er ljóst, að stöðvun hagvaxtar mundi dæma mikinn hluta mannkyns til ævilangrar armæðu. Hún mundi valda hrikalegri uppreisnum og styrjöld- um en menn grunar, þegar þeir sem hafa verið dæmdir til látlausrar armæðu, risa gegn hinum. Hún mun valda einræði, þvi að þagga yrði niður i „lýðskrumurum” sem mundu boða endurvakn- ingu hagvaxtarins. Mannlifið yrði slikt viti að allsendis yrði óvist, hvort það viti yrði verra, sem hagvöxturinn ylli. Barn, sem móftirin brenndi. FORELDRAR DREPA Ein BARN Á VIKU ,,Steve Samuels var öskureiður. 18 mánaða sonur hans, Michael, hafði rifið poppvegg- spjaldið, sem skreytti ibúð Samuels i Chicago. Faðirinn þreif Michael, hengdi hann upp á úln- liðunum með rafmagns- vír og sló honum við vegginn i nærri hálfa klukkustund. Móðir Michaels kom barninu loks i sjúkrahús. Það lézt nokkrum minútum siðar af limlestingum. Faðir Michaels er 18 ára, móðirin 17.” Þannig segir bandariska tima- ritið Newsweek frá vandamáli, sem hefur vafalaust fylgt mann- kyni frá upphafi, misþyrmingum á börnum. Ný sjónarmið ryðja sér samt til rúms i afstöðu til barna. 1 vaxandi mæli er litið á þau sem „litið fólk”, sem hafi einhver réttindi, einnig gagnvart foreldrum sinum. Flengingin, hefðbundin refsing um öll lönd og aldir, missir fylgi. Athyglin bein- istað þeim, sem misþyrma börn- um sinum, er löngum var unnt án afskiptasemi annarra. Barnið sem „eign” foreldra skyldi látið hlýða og týna jafnvel lifi og lim- um ella. Munurinn er ekki mikill segja læknar, á barsmið reiðs foreldris, sem veldur aðeins mari, og barsmið reiðs foreldris, sem veldur örkuml. Eitur- lyfjavandamálið bætist við og veldur sturlun fleiri foreldra en áfengið áður gerði. „Eiturlyf og æskuhjónabönd” „Michael er ekki einn um þenn- an óhugnað, „heldur Newsweek áfram. „1 hverri viku, um gervöll Bandarikin, eru mörg hundruð börn barin, skorin, hengd, sviðin, skotin, brennd með vindlingum, kvalin með rafmagnslosti, stund um kveikt í þeim með bensini. Mörg bera ör eða örkuml til ævi- loka, og sum deyja eins og Michael.” Misþyrmd börn hafa löngum verið stöðugur hryllingur slysa- deilda sjúkrahúsa, og nú auk- ast þessir glæpir viða. Sérfræð ingar eru á einu máli um, aö þetta gerist meðal allra kynþátta og stétta, en telja tvennt valda mestu um aukninguna: Foreldrar undir áhrifum eitu.lyfja og þeir, sem giftast rétt komnir af barns- aldri. Illlllllllll Umsjón: Haukur Helgason Sjö þúsund i New York New York er talin versta dæmið i Bandarikjunum um þetta. Sjö þúsund atvik af þessu tagi voru færð i skýrslur i fyrra. Læknar telja, að eitt barn sé drepið á viku hverri af foreldrum i eiturlyfja- vimu i borginni. Slikar tölur sýna auðvitan 'einungis tind isjakans. Fjöldinn allur af misþyrmingum kemst ekki á blað yfirvalda. Bak við þessar tölur eru aragrúi ótalinna. A döfinni eru tilraunir til að taka á vandanum með nýjum að- ferðum, og þá einkum að lækna ekki aðeins börnin af sárum sin- um heldur ekki siður að lækna foreldrana, sem veittu börnunum sárin. Sama afbrot að berja barn og aðra A Norðurlöndum fyrst og fremst hefur verið hreyft tillög- um um ný viðhorf, sem ganga lengra. bungamiðja þeirra er, aö það skuli ekki 'vera minna afbrot að berja barn sitt er berja ein- hvern annan. 1 Bandarfkjunum leggja fær- ustu sálfræðingar áherzlu á, að lita verði á foreldra sem mis- þyrma börnum sinum, sem sjúkt fólk. Oft séu þessir foreldrar af- sprengi fjandsamlegs umhverfis og fórnardýr misþyrminga i eigin bernsku. Svo sem þeir karlmenn sem berja eiginkonurnar, þegar þeir koma heim af skrifstofunni, til að „fá uppreisn” fyrir auð- mýkingu sem þeir telja sig hafa sætt „i vinnunni”, svo eru þeir foreldrar , sem leggja hendur á börn sin, að „stappa stálinu I sjálfa sig” með þvi aö misþyrma þeim, sem minni máttar eru en þeir. Jafnvel hefur verið varpað fram þeirri kenningu, að foreldr- arnir búist við þvi, að börn þeirra „komi þeim sjálfum i for- eldra stað”, „hlutverkum sé skipt”, og er barniö bregst vonum þeirra i þessu hlutverki, beiti for- eldrarnir ofbeldi. Foreldraráðgjafar Ný stétt manna hefur komið fram til að lækna foreldrana. Slikir „foreldraráðgjafar” fara i húsin, þar sem börn hafa sætt illri meðferð, og hlýða á vandamál foreldranna, jafnvel frekar en vandamál barnsins. „Við verðum að bjarga fjölskyldunum,” er kenningin, sem liggur aö baki. Þessir ráðgjafar eru að sjálf- sögðu jafnframt eftirlitsmenn með foreldrunum, en þeir eiga að láta sem minnst á sliku bera, nema ný vandræði skapist. Samtök, byggð á AA önnur leið, sem hefur veriö árangursrik, er hreyfing til sjálfshjálpar, sem sækir fyrir- mynd til AA-samtakanna. Upphaflegu samtökin af þessi tagi voru „nafnlausar mæður” stofnuð i Los Angeles fyrir tveim- ur árum. Stofnandi var þritug kona Jolly Kajaka, sem haföi sjálf verið á 100 uppeldisheimil- um sem barn og 32 hælum og ver- ið nauðgað ellefu ára og vændis- kona um árabil. Hún varð móðir og „allt i einu var ég farin aö berja barnið”, segir hún. Samtökin hafa þá aöferð, aö móö- ir hringir til einhvers félaga i hvert sinn, sem hana langar til að berja barn sitt. Nýrri útgáfa af þessu eru „nafnlausir foreldrar” i New York. Læknar viöurkenna, að slik samtök séu gagnleg. Bezt væri, ef unnt yrði að byrja brunninn, áður en barniö dettur ofan i hann. Að svo miklu leyti, sem vonir eru til, að árangur verði af sliku, hafa læknar við Kólóradóháskóla „fundið upp” sérstaka tækni við viötöl við for- eldra, sem þeir telja aö geti sýnt, hvaða einstaklingar séu likleg- astir til að misþyrma börnum sin- um. En ekkert lát er á misþyrming- unum, sem virðast færast i vöxt frá ári til árs. Eins og oftar er ýt- .-Hegast um vandamálin fjallað i ií^rsyrikiunum, þar sem skýrsiuísófnun og úrvinnsla er hvað lengst komin. En misþyrm- ingar eru fréttaefni viöa i öðrum löndum, og eins brot þeirra verö- ur nokkru sinni uppvist. Children Learn^bat ThevLive ÍF IF r- A CHILO LlVES WITH CRITICISM. HE LEARklS TO CONDEMM. A CMILO UVES WITH HOSTILITY HE LEARNS TO FISHT. A CHILO LIVES WITH RIDÆULE HE LEAPNS TO BE SHV. ÍJ Börnin læra þaö, sem fyrir þeim er haft. Ef barn lifir við gagnrýni, lærir Þaö að fordæma. Ef barn lifir viö fjandskap, lærir það að berjast. Ef barn lifir við spott, lærir það aö vera feiiniö.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.