Vísir - 22.08.1972, Síða 8
Visir Þriðjudagur 22. ágúst 1972 Vísir Þriðjudagur 22. ágúst 1972 9
Lokasýning danska
fimleikaflokksins
Danski fimleikaflokkurinn,
sem hér hefur dvalið frá 8.
ágúst og sýnt á nokkrum stöð-
um á landinu, heldur kveðju-
sýningu i iþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi i kvöld — en siðan
heldur hann i hnattreisu. Sýn-
ingin hefst kl. 20.30.
Úrvalsflokkar dansks fimleikafólks
hafa gert viðreist siðustu áratugina
allt frá þvi Flensted-Jensen fór 1939
með drengjaflokk til Vestur-India,
Bandarikjanna og Kanada.
Nú er 12. flokkur hans á sýningar-
l'erð. sem hófst hér i Reykjavik með
ad'ingum og dvöl i Álftamýrarskóla.
Siðan hefur verið sýnt á nokkrum stöð-
um og á fimmtudag verður haldið til
New York með Loftleiðum, þar sem
danskir fimleikaflokkar hafa oft sýnt
við góðan orðstir.
Sýningar flokksins þar munu standa
allt fram að jólum — sextiu sýningar
allt frá Atlantshafsströnd Bandarikj-
anna til Kyrrahafs. Hinn 20. desember
heldur flokkurinn hins vegar heim til
Danmerkur til að halda þar jól með
vinum og ættingjum, en eftir nýár
verður þráðurinn tekinn upp að nýju
og þá haldið til Bangkok, Hong Kong
og Kuala Lumpur — siðan Singapore,
Ástralia og Indónesia. Og i mai-mán-
uði lýkur svo sýningum og ferðalaginu
með mörgum sýningum heima fyrir i
Danmörku — þá kannski lika aðeins
skroppið yfir til Englands.
Fimleikaflokkur Flensted-Jensen,
sém nú kveður Islendinga að sinni i
kvöld. er úrval dansks fimleikafólks
viðs vegar að úr Danmörku ogmargir
þeirra hafa numið á þekktum, dönsk
um fimleikaskólum. Að lokum má
geta þess, að á lokahátið Olympiuleik-
anna i Mexikó 1968 sýndi flokkurinn og
hlaut mjög góðar undirtektir.
Magnús dœmir í Lundúnum
Magnús Pctursson mun dæma leik
Tottenham og Lyn á White Hart Lane i
London i septeniber i UEFA-bikarn-
um, og Iínuverðir verða Einar Hjart-
arson og Guðjón Finnbogason. Ilanncs
Sigurðsson átti að dæma ieik i Evrópu-
keppninni i Kaupmannahöfn, en kem-
ur þvi ekki við vegna anna. Guðmund-
ur Haraldsson dæmir leikinn, en linu-
verðir verða Eysteinn Guðmundsson
og Rafn Hjaltalin. t Corká trlandi
dæmir Guðmundur einnig einn leik, en
Einar lljartarson annan. Með þeim
verður Valur Benediktsson.
Fram nólgast meistaratítílinn
- eftir jafntefli við íslandsmeistara Keflavíkur ó Laugardalsvelli
í gœrkvöldi 1:1
Fram nálgast nú mjög
islandsmeistaratitilinn i
knattspyrnu, titil, sem
félagið vann síðast fyrir tíu
árum eða 1962.i gærkvöldi
gerðu Fram og Keflavík
jafntefli 1—1 i allþokka-
legum leik á Laugardals-
vellinum og Framliðið er
nú komið með 16 stig —
þremur meira en næsta lið,
Akranes, og hefur þó leikið
einum leik minna. Og með
því stigi, sem Keflavik
hlaut, þokaðist liðið af
hættusvæðinu, þó svo eng-
inn hafi reiknað með þvi,
að Islandsmeistarar Kefla-
vikur væru í fallhættu nú.
Talsverður sunnan strekingur
var á vellinum og það merkilega
var, að bæði liðin áttu meira i
leiknum, þegar þau léku gegn
vindinum. Fram i fyrri hálfleik —
Keflavik i þeim siðari.
Mörkin létu ekki á sér standa. Á
LEIKIR í
3. DEILD
Tveir leikir voru nýlega háðir i
3. deild — A-riðlinum, þar sem
Viðir hefur sigrað. Stjarnan stökk
upp töfluna með fjórum stigum —
vann Hrönn 1-0, og Reynir gaf leik
sinn gegn liðinu úr Garðahreppi.
Þá tapaði Fylkir i Árbæjarhverfi
fyrir Njarðvik á Melavellinum 1-
2.
Worthington
til Leicester
Leiccster City keypti i gær hinn
kunna miðherja Huddersfield
Towu — Frank Worthington.
Kaupverðið var ekki gefið upp, en
Jimmy Bloomfield, fram-
kvæmdastjóri Leicester sagði, að
það mundi fara talsvert eftir
þeim árangri, sem Frank nær hjá
Leiccster. Frank, sem er
þekktastur fjögurra knattspyrnu-
bræðra i ensku atvinnuliðunum,
var injög i sviðsljósinu i sumar,
þegar Liverpool „keypti” hann
fyrir 130 þúsund sterlingspund, en
siðan kom i ljós, að eitthvað
ainaði að honum, þegar læknis-
skoðun var framkvæmd, og
Liverpool rifti kaupunum. Eftir
það var hann mjög i fylgd með
„Ungfrú England” þeirri, sem
George Best hafði á gefið á bát-.
. inn. i knattspyrnunni hefur Frank
verið marksækinn miðherji —
inarkhæstur leikmanna Hudders-
field nokkur undanfarin ár.
Fœreyingar
í heimsókn
Dagana 10.—17. ágúst dvaldi
hér á landi i boði Vals,' meistara-
flokkur karla frá félaginu Neistin
i Færeyjum. Hann lék hér fjóra
leiki og urðu úrslit þessi:
1. leikur Neistin - K.R. 18:17
2. leikur Neistin - K.A. 22:16
(Fór fram á Akureyri)
3. leikur Neistin - Haukar 13:27
(Fór fram i Hafnarfirði)
4.1eikurNeistin-Valur 13:31
Færeyingarnir héldu siðan
heim 17.8. og voru mjög ánægðir
meö dvölina. Þeir fóru i
skoðunarferð til Þingvalla,
Laugarvatns og Hveragerði.
Ómar Arason, hinn ungi miðvörður Fram, spyrnir knettinum frá
hættulegasta sóknarmanni islandsmeistaranna, Steinar'í Jóhanns
syni. Ljósmyndir Bjarnleifur.*
11 minútu gaf Guðni Kjartansson
langt fram völlinn til Harðar
Ragnarssonar, sem komst inn-
fyrir vörn Fram og skoraði
fyrsta mark leiksins — aðeins
minútu siðar jafnaði Fram.
Gisla Torfasyni urðu þá á
mistök upp við vitateiginn — hann
gaf knöttinn beint til Eggerts
Steingrimssonar, hins unga
útherja Fram, og Eggert þakkaði
gott boð — skoraði með fallegu
skoti frá vitateignum. 1—1 og
fleiri urðu mörkin ekki i leiknum,
þó tækifæri væru nokkur hjá báð-
um liðum, en jafntefli var
sanngjarnt eftir gangi leiksins.
Fram var hættulegra liðið i þess-
um hálfleik — Keflvikingar i þeim
siðari. Það kom talsvert á óvart,
þvi þeir urðu fyrir talsverðum
áföllum i þessum leik — misstu
tvo góða leikmenn út af vegna
meiðsla. Fyrst Astráð Gunnars-
son, bakvörð, i fyrri hálfleik og
tók Grétar Magnússon stöðu hans
og gerði henni góð skil, og svo
Karl Hermannsson i byrjun siðari
hálfleiks. Magnús Torfason kom
þá inn á.
Keflvikingar voru miklir
klaufar að skora ekki á 14 min. i
siðari hálfleik. Steinar
Jóhannsson, sókndjarfasti leik-
maður Keflavikur, lék þá
skemmtilega gegnum Fram-
vörnina, og komst i gott færi. En
hann var þá truflaður af Ólafi
Júliussyni eða truflaði hann —
báðir hefðu átt að geta afgreitt
knöttinn i markið, en báðir
hikuðu, ætluðu hinum að greiða
Fram rothöggið — og hið góða
tækifæri rann út i sandinn.
Þorbergur Atlason var fljótur að
skynja hættuna — renndi sér á
milli þeirra og hirti knöttinn.
Keflvikingar sóttu mjög þennan
leikkafla og aðeins siðar reyndi
Steinar markskot i vonlausri
stöðu, þegar félagar hans stóðu
friir fyrir markinu. Þessi tæki-
færi Keflavikur voru góð, en illa
nýtt, og eftir þau varð leikurinn
að mestu þrátefli á miðjunni —
hvorugt liðið náði þá nokkrum
afgerandi leik. Þó munaði ekki
miklu rétt' fyrir lokin, að Fram
fengi ódýrt mark. Einn leikmaður
Fram spyrnti þá heldur laust að
markinu — Guðni lét knöttinn
fara framhjá sér og ætlaði
Þorsteini markverði hinn
auðvelda bolta. En Þorsteinn var
alveg óviðbúinn, en til allrar
hamingju fyrir hann sleikti
knötturinn markstöngina að
utanverðu.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var
leikurinn allþokkalegur af hálfu
beggja liða. Keflvikingar ..rí§tú.i
vel af sér slenið eftir stórtapið i
Vestmannaeyjum á dögunum, og
voru jafnvel öllu nær sigri. Guðni
átti hreint skinandi leik i vörninni
og var sá klettur sem flestar
sókn'artilraunir Fram brotnuðu á.
Einar átti einnig þokkalegan leik
og vinstri bakvörðurinn kom
mjög á óvart með ágætum leik
Framlina Keflvikinga var
talsvert hættuleg á köflum og þar
lék Steinar betur en undanfarnar
vikur. Bræðurnir Gisli og Magnús
Torfasynir standa oftast vel fyrir
sinu, þó svo úthaldið sé ekki i sem
beztu lagi — veikindi háðu Gisla i
vor.
— veidindi háðu G&la i vor.
Hjá Fram var vörnin sterk að
venju, Marteinn að verða yfir-
burðamaður sem miðvörður, og
Þorbergur átti góðan dag i
markinu. Miðjumennirnir voru
kannski ekki eins afgerandi og oft
áður i sumar — Asgeir ekki beint i
„stuði” þó jafnv'el sem slikur sé
hann betri en flestir og i framlin-
unni tekur Elmar alltaf góða
spretti, þó gæzla sé mikil á hon-
um. Og eins og Elmar leikur
kemst hann ekki hjá þvi af og til
að verða „troðinn” niður.
Dómari var Rafn Hjaltalin frá
Akureyri og hef ég ekki i annan
tima séð hann dæma betur.
—hsim.
Þrátefli í
pólitískri
glímu
Pólitisk glima, fyrsta
keppnisgrein tuttugustu
Oly mpiuleikanna, var enn
óútkljáð i Munchen i morgun
— ennþá þrátefli um það
livort fagna eigi þátttakend-
um Rhódesiu eða þeim gefið
spark brott af leikunum.
Reiknað er með, að al-
þjóða Olympiunefndin taki
ákvörðun i málinu jafnvei I
dag, þar sem opnunarhátíð
leikanna færist nú stöðugt
nær.
Leiðtogar Afriku stóöu
sameinaöir um þá hótun að
lönd þeirra dragi sig i hlé fái
Rhódesia að taka þátt i
leikunum og aðrir svertingj-
ar — þar á meðal nokkrir
keppendur Bandarikjanna —
hafa tilkynnt, að þeir muni
fylgja þeim út úr Olympiu-
þorpinu.
iþróttamenn Ethiópiu
héldu ekki heim i gær — en
þeir höfðu pantaö flugmiða
um miðjan dag, en breyttu
þeim i „opna”, og hinu frá
bæra lið Kenýu hefur verið
tilkynnt af Jomo Kenyatta,
forseta, að halda heim fyrir
opnun leikanna á laugardag
ef Rhódesia fær að vera með
á lcikunum.
Þarna voru Keflvikingar klaufar að tryggja sér ekki bæði stigin — Steinar lék inn i teiginn og hann og Ólafur Júliusson stóðu báöir fyrir
opna marki Fram. En það varð misskilningur milli þeirra — báðir ætl uðu hinum að skora — og Þorbergur Atlason var þá ekkert að tvinóna
við hlutina, renndi sér á milli þeirra og hirti knöttinn.
„Be/.ti spretthlaupari heims” Valeri Borsov frá Sovétrikjunum hefur veriö mjög sigursæll I æfinga-
mótunum i Munchen að undanförnu og er af flestum talin liklegastur til sigurs I 100 m hlaupinu, þrátt
fyrir bandarisku svertingjana. Hann sigraði þá reyndar i landskeppni I Bandarikjunum i fyrrasumar.
Sagt er, að Borsov hafi „engar taugar”, rólegri mann I keppni getur ekki og þessi mynd sannar það.
Borsov litur þarna ósköp rólegur yfir hlaupabrautina i Munchen meðan aðrir keppendur undirbúa sig
vel. En þegar út isprettinn var komið réð enginn neitt við Borsov — hann sigraði á 10.14 sek„ en næstur
varð hinn kunni spretthlaupari þeirra Jamaikumanna Lennox Miller á 10.24 sek. Frá hægri eru á mynd-
inni Felix Mata, Venesúela, Ray Robinson, Bandarikjunum, Lennox Millcr, Borsov, Gerhard
Wucherer, Vestur-Þýzkalandi, sem varð 3ji og Papageorgupoulus, Grikklandi.
Setti Evrópumet,
en hleypur ekki
800 m í Munchen!
- Ricky Bruch kastaði 65,52 m. í Helsinki
með yfirburðum á 10.1 sek. Hann leika til að komast i úrslit i 100 m
er af mörgum talinn hafa mögu- hlaupinu i Munchen.
Valsstúlkur
í úrslitum!
Finnski stórhlauparinn
Pekka Vasala, helrta von
Finna í 1500 metrunum á
Olympíuleikunum í
Munchen, setti glæsilegt
Evrópumet i 800 m hlaupi í
landskeppni Finna og Svia
í Heisinki um helgina —
hljóp á 1:44.5 mín., og nú
naga Finnar sig í handar-
bökin, þvi Vasala á ekki að
keppa í 800 metrum í
Munchen— aðeins 1500 m.
hlaupinu.
Vasala var tuttugu metrum á
undan keppinautum sinum i
hlaupinu i Helsinki og stemning
var gifurleg meðal áhorfenda,
sem greindu að möguleiki var á
heimsmeti. Svo varð þó ekki —
Pekka skorti tvö sekúndubrot á
það.
Mjög góður árangur náðist i
mörgum greinum i keppninni,
sem Finnar sigruðu með yfir-
burðum i — hlutu 236.5 stig gegn
173.5 stigum Svia. Enn einn
finnskur stórhlaupari, og þeir eru
margir, sem Finnar eiga nú,
Kantonen, setti nýtt Norður-
landamet i 3000 m hindrunar-
hlaupi og náði öðrum bezta
heimstimanum i ár eftir hörku-
keppni við Sviann Gaerderud.
Finninn hljóp á 8:23.0 min. en Svi-
inn á 8:32.2 min. og áhorfendur
urðu vitni að einhverju mesta
hlaupaeinvigi, sem háð hefur ver-
ið á Olympiuleikvanginum.
Ricky Bruch náði prýðilegum
árangri i kringlukasti, þeim
bezta, sem hann hefur náð siðan
hann keppti hér á tslandi. Hann
þeytti kringlunni lengst 65.52
metra og sigraði með yfirburðum
og finnski spretthlauparinn Vilen
sannaði, að það var engin tilviljun
hjá honum á dögunum, þegar
hann hljóp á 10.0 sek. og setti
Norðurlandamet. Hann spretti nú
einnig mjög úr spori — sigraði
Dagana 26. júli til 10.
ágúst dvöldu 50 ung-
menni frá Val i Dan-
mörku og Sviþjóð og
tóku þátt i tveim
alþjóðamótum i hand-
knattleik.
Fyrra mótið fór fram i Valby,
Danmörku og tóku þátt i þvi 522
lið frá mörgum löndum i Evrópu,
og lætur nærri að um rúmlega
6000 einstaklingar hafi veriö
keppendur I liðunum. Valur lék i
þrem flokkum, 16 til 17 ára og 18
til I9ára drengjaflokkum, og loks
18 til 19 ára stúlknaflokki. Og
komust öll liðin i undanúrslit.
Drengir 16 til 17 ára.
Valur : Irsta Sviþjóö 6:6
Valur : Tsc. Oberursel, Þýzk. 9:5
Valur : Avedöre Danmörk 6:4
Valur : G.U.I.F. Sviþjóð 7:8
Piltar 18 til 19 ára.
Valur : K.F.U.M. Borás 4:3
Valur : Viborg Danmörk 6:4
Valur : Efk. Nyköping Sviþjóð6:4
Valur : I.K. 25 Sviþjóð 8:6
Valur : Fjellhammer Noregi 5:2
Valur : H. 43Sviþjóð 6:9
Stúlkur 18 til 19 ára.
Valur : Norbygda Noregi 3:2
Valur : Tuve I.F. Sviþjóð 2:2
Valur : Acta Danmörku 14:0
Valur : Herlev 2:2
Valur tapaði leiknum á vitakast-
keppni 3:6
Siðara mótið, sem Valur tók
þátt i var haldið i Partille, sem er
ákaflega fallegur bær, 17 km fyrir
utan Gautaborg. Það mót var lika
sótt af liöum allsstaðar að úr
Evrópu, en i þvi tóku þátt um 300
liö með um 3000 þátttakendum.
Þar komust tvö lið Vals i undan-
úrslit, eða bæði piltaliðin, en
stúlknaliðið komst i hrein úrslit.
Annars urðu úrslitin þannig:
Drengir 16 til 17 ára.
Valur : Fredensborg Noregi 15:8
Valur : Nordsten Sviþjóð 9:6
Valur : Bergdorf Þýzkl. 14:4
Valur : Holbæk Danm. 7:6
Valur : Brennan, Sviþj. 9:11
Valur : Mörkhöj Danm. 9:10
Valur : Glostrud Danm. 5:5
Piltar 18 til 19 ára.
Valur : Ohligser Þýzkl. 10:7
Valur : Burg-Gretesch Þýzk.H:5
Valur : Swithiod Sviþj. 6:8
Valur : Mosbach Þýzkl. 7:6
Valur : Kroppskultur Sviþj. 16:11
Valur : Sulzbach 8:10
Stúlkur 16 til 17 ára.
Valur : JustSviþjóð 10:3
Valur : Heid Noregi 6:1
Valur : Glostrup (2) Danm. 11:2
Valur : Holbæk Danmörk 7:3
Valur : Ostliden Sviþj. 12:3
Valur : KalmarSviþj. 5:2
Valur : Glostrup (1) 5:7
Þetta var úrslitaleikur mótsins
Að loknum úrslitaleiknum var
kosin bezta handknattleikskona
mótsins og var það ein af Vals-
stúlkunum Svala Sigtryggsdóttir.