Vísir


Vísir - 23.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 23.08.1972, Qupperneq 6
6 Visir Miftvikudagur 23. ágúst 1972 vísm Útgeíandi: Ueykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fféttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 <5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Íþróttapólitík Sú ákvörðun að visa Iþróttamönnum Ródesiu frá keppni á Ólympiuleikunum i Múnchen er sorgleg, hvernig sem annars á málið er litið. Olympiuleikar eiga að vera vettvangur fræknustu iþróttamanna heimsins þar sem þeir beztu keppa um verðlaun. Megin tilgangurinn er að efla iþróttaáhuga um heim allan, laða fleiri æskumenn til hollrar iþróttaiðkunar undir kjör- orðinu „heilbrigð sál i hraustum likama” Ólympiunefnd átti ekki margra kosta völ, þegar hún komst að þessari niðurstöðu sam- kvæmt fregnum i gærkvöldi. Hefði Ródesia fengið að hafa fulltrúa á leikunum var við búið að svertingjariki Afriku kölluðu iþróttamenn sina heim og jafnvel, að brestur yrði i liði Banda- rikjamanna og þeldökkir iþróttamenn þar neituðu einnig að taka þátt i leikunum. Það skiptir engu meginmáli i þessu, hvort leik- mennirnir frá Ródesiu eru taldir hafa brezk vegabréf eða ekki. Þar var aðeins um skollaleik að ræða. Ródesia, sem hvitur minnihluti stjórnar, heíur lýst yfir sjálfstæði. Landið er ekki brezk nýlenda. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt Ródesiu refsiaðgerðum til að reyna að fá hvita minni- hlutann þar til að gefa svarta meirihlutanum meira lýðræði. Sameinuðu þjóðirnar gerðu rétt i þvi, þótt refsiaðgerðum hafi ekki verið framfylgt sem skyldi. Umræður um brezk vegabréf fulltrúa Ródesiu á leikunum voru aðeins tilraun til að finna lausn, sem allir gætu samið um, þótt þeir vissu að hún var fölsk. Ólympiunefndin varð þvi að gera upp við sig, hvort hún vildi greiða nokkra fulltrúa Ródesiu þyi verði, að fjölmörg riki hættu við þátttöku. Niðurstaða nefndarinnar var þvi rétt, eins og sakir stóðu. En það er sorglegt, að til hennar kom. Ekki er ný bóla, þótt iþróttir komi við sögu i stjórnmálum. Heimsmeistaraeinvigið i skák er til dæmis talið býsna mikilvægt fyrir andlegan hróður risaveldanna, enda sagt að sjálfur Kiss- inger hafi lagt hönd á plóginn til að koma áskor- andanum Fischer af stað til Reykjavikur. Sovétmenn og Bandarikjamenn hafa löngum keppt um ,,sigur” i ólympiuleikum, sem er lik- lega álitið skipta jafn miklu um álit og virðingu, risaveldisins og til dæmis afrek i geimferðum. Álit annarra þjóða er ekki ónýtt fyrir stórveldið. Á þvi byggist meðal annars, hversu liklegir stjórnmálaforingjar viðsvegar eru til að binda trúss sitt við stórveldið, leita ásjár þess og gefa i staðinn áhrif og gott orð. Frægast er kannski dæmið frá Ólympiu- leikunum i Berlin árið 1936. Frammistaða þýzkra iþróttamanna og leikarnir allir urðu sterkt áróðursvopn fyrir Adolf Hitler. En stjórnmálaþref á ekki heima i iþróttum. Það er hörmulegt, að leiðtogum iþrótta- hreyfingarinnar tókst ekki að halda þvi utan dyra i Múnchen. Þeim er ætlað að hafa forgöngu á vegi vinsamlegra samskipta einstaklinga og þjóða. íþróttirnar eiga að byggja brú milli land- anna. Sovétborgurum gengur illa að komast úr öldudalnum HÁLFUR ANNAR UAA HERBERGIÐ Sovétborgarinn varð að fórna mörgu fyrir stór- veldið. i kapphlaupínu við vestræn veldi var ,,Rúss- land" langt á eftir í byrjun. Tilaðkomaþví uppaðhlið hinna öflugustu var miskunnarlaust fórnað lífs- gæðum, sem hefðu verið möguleg ella. Ein afleið- ingin eru þrengslin í ibúðum manna almennt, eins og viðurkennt er. i Sovétrikjunum eru 1,5. manns um hvert herbergi samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna (árið 1960), en í Bretlandi til dæmis 0,7. og eru her- bergin þó að meðaltali minni í Sovétríkjunum. Flestum mönnum er i blóð borið að vilja hafa heimili fyrir sig, „kastala” eins og Bretinn segir, þar sem menn eigi athvarf og verði „jarlar”. Kommúnufólk eru undantekningar. Einnig eru þeir undantekning, sem ekki dreymir um eigin ibúð, þótt mikill hluti mannkyns lifi aldur og ævi i leiguhúsnæði, misjafnlega mikið upp á miskunn misjafnra húseig- enda. Sovétborgarinn mundi tvi- mælalaust biðja um stærri ibúðir öðru fremur, ef hann væri spurður. Hann mundi væntan- lega biðja um eigin ibúð, ef slik beiðni gæfi von. Sovétmenn hafa enn ekki komizt upp úr húsnæðis- kreppunni, sem verður að eigna Stalin. Stjórn Stalins hélt þvi fram, að ibúðir i borgum hefuð þrefaldazt á árunum 1913-1954, en borgarbúar höfðu einnig þrefald- ázt á þeim lima. Þetta þýddi, að ibúðum hafði ekkert fjölgað miðað við mannfjöldann, svo að aðbúnaður var hinn sami og var á timum Nikulásar keisara, sem sagt hræðilegur, þegar Stalin lézt. Almenningi lofað kjara- bótum Stalin hafði að visu sinar ,,af- sakanir” fyrir þessu sem öðru. Hann hafði það takmark að gera Sovétrikin raunverulegt stór- veldi. Það fólst i iðnvæðingu og menntun, svo að Sovétmenn gætu staðið jafnfætis þeim beztu i tækniefnum. Mannfórnir skiptu ekki miklu, hvað þá óþægindi á heimilum fólks, ef það vann og efldi Sovétrikin. Stalin heppnaðist þetta ætlunarverk sitt. t lok harð- stjórnar hans voru Sovétrikin stórveldi og skákuðu Banda- rikjunum á sviði hernaöar. Eftir- mönnum hans, svo sem Krustjev, þótt ekki annað hlýða en heita al- menningi umbótum. Krustjev var manneskjulegri en valdhafa höfðu verið. Eitt af þvi, sem eítirmenn Stalins boðuðu var, að áherzla skyldi lögð á framleiðslu gæða, sem almenningur þarf- naðist i stað sifelldrar eflingar þungaiðnaðar. hergagnafram- leiðslu og framleiðslutækja, sem hafði verið borguð með lifskjör- um. Húsnæðisskorturinn , fyrst og fremst þrengsli á heimilunum var vinsælt viðfangsefni sovézkra listamanna, þegar þeir fengu að bæra á sér. Stjórnvöld gerðu einnig raunverulegar breytingar og árið 1956 höfðu ibúðabyggingar á ári tvöfaldazt miðað við meðaltal 1946-1955. íbúðabyggingar á ári höfðu enn tvöfaldazt árið 1960 miðað við 1956. Þá kom hnignun, sem olli þvi, að Sovétborgarar gátu ekki jafnað metin við vestræn riki. Miklu var fórnað til þess að Sovétrikin yrðu risaveldi. Illlllllllll Umsjón: . Haukur Helgason svo að þröngt er i búi. Orð Krustjevs „Við gröfum ykkur”, þar sem hann átti við lifskjör og framleiðslu fyrst og fremst, höfðu ekki rætzt á þessu mikilvæga sviði lifsgæða. Langt á eftir Sovézk blöð halda þvi á lofti, að Sovétrikin séu heimsmethafi i ibúðabyggingum og nefna töluna 2.3 milljónir ibuða byggðar ár- lega sem rök. Sovétrikin gera einnig tilkall til efstu sæta i ibúða- byggingum á hverja eitt þúsund ibúa. Þeir byggja niu ibúðir ár- lega á hverja 1000 ibúa og ættu samkvæmt þvi að vera fyrir ofan Bretland og Bandarikin og rétt fyrir neðan Vestur-Þýzkaland. Hins vegar eru meðalibúðir i Sovétrikjunum mun minni en meðalibúðir á Vesturlöndunum, eða um 50 fermetrar, sem íslend- ingum þætti litið fyrir fjölskyldu og ekkert of mikið fyrir einhleyp- ing. Við það bætist að Sovétrikin voru það langt á eftir i þessum efnum, að mikið þarf til að ástandið veröi það, sem hér yrði kaliað „mannsæmandi” fyrir meðalborgarann. Upp úr 1960 liðu mörg ár, að ibúðabyggingar lágu i láginni i Sovétrikjunum og valdhöfum þótti nauðsynlegt að láta fjármuni renna annað. Jafnvel nú, þegar fjörkippur hefur orðið, sem Kosygin hefur verið fremur en Bresnjev, eru ibúðabyggingar hlutfallslega svipaðar og um 1960^ þegar þær voru mestar. Þrír um tveggja herbergja íbúð Skýrslur Sameinuðu þjóðanna greina,að i Bretlandi og Banda- rikjunum séu 0.7 manns um hvert herbergi og 0,9 i Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Það er að segja á hverja tveggja herbergja ibúð koma að meðaltali 1.4 manns i Bretlandi og Bandarikjunum, 1,8 manns i Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi, en 3 menn i Sovétrikjunum samkvæmt framansögðu. Á hverja þriggja herbergja ibúð kæmu þá að meðaltaii 2,1 manns i Bretlandi og Banda- rikjunum, 2,7 manns i Frakklandi og V-Þýzkalandi og 4,5 manns i Sovétrikjunum miðað við þessar tölur. Rennandi vatn verði í 82% 1 siðustu áætlun Sovétstjórnar erboðuðmikil breyting og átak i ibúðabyggingum næstu fimm ár. Rennandi vatn á að verða i 82 af hverjum 100 ibúöum i borgum árið 1975, en þetta hlutfall var 56 af 100 árið 1959. Vatnssalerni, skólpræsi, skal verða fyrir 79 af 100 árið 1975, en það hlutfall var 53 af 100 árið 1959. Böðeða sturtur skulu veröa i 62 af 100 ibúðum árið 1975, en það var i 30 af 100 ibúða árið 1959. Byggja skal hærra. Fimm hæða hús eða hærri eru algengust i ný- byggingum. Fáir munu enn eignast eigin ibúð. Fyrir nokkrum árum var stuðlað að þvi, að fólk eignaðist eigin ibúðir með lánveitingum og mun þriðjungur þeirra ibúða, sem voru byggðar það árið, hafa verið i eigu þeirra, sem þar bjuggu. Þetta hefur ekki verið gert að sama skapi, og hið opin- bera á nær hverja nýja ibúð. Húsaleiga er mjög lág. Fjöls- kyldur i Sovétrikjunum verja að- eins um 2.5 prósentum af tekjum sinum til húsaleigu. Þetta er ein margvislegra aðferða sem hið opinbera hefur við „launa- greiðslur” og verður jafnan að hafa hugfast við samanburð á launakjörum i Sovétrikjunum og annars staðar, eftir þvi sem kostur er.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.