Vísir


Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 5

Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 5
Vísir Laugardagur 26. ágúst 1972 s í MORGUN ÚTLÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND UMSJON: HAUKUR HELGASON Kínverjar beita fyrsta neitunarvaldinu: Fella aðild óttunda stœrsta ríkis heims Kinverska alþýöulýð- veldið beitti neitunarvaldi sínu i fyrsta sinn í gær, og hindraði með þvi, að Bangladess yrði tekið í Sameinuðu þjóðirnar. Kinverjum tókst ekki að fá framgengt frestun máls- ins. Tillaga Kinverja um frestun* var felld með jöfnum atkvæöum gegn þremur, en niu fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Þá sáu Kinverjar fram á, að ekki yrði komizt hjá átökum, og fulltrúi þeirra, Huang Hua gerði i ræðu sinni harða árás a' Bangladess, ,en þó einkum á Sovétrikin. Hann ákærði Sovétmenn fyrir að leika á leiksviði heimsins ,,með hunang i munni en hnif i hjarta". Kina greiddi siðan eitt atkvæði gegn tillögunni um aðild Bangla- dess, sem Sovétmenn,Indverjar, Júgóslavar og Bretar báru fram. Ellefu voru hlynntir aðildinni, þrir sátu hjá. En neitunarvald Kinverja hindraði framgang málsins. Bandariski fulltrúinngreiddi at- kvæði með meirihlutanum i 15 manna ráðinu. Rikið Bangladess fæddist i styrjöld Indverja og Pakistana i desember siðastliðnum. Vestur- Pakistanir biðu ósigur. Kinverjar studdu Vestur- Pakistani, en Sovétmenn Indverja i striðinu. Bangladess er áttunda fjöl- mennasta riki heims með 75 milljónir ibúa. Ródesía og S-Afríka fá ekki að vera á skákmótinu Suður-Afrika og Ródesia fá ekki að vera með i Olympiuskák- mótinu i Skopje i Júgó- slaviu vegna stefnu rikisstjórna þessara landa i kynþátta- málum. Olympiumótið hefst 18. september. Forgöngumenn mótsins segja, að þeim sé bönnuð þátt- taka vegna þess „að þau full- nægi ekki skilyrðum alþjóða- skáksambandsins, FIDE, vegna aðskilnaðarstefnu i kynþátta- máum, sem er andstæð framf skoðunum og stefnu annarra þátttökurikja og þess rikis (Júgóslaviu) sem gengst fyrir keppninni”, „Skáksveitir frá Ródesiu og Suður-Afriku væru hins vegar gjaldgengar ef iskaksambönd þessara rikja lýsa opinberlega yfir andstöðu við stefnu rikis- stjórnanna i kynþáttamálum og hafa i sveitunum beztu skák- mennina án tillits til hörunds- litar” segja forráðamenn mót- sins. Keðjubréfakóngurinn um Svíþjóð: Pólitísk ,,Ég og kona min höfum lengi undirbúið flótta frá Sviþjóð”, Svo segir forstjórinn frá Eskiltuna, sem er grunaður um að hafa smyglað um 400 mill- jónum isl. króna verð- mæti i sænskum krónum úr landi, svo- nefndur „keðjubréfa- kóngur” i fréttum. „t Sviþjóð rikir stjórnmálaleg kúgun” segir hann. Við gátum ekki staðið undir öllum sköttunum. Ef ég kem einhvern tima aftur þá verður það til að fara á sveitina. Timi er til kominn að ég fái aftur eitthvað kúgun af öllum sköttunum, sem ég hef greitt”, segir hann. Grunur leikur á, að hann hafi komið gróða sinum af keðjubréfunum úr landi jafnóðum. Forstjórinn hefur verið i snekkju sinni, Agneta, með konu og sjö börnum, og mun ætla til Mallorca. Hann neitar að vera viðriðinn gjaldeyrissmygl. „Gjaldeyrissmygl? Ég á ekki einu sinni skiptilykil. Allt er skrifað á nafn konu minnar. Ég ætla að fá mér vinnu sem ieigu- bilstjóri á Mallorca, Við höfum aðeins fé til að greiða ferðina og hálfan fyrsta mánuðinn.” Yfirvöld i Sviþjóð hafa gefið út handtökuskipun og beðið al- þjóðalögregluna Interpol að handtaka hann. Komið hefur fram, að sænska lögreglan missti af honum vegna seinagangs. Unnt hefði verið að handtaka hann i Simrishavn, þar sem hann varð að gera við bátsvélina. Björgunarbátur dró bátinn þar til hafnar, en hann var við- gerður á mánudagsmorgun. og slapp. Ermasundsgöng Franska og brezka stjórnin ætla i sameiningu að gera göng undir Ermasund. Fram kvæmdir eiga að hefjast i júni næsta ár. Kostnaður er áætlaður um 100 milljarðar króna. Göngin munu verða fullgerð árið 1980. Þá eiga járnbrautarlestir að komast frá London til Parisar á tveimur klukkustundum og 40 minútum. Sænska lögregian heldur áfram að hafa hendur i hári stroku- fanganna. Hér er einn þeirra færður á lögreglustöðina i Mariestad eftir mikinn eltinga- leik. \ixon lél ekki hjá liða aö heimsækja Mamie gömlu Eisenhower, og minnast þess, að nú eru 20 ár liðin frá útnefningu Eisenhowers sem frambjóðanda repúblikana á flokksþinginu 1952. Nixon var sem kunnugt er varaforseti I tiö Eisenhowers. Hann tapar ekki á svona myndum. mrffl’ /ý SwJjT ‘ c&MÍÆó .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.